Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 26

Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 26
26 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HÆSTIRÉTTUR hefui' kveðið upp stefnumark- andi dóm um afskipti ríkis- valdsins af atvinnufrelsi manna. Er vísað í ákvæði stjómarskrárinnar þess efnis, að ekki megi takmarka at- vinnufrelsi nema almanna- heill kreíjist og þá með laga- boði. Á það er bent í dómnum, að löggjafarvaldið, Alþingi, geti ekki falið framkvæmda- valdinu óhefta ákvörðun, sem takmarkar atvinnufrelsið, og í löggjöfínni verði að vera settar meginreglur um tak- mörk og umfang þeirrar rétt- indaskerðingar, sem nauð- synleg er talin. Hæstaréttar- dómurinn styrkir því stöðu einstaklinga og fyrirtæiga gagnvart ríkisvaldinu. Dóm- urinn mun vafalaust hafa mikið fordæmisgildi, því svo víða má merkja afskipti hins opinbera af athafnafrelsi ein- staklinganna Dómur Hæstaréttar féll í máli, sem útgerðarfélagið Samherji á Akureyri höfðaði vegna synjunar Aflamiðlunar á útflutningsleyfí á ísuðum karfa í desember 1993. Taldi Samherji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmætrar synj: unar og krafðist skaðabóta. í Árvakur h£., Reykjavík. Hallgfímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. héraðsdómi var ríkið sýknað af kröfum fyrirtækisins, enda hefði l iggjafinn metið að tak- markanir á útflutningsleyfum horfóu til almenningsheilla og lögin því uppfyllt skilyrði stjómurskrárinnar. Hæsti- réttu: komst hins vegar að þvercfagri niðurstöðu og dæmd; Samheija bætur úr ríkissjoói. í dómi Hæstaréttar er rak- ið, að hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi hafi óskað eftir því, að aflamiðlun yrði sett á stofn til að greiða fyrir fiskviðskipt- um innanlands og hafa eftir- lit með og aðlaga útflutning á óunnum físki, nýtingu ferskfiskmarkaða fyrir neyzlufísk. Hagsmunaaðilar kváðust tilbúnir að skipa stjórn aflamiðlunar til að út- hluta útflutningsieyfum, enda muni utanríkisráðuneytið ekki veita önnur útflutnings- leyfí á ferskum físki. Utanrík- isráðuneytið setti síðan reglu- gerð 1993 þessa efnis sam- kvæmt lögum frá 1988 þar sem m.a. segir, að utanríkis- ráðuneytinu sé heimilt „að ákveða að ekki megi bjóða, selja né flytja vörur til út- landa nema að fengnu leyfi. Útflutningsleyfí getur ráðu- neytið bundið skilyrðum, sem nauðsynleg þykja.“ Hæstaréttardómurinn er áminning til Alþingis um, að í Iög megi ekki leiða nein skerðingarákvæði á frelsi manna nema almannaheill krefjist og skýr ákvæði séu um í hveiju frelsisskerðingin sé fólgin. Ákvörðunarvald í þessum efnum megi Alþingi ekki framselja, hvorki stjórn- völdum né öðrum. Svo skýr skilaboð Hæstaréttar til Al- þingis og stjómvalda eru fagnaðarefni, því hvers kyns afskipti ríkisvaldsins af at- vinnulífinu, oft að kröfu hags- munaðila í þjóðfélaginu, hafa lengi viljað loða við og eru löngu úrelt. Opinber afskipti af útflutningi ferskfisks höfðu þann tilgang að tryggja fískvinnslunni hráefni og auka atvinnu í landinu. En í leiðinni var stjóm Aflamiðl- unar, hagsmunaaðilum, falið að úthluta opinbemm útflutn- ingsle^rfum og grípa þannig inn í rekstrammhverfí út- gerðarfyrirtækjanna. Þá var þetta i raun leið til að reyna að tryggja sem hæst verð á erlendum fískmörkuðum. Slíkar aðferðir em gjörsam- lega úr takt við þróun verzl- unarfrelsins í heiminum síð- ustu árin og sem íslendingar hafa barizt hart fyrir. Mikið vatn hefur mnnið til sjávar frá því lögin fi*á 1988 vom sett. Island hefur gerzt aðili að Evrópska efnahags- svæðinu og nýr GATT-samn- ingur verið gerður. Skilningur hefur aukizt mjög á nauðsyn víðtæks frelsis í verzlun og viðskiptum, þ.á m. gjaldeyris- viðskiptum, sem svo lengi vom háð opinberum afskipt- um. Fjármagnsmarkaður er í örri þróun í landinu. Viðhorf manna hafa og einfaldlega breytzt í tímans rás um hlut- verk ríkisvaldsins og afskipti þess af atvinnulífínu. Því má líta á dóm Hæstaréttar sem staðfestingu á þessari þróun. STEFNUMARKANDI HÆSTARÉTTAR- DÓMUR Svartiseppi 1*1 STÓRMERKRI bók brezka sálfraeð- ingsins Anthonys Storr, ChurchiE’s Black Dog, Kafka’s Mice and other Phenomena of the Human Mind, er Qallað um þekkta atgervismenn og andieg vandamál þeirra, þ.ám. Churchill og Kafka. Það er merkilegt að fylgjast með því hvemig þessi skarpi sálkönnuður færir rök að því að Churchill tókst það í glímunni við Hitler sem raunsærri stjómmála- mönnum hefði mistekizt. Churchill átti eins og Kafka og fleiri merkir menn við þunglyndi að stríða og kallaði það svarta hundinn. Þung- lyndi hans þurfti á óvini að halda og þar kom Hitler, sem var einskon- ar djöfull í mannsmynd, í góðarþarf- ir. Hann var því eins ákjósanlegur Qandi og Churchill gat frekast hugs- að sér, enda naut hann sín aldrei betur en í átökunum við hann og hyski hans. Churchill var mikill tilfinninga- maður og sveiflaðist fram og aftur eins og listamönnum er áskapað, en hugmyndaflug hans átt sér engin takmörk og allra sízt þau sem raun- sæismaður hefði gengizt undir - að játa ósigur andspænis ógnarmætti nazismans og viðurkenna vanmátt sinn; þvert á móti gekkst Churcill upp í baráttunni við Hitler og var aldrei vígreifari en þegar verst gegndi. Hann leit ekki við staðreynd- um, hlustaði ekki á úrtölur en sveifl- HELGI spjall aðí sverðinu svoað biikaði á það, ekki sizt í myrkri. Hann rak styrjöldina af inn- blæstri og fimbulkrafti sem hann sótti í róm- antíska veröld hugmyndaflugsins en í henni átti hann sínar beztu stund- ir. Og engum datt í hug að þessi eldhugi ætti við þunglyndi að striða, sem átti bæði rætur að rekja til litn- inganna og vanrækslu fbreldranna i æsku hans. Það virðist sennilegt að Churchill hafi notað ritverk sín sem einskonar vöm gegn þunglyndi en það er al- kunna úr heimsbókmenntunum. Hann var aldrei ánægður nema þeg- ar hann hafði nóg fyrir stafni og naut sín á sviðinu og átti það sam- merkt með hetjum Hómerskviða og þá líklega einnig íslendingasagna. Hann trúði því innst inni að hann væri fæddur til mikilla afreka, enda metnaðurinn takmarkalitill. Þrátt fyrir mörg og margvísleg vonbrigði var honum falið þetta hlutverk hálf- sjötugum og tókst þá að miðia öðrum af smitandi hetjulund sinni. Hann samdi sína eigin Hómers- kviðu. 2.ENGINN VAFI ER á því að Kafka lifði af í ritverkum sínum; þangað leitaði hann og þar fann hann vöm fyrir ofnæmi sitt og fælni. Hann þoldi illa áleitni umhverfisins og skrifaði sig frá því. En þetta sama umhverfi leitaði samt viðstöðu- laust inní verk hans. Sjálfur var hann, eins og einatt er um skáld, búinn til úr sama þela og draumur. Max Brod, vinur hans, hefur sagt frá því að Kafka hafi einhveiju sinni vakið föður hans um hánótt og í staðinn fyrir að biðjast afsökunar á ónæðinu lyfti hann annarri hendi og sagði mjúkri sannfærandi rödd: Vin- samlegast littu á mig eins og draum! Kafka hafði sektartilfinningu þess sem þjáist af þunglyndi sem á rætur í æskuárunum. Hann vissi að hann var sekur um eitthvað, en ekki hvað; semsagt: Hann var sekur um að vera tll(!). Faðir hans hafði ýtt und- ir þessa sektarkennd þegar hann var bam, eins og sjá má af verkum skáldsins. Steinn Steinarr sagðist einungis vera til i ljóði sínu, en það er ekki hægt Storr segir ekkert geti komið í staðinn fyrir Ufið, hvorki list né önnur umsvif. En það er hægt að leita skjóis í verkum sínum og lifa þar af ofnæmið og fælnina. Og Kafka lifði af í sínu andlega kiaustri. Þar gat hann haldið frá sér utanaðkomandi áreitni. Með tíman- um hefði hann líklega getað lifað eðlilegu lífi en hann dó ungur úr berklum og á það reyndi ekki. En Storr telur skáldið hefði getað sætzt við umhverfið; beizlað fælnina. En hvað hefði þá gerzt? Þá hefði hann að öllum líkindum ekki getað skrifað þær bækur sem urðu til í þessum afskekkta, skjólgóða reit sem var hugur hans sjáifs. Þá hefði Kafka að öllum líkindum orðið einsog fólk er flest. M. -f REYKJAVIKURBREF ÞEIR ERU BERSÝNILEGA ekki á sama máli um stöðuna í fiskveiði- stjómunarmáliim, Hall- dór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, og sam- starfsmenn hans úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Á fundi, sem framsóknarmenn efndu til á Hótel Borg í gær, föstudag, sagði Halldór Ásgrímsson m.a.: „Ég heyri mikla undiröldu í þjóðfélaginu út af fiskveiðistjómuninni. Menn telja, að nú sé kominn tími til að breyta. Það sær- ir réttlætiskennd margra, hvemig þar er haldið á málum. Það hlýtur að sjálfsögðu að vera nokkurt áhyggjuefhi fyrir þá, sem hafa staðið að því að byggja þetta kerfí upp og hugsað um það í langan tíma. Ég kemst ekki undan því að vera talinn einn aðalábyrgðarmaðurinn fyrir fiskveiði- stjómunarkerfínu enda vil ég ekki víkja mér undan þeirri ábyrgð ... Það hefur aldr- ei verið hugmyndin að það væri skapað í eitt skipti fyrir öll. Þetta er okkar auðiind, við eigum hana öll. Útvegsmenn hafa af- notaréttinn af henni og það er okkar að ákveða, hvort við tökum hann frá þeim. Þeir verða að gera sér grein fyrir því, að það getur orðið, ef þeir haga sér svo óskyn- samlega, að það gangi fram af allri þjóð- inni. Þá verður þessu breytt og það eiga þeir að vita. Þess vegna þurfum við alltaf að hafa þetta til endurskoðunar en við verðum að gera það af skynsemi og rétt- sýni.“ Utanríkisráðherra var spurður nánar út í þessi ummæli og svaraði hann þá, að afeotarétturinn yrði ekki tekinn af útgerð- inni í einu vetfangi en bætti við: „Það verða allir að geta treyst því, að þetta eigi að giida til einhverra ára. Én ef okk- ur finnst að þetta gangi ekki lengur, tel ég að við getum gert það.“ Ummæli Halldórs Asgrímssonar í um- ræðum á Alþingi sl. fimmtudag um þings- ályktunartillögu þá, sem þingmenn jafnað- armanna undir forystu Ágústar Einarsson- ar hafa flutt um veiðileyfagjald vöktu einn- ig verulega athygli. Þar sagði utanríkisráð- herra m.a.: „Eg hef hins vegar ekkert útilokað það, að sá dagur muni koma, að sjávarútvegurinn greiði meira til samfé- lagsins. Það verður að vera viðfangsefni á hveijum tíma. En að taka slíka ákvörðun í dag tel ég ótímabært. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að ný réttindi, tU dæmis eins og nýr síidarstofn, geti kallað á nýjar aðferðir í úthlutunum, á nýjar nálganir. Það er ekki rétt að útiloka neitt í þeim efnum.“ Þessi ummæli HaEdórs Ásgrímssonar teljast til mikiUa tíðinda vegna þess, að hann hefur í rúman áratug verið helzti talsmaður þess fiskveiðistjómunarkerfis, sem við búum nú við. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að utanríkisráðherra finnur þá miklu undiröldu, sem nú er í þjóðfélaginu vegna þess, að almenningi ofbýður að sjá, hvemig mikil verðmæti, sem útgerðin hefur fengið endurgjalds- laust, ganga kaupum og sölum fyrir stórar fjárhæðir á milli útgerðarmanna sjálfra. Þeir hafa bersýnilega efni á því að greiða hver öðmm fyrir veiðiheimUdir en ekki þjóðinni, eiganda auðlindarinnar. Viðhorf Halldórs Ásgrímssonar gæti verið vísbend- ing um, að þáttaskil geti orðið í þessu stóra máli enda hefur verið bersýnilegt á undanfomum mánuðum, að ný sjónarmið eru að ryðja sér til rúms innan Framsókn- arflokksins. Má í því sambandi benda á ummæli þingmanna á borð við HjáJmar Ámason og Guðna Agústsson, svo að dæmi séu nefnd. Viðhorf flestra forystumanna Sjálfstæð- isflokksins er hins vegar óbreytt eins og glögglega kom fram á landsfundi flokksins í gærmorgun, fóstudag, þegar þeir snem bökum saman, Davíð Oddsson og Þor- steinn Pálsson. Þannig sagði forsætisráð- herra m.a.: „Það var ekki heil brú í öllu dæminu ... Það er nú reyndar sagt, að það sé enginn töframaður sem nái kanínu upp úr hatti nema setja kanínu í hatt. Ef menn ætla að ná 40 milljörðum af sjávarútvegin- um með þessum hætti, með þessum galdra- verkum, hókus, pókus, þá verða þeir að troða þangað 40 milljörðum áður en þeir taka hann upp úr, en það er ekki gert. Þetta er einhver vitlausasta umræða, sem ég hef heyrt í þinginu nokkra sinni, fyrr eða síðar og blessaður Alþýðuflokkurinn fór afar ilia út úr þessum umræðum." Og Þorsteinn Pálsson sagði: „Það er líka athygli vert, að lausnarorðið hjá tiUögu- mönnum var að þetta ætti alls ekki að koma við sjávarútvegiim, hann ætti að græða alveg jafn mikið eftir sem áður og það átti að gerast með gengislækkun. ÆtU fólkinu í landinu myndi nú ekki finnast það skrýtið að það ætti að borga brúsann af auðíindaskattinum með því að þurfa að kaupa sykurinn á hærra verði, hveitið á hærra verði, fötin á hærra verði og bílana á hærra verði?“ Eftir því var tekið, að Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálfetæðisflokksins, blandaði sér ekki í þessar umræður, en það hefur komið fram opinberlega, að við- horf hans er mun nær sjónarmiðum tals- manna veiðUeyfagjalds. Það er svo íhugun- arefni fyrir landsfundarfulltrúa, hver víg- staða Sjálfetæðisflokksins verður, þegar tekið er mið af þeirri undiröldu í þjóðfélag- inu, sem Halldór Ásgrímsson finnur, ef SjáÍfetæðisflokkurinn verður harðasti tals- maður óbreytts kerfis og gengur lengra í því en áhrifamiklir forystumenn í sjávarút- vegi á borð við Áma Vilhjálmsson, prófess- or og stjómarformann Granda hf., sem hefur viljað koma til móts við kröfuna um veiðUeyfagjald með athyglisverðum hætti. A hvað „trú- ir“ Morgnn- blaðið? ANNARS VÉK formaður Sjálf- stæðisflokksins vinsamlegum orð- um að Morgunblað- inu í þessum um- ræðum á landsfundinum á föstudags- morgni, þegar hann sagði: „Ég veit að ég særi vini okkar á Morgunblaðinu, sem trúa á þetta mál eins og heilagasta mál tilvera sinnar af einhveq'um ástæðum. Trúa reyndar ekki á neitt mál annað, eins og málum er komið núna, en þetta mál. En það er bara ekki heil brú í heila málinu. Mig tekur það nærri vegna Morgunblaðs- ins, sem er svo gott blað.“ Nú er það að vísu svo, að forsætisráð- herra særir ekki vini sína á Morgunblað- inu, þótt hann sé annarrar skoðunar. Skoðanamunur og heilbrigð og málefnaleg skoðanaskipti eru sjálfsagður þáttur í okk- ar lýðræðislega samfélagi og ekki þarf að gæta sársauka í góðra vina hópi, þótt menn séu ekki sammála. Sárindin koma, ef menn teija vinnubrögð eða málfiutning óheiðarlegan eða ódrengilegan en það á ekki við um þann skoðanamun, sem ríkir á milli Morgunblaðsins og forystumanna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Það er hins vegar ástæða tii að íhuga þau orð formanns Sjálfetæðisfiokksins, að Morgunblaðið „trúi reyndar ekki á neitt mál annað“ um þessar mundir eins og hann komst að orði á landsfundinum. Vegna þeirra er kannski ástæða til að minna á helztu baráttumál Morgunblaðsins á þessum áratug eins og um þau hefur verið fiallað á síðum blaðsins. Grandvallaratriði í viðhorfi Morgun- blaðsins til þjóðfélagsmála í 83 ára sögu þess, hefur verið stuðningur við einkafram- tak og fijálsa samkeppni í atvinnu- og viðskiptalífi. Svo að aðeins sé horft til þessa áratugar hefur blaðið lagt ríka áherzlu á stuðning við einkafyrirtæki, stór og smá, og varað við auknum ríkisumsvif- um á nýjum sviðum atvinnulffsins. Nýjustu dæmin um þetta er n\jög víðtæk umfjöllun Morgunblaðsins á síðasta ári og þessu ári um fjarskiptasviðið, þar sem þróunin hefur verið ótrúlega ör. í um- fangsmiklum greinaflokki, sem birtur var hér í blaðinu á síðasta ári var sú stað- reynd dregin fram í dagsljósið, að lítil Laugardagur 12. október einkafyrirtæki, sem hafa verið að spretta upp eiga í vök að veijast í samkeppni við ríkisfyrirtækið Póst og síma, sem hefur beitt ótrúlegustu vinnubrögðum til þess að koma keppinautum sínum í einkæign á kné og má í því samhandi m.a. minna á umræður um alnetsþjónustu fyrirtækis- ins fyrir nokkrum vikum. Morgunblaðið hefur tekið upp vöm fyrir þessi einkafyrir- tæki og baráttu fyrir rétti þeirra til að keppa sín í milli án afekipta ríkisvaldsins. Morgunblaðið hefur fagnað því fram- kvæði Halldórs Blöndals, samgönguráð- herra, að gera Póst og=síma að hlutafélagi en lýst þeirri skoðun, að það væri einung- is fyrsta skrefið og hið næsta hlyti að vera að selja hlutabréf í fyrirtækinu á opnum markaði. Morgunblaðið hefur vakið athygli stjómvalda á því, að hinn ungi hugbúnað- ariðnaður á Islandi ætti undir högg að sækja vegna umsvifa ríkisins á þessu sviði. Blaðið hefur hvatt til þess, að ríkisstofnan- ir og ríkisfyrirtæki af ýnisu tagi hætti samkeppni við einkafyrirtæki í hugbúnað- argerð til þess að auka svigrúm þeirra til athafna og möguleika þeirra á að byggja upp útflutningsiðnað í þessari grein, sem þrátt fyrir erfíðar aðstæður er að verða umtalsverður. Þegar Morgunblaðið varð þess vart síðla sumars, að áform vora uppi a.m.k. hjá einhveijum hluta stjómkerfisins að draga ekki úr hlut ríkisvaldsins í bankakerfinu, eins og áður hafði verið lýst yfir að gert yrði, heldur auka hann með því að stofna nýjan banka, sem ætti alfarið að vera í ríldseigu, þ.e. fiárfestingarbanka á grunni núverandi fiárfestingarlánasjóða, hóf blað- ið umfjöllun um það mál og opinberaði þessi áform. Ef stefnuræða forsætisráð- herra er rétt skiUn hefur hann nú tekið af skarið í þessum efnum. í samræmi við þessar grundvallarhug- sjónir hefur Morgunblaðið á imdanfömum árum hvatt mjög tU aukinnar, frjálsrar samkeppni og m.a. beint athyglinni að fákeppni á sumum sviðum atvinnulífeins við takmarkaðar vinsældir frá þeim hluta atvinnu- og viðskiptalífe, sem nýtur góðs af fákeppni. Þegar horft er um öxl verður ljóst, að baráttan fyrir frjálsri samkeþpni hefur tekið á sig ýmsar myndir. í eina tíð sner- ist hún um það að tryggja einkafyrirtækj- um lífvænlega möguleika í samkeppni við ríkis- og bæjarfyrirtæki. Hvemig átti t.d. Tryggvi Ófeigsson að geta keppt við Bæj- arútgerð Reykjavíkur, sem fékk árlega mikið fé úr borgarsjóði? Um skeið snerist þessi barátta um að kom í veg fyrir, að viðskiptaveldi Sambands ísl. samvinnufé- laga notfærði sér pólitíska aðstöðu Fram- sóknarflokksins til þess að koma einkafyr- irtækjum á kné. Sú óeðlUega samkeppni er ekki lengur tii staðar. Nú snýst baráttan fyrir fijálsri sam- keppni í íslenzku þjóðfélagi m.a. um að koma í veg fyrir að einkafyrirtæki, sem búa við fákeppni noti þá aðstöðu til að kæfa í fæðingu nýja samkeppni. Um þessa baráttu Morgunblaðsins á undanförnum árum þarf ekki að hafa mörg orð. Hún hefur vakið umtalsverða athygU. Það kemur t.d. betur og betur í ýós, að á sumum sviðum er erlend samkeppni eða áform um erlenda samkeppni nauðsynleg til að bijóta upp fákeppni í einstökum greinum viðskiptalífsins. í þessu sam- bandi era viðbrögð íslenzku tryggingafé- laganna afar athyglisverð, þegar þau stóðu framrni fyrir nýrri samkeppni er- lendis frá vegna bifreiðatrygginga. Þótt það komi kannski ekki í ljós fyrr en að 2-3 áram liðnum hvert framhaid verður á því njóta bfleigendur nú góðs af þeirri samkeppni. Þá urðu áfonn erlends olíufé- lags um að hefja starfsemi hér til að hrista rækilega upp í olíumarkaðnum, neytend- um til hagsbóta. Af þessu má sjá, að Morgunblaðið trúir á þær grundvallarhugsjónir, sem hafa ein- kennt afstöðu blaðsins til þjóðfélagsmála frá upphafi og hefur ekkert gefið eftir í baráttu fyrir þeim. Velferðar- kerfið og einkafram- takið MEÐ ÖRUM ÞJÓÐ- félagsbreytingum þarf hins yegar að útfæra sUkar grundvallarhug- sjónir með nýjum hætti og_á nýjum sviðum. Á þessum áratug hafa farið fram miklar umræður á Vesturlöndum um velferðar- og heilbrigð- iskerfíð og þessum þjóðum hefur orðið ljóst, að kostnaður við velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið væri orðinn svo mikill, að ekki yrði undir honum staðið. í þessum umræðum hefur Morgunblaðið lagt áherzlu á nokkur meginatriði: í fyrsta lagi hefur blaðið lagt áherzlu á, að takmarka ætti þjónustu velferðarkerf- isins við þá, sem þurfi á henni að halda. Það væri ástæðulaust að greiða almanna- tryggingabætur tíl þeirra, sem hefðu svo miklar tekjur fyrir, að þeir kæmust vel af án þeirra. Á fyrstu misserum fyrri ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar hvatti Morgun- blaðið þess vegna mjög tíl tekjutengingar í almannatryggingakerfínu og hefur slík tekjutenging verið útfærð að töluverðu leyti, þótt rök megi feera fyrir því, að marg- vísleg mistök hafi verið gerð í framkvæmd hennar. í þessum umræðum fyrir fimm árum vísaði Morgunbiaðið m.a. til reynslu Nýsjálendinga og merkrar fiárlagaræðu, sem Ruth Richardson, þáverandi fjármála- ráðherra Nýja Sjálands, flutti á árinu 1991. Þessi aðsópsmikla kona kom svo í heimsókn hingað til lands á síðasta ári að frumkvæði Friðriks Sophussonar, fiármálaráðherra, til þess að veita ráðimeyti hans ráðgjöf. í öðra lagi hefur Morgunblaðið í umræð- um um heUbrigðiskerfið lagt áherzlu á nauðsyn þess, að byggja upp einkarekinn valkost í heilbrigðismálum. I tilefiii af löng- um biðhstum eftir læknisaðgerðum hefur blaðið ítrekað spurt, hvers vegna þeir, sem vilja greiða fulla þóknun fyrir slíkar að- gerðir fái ekki leyfí tii þess, sem um leið mundi létta á biðUstunum. í þessum umræðum hefur Morgunblaðið bent á þann möguleika, að einstakUngar geti keypt tryggingar hjá almennum tryggingafélögum til þess að standa undir kostnaði við læknisaðgerðir, ef og þegar þeirra væri þörf. Þessar ábendingar blaðs- ins hafa hlotið misjafnar undirtektir eins og við mátti búast en þó má sjá vísi að einkareknum valkosti í heilbrigðiskerfinu, sem örugglega á eftir að vaxa að mun. í þriðja lagi hefur Morgunblaðið hvatt mjög tU aukins frelsis í lífeyrismálum og gert kröfu tíl þess, að einstakUngar ráði því sjálfir í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða. Blaðið hefur út af fyrir sig tekið undir sjónarmið þeirra, sem telja, að aUir lands- menn eigi að vera skyldir til að vera í ein- hveijum lífeyrissjóði en hins vegar bent á, að hver og einn eigi á þeim grundvelli að geta valið sér þann lífeyrissjóð, sem hann telur bezt henta hagsmunum sínum. Með þessum hætti hefur Morgunblaðið viljað útfæra hugsjónir um frelsi einstakl- ingsins yfir á ný svið. Félags- og menntamál SVIPUÐ VIÐHORF hafa komið fram í umfjöllun Morgun- blaðsins um félags- og menntamál. Þannig hefur blaðið gert kröfu til þess, að hver einstaklingur fái að ráða því, hvort hann er meðlimur í stéttarfélagi og þá í hvafla félagi. Eins og málum er nú háttað er einstaklingur skyldaður til að vera í ákveðnu stéttarfélagi og vinnuveitandi hans hefur samið um að innheimta fyrir stéttarfélagið félagsgjald og ýmis sjóða- gjöld. Þetta er auðvitað fráleitt og gamal- dags kerfi. EðiUegt er, að hver og einn ráði því í hvaða félagi hann er og að stétt- arfélagið sjái sjálft um að innheimta fé- lagsgjöld hjá félagsmönnum sínum. I menntamálum hefur Morgunblaðið vakið athygli á erfiðri stöðu Háskóla ís- lands, þar sem nemendum fjölgar en Qár- veitingar duga ekki til þess að halda í við kostnaðaraukningu vegna fjölgunar nem- FRÁ SKAFTAFELLI Morgunblaðið/Golli enda. Blaðið hefur bent á, að stjómvöld standi frammi fyrir þremur kostum; að auka flárveitingar úr almannasjóðum, að takmarka aðgang að skólanum eða taka upp skólagjöld. Morgunblaðið hefur ítrek- að á undanfómum áram bent á, að óhjá- kvæmUegt væri að ræða m.a. þá leið að taka upp skólagjöld bæði við Háskóla ís- lands og ýmsa sérskóla. Jafnframt hefur blaðið fagnað hugmyndum um einkarekna skóla en mótmælt því að kostnaður við rekstur þeirra verði greiddur af almannafé. í umræðum um byggðamál að undan- fömu hefur Morgunblaðið m.a. hvatt tíl þess, að Byggðastofnun verði lögð niður og í því sambandi minnt á sameiginlega baráttu blaðsins og Sjálfetæðisflokksins gegn því á sínum tíma, að Framkvæmda- stofnun, forveri Byggðastofnunar, yrði sett upp en það var vinstri stjómin, sem hér sat 1971-1974, sem kom þeirri stofnun á fót. Morgunblaðið hefur líka á síðari árum undirstrikað nauðsyn þess að taka upp jafhan atkvæðisrétt um alit land og m.a. bent á, að sá ójöfnuður, sem nú ríkir í þessum efnum, sé ein helzta forsenda þess tilgangslausa íjárausturs úr opinber- um sjóðum í landsbyggðina, sem þjóðin hefur orðið vitni að um langt skeið. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóra í tflefni af þeim ummælum formanns Sjálf- stæðisflokksins, að Morgunblaðið trúi ekki á annað en veiðileyfagjald um þessar mundir. Það er misskilningur eins og að framan er rakið. Hins vegar er það skoðun Morgunblaðsins, að það eitt sé í samræmi við þau grundvallarviðhorf, sem bæði Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa alla tíð barizt fyrir, að eðlilegt sé að greiðsla komi fyrir takmörkuð gæði en eklri að þeim sé úthlutað af stjórnvöldum, samkvæmt skömmtunarkerfi, hveiju nafni sem nefnist. Slíkt kerfi reyndist iUa á haft- atímabflinu eins og lesa má um í merkri bók Jakobs F. Ásgeirssonar, sagnfræð- ings, Þjóð í hafti. I þá tíð fengu verðugir úthlutað inn- fiutningsleyfum fyrir bílum, sem þeir seldu svo hæstbjóðanda. Nú fá menn úthlutað veiðikvótum, sem þeir geta selt hæstbjóð- anda. Nú er opinber nefnd líka að úthluta sjónvarpsrásum, sem eru takmörkuð gæði, skv. úthlutunarreglum, sem enginn skflur. Það verður spennandi að sjá, hvort sam- gönguráðherra markar nýja stefnu í þess- um efnum, þegar að því kemur að úthluta leyfí til þess að reka annað GSM-síma- kerfi hér á landi á næsta ári. Barátta Morgunblaðsins fyrir veiðileyfa- gjaldi og greiðslu fyrir sjónvarpsrásir og önnur slík verðmæti er því grundvölluð á hugsjónum blaðsins um framtak einstak- lingsins og fijálsa samkeppni og að hvers kyns úthlutun stjómvalda á verðmætum án þess að eðlilegt endurgjald komi fyrir sé í ósamræmi við þau grundvallarsjón- armið, sem ftjálst samfélag byggist á. Sú barátta á því ekkert skylt við sósíaUsma. „Nú er það að vísu svo, að forsætis- ráðherra særir ekki vini sína á Morgunblaðinu, þótt hann sé ann- arrar skoðunar. Skoðanamunur og heilbrigð og málefnaleg skoð- anaskipti eru sjálfsagður þáttur í okkar lýðræðis- lega samfélagi og ekki þarf að gæta sársauka í góðra vina hópi, þótt menn séu ekki sammála. Sárind- in koma, ef menn telja vinnubrögð eða málflutning óheiðariegan eða ódrengilegan en það á ekki við um þann skoðana- mun, sem ríkir á milli Morgun- blaðsins og for- ystumanna Sjálf- stæðisflokksins í þessu máli.“ » / •I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.