Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 28

Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 28
28 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM BORNIN OKKAR Askorun til stjórnvalda og allra landsmanna MARGSKONAR hættur steðja nú að börnum okkar, svo sem vímu- efnavandinn, ofbeldi ýmiskonar, hið stöðuga áreiti, hraðinn og spennan. Þar sem undirritaður er kominn yfir miðjan aldur, geri ég mér grein fyr- ir, að tilvera barna og unglinga á mínum æskudögum var töluvert ein- faldari. Ekki endilega hamingjurík- ari, en tilveran á þeim tíma var ekki eins áreitin sálarlega. Það þarf sterk bein og mikla ástúð og um- hyggju heima fyrir til þess að börn geti haldið sinni sálarró og vaxið og dafnað eðlilega nú á dögum. Það hefur komið skýrt í ljós, að gegndarlaus ásókn okkar í veraldleg gæði og völd hefur komið niður á ýmsum dýrmætum gildum í mann- lífinu. Maðurinn lifir jú ekki af brauði einu saman, eins og sagt var "*%vo réttilega. Allir þurfa að rækta sína sál með einhveijum hætti til þess að komast hjá tómleika, and- legri örbirgð og jafnvel óhamingju. Andleg velferð komandi kynslóðar byggist á því veganesti, sem við hin eídri getum gefið þeim sem yngri eru, því þau læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig skyldi ástandið í þessum málum vera? Hér á ég fyrst og fremst við uppeldis- og skólamálin. Margt er vafalaust vel gert bæði á — tómilum og í skólum, en víða eru vandamál og erfiðleikar. Síðastlið- inn vetur átti ég þess kost ásamt Selmu Guðmundsdóttur píanóleik- ara, að leika á skólatónleikum fyrir á þriðja þúsund barna og unglinga. Börnin voru á aldrinum 6-18 ára og var skipt niður í hópa eftir aidri. Lengd tónleika var 30-35 mínútur og reynt var að kynna bæði hljóð- færin (selló og píanó) í töluðu máli og stuttum verkum frá ýmsum tíma- bilum tónlistarsögunnar. Á þessum tónleikum kom margt áhugavert í ljós. Yngstu börnin voru yfirleitt opin og áhugasöm. Þeim fannst gaman að varpa fram spurningum, bæði er við komu hljóðfærum og „jKörkum. Eldri börnin voru mun feimnari og lokaðri. Þau voru hálffeimin að bera fram spurningar, því á þessum aldri er margt svo asnalegt og hall- ærislegt og oft erfítt að skera sig úr hópnum. Fólk á þessum aldri er orðið miklu meðvitaðra um álit fé- laganna og feimnara við að tjá sig. I öllum hópunum voru agavanda- mál, en þó mismikil. Nokkur hluti þessara barna og unglinga stunduðu tónlistamám af einhveiju tagi, þó alltaf væru þeir fleiri sem ekki áttu þess kost að ieggja stund á slíkt nám. En eitt áttu öll þessi böm þó það sameiginlegt, hvort sem þau höfðu stundað tónlistamám eður ei, ^■-þau kunnu yfirleitt ekki að hlusta. Fyrsta skilyrði þess að hægt sé að hlusta á tónlist er þögn og kyrrð í umhverfinu. Þá er mögulegt að einbeita sér að því að hlusta á tón- listina og leyfa henni að komast að. Ef skipulegri kennslu og leiðsögn í hlustun á tónlist yrði komið á, myndi ég líta á hana sem einhvers- konar íhugun sálræns eðlis, auk menntunargildisins sem hún hefði. Við tónlistarmenn, sem kennum tónlist í hinum ýmsu tónlistarskól- um landsins, hljótum að viður- kenna, þrátt fyrir alla kennsluna í marga áratugi, þar sem margt framúrskarandi hefur verið gert, að skipuleg hlustun á tónlist hefur orðið algjörlega útundan. Fjöldi unglinga og barna sem stundar hljóðfæranám fer sjaldan eða aldrei á tónleika og fer því á mis við mjög mikilvægan þátt í tónlistaruppeld- inu, þ.e. að hlusta á lifandi tónlist. En er þetta; að hlusta á góða tón- Bömin eru óplægður akur, segir Gunnar Kvaran, sem bíður eftir góðum fijókornum. list, þá einungis mikilvægur þáttur í tónlistaruppeldi? Nei, alls ekki, regluleg og skipuleg hlustun á góða tónlist í öllum skólum og uppeldis- stofnunum landsins, samfara góðri kennslu í öðrum greinum tónlistar myndi á nokkrum árum valda mikl- um breytingum til góðs. Hverskonar breytingum? Við mundum fá út úr skólunum, ró- legri, þroskaðri og betur menntuð börn. Þótt segja megi að stór hópur barna og unglinga stundi tónlist- arnám í landinu, hefur þetta nám ekki hlotið þann sess í almenna skólakerfinu, sem það ætti að hafa. Allir nemendur grunnskóla ættu að eiga kost á tónlistarnámi ókeypis. Gera má ráð fyrir að töluverður hópur skólabarna í grunnskólum eigi ekki möguleika á tónlistarnámi af fjárhagsástæðum. Tökum t.d. láglaunafjölskyldu með 3-4 börn á skólaskyldualdri. Þar sem nám í tónlistarskóla kostar a.m.k. 40-50 þús. kr. fyrir. skólaárið á barn, auk hljóðfærakostnaðar, gefur það auga leið, að í svona tilfellum eru ekki efni til að veita bömum tækifæri til náms í tónlistarskóla. Sem sagt: „Auka þarf stórlega kennslu og fræðslu í tónlist í öllum grunnskól- um.“ Af hveiju? Vegna þess að reynslan sýnir og sannar að tónlist- arnám eflir allt annað nám mjög mikið. Stundi barn tónlistarnám af einhverri alvöru þróar það með sér aukinn hæfileika til einbeitingar. Það agast, því t.d. hljóðfæranám er harð- ur húsbóndi, eigi 'að ná góðum árangri. Það þroskast tilfinninga- lega, það eflir með sér hæfileika til samvinnu, tjáskipta og mannlegra samskipta í samleik, hvort heldur er í hljóm- sveit, kór eða minni hljóðfærahópum. Það þroskar með sér form- og fegurðarskyn og síðast en ekki síst hef- ur góð tónlist hreinlega mannbætandi áhrif á þann sem stundar hana, hvort heldur er sem virkur þátttakandi eða hlu- standi. Nú kynni einhver að spyija sem svo: „Þetta er nú allt gott og blessað, en kostar þetta ekki of- fjár?“ Auðvitað kostar þetta fé, en ég leyfi mér að fullyrða að eins og útlitið er núna með auknu ofbeldi, aukinni misnotkun vímuefna og aukningu á margskonar glæpum, þá muni útgjöld hins opinbera til málaflokka eins og öryggisgæslu og í heilbrigðisgeiranum stóraukast á næstu árum og áratugum. Með því að spyrna við fótum nógu snemma má koma í veg fyrir marga ógæfuna, jafnvel á þann máta að ríkið sparaði útgjöld þegar öllu væri á botninn hvolft. Auðvelt er t.d. að gera sér í hugarlund þann kostnað sem ríkið verður að bera í sambandi við meðferðarstofnanir, sjúkrahús og fangelsi sem fórn- arlöm vímuefna, ofbeldis og glæpa þurfa að leita til. Ungt fólk, sem í mörgum tilfellum fór á mis við þá ástúð, umhyggju, væntumþykju, menntun og fræðslu, sem hveiju Gunnar Kvaran ungmenni er nauðsyn- legt veganesti þegar út í lífið kemur. í þessari smágrein hef ég aðallega beint sjónum minum að þeim möguleikum sem hægt væri að skapa í skólum til mun fullkomnari menntunar og betra mannlífs, en ég geri mér líka ljósa grein fyrir því, að skólinn kemur aldrei í staðinn fyrir heimilið, heldur eiga þessir tveir aðilar að vinna heilshugar saman að uppeldi og þroska bamsins. Mikið hefur verið talað um for- varnir í þjóðfélaginu að undanförnu og em það sannarlega orð í tíma töluð, eins og málin hafa þróast, en forvarnarstarf er meira en að fræða börn og unglinga um hættur og skaðsemi vímuefna. Forvarnar- starf í víðasta skilningi þess orðs er að skapa börnum og unglingum þessa lands það umhverfi á heimil- um og í skólum að þau vaxi og dafni sem einstaklingar. Hver ein- asta mannvera sem fæðist inn í þennan heim er sérstök og einstök og ber í sér kímið til dásamlegrar sköpunar og athafna, fái hæfileikar hennar tækifæri til þroska í góðu umhverfi. Börnin læra það sem fyr- ir þeim er haft, svo mikil er ábyrgð okkar fullorðna fólksins. Dýrmæt- asti auður þessa lands og alls heimsins eru börnin. Heimurinn með öllum sínum hörmungum og dásamlegu mögu- leikum breytist ekki, ef við spyrnum ekki við fótum af alefli gegn þeim öflum sem vilja ekki hag barna og unglinga sem mestan og bestan, heldur eru föst í feni stundargróða, eiginhagsmuna og þröngsýni. Ég vil heilshugar taka undir orð Guð- rúnar Agnarsdóttur læknis og fyrr- verandi forsetaframbjóðanda þegar hún talar um stórkostlega mögu- Ieika íslensku þjóðarinnar til fagurs mannlífs. Einmitt vegna smæðar okkar, legu landsins og sérstöðu er mun auðveldara fyrir okkur að hafa áhrif til góðs, en t.a.m. hjá milljónaþjóð- um þar sem allt þjóðfélagið er mun flóknara og þyngra í vöfum. Hinu ber heldur ekki að gleyma, að á sama hátt og hið jákvæða og upp- byggilega á greiðan aðgang að sál- um manna, er einnig auðvelt að spilla andrúmslofti í þjóðfélaginu með neikvæðni, gáleysi og kæru- leysi. Atburðir síðustu mánaða á ýms- um sviðum þjóðlífsins hafa fært okkur heim sanninn um það, svo tekur af öll tvímæli. Innst inni þráum við öll fullkomnara og rétt- látara þjóðfélag, en einungis með því að vera öll reiðubúin að leggja okkar af mörkum hvert á sínu sviði, mun okkur takast að breyta þjóðfé- Iaginu til góðs. Hugmyndin um almenna kennslu í tónlist í öllum grunnskólum, þar sem skipuleg og kerfisbundin hlust- un á góða tónlist væri mikilvægur þáttur, er hluti af þeirri viðleitni sem margt fólk hefur; að vilja leggja eitthvað á vogarskálarnar þjóðfé- laginu til góðs. Börn sem lærðu að hlusta á góða tónlist að staðaldri mundu róast og læra betur að einbeita sér. Þau mundu líka læra að hafa hljótt um sig af tillitsemi við aðra, sem væru líka að hlusta og síðast en ekki síst mundu hin stórkostlegu uppbyggj- andi sálrænu öfl, sem eru í tónverk- um meistara allra alda frá miðöld- um til vorra daga, næra sálir þeirra og lyfta andanum oft og tíðum, ómeðvitað, því dómgreind barna er enn í mótun. Þegar ég stóð frammi fýrir þessum börnum skynjaði ég þennan óplægða akur sem bíður eftir góðum fijókornum. Hvílíkir möguleikar með guðshjálp og góðra manna. Höfundur er sellóleikari. Þakskífur úr steini fyrir íslenskt veðurfar. /V ý l l I r á r, M ' l íi I I á Þakskífur úr steini hafa lengi verið húsaprýði í grannlöndum okkar. BM»Vallá framleiðir nú þakskífur sem þróaðar eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og standast ströngustu kröfur um frostþol og endingu. ^ Þakskífurnar eru sérstaklega fallegar og setja glæsilegan svip jafnt á ný hús sem gömul. ^ Þakskífurnar frá BM*Vallá eru viðhaldsfríar. Þær ryðga ekki og þær þarf aldrei að mála. ^ Þakskífurnar eru mjög þéttar og auðvelt er að leggja þær. Fáðti sendan bækling Kynntu þér þetta hagkvæma og spennandi þakefni. Pantaðu ókeypis bækling með ítarlegum upplýsingum m.a. um lögn og frágang. GÆÐAKERFI Q < fsT ISQ 9001 Pantaðu bækling í síma 577 4200 • Grænt númer 800 4200 • Netfang: bmvalla.sala@skima.is BM-VAIIA Söluskrifstofa Breiðhöfða 3 112 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.