Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 35

Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR13. OKTÓBER 1996 35 I ! I ■I i i i i i ( i i i i ( i i < i i < I < j i Bjartsýnin lengi lifi! LEIKLIST Ilcrmódur og Iláövör: BIRTINGUR EFTIR VOLTAIRE íslensk þýðing eftir Halldór Lax- ness. Leikgerð eftir Erling Jóhairn- esson, Gunnar Helgason og Hilmar Jónsson. IjeikstJóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arnar Amars- son. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Búningar: Þónrnn Jónsdóttir. Brúð- un Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Hákon Leifsson. Danshöfundur: Auður Bjamadóttir. Leikendur: Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhann- esson, Gunnar Helgason, Halla Mar- grét Jóhannesdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Jóna Guðrún Jóns- dóttir, Sigurþór Albert Heimisson og félagar úr Háskólakómum. Hafnarfjarðarleikhúsið, föstudagur 11. október. ÞEGAR fréttir bárust af því að leikfélagið Hermóður og Háð- vör hygðist setja á svið bók- menntaperlu Voltaires L’Optim- iste, Bjartsýnismanninn eða Birt- ing eins og verkið heitir í ís- lenskri þýðingu Halldórs Laxness, hvarflaði að manni rétt sem snöggvast hvort bjartsýnin væri ekki að bera félaga Hafnarfjarð- arleikhússins ofurliði. En ef undirrituð hafði einhverjar fyrirfram efasemdir um þæfni Hermóðs og Háðvarar til að sviðsetja söguna um hinn bjartsýna einfeldning (Candide - eins og Voltaire kall- ar hann) Birting og ferðalög hans um löng og álfur, þá ruku þær út í veður og vind við fyrstu sýn. Leikhóp- urinn hafnfirski hefur unnið glæsilega og metnaðarfulla leik- sýningu, sem er tví- mælalaust það skemmtilegasta leik- hús sem lengi hefur boðist á stór- Reykja- víkursvæðinu. Hérna vinna allir þættir saman að því að skapa sýningu sem er í senn veisla fyrir augu, eyru og ímynd- unarafl. Leikmynd er með afbrigðum skemmtileg, vel fyrir komið og sniðuglega nýtt; búningar eru yndislegir og undir- strika húmor verks- ins; tónlistin er vönd- uð, vel flutt og hæfir verkinu fullkomlega; og frammistaða allra leikara er með miklum sóma. Hilmar Jónsson leikstjóri (og einn af höfundum leikgerðar) hefur áður sýnt ótvíræða hæfileika sína á þessu sviði, en stjórn hans á þessari fjölskrúðugu leiksýningu hlýtur að teljast meiri háttar af- rek. Þremenningarnir Hilmar Jóns- son, Gunnar Helgason og Erling Jóhannesson hafa kallað verkefni sitt, að gera leikgerð af bókinni, bæði ögrandi og ógnvekjandi. En slíkar eru oftast forsendur góðra verka og hafa þeir félagar reynst vandanum vaxnir. Leikgerð þeirra er skotheld og með ólíkind- um hversu vel þeim tekst að halda atburðarás bókarinnar til haga, svo og að notfæra sér hinn frá- bæra texta verksins. Sterkur leikarahópur Gunnar leikur sjálfur titilhlut- verkið og fer hann á kostum í rullunni, sem er sem sniðinn fyrir hann. Útlit hans og allt látbragð er mjög sannfærandi og hef ég aldrei séð Gunnar betri. Hinir leikaramir sex sem eru í aðalhlutverkum verksins leika allir fleiri en eitt hlutverk og virtust eiga auðvelt með að skipta frá einu gervi í annað. Jóna Guðrún Jóns- dóttir leikur Kúnígúnd, hina heitt- elskuðu ástmey Birtings og tókst vel upp, bæði í gervi fagurrar yng- ismeyjar og ekki síður þegar yndis- þokkinn hafði vikið fyiir árum og biturri reynslu. Erling Jóhannesson var skemmtilegur sem Kakambus, ferðafélagi Birtings. Samleikur þeirra Gunnars var fínn og vom andstæður í persónu hvors fyrir sig sniðuglega skerptar. Björk Jakobs- dóttir fór á kostum í hlutverki kell- ingarinnar sem misst hafði þjó- hnappinn og var atriðið þar sem hún segir sögu sína með þeim bestu í röð margra góðra atriða. Einnig var hún eftirminnileg sem frönsk léttúðardrós. Halla Margrét Jóns- dóttir fór vel með sín mörgu hlut- verk og kitlaði hláturstaugar áhorf- enda bæði sem Don Femando og sem vandlát kona í París. Jón St. Kristjánsson skapaði eftirminnileg- ar persónur og var skipting hans milli ólíkra hlutverka mjög fag- mannleg. Hann sýndi frábæra skoptakta í hlutverki greifans, gyð- ingsins og Jakobs betrumskírða. En bestur var hann kannski í hlut- verki svartsýnismannsins Marteins, sem er hið heimspekilega mótvægi við bjartsýnismannsins Altungu, vinar og uppfræðara Birtings. Sig- urþór Albert Heimisson var ömgg- ur í hlutverki Altungu og naut sín betur eftir því sem ástand heim- spekingsins ódrepandi varð bág- bomara. Enda þótt leikararnir standi sig allir vel sem einstaklingar skiptir ekki síður máli hvernig þeir ná að vinna saman sem hópur. Fjöldi atriða leiksýningarinnar er sam- settur einmitt úr hópsenum þar sem mæðir á samleik og heildar- svip. Mörg skemmtilegustu augnablik sýningarinnar em ein- mitt úr slíkum hópsenum, t.d. atriði meðal „listunnenda" í París og meðal „villimanna“ í frum- skógi Suður-Ameríku. Það er sjaldgæft að sjá svo jafn- sterkan leikarahóp eins og á þess- arri sýningu. Jafnvel þótt nokkur frumsýningarskjálfti hafi gert vart við sig í örfáum mismælum og ónákvæmni í tímasetningu, átti hópurinn auðvelt með að heilla áhorfendur. Einnig er vert að taka fram að statistar úr Há- skólakórnum stóðu sig með sóma. Frá bók á svið Þótt manni finnist, við lestur bókar Voltaires, að verkið geti hvergi betur notið sín en einmitt í sínu eigin formi, hefur mynd- rænn textinn og dramatísk fram- vinda hans freistað margra lista- manna gegnum tíðina. Þannig hefur verkið ótal sinnum áður verið sett upp í formi leikrita, balletta, söngleikja, óperu, brúðu- leikhúss og teiknimynda. í leik- gerð Hermóðs og Háðvarar er vitnað í þessa löngu „uppfærslu- hefð“ verksins á mjög skemmti- legan hátt. Þannig finnast innan sýningarinnar tilvísanir til óperu, söngleiks, brúðuleik- húss og jafnvel teikni- mynda. Slíkar tilvitn- anir koma óvænt inn í atburðarás leiksins, eru sniðugar og auka vídd sýningarinnar. Einnig leyfir hópur- inn sér að bæta inn í verkið nokkrum nú- tímaskírskotunum, en slíkt er þó mjög í hófi gert og er aðeins til að auka á húmorinn. Finnur Arnar Arn- arsson hefur það erf- iða verkefni að gera leikmynd í hráu rými leikhússins sem ætla mætt að hefði ýmsar takmarkanir sem svið til leiksýningar. En áhorfandinn finnur aldrei fyrir þeim tak- mörkunum, þvert á móti er leikmynd Finns Arnars einn af burðarásum sýning- arinnar í heild. Það sama má segja um lýsingu Björns B. Guðmundssonar; hún leikur burðarmikið hlutverk í sýningunni og er útsjónarsam- lega hönnuð inn í leik- mynd Finns Arnars. Hérna hefur góð samvinna greinilega átt sér stað. Búningar Þórunnar Jóns- dóttur eru síðan punkturinn yfir i-ið - hannaðir af mikilli kímnig- áfu og list. Hákon Leifsson semur tónlist við sýninguna og hefur hann tekið mið af miðaldatónlist, þótt líka bregði fyrir nýrri töktum. Tónlist- in er flutt lifandi, sýninguna út í gegn, og eykur það vissulega á áhrifagildi hennar. Tónlist Há- kons féll mjög vel að öðrum þátt- um sýningarinnar og átti sinn þátt í að skapa hinn góða heildar- svip. Að síðustu legg ég að sjálf- sögðu til að Hermóður og Háðvör hljóti Bjartsýnisverðlaun Bröstes í ár fyrir stórglæsilega sýningu. Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Golli GUNNAR Helgason fer á kostum í hlutverki Birt- ings, segir í dóminum. Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 OPIÐ í DAG MILLI 12—14 FROSTAFOLD - GÓÐ ÍBÚÐ OG HAGSTÆÐ LÁN Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli, þar af 6 fm geymsla. Sérþvottahús í íbúð. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu. Laus fljótlega. Verð 7.950.000. Áhv. byggsj. 5,2 millj. HJARÐARHAGI - HÆÐ Góð 131 fm hæð við Hjarðarhaga. Stórar stofur, góðar suðursvalir, 3 svefnherbergi. Verð 10,9 millj. Áhv. 5,7 millj. TRÖNUHJALLI - HAGSTÆÐ LÁN Nýleg mjög góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Glæsilegt útsýni. Suðursvalir. Verð 6,6 millj. Áhv. byggsj. 4,1 millj. Viltu verða vinur? Kynningarfundur fyrir verðandi sjálfboðaliða Vinalínunnar verður haldinn miðvikudaginn 16 októberkl. 20.30 í Þverholti 15. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar eru ekki sérfræðingar, heldur venjulegt fólk, sent vill deila með öðrum reynslu sinni og tíma. Markmið okkar er að vera til staðar, hlusta og gera okkar besta til að liðsinna þeim sem hringja. Upplýsingar veittar í símum Vinalínunnar fyrir hádegi og á kvöldin. Allir 25 ára og eldri velkomnir. Vinalínan+ Sími 561 6464 Grænt númer 800 6464 Reykjavíkurdeild Rauða krossins. -Ábyrg þjónusta í áratugi. Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. EINBÝLI Fornaströnd. Vorum að fá í sölu glæsilegt 258 fm vel byggt einb. með innb. bíl- skúr. Nýtt þak. Fráb. útsýni. Skipti á minni eign koma til greina. V. 19,6 m. 6676 Miðtún. Vomrn að fá til sölu tvílyft 225 fm einb. sem mikið hefur verið standsett. Á hæðinni eru m.a. 3 herb., 2 stofur, eldh., bað o.fl. Allt endumýjað. í kj. eru m.a. 5 herb. o.fl. Samþ. teikn. að 36 fm bílskúr. Skipti á hæð á Teigunum æski- leg. V. 13,5 m. 6636 Þverholt-áhv. 5 m. Giæsiieg ib. a 3. hæð í steinhúsi. íb. hefur öll verið standsett, nýjar hurðir, nýtt parket, nýtt eldhús, nýl. bað, rafl. o.fl. Laus strax. Áhv. 5,1 m. V. 7,2 m. 6669 Tjarnarból. 5 herb. falleg íbúö á 2. hæö. Parket. Góðar innr. Sérþvottah. á hæð. Mjög gott geymslurými á jarðh. Góð sameign. V. 8,5 m. 6635 Miðbær - 2 íbúðir. Vorum aö fá í sölu tvær 2ja-3ja herb. íbúðir í sama húsi sem eru báðar um 60 fm að stærð. Seljast saman eða i sitt hvoru lagi. V. 4,3 og 5,4 m. 6661 Selvogsgata - Hf. 3ja-4ra herb 76 fm íb. á 1. hæð með sérinng. á góðum stað. 2-3 svefnh. Laus strax. V. 5,5 m. 6666 Skaftahlíð. 3ja herb. einstaklega falleg og björt 86 fm íb. Nýtt bað. Endurn. eldhús, góð gólfefni. Nýl. vandaðir skápar. Laus strax. V. 6,7 m. 6665 Nökkvavogur. 3ja herb. mjög björt og falleg íb. í kj. Nýtt eldhús, nýtt bað, nýir gluggar, parket, skápar o.fl. Ákv. sala. Verö tilboð. 6672 Trönuhjalli - glæsileg. Gulifalleg ca 95 fm to. á 2. hæö i verölaurta- bbkk. Sérþvottah. Stor og ^ört lierb. og fan- egt útsýni. Áhv. byggq. 5,2 m. V 8,9 m. 6581 Verslunar- og skrifstofupláss óskast - háar greiðslur í boði. Traustir fjárfestar hafa beðið okkur að útvega verslunar- og skrif- stofupláss, helst pláss sem eru i leigu. Kaup á eignum (gjarnan nokkrum plássum) fyrir allt að 100-150 millj. koma vel til greina. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Sóivallagata 27, 3. h. - OPIÐ HÚS. Glæsileg 3ja herb. 85 fm íb. á 3. hæð. Vandaðar innr. Nýl. innr. í eldhúsi. Parket. Tvennar svalir. Falleg eign. íbúðin verður til sýnis í dag sunnudag milli kl. 16 og 18. V. 7,4 m. 6645 Álfhólsvegur 63 - OPIÐ HÚS. Björt 73 fm íb. á 2. hæð í góðu fjórbýli. Nýl. eldhúsinnr. Góðar svalir útaf stofu. Fallegt útsýni. Áhv. hagstæð lán 4,2 m. íb. verður til sýnis I dag sunnudag milli kl. 13 og 15. V. 5,9 m. 6062

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.