Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 38

Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 38
38 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tommi og Jenni Ljóska rehr@at-beam.com Smáfólk 1 NOUJ MAVE three PHIL0S0PHIE5..."UPE 60E5 ON," "WHO CARES?" ANO "UOU) 5H0ULD I KKIOU)?" WHO CARES7H0U) 5H0ULD I KNOU)? LIFE 60ES ON í Nú á ég þrjú einkunnarorð „lifið heldur áfram“, „gildir einu“ og „hvernig ætti ég að vita það?“ Mjög djúphugsað, ha? Kannski Gildir einu! Hvernig ætti ég að dálitið of djúphugsað ... vita það? Lifið heldur áfram! Húsnæðisstefna R-listans Frá Jóni Kjartanssyni: MARGIR bundu vonir við sigur R- listans hér í borginni fyrir tveimur og hálfu ári, ekki síst ungt fólk og aðrir sem höllum fæti standa í lífs- baráttunni. Fyrir kosningar lagði undirritaður áherslu á tvö mál sem sérstaklega vörðuðu áðurnefnt fólk. Það voru húsnæðismál og almenn- ingssamgöngur. Strætó var í upp- námi á tíma eins og flestir muna og húsnæðisstefnan að sliga fólk. Hvorutveggju þurfti að breyta. Hvernig standa svo málin eftir tvö og hálft ár? Strætó er enn í upp- námi, tillögum um breytingar á að fresta til vors og nota farþegana sem tilraunadýr í vetrarfærðinni. Ekki tekur þó betra við þegar kemur að húsnæðismálunum. Húsnæðisnefnd- in situr óbreytt sem fyrr, þrátt fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. maí sl. en forstjóralaus því Guð- rún Árnadóttir sem gegnt hefur starfinu frá andláti fyrrv. forstjóra hefur enn ekki verið skipuð í starf- ið. Ég er ekki einn um að telja skip- un Guðrúnar forsendu þess að ný vinnubrögð verði tekin upp. Varð- andi leiguíbúðir borgarinnar er fyrst að nefna að íbúum í nokkrum íbúð- um við Tjarnargötu var sagt upp, ekki dugði þó venjuleg uppsögn því hlaupið var með málið í sjónvarp eins og um sakamál væri að ræða. Síðan hefur leigan á íbúðum Félags- málastofnunar verið hækkuð svo nær dregur markaðsleigu þótt fólkið fái ekki húsaleigubætur. Þarna búa flestir við litlar tekjur og engin úr- ræði í húsnæðismálum eins og kerf- ið er. Sumir eiga erfitt með að greiða þessa leigu og sumt af því sjúkling- ar með önnur vandamál en þau fjár- hagslegu. T.d. ræddi geðlæknir við mig nýlega um áhyggjur vegna sjúklinga sinna. Á þetta fólk hefur nú verið sigað innheimtulögmönn- um, en slíkt hefur ekki áður þekkst. Er engu líkara en borgarstjórn telji að þarna sé að finna helstu gróða- menn í borginni, kannski þær 14 fjölskyldur sem mest var talað um fyrir kosningarnar. Hver á svo að borga þessum innheimtumönnum? Varla búast menn við að allslaust fólki geti greitt innheimtulögmönn- um laun, þótt það geti ekki greitt leiguna? Vitaskuld hlýtur kostnað- urinn að lenda á borgarsjóði. Hingað til hefur verið hægt að tala við fólk um breytingar, en það er víst ekki lengur. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. Forsetinn og dægurþrasið Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: KOMIÐ hefur upp ágreiningur milli þingmanna og forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um viðhafðar yfirlýsingar forseta um ástand vega á Vestfjörðum sem eðlilega sýnist vera í slæmu ástandi eftir myndum að dæma og hefur sést fyrr, eins og Halldór Blöndal vék að í sjón- varpi á dögunum. Nú er deilt um það hvort forseti á að gerast þing- maður líka og beijast fyrir bættum samgöngum og er ég algjörlega sammála þeim þingmönnum sem tjáðu sig um ummæli forsetans og var búinn að móta mér skoðun í orðum forseta áður en álit sam- gönguráðherra kom fram á Stöð 2. Olafur Ragnar Grímsson sagði ekki orð um þessi mál vinanna sinna á Vestfjörðum þegar hann var þing- maður og efa ég jafnvel að forsetinn núverandi hafi greitt atkvæði með lagningu Vestfjarðarganga á þingi er til atkvæðagreiðslu kom um fram- kvæmdina miklu við Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði sem mun afstýra mannskaða um ókomin ár og skal meta það þegar tekið er tillit til forgangs, eins og Halldór Blöndal minntist á. Ekki verður allt gert í einu hasti, þvílíkt er ástand þjóðmála í efnahag og er það ekki við núverandi stjórn að sakast ef lit- ið er til rótar þeirra mála. Ég lít svo á að forsetinn sé farinn að vinna sig aftur inn í þras dægur- málanna og sé búinn að fyrirfara friðhelgi embættis síns og sé nú þörf aðgæslu og haga orðum betur ef forðast á gagnrýni, nema hann sé að gerast verndari vegagerðar á landi hér, eins og forsetinn mótar orðafar sitt og er það annað mál en að vera verndari skógræktar á ís- landi sem varðar jafnvel allan heim- inn, allt líf á jöðrinni. Vissulega hefur forsetinn mál- frelsi en hann á að geta hagað orð- um sínum á annan máta, annars má búast við átökum innan forseta- embættisins sem ekki þekktust fyrr og þá er forsetaembættið óþarft, jafnvel skaðlegt einræði. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Hvað skal segja? 37 Væri rétt að segja: Sífellt fjölgar áhangendum hans. Svar: Orðið áhangandi er eins og svo margt fleira komið úr þýsku um dönsku og þykir ýmsum ekki sem snotrast. Gott má! væri: Sífellt fjölgar fylgismönnum hans. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, e{ ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.