Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Um veiðileyfagjald Frá Þorbergi Þórssyni: ANDSTÆÐINGAR veiðileyfa- gjalds hafa borið fram margvíslegar röksemdir gegn því. Þeir hafa til dæmis mótmælt þeirri útfærslu veiðileyfagjaldanna, að þau verði látin renna beint til ríkissjóðs. Sum- ir þeirra segja að þjóðareign sé óskilgreint fyrirbæri sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu við ríkis- eign. Samt virðast flestir ganga út frá því að ef arðurinn af fiskveiði- réttindunum verður færður til þjóð- arinnar, eins og réttmætt er, muni hann renna beint í ríkissjóð. Á þeirri hugmynd sjá svo margir ýmsa galla. Nú er hægt að fara öðruvísi með ákvæðið um „sameign þjóðarinnar“. Hugsum okkur að þjóðin skipti fisk- veiðiarðinum jafnt á milli sín. Það verði túlkað þannig að sérhver nú- lifandi (þálifandi) skattskyldur þegn landsins fái á hvetju ári úthlutað einum hlut kvótans af hverri fisk- tegund. Svo er það í verkahring hans að ávaxta þessa eign sína, sem gæti numið allt að einum venjuleg- um mánaðarlaunum á ári á mann, þegar fiskveiðiarðurinn hefur vaxið upp í það hámark sem reiknað hef- ur verið með vegna aukinnar hag- kvæmni veiðanna. Framkvæmdin er einföld því um leið og allir skattskyldir þegnar landsins fá þennan hlut spretta upp fyrirtæki sem bjóðast til að ráð- stafa þessum eignum fyrir einstakl- ingana. Vel má hugsa sér að við- skiptabankarnir geti til dæmis boð- ið upp á þægilega lausn á því máli og séð um að senda kvótana á upp- boð; og boðið einstaklingunum að selja kvótana á hentugum tíma til að greiða upp Visa-skuldir þeirra og yfirdrátt. Margir kostir eru við að láta veiðileyfagjöldin renna fremur til einstaklinganna í landinu en beint til ríkisins. Ef þau rynnu beint til ríkissjóðs er til dæmis hætt við að ekki yrði eins vel með þau farið og ef ef þau yrðu í höndum einstakling- anna sjálfra, og með þessu mynd- ast lítilsháttar viðnám við þeirri útþenslu ríkisins sem annars mætti kannski búast við. ÞORBERGUR ÞÓRSSON, Seilugranda 4, Reykjavík. Góð sýning Frá Rúnari Jóni Árnasyni: Á HINUM ágætu lesendasíðum Morgunblaðsins finnst mér ég oft- ast lesa eintómar kvartanir og kvein um strætisvagna, miðbæinn, nýbúa og svona mætti lengi áfram telja. Nú finnst mér ráð að breyta til því ég get vart orða bundist yfir fá- dæma skemmtilegri leiksýningu sem ég sá í Borgarleikhúsinu á dögunum. Eg og konan mín brugðum nefni- lega undir okkur betri fætinum eitt laugardagskvöld og fórum á söng- leikinn „Stone Free“. Þegar við komum inn úr rigning- unni kom okkur strax ánægjulega á óvart að búið var að breyta inn- ganginum og öllu andrúmsloftinu sem venjulega er í húsinu. Þarna var búið að koma upp snotrum tjöld- um og leikarar úr sýningunni tóku á móti okkur með léttara fasi en ég er vanur alla jafna í leikhúsi. Sýningin fannst mér fádæma skemmtileg. Tónlistin og allur flutningur hennar var stórkostleg- ur. Þau Emilíana Torrini og Daníel Ágúst voru hreint frábær. Það var nú stór þáttur í því hvað þessi sýn- ing höfðaði mikið til mín og konunn- ar minnar að við erum af þessari svokölluðu ’68 kynslóð. Þarna voru leikin mörg uppáhaldslögin okkar og margar persónurnar komu okkur kunnuglega fyrir sjónir. Við hrein- lega gleymdum okkur í anda liðinna tíma. Ég var stoltur af íslensku leik- húsi þegar við fóram út í hryssings- legt haustmyrkrið að lokinni sýn- ingu. Ég vil þakka Leikfélagi Reykjavíkur og frábærum lista- mönnum þess fyrir góða sýningu sem ég get hiklaust mælt með. Eg og konan mín erum staðráðin í því að fara aftur með krakkana og sýna þeim að við gátum líka verið skemmtileg. RÚNAR JÓN ÁRNASON, Eiðismýri 8a, Seltjarnarnesi. Upplýsingar um alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á alnetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. SÓLHEIMAR 27 — OPIÐ HÚS í dag kl. 14-17 er til sýnis 101 fm íb. á 8. hæð í góðu fjöl- býlishúsi með lyftu. íbúðin er 4ra herb. og mjög rúmgóð. Húsvörður er í húsinu. Dagbjört tekur vel á móti þér. Fasteignasalan Bifröst, sími 533 3344. Mímir Tómstundaskólinn Sími: 588 7222 / 588 2299 Fax: 533 1819 FLÍSAR ;:í rrH |\T1 lu W Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 "I EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN 511-1600 ATVIN NUHUSNÆÐI iIÓLl FASTEIGN ASALA Skipholti 50B, 2. hæð t.v. 511-1600 Við sérhæfum okkur í otvinnuhúsnæði. Hjó okkur er úrvolið. Guðlougur Örn Þorsteinsson, rek- strarverkfræðingur og Viðor Kristinsson, sölumaður. Fax 562 2330 Til sölu Hlíðarsmári - Kóp. Um 160 fm verslhúsn. á jarðhæð í nýju hús- næði í Miðjunni. Um er að ræða endaeiningu með glugga á þrjá vegu sem sjást vel frá nær- liggjandi umferðargötu. Eignin verður afh. tilb. til innr. Til sölu í JL-húsinu! Vorum að fá í sölu eftirtaldar einingar í JL-hús- inu. Á 4. hæð nýlega innréttað skrifstofurými ca 800 fm sem nú er leigt Siglingamálastofn- un ríkisins auk samliggjandi skrifstofurýmis á 5. hæð hússins sem er ca 500-600 fm. í bakhúsi eru til sölu ca 300 fm rými á 2. hæð með inngangi af 1. hæð svo og ca 300 fm rými á 3. hæó sem þarfnast lagfæringar en er með mikilli lofthæð, byggingaréttur gæti hugs- anlega fylgt 3. hæðinni. Aðrir eigendur í hús- inu eru íslandsbanki, Nóatún og Landsbanki íslands. í húsinu er m.a. rekin matvöruverslun, blómabúð, bakarí, söluturn o.fl. Aðgangur að fjölda bílastæða fylgir. Frábært útsýni yfir hafið blátt. Verð: Tilboð. Viðarhöfði Mjög gott 1400 fm iðnaðar- og lagerhúsnæði með 140 fm millilofti. Vinnusalurinn gefur möguleika á fjórum innkdyrum og er með 5,5 metra lofthæð. Einnig er ca 500 fm þrískipt tengibygging með þremur innkdyrum. Góðir stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi. Úti- svæði stórt og öll aðkoma að húsinu góð. Eignin er til sölu/leigu í heild eða einingum. Auðbrekka - Kóp. Ágætt iðnaðarhúsn. sem er ca 670 fm og skiptist i tvær einingar sem auðvelt er að sam- eina. Lofthæð er um 4,5 metrar. Skritstofur og starfsmannaaðstaða er i báðum einingum. Tvennar rafdrifnar innkeyrsludyr. 600 fm steypt útivistarsvæði. Verð 26 millj. Hverfisgata 33 Húsið er allt til sölu eða leigu samtals 920 fm á fjórum hæðum. Verslunarhæðin er að mestu eitt opið rými. Á 2. hæðinni og i risinu er innréttað skrifstofurými en lager- rými með innkeyrsiudyrum í kjallara og að- komu frá Klapparstíg. Byggingarréttur. Hús í hjarta borgarinnar með mikla möguleika. Verð 35 millj. Áhv. 20 millj. Kjötvinnsla Gott iðnaðar- og skrifsthúsn. alls ca 1030 fm. Eignin skiptist í vinnusali með innk- dyrum, lagerrými, skrifstofur og aðstöðu fyrir starfsmenn, Þetta húsnæði getur hent- að fyrir ýmiskonar starfsemi aðra en kjöt- vinnslu. Vel staðsett i austurborginni með góðri aðkomu. Verð 36,2 millj. Fyrir iðnaðarmenn Gott 150 fm iðnaðarhúsnæði sem er eitt opið rými. Hluti raf- og pípulagna er endurnýjaður. Liggur vel við umferð. Hentar einnig vel sem lagerhúsnæði. Verð 6 míllj. Fiskvinnsla Um 240 fm fiskVerkunarhús með innkeyrslu- dyrum ásamt 60 fm millilofti. Tilvalið fyrir hvers kyns matvælavinnslu. Tveir kælar eru á staðn- um 12 og 24 fm og úttak fyrir reykofn. Nýleg gólfílögn og gott vatnsrennsliskerfi. Ágæt starfsmannaaðstaða. Verð 13,9 millj. Áhv. 10 millj. Verslunarhúsnæði - Hf. Ágætlega staösett 168 fm verslunarhúsnæði ásamt lageraðstöðu við Hringbraut. Talsvert at tækjum er til staðar. Á jarðhæð eru 3 iðnað- ar- og lagerpláss með ágætri aðkomu. Ýmsir möguleikar. Gott tækifæri. Nálægt skólafólki Ef skólafólk er þinn markhópur þá er þetta rétta húsnæðið fyrir þig. Um er að ræða 600 fm húsnæði beint á móti Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (2300 nemendur). Húsnæðið get- ur hentað vel undir ýmiskonar þjónustustarf- semi tengda námsfólki, heilsurækt ýmiskon- ar, kaffihús, biljardstofu o.fl. Auðvelt er að skipta húsinu í einingar frá 70-170 fm. Verð 22,2 millj. Vinnuaðstaða/íbúð Til sölu um 280 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð við Mjölnisholt sem nýlega hefur ver- ið tekið í gegn að utan. Skrifstofurýmið sem er ca 220 fm skiptist í opið vinnu- rými, móttöku, tvær lokaðar skrifstofur, fundarherb. og kaffihorn. (búðin er um 60 fm, stofa, eldhús, svefnherb., baðherb. og geymsla. Parket. Verð 14,6 millj. Áhv. ca 8 millj. Viðarhöfði Óinnréttað 340 fm súlulaust skrifstofuhúsnæði á 3. hæð með 170 fm svölum og frábæru út- sýni. Raf- og hitalögn fyrir hendi. Ýmis eigna- skipti koma til greina. Mikið áhv. Til leigu Mörkin Mjög gott 160 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð undir súð á þessum vinsæla stað. 5 lokuð skrifstofuherb., fundarherb., móttaka, kaffi- krókur og snyrting. Dúkur og teppi á gólfum. Halogen-lýsing. Mánaðarleiga kr. 104 þús. Matvælavinnsla í Reykjavík Um 800 fm húsnæði sem var áður kjötvinnsla og skiptist í 2-3 vinnusali, tvo frysta 40 og 60 fm og tvo kæla 50 og 70 fm. Ágæt starfs- mannaaðstaða. Mánaðarleiga 240 þús. Norðurstígur - miðbær Tvær skrifstofueiningar 90 og 100 fm á 2. og 3. hæð með útsýni yfir gömlu höfnina. Báðar einingarnar eru nánast opin vinnurými með kaffiaðstöðu, geymslu og snyrtingu. Svalir. Dúkur á gólfum. Mánaðarleiga 50-55 þús. Suðurlandsbraut - biáu húsin Til leigu einstakl. snyrtil. og gott 150 fm skrif- sthúsn. á 3. hæð. Eignin skiptist í 3-4 skrif- stofuherb., móttöku og vinnurými í risi. Mán- aðarleiga 100 þús. Hús verslunarinnar Gott 528 fm skrifstofuhúsnæði fyrir alvöru fyr- irtæki á 5. hæð i þessu vel staðsetta og þekkta húsnæði. Mögul. að skipta húsnæðinu í tvær til þrjár einingar en i húsnæðinu eru 25 skrifstofuherb., 2-3 móttökur, stórt fundar- herb. o.fl. Verð: Titboð. Skemmuvegur - Kóp. Prýðis 280 fm iðnaðarhúsnæði með tvennum innkeyrsludyrum og 3,5 metra lofthæð. Hús- næðið stendur á horni og sést vel frá götu. Ágætt útipláss er fyrir framan og aðkoma góð. Hentar undir ýmsan rekstur, t.d. bílaþjónustu. Mánaðarleiga 120 þús. Stórhöfði Höfum fengið í sölu eða leigu glæsilegt 577 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð í þessu sérstaka húsi sem stendur fyrir ofan Gullinbrú. (húsnæðinu eru 20 skrifstofuherb., góð mót- taka, fundarherb, kaffistofa o.fl. Parket. Fallegt útsýni. Hús- næði með gott auglýsingagildi, góða aðkomu og næg bíla- stæði. Áhv. 25 millj. Hringdu núna - við skoðum strax

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.