Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 40

Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 40
>0 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ smáskór Vorum að fá 10 gerðir af frönsKum barnasKóm frá Bopy. smáskór í bláu Fákafen. 5ími 568 3919. Óskalisti Brúðhjónanna Gjafaþjónusta jyrírbrúðkaupið Okkur ersönn ánœgja aö tilkynna að eftirtalin brúðhjón hlutuferðavinninga í sumarleik Silfurbúðarinnar „Heppin brúðhjón “ Edda Svavarsdóttir 0g Emil B.Hallgrímsson Olga H. Sverrisdóttir °g, HaukurÞ. Ölafsson Þórey Una Þorsteinsd. og Gísli Davíösson Ferðavinningarnir eru til einhvers af áfangastöðum Flugleiða íEvrópu að eigin vali oggilda í eittár Við óskum öllum brúðhjónum á óskalista Silfurbúðarínnar innilega til hamingju með brúðkaupsdaginn. Matvæladagur MNÍ199E Vöruþróun og verðmætasköpun 19. október kl. 9.00 - 14.35 á Grand Hótel Reykjavík Þetta er í fjórða sinn sem Matvæla- og næringarfræðingafélag íslands stendur fyrir matvæladegi og er dagurinn farinn að skipa fastan sess hjá þeim sem tengjast matvælasviði á einhvern hátt. Ollum er heimil þátttaka í matvæladeginum. Dagskrá: 9:00-9:30 Skráning. 9:30-9:40 Setning ráðstefnunnar: Björn Sigurbjörnsson, rdðuneytisstjóri í ÍDAG Með morgun- kaffinu VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Varð Esjan snjólaus? NÝLEGA voru umræður í þjóðfélaginu um hvort Esjan hefði orðið snjólaus í sumar. Það er hugsanlegt að svo hafí verið í eina viku í október, eða svo, en áhugamaður hafði fylgist daglega með Esjunni. Gaman væri að vita hvort svo hefði verið, en það er þá langt síðan það hefur gerst. Birna Tapað/fundið Gamlar myndir EF EINHVER ætti gaml- ar myndir af Merkinesi eða Tungu í Höfnum er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Guð- laug Eyjólfsson í síma 567-2161 eða 557-3610. HOGNIHREKKVISI ,Net, b? er sd/fne&ingorUSsins, þetta, er l/eJSmangarC 7iágna SKÁK Umsjön Margcir Pctursson SVARTUR mátar í fjórða leik Það gekk fátt upp hjá íslensku sveitunum á Norðurlandamóti grunn- skóla sem fram fór hér í Reykjavík um síðustu helgi. Þessi staða kom upp í viður- eign Digranesskóla úr Kópavogi og Uiansskolan, Svíþjóð. Einar Hjalti Jens- son (2.225) var með hvítt en Patrick Kimari (1.939 sænsk stig) hafði svart og átti leik. Einar hafði átt vinningsstöðu, en var að drepa riddara á a5, lék 25. Bb4xa5?? Staðan var að vísu orðin varasöm, en eng- in ástæða til að leika sig beint í mát. 25. Hfel var líklega skást. 25. - Rf3+! 26. gxf3 — Hg5+ 27. Khl - Dxf3+ og hvítur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Deildakeppni SÍ. Fjórða og síð- asta umferðin í fyrri hlut- anum fer fram í dag í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Haustmót T.R. Vegna deildakeppninnar var ekk- ert teflt um helgina, en keppni í efsta flokki hefst annað kvöld. Þar er í fyrsta sinn um alþjóðlegt skákmót að ræða, með þátttöku tíu keppenda. landbúnaðarrdðuneytinu. 9:40-10:00 Undirbúningsþáttur vöruþróunarverkefna og skipulag vöruþróunar: Pdll Kr. Pdlsson, Sól hf. 10:00-10:20 Framboð styrkja og nýting á fjármagni sem veitt er til rannsókna og vöruþróunar í matvælaiðnaði: Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins. 10:20-10:50 Kaffihlé. 10:50-11:10 Framtíðin og vöruþróun í bökunariðnaði á íslandi: Irek Klonowski, Iðntceknistofnun. 11:10-11:30 Reynsla af þróun á vöru og markaðsetningu í Lettlandi: Haraldur Friðriksson, Bakarí Friðriks Haraldssonar. 11:30-11:50 Arðbær vöruþróun með samstarfi framleiðenda og markaðar: Gunnar B. Sigurgeirsson, SH. 11:50-13:20 Hádegisverður, afhending Fjöreggs MNÍ. 13:20-13:40 Verðmætasköpun og þróunarkostnaður við nýjar vörur: Sigurður Rúnar Friðjónsson, Mjólkursamlagið Búðardal. 13:40-14:00 Líftími vöru: Margrét Reynisdóttir, Kjörís. 14:00-14:20 Val(d) smásalanna og álit þeirra á matvöru sem í boði eru og framleiðsla undir þeirra merki: Jóhannes Jónsson, Bónus. 14:20-14:35 Samantekt og almennar umraéður. Fundarstjóri: Stefán Vilhjálmsson, Kjötiðnaðarstöð KEA. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 16. október til Guðrúnar E. Gunnarsdóttur eða Jónínu Stefánsdóttur á Hollustuvernd s: 568 8848, fax: 568 1896, eða til Helga Halldórssonar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins s: 562 040 fax: 562 0740. Víkveiji skrifar... LANDSSJÓÐUR [ríkissjóður] og fjárlagagerð Alþingis og rekja rætur til stjórnarskrár árið 1874. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsta fjár- lagafrumvarpið var lagt fram árið 1875, en fyrstu fjárlögin náðu til tveggja ára, 1876 og 1877. Það eru og „ljósár" á milli skatt- heimtu/tekjuhliðar fyrsta fjárlaga- frumvarpsins, sem spannaði 289.000 krónur fyrir árið 1876 og og 290.000 krónur fyrir árið 1877, og skattheimtunnar á líðandi stundu. Reyndar var hluti ríkis- sjóðstekna fyrr á tíð sóttur til sam- bandsríkis okkar, Danmerkur. Tekjuhlið fjárlagafrumvarps fyrir komandi ár spannar aðrar og feikn- háar fjárhæðir, rúma 125 milljarða króna. Fyrr má nú rota en dauð- rotá, segir máltækið! xxx RÁTT fyrir ærna skattheimtu hefur ríkisbúskapurinn eytt, iengi undanfarið, langt umfram tekjur. Það segir sína sögu um þetta efni að vextir af ríkisskuldum verða, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, hálfur fjórtándi milljarður á kom- andi ári, sem að stærstum hluta rennur til erlendra sparenda/lán- veitenda. Slagar langleiðina upp í áætlaðan kostnað við sjúkrastofn- anir landsins, sem talinn er verða bappir nítjón miiliarðar! _ Það er því fagnaðarefni að nýtt fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir því að ríkisbúskapurinn haldi eyðslu innan tekna, í fyrsta skipti um langt árabil. Það eru þó fremur auknar tekjur en minni ríkisumsvif, sem gera gæfumuninn, þótt hvort tveggja komi til. Vonandi verður niðurstaðan lækkun rikisskulda og vaxtakostnaðar, ef þingið springur þá ekki á ráðdeildaráformunum. xxx F HÖNNUÐIR fjárlagahallans fjölmörg undanfarin ár hafa verið að leita að blóraböggli til að axla sakir [reyndar veidur hver á heldur] þá er sektarlambið fundið - og sekt fundið! Sökudólgurinn er fólk sem hefur elzt, fólk sem hefur skilað striti og skattgreiðslum til samfélagsins langa starfsævi. Sök þess er að verða eldra en góðu fjárlagahófi gegnir og eiga lagalegan rétt á heilbrigðisþjónustu og öðrum rán- dýrum óþarfa, liggur Víkveija við að segja, eftir að hafa lesið greinar- gerð með nýju fjárlagafrumvarpi. Meðalaldur fer sum sé ört hækk- andi, sem kemur illa heim og sam- an við hugsjónir hagspeki, tölvísi og niðurskurðar. Höfundar greinargerðar segja með nokkrum þunga að sjálfsögðu, að árið 2030 verði, að öllu óbreyttu, 67 ára og haðan nf eldri mörlandar 30% þeirra sem eru á aldrinum 20 til 67 ára. Skárri er það nú óskamm- feilnin í gamlingjunum! - „Þetta jafngildir því,“ segja höfundar og færast sem von er í aukana, „að árið 2030 muni einungis þrír ein- staklingar á vinnufærum aldri standa á bak við útgjöld til hvers ellilífeyrisþega, samanborið við sex til sjö einstaklinga í dag.“ XXX EGAR betur er farið ofan í sauma greinargerðarinnar eru gamlingjar í samanburðarríkj- um engin fjárlagalömb að leika sér við, fremur en ellimóðir hér heima á skerinu. Það kemur nefnilega á daginn að þetta merkilega hagtölu- ár, 2030, verður „hlutfall ellilífeyr- isþega af fjölda fólks á vinnufærum aldri um 50% að meðaltali í helztu iðnríkjum heims“. Og þykja engar heimsendafréttir! Hvað sem því líður þá virðist hækkandi meðalaldur eitt helzta áhyggjuefni hönnuða fjárlagahall- ans, sem trúiega eldast þó eins og aðrir, eða svo vonar Víkveiji. Þegar að því kemur að þeir hafí greitt tilveruskatta í ríkissjóð langa starf- sævi er vonandi, að þeir fái að eyða ellinni með reisn - og í öryggi mannúðlegs og réttláts samfélags - en verði ekki sektarlömb tölvísi, sem er í vissum skilningi í ætt við komnásskekkiu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.