Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 52

Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 52
varða víðtæk tjármálaþjónusta Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANU MBL<eCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjármálaráðherra á landsfundi Tóbaks- sala verði færð frá ÁTVR V Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIÐ upphaf fundar sjávarútvegsnefndar Sjálfstæðisflokksins báru flutningsmenn breytingartillögunnar, þeir Einar Oddur Kristjáns- son og Ólafur Hannibalsson, saman bækur sínar um leið og þeir glugguðu í Morgunblaðið. Sviptingar á fundi sjávarútvegsnefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins Samþykkt að leita annarra leiða við fiskveiðisljómun -MIKLAR umræður urðu um fyrir- liggjandi drög að ályktun um sjáv- arútvegsmál og tillögur sem bárust um breytingar á henni á fundi sjáv- arútvegsnefndar landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í gærmorgun. Breyt- ingartillaga frá Einari Oddi Krist- jánssyni alþingismanni og Ólafí Hannibalssyni um endurskoðun físk- veiðistjórnunarinnar hlaut samþykki á fundi nefndarinnar með 40 at- kvæðum gegn 35. Einnig var sam- þykkt breytingartillaga sem borin var upp á fundinum, um að fella niður úreldingu á vegum Þróunar- sjóðs, með 29 atkvæðum gegn 24. Akureyri BÍUÓk áhús BÍLL var tekinn ófijálsri hendi á Akureyri aðfaranótt laugar- dags. Eigandi bílsins hafði skilið hann eftir í gangi meðan hann fór inn í hús og þegar hann kom út aftur og ætlaði að halda áfram för sinni var fararskjótinn horfinn. Hann fannst síðar um nótt- ina annars staðar í bænum þar sem hann hafði hafnað á handriði á húsi en sá sem hafði tekið bílinn var á bak og burt. Bíllinn er óökufær og senni- lega ónýtur, að sögn lögreglu. Þess var vænst að ályktunar- drögin með áorðnum breytingum kæmu til umræðu og afgreiðslu á landsfundinum síðdegis í gær og var búist við talsverðum átökum við umræðumar. Tillaga Einars Odds og Ólafs er svohljóðandi: „Stöðug endurskoðun fiskveiðistjómunarinnar er óhjá- kvæmileg. Ekki hefur tekist að skapa sátt um fyrirkomulag fisk- veiðistjómunarinnar. Frá upphafi aflamarkskerfis hafa verið miklar og að því er virðist óleysanlegar deilur um það. Innan allra stjórn- málaflokka eru mjög mismunandi HJARTA og lungu voru grædd í tvítugan Borgfirðing, Halldór Bjarna Óskarsson, á Sahl- grenska-sjúkrahúsinu í Gauta- borg aðfaranótt fimmtudags, en hann hefur beðið nýrra líffæra í ellefu mánuði. Ilalldór er fimmti Islendingurinn sem geng- ist hefur undir líffæraskipti á sjúkrahúsinu á seinustu tveimur vikum, en þrjú nýru hafa verið grædd í sjúklinga á þeim tíma ogeittlunga. Samningur íslendinga og sjúkrahússins í Svíþjóð um líf- færaígræðslur rann út um sein- ustu mánaðamót en var fram- lengdur um hálfan mánuð. Líkur eru taldar á að Halldór Bjarni skoðanir um fiskveiðistjórnun. í ljós hafa komið margvíslegir annmark- ar á aflamarkskerfinu, jafnt efna- hagslegir, félagslegir og líffræði- legir. Ljóst er að kerfið er fjarri því að tryggja þá vísindalegu uppbygg- ingu fiskistofnahna sem nauðsynleg er. Því ber að leita annarra leiða og sérstaklega skoða kerfi sóknar- og flotastýringar sem sníða af helstu vankanta sem mestum deil- um hafa valdið." Markús Möller hagfræðingur og fimm aðrir landsfundarfulltrúar lögðu einnig fram breytingartillögu við ályktunardrögin á fundi sjávar- hefði verið tekinn af biðlista hjá sjúkrahúsinu og þurft að hefja bið að nýju eftir ígræðslu í Kaup- mannahöfn um óákveðinn tíma, hefðu líffærin sem hann fékk borist nokkrum dögum síðar en raun varð á. Þriðji hjarta- og lungnaþeginn íslensk sljórnvöld hafa staðið í viðræðum við sjúkrahús í Kaup- mannahöfn um að annast líffæra- ígræðslur fyrir íslenska sjúkl- inga, en þau mál eru ekki frá- gengin að sögn Felix Valssonar, læknis á gjörgæslu Sahlgrenska sjúkrahússins. Halldór Bjarni er þriðji Islend- útvegsnefndar í gær, þar sem segir m.a. að tryggja þurfi eftir föngum að arðsemi fiskistofnanna verði sem mest, að allir íslendingar njóti góðs af arðinum, og að auðlindum sjávar verði skilað óskemmdum til kom- andi kynslóða. Tillagan var felld' með 56 atkvæðum gegn 21. Tillaga frá Pétri Blöndal um að öllum kvóta verði dreift jafnt á alla landsmenn frá núverandi kvótahöf- um á 20 árum var einnig felld með 53 atkvæðum gegn 14. Rúmlega 100 manns sátu fund- inn og tóku á fjórða tug landsfund- arfulltrúa þátt í umræðunum. ingurinn sem þiggur hvort tveggja hjarta og lungu á sjúkra- húsinu í Gautaborg frá því að FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagðist í fyrirspurnatíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn ekki eiga von á því að Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins yrði lögð niður á næstunni. .jHins vegar hefur starfsemi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins breyst eins og menn hafa orðið varir við. Ég er þeirrar skoðunar að næsta skrefið eigi að vera það að tóbakssalan eigi að fara úr Áfengis- og tóbaksversluninni," sagði Friðrik. Ástæðulaust að ríkið annist tóbaksdreifingu Fjármálaráðherra sagði enga ástæða til þess að ríkið annaðist dreifingu á tóbaki því hægt væri að taka tóbaksgjald í tolli og láta síðan heildsala um að dreifa tóbaki. Ráðherrann var einnig spurður um fyrirkomulag við sölu áfengis og sagði: „Ég á von á því að þeg- ar við siglum inn í næstu öld verði frjálslyndari viðhorf uppi varðandi áfengi, en á meðan ég verð í ráðu- neytinu tel ég þó að heppilegast sé að taka sem fyrsta skref að opna áfengisverslanir sem einka- aðilar gætu rekið, þannig þó að sveitarfélög og lögregluyfirvöld yrðu að samþykkja reksturinn. Með öðrum orðum þá gildi sömu reglur um áfengisútsölur eins og gilda til dæmis um skemmtistaði, þar sem fólk getur komið og keypt áfengi. Ég tel enga ástæðu til þess að það séu eingöngu ríkisstarfs- menn sem afgreiði flöskur yfir búðarborð. Ég tel að aðrir geti gert það fullt eins vel og við höfum reyndar í seinni tíð haft þann hátt- inn á að bjóða út þessar verslanir úti á landi,“ sagði Friðrik. Kemur til greina að jafna áfengisgjaldi milli tegunda íjármálaráðherra sagðist ekki gera ráð fyrir að áfengisgjald yrði lækkað á næstunni. „Hirts vegar kemur til greina að jafna gjaldið á milli áfengistegunda þannig að léttu vínin verði ódýrari," sagði Friðrik. samningar um slíkar aðgerðir tókust á milli landanna. Aðgerðin hófst um klukkan 21 á miðvikudagskvöld og heppnað- ist vel að sögn Felix Valssonar, en hún var um tíu tíma löng. Hildur Tómasdóttir, svæfinga- læknir, tók þátt í aðgerðinni, en hún er einn tuttugu íslenskra lækna sem starfa við sjúkrahúsið. Ilalldór Bjarni fæddist með hjartagalla sem torvelt hefur verið að glíma við og af þeim sökum var talið nauðsynlegt að skipta um líffæri í honum. Batahorfur góðar Felix segir að Halldór sé vakn- aður eftir aðgerðina og búið sé að taka hann úr öndunarvél. Honum líði vel eftir atvikum. Felix segir lækna ytra bjartsýna á að líkami Halldórs muni ekki hafna líffærunum og telji bata- horfur hans góðar. Fékk nýtt hjarta og lungu eftir 11 mánaða bið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.