Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 13

Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason UNNIÐ er að undirbúningi mikilla endurbóta á barnaskólanum á Siglufirði. Morgunblaðið/Sigurður Aðalstemsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði Austfirðinga og þáði að gjöf húfu úr hreindýraleðri. íslenskir dagar á Austurlandi Egilsstöðum - Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra ýtti formlega úr vör átaki íslenskra daga á Austurlandi. Hélt hann ávarp í verslun KHB á Egilsstöðum að því tilefni. Sagði ráðherrann mikilvægt að halda íslenskum iðnaði á loft og nefndi að ef allir keyptu íslenska vöru gæti það skapað 6.100 ný störf á ári. Ung stúlka, Elfa Svanhildur Her- Elfa Svanhildur Hermannsdóttir talaði fyrir hönd austfirskrar æsku. mannsdóttir, nem- andi í Menntaskól- anum á Egilsstöðum, flutti ávarp aust- firskrar æsku. Hún var bjartsýn á fram- tíðina og sá mögu- leikana hvarvetna. Efla þyrfti iðnað og verkmenntakennslu í landinu. Birkir Björnsson, nemandi í ME, færði Finni síð- an að gjöf húfu úr hreindýraskinni sem framleidd var af Ólavíu Sigmarsdótt- ur á Klausturseli á Jökuldal. Siglufjörður Endurbætur barnaskólans kosta 90 milljónir BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar áætlar að leggja 93 milljónir kr. í lagfæringar á barnaskólanum, svo- kölluðu neðra skólahúsi. Byggt verður við húsið og það endurbætt bæði að utan og innan. Lagfæring- arnar hófust á síðasta ári og á næstu tveimur árum verða lagðir miklir fjármunir í endurbæturnar. Grunnskóli Sigluíjarðar er í tveimur húsum, barnaskólanum og gagnfræðaskólanum, sem einnig ganga undir nöfnunum neðra og efra skólahús. Hugmyndir hafa ver- ið uppi um að byggja eitt nýtt hús fyrir alla starfsemina, að minnsta kosti fyrir neðra húsið sem er gam- alt og illa farið og hentar illa til skólahalds. Björn Valdimarsson bæjarstjóri segir að kostnaður við að byggja hús fyrir fyrir 1-7 bekk sem nú er í neðra húsinu hefði orð- ið 160 miiljónir kr. Því hefði verið horfið að því ráði að endurbæta gamia húsið og stækka það aðeins, meðal annars vegna væntanlegrar einsetningar skólans. Kostnaður við endurbætur og viðbyggingu er áætlaður 93 milljónir kr. Stækkar um 200 fermetra Gert er ráð fyrir því að núver- andi skólabygging verði lagfærð að utan og innan. Markmiðið er að forða byggingunni frá frekari skemmdum, auka einangrun og varðveita útlit hennar. A síðasta ári voru útveggir klæddir, skipt um glugga og málað að utan. Björn segir að nú sé verið að undirbúa næsta áfanga, sem ráðist verður í á næsta ári, en hann felst í því að rífa skúrbyggingu norðan aðal- byggingar og byggja í staðinn 330 fermetra viðbyggingu. Við það stækkai\ skólahúsið um 200 fer- metra. Á næsta ári verður einnig skipt um þak hússins. Árið eftir er ætlunin að ljúka viðbyggingunni að innan. Kostnaður er áætlaður um 40 milljónir kr. þessi tvö ár. Þá er eftir að taka húsið allt í gegn að innan og er áformað að gera það í tveimur áföngum í beinu framhaldi af viðbyggingunni. „Húsið á að verða eins og nýtt. Við fáum stærra og betra hús, inn- réttað til nútíma skólahalds, eftir því sem aðst.æður leyfa,“ segir Björn Valdimarsson. Sögufræg bygging Barnaskólahúsið er sögufræg bygging á Siglufirði. Fyrsti hluti þess var byggður árið 1913 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara. Síðan hefur skólinn verið endurbyggður og stækkaður til muna. Saga skólahalds í bænum er reyndar lengri því fyrsti barna- skólinn var stofnaður á Búðarhóli árið 1883 og keypti hreppurinn hús- ið þar beinlínis til þeirra nota. Björn segir að lögð sé áhersla á að halda útliti barnaskólans og eftir breyting- arnar verði hann á ný bæjarprýði. Haustverk hafin hjá refabændum Vaðbrekku. Jökuldal - Nú standa yfir haustverkin hjá refabænd- um. Þeir eru nú i óðaönn að pelsa refina. Fyrst eru refirnir flokk- aðir og bestu dýrin tekin til lífs. Afgangurinn er síðan pelsaður. Pelsinn er fleginn af og fita skaf- in úr skinninu, skinnið hert upp á þön og þurrkað á henni í sér- stökum þurrkara. Þegar það er búið er skinnið aftur tekið af þöninni, kembt og pakkað og er þá tilbúið til útflutnings. Gott verð fæst fyrir refaskinn um þessar mundir, meðalverð er 7-9 þúsund krónur fyrir skinn. Á myndinni sést Katrín Ásgeirs- dóttir, bóndi á Hrólfsstöðum, strekkja skinn á þön. Nýtt slysa- varnahús vígt í Neskaupstað HIÐ nýja hús Slysavamafélagsins í Neskaupstað var vígt sunnudaginn 3. nóvember sl. og var því gefið nafn- ið Nes. Það var Sævar Guðjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis, sem stjórnaði samkomunni. Skúíi Hjaltason rakti byggingar- sögu hússins og þar kom fram að framkvæmdir hófust 1988 og hefur mestöll vinna við bygginguna verið sjálfboðavinna. Húsið er um 2.500 rúmmetrar að stærð og gólfflötur þess um 600 fermetrar. Að loknu máli Skúla blessaði sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur, húsið og afhenti helgimynd til varð- veislu í því. Þá tók til máls Gunnar Tómasson, forseti SVFÍ, og sagði meðal annars að slysavarnafélag hefði verið stofnað á Norðfírði árið 1929, aðeins ári eftir að SVFÍ var stofnað. Þá gat hann þess að slysa- varnakonur á Norðfirði hefðu á stríðs- árunum styrkt norðfirska útgerðar- menn til kaupa á talstöðvum í báta þeirra. Þá færði hann björgunarsveit- inni tvær talstöðvar að gjöf frá SVFI. Við athöfnina var Reynir Zoéga heiðraður en hann hefur verið viðrið- inn starf félagsins síðan árið 1935, þar af formaður björgunarsveitarinn- ar í mörg ár. Margar góðar gjafir bárust í tilefni af vígslu hússins og ber þar hæst stórgjöf frá sjómanna- dagsráði Neskaupstaðar. Það var Karl Jóhann Birgisson sem fyrir hönd þess afhenti björgunarsveitinni Gerpi eina milljón króna að gjöf sem veija skal til kaupa á búnaði í björgunar- skip SVFÍ sem staðsett verður í Nes- kaupstað. Gjöfin er gefin í minningu Ragnars Sigurðssonar og Guðjóns Marteinssonar sem um árabil voru í forystusveit sjómannadagsráðs. Þá gaf bæjarsjóður bundið slitlag á plan- ið framan við húsið. Að vígslu lokinni var boðið til kaffi- samsætis í fundarsal hússins. Kostnaður við bygginguna 15-20 milljónir Húsið, sem er hið glæsilegasta, er með góða aðstöðu fyrir starfsemi félagsins, m.a. er í því fundarsalur sem rúmar um 70 manns í sæti og almannavarnanefnd Neskaupstaðar hefur aðstöðu þar. Áætla má að kostnaður við bygginguna sé á bitinu 15-20 milljónir og á félagið það nánast skuldlaust. Fjár til bygging- arinnar hefur verið aflað með alls konar sjálfboðavinnu og ijáröflunum, t.d. útskipunum á loðnu og síld svo og áheitagöngu yfir á Eskifjörð svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa fyrirtæki og einstaklingar hér sýnt félaginu mikla velvild við byggingu hússins. Formenn SVFÍ í Neskaupstað eru Sævar Guðjónsson fyrir björgunar- sveitina, Rósa Skarphéðinsdóttir fyr- ir kvennadeild, og Barði Westin fyrir ungliðadeildina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.