Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 15
VIÐSKIPTI
Rannsókn á
viðskiptum
LippoBank
Los Angeles. Reuter.
RANNSÓKN er hafin á vegum
bandarískra bankayfirvalda á því
hvort ekki hefur verið haft nógu
strangt eftirlit með banka í eigu
James Riady, indónesísks fjármála-
manns, samkvæmt blaðafréttum.
Einkum verður reynt að ganga
úr skugga um hvort háttsettur full-
trúi eftirlitsyfirvalda hafi hitt að
máli John Huang, starfsmann við-
skiptaráðuneytisins í Washington,
áður einn æðstu stjórnenda Lippo-
Bank Riadys, að sögn The Los
Angeles Times.
Bandaríska bankaeftirlitið hefur
tvívegis á sex árum gripið til þving-
ana gegn LippoBank vegna vafa-
samra viðskiptahátta, en aflétt
þeim í bæði skiptin.
Gjafir í kosningasjóði
LippoBank vakti fyrst athygli
vegna tengsla Riady fjölskyldunnar
við Bill Clinton forseta og uppljóstr-
ana um miklar gjafir indónesískra
þrýstihópa í kosningasjóði demó-
krataflokksins.
Huang, sem hætti störfum í við-
skiptaráðuneytinu til að safna fé í
sjóði demókrataflokksins, hefur
verið í sviðsljósinu vegna ásakana
um að einkahagsmunir, stjórnar-
stefna og pólitísk fjárframiög hafi
rekizt á.
Að sögn The New York Times
hefur Clinton tvisvar rætt um stefn-
una gagnvart Indónesíu og Kína
við Riady, en án þess að samtöl
þeirra hafi haft áhrif á ákvarðanir
um stefnuna.
Flýr Compu-
serve frá
Þýzkalandi?
Míinchen. Reuter.
COMPUSERVE GmbH hefur til-
kynnt að vera megi að flytja verði
stjórn starfseminnar frá Þýzkalandi
vegna fyrirætlana þýzkra stjórn-
valda um að neyða alnetsfyrirtæki
til að hafa eftirlit með klámi á net-
kerfum sínum.
Þýzkalandsdeild Compuserve,
annarrar mestu beinlínuþjónustu
heims, mun halda áfram að bjóða
Þjóðveijum þjónustu sína, en flytja
aðalstöðvarnar til lands, þar sem
beinlínuþjónustur eru ekki kallaðar
til ábyrgðar á klámi á alnetinu að
sögn talsmanns fyrirtækisins.
Samkvæmt lagafrumvarpi, sem
er til umljöllunar í neðri deild þýzka
þingsins, verður beinlínufyrirtækj-
um skylt að stöðva aðgang að barn-
aklámi, nazistaáróðri og öðru
óæskilegu efni.
Compuserve, sem er einnig önnur
stæfsta beinlínuþjónusta Þýzka-
lands, hefur ekki viljað fallast á
slíkar aðgerðir, því að þar með yrði
fyrirtækið að halda uppi ritskoðun
á stórum hlutum alnetsins.
Leit var gerð í skrifstofum Comp-
userve fyrir ári vegna gruns um
að viðskiptavinir notuðu netið til
að dreifa barnaklámi.
McDonaIdfs
á skíðum
Stokkhólmi. Reuter.
HAMBORGARARISINN McDon-
ald’s haslar sér völl á skíðasvæðum
Svíþjóðar í næsta mánuði og opnar
fyrsta skyndibitastað í heimi, þar
sem fólk getur fengið sér hamborg-
ara án þess að taka af sér skíðin.
Opnuð verður sérstök „skíða-
deild“ í Lindvallen, vinsælum skíða-
stað, 7. desember.
„Enginn þarf að taka skíðin af
sér,“ sagði talsmaður McDoanld’s.
„Viðskiptavinirnir renna sér á skíð-
um upp að afgreiðsluborðinu, panta
matinn og þjóta burt.”
ERLEIMT____________________
■j Belgískur ráðherra
■ sætir þingrannsókn
Stj órnarsamst arfið sagt í hættu
Reuter
HAROLD Nicholson eftir að honuin höfðu verið birtar ákærur.
Njósnari handtekinn
Ekki farið fram
á dauðadóm
Washington. Reuter.
JOHN Deutch, yfirmaður CIA,
bandarísku leyniþjónustunnar,
kvaðst í gær vera sammála um þá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
krefjast ekki dauðadóms yfir fyrr-
verandi deildarstjóra hjá CIA, sem
sakaður er um að hafa selt Rússum
leynilegar upplýsingar.
CIA-maðurinn, sem um ræðir,
heitir Harold Nicholson og er hann
sakaður um að hafa selt Rússum
upplýsingar undanfarin tvö ár, þar
á meðal um bandaríska njósnara,
sem senda átti til útlanda. Hefur
hann unnið hjá CIA í 16 ár og var
meðal annars yfirmaður aðgerða í
Rúmeníu og aðstoðaryfirmaður í
Malaysíu.
Nicholson var leiðbeinandi á hin-
um svokallaða „búgarði" CIA í
Virginíu, æfingabúðum, þar sem
njósnurum er meðal annars kennt
að komast hjá því að flett verði
ofan af þeim og að fá útlendinga
til að stunda njósnir fyrir Banda-
ríkjamenn.
Lífstíðarfangelsi
Talið er, að Nicholson hafi njósn-
að fyrir Rússa frá því í júní árið
1994 og þegið að launum 120 þús-
und dollara (um átta milljónir
króna). Var hann sagður hafa ljós-
myndað skjöl, sem hann hugðist
senda til Moskvu, fyrir viku.
Aldrei áður hefur jafn háttsettur
CIA-maður verið sakaður um njósn-
ir og bendir flest til, að hann verði
dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess
að eiga nokkurn tíma kost á náðun.
Brussel. Reuter.
STJÓRNARKREPPA virtist blasa
við í Belgíu í gær og sögðu leiðtogar
nokkurra þingflokka að Elio Di Rupo
aðstoðarforsætisráðherra gæti
neyðst til að segja af sér vegna full-
yrðinga um að hann hafi haft mök
við börn undir lögaldri.
Di Rupo, sem er frönskumælandi
sósíalisti, hafnaði ásökununum, sem
birtust í flæmskum blöðum um helg-
ina, en greindi frá því á mánudag að
hafin væri þingrannsókn á máli sínu.
Verður Di Rupo sviptur
þinghelgi?
Leiðtogar þingflokka ákváðu í gær
að skipuð yrði sérstök nefnd til að
rannsaka málið. Hlutverk nefndar-
innar verður að kanna hvort mælast
eigi til þess að þingið svipti Di Rupo
þinghelgi þannig að hægt verði að
sækja hann til saka.
Di Rupo sagði við blaðamenn fyrr
í gær að hann hefði farið fram á að
þetta yrði gert til þess að hann gæti
séð hvaða sökum hann hefði verið
borinn. Hann segir að enginn fótur
sé fyrir ásökununum, sem hafi verið
lagðar fram af pólitískum hvötum.
Neitar ásökunum
„Ég endurtek enn og aftur að ég
hef aldrei verið viðriðinn barna-
klám,“ sagði Di Rupo. „Mér finnst
það, sem nú er að gerast, bera keim
af pólitísku ráðabruggi."
Didier Reynders, leiðtogi frönsku-
mælandi þingmanna Fijálslynda
flokksins, sagði að saksóknari í
Brussel hefði greint leiðtogum þing-
flokkanna frá því að „nægar vísbend-
ingar" væru til að hefja rannsókn á
máli Di Rupos.
Samsteypustjórn Belgíu er skipuð
frönsku- og flæmskumælandi flokk-
um sósíalista ann-
ars vegar og
kristilegra demó-
krata hins vegar.
Talsmenn
flæmsku flokk-
anna hafa sagt að
erfitt verði fyrir
Di Rupo að halda
stöðu sinni reynist
ástæða til að mál
hans komi til kasta dómstóla.
Viðbrögð flokkanna
Stjómmálaskýrendur segja að
stjómarsamstarfið sé ekki í bráðri
hættu en framhaldið velti á viðbrögð-
um flokkanna, sem að því standa,
einkum hvort frönsku- og flæmsku-
mælandi flokkar kristilegra demó-
krata styðji Di Rupo eða snúi við
honum baki.
Fari svo að hann njóti ekki stuðn-
ings er talið að stjómin geti fallið og
yrði það enn eitt áfallið fyrir Belga
sem bera lítið traust til stjórn- og
dómskerfisins um þessar mundir.
Hneykslin hófust í ágúst þegar
Marc Dutroux, dæmdur bamanauðg-
ari, var handtekinn og tveimur stúlk-
um, sem hafði verið misþyrmt kyn-
ferðislega, var bjargað. Einnig fund-
ust lík fjögurra stúlkna og leit hófst
á ný að a.m.k. sjö til viðbótar.
í kjölfarið fylgdu lögreglumistök
og í ljós kom rígur milli rannsóknar-
manna. Ekki bætti úr skák að dóms-
kerfíð virtist ekki valda málinu og
pólitískar forsendur virtust ráða vali
rannsóknardómara.
I október tóku 250 þúsund manns
þátt í göngu til stuðnings foreldrum
bamanna í Brussel en gangan breytt-
ist í mótmæli gegn spillingu yfírvalda.
Reuter
Elio Di Rupo
Chirac segir evró munu
ógna veldi dollars
Tókýó. Reuter.
Reuter
JACQUES Chirac á blaðamannafundi í Tókýó í gær.
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, segir að hin nýja mynt Evr-
ópusambandsins, evró, muni með
tíð og tíma ógna veldi bandaríska
dollarans sem heimsgjaldmiðli.
„í allri hreinskilni sagt hafa
sveiflur í gengi dollarans, sem
ekki endurspegla alltaf efnahags-
legan raunveruleika, komið niður
á okkur og við þurfum gjaldmiðil,
sem er sterkur og öflugur og ger-
ir okkut- kleift að komast hjá þess-
um afbrigðilegu sveiflum dollar-
ans,“ sagði Chirac í ræðu sem
hann hélt yfir forstjórum japan-
skra fyrirtækja í Tókýó.
Forsetinn sagði að margir, sem
skrifuðu í engilsaxnesk blöð, hefðu
nú frekar áhyggjur af því hvaða
áhrif evró myndi hafa á dollarann
en að þeir efuðust um að áformin
um upptöku sameiginlegrar mynt-
ar í ársbyijun 1999 gengju eftir.
Heimildarmaður úr hópi sam-
starfsmanna forsetans segir að í
viðræðum forsetans og japanskra
embættismanna hafi margir þeir
síðarnefndu sagzt þeirrar skoðun-
ar að sameiginlega Evrópumynt
þyrfti til að vega upp á móti áhrif-
um dollarans.
Segir Japan græða
á tengslum við ESB
Chirac nefndi hvorki Bandaríkin
né ESB-andstæðinga í Bretlandi,
en menn þóttust þó sjá við hveija
væri átt er forsetinn sagði: „Evr-
ópa verður í framtíðinni mikilvæg-
asta efnahagsveldi heims — að
minnsta kosti um nokkurt skeið —
og að sjálfsögðu mun það valda
hinum og þessum áhyggjum.”
Hann fullvissaði japanska
áheyrendur um að Frakkland,
Þýzkaland, Spánn og Italía — hann
nefndi ekki Bretland — myndu
uppfylla skilyrði
fyrir aðild að
Efnahags- og
myntbandalagi
Evrópu (EMU).
„Á tveimur
árum hefur okk-
ur, þrátt fyrir
erfið efnahags-
skilyrði, tekizt
að lækka fjárlagahalla okkar úr
6% í 4% og við munum koma hon-
um í 3% á næsta ári,“ sagði Chirac.
Forsetinn er I sex daga heim-
sókn í Japan, sem hófst á sunnu-
dag. Hann hefur notað öll tæki-
færi til að spá því að Frakkland
og ESB muni brátt ógna efnahags-
veldi Bandaríkj-
anna í Asíu. í
ræðu, sem hann
hélt í Keio-
háskóla í Tókýó
á mánudag,
sagði hann að
Japan gæti
grætt mikið á
auknum tengsl-
um við Evrópu, þar sem álfan
væri nú að verða efnahagslegt
stórveldi og sameiginleg mynt
styrkti enn stöðu hennar.
Malta hættir við
ESB-aðild
Ovissa
um áhrif á
Kýpur
YFIRLÝSINGAR nýrrar ríkisstjóm-
ar á Möltu um að umsókn um aðild
að Evrópusambandinu verði dregin
til baka, gæti haft áhrif á möguleika
Kýpur á aðild að sambandinu, að
sögn European Voice.
Þótt aldrei hafi verið nein formleg
tenging á milli aðildarumsókna Möltu
og Kýpur hefur að mörgu leyti verið
litið svo á að löndin væru í sama
„pakka“ væntanlegra aðildarríkja
ESB. Gera má ráð fyrir að nú, þegar
Malta virðist ætla að draga sig út
úr væntanlegum aðildarviðræðum,
minnki þrýstingur suður-evrópskra
aðildarríkja ESB, t.d. Ítalíu, á stækk-
un ESB til suðurs. Þetta kann að
koma niður á Kýpur.
Klofningurinn aðalvandamálið
Hins vegar er bent á að fram-
kvæmdastjórn ESB hafi nú þegar
skilað mati á aðildarumsókn Kýpur
og gefið það álit, að eyríkið eigi
möguleika á aðild að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum. Jafnframt hefur
verið fastneglt, hvenær aðildarvið-
ræðut' hefjist; sex mánuðum eftir að
ríkjaráðstefnu ESB lýkur. Ljúki
henni í júní á næsta ári eins og að
er stefnt, hefjast viðræður við Kýpur
um áramótin 1997-1998.
Hins vegar er ekki þar með sagt
að Kýpur eigi skjóta aðild vísa. Einn
af heimildarmönnum European Voice
segir að þau áhrif, sem stefnubreyt-
ing Möltu kunni að hafa á möguleika
Kýpur, séu hverfandi miðað við þann
vanda, sem skipting eyjarinnar og
hernám Tyrkja í norðurhlutanum
hefur í för með sér. Leysa verði inn-
anlandsvandamálin áður en til aðild-
ar geti komið.
******
EVROPA\