Morgunblaðið - 20.11.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUN’BLADIÐ
Fingrafimi og
frásagnargleði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SIGRÚN Erla Sigurðardóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guð-
marsdóttir og Helga Steffensen ásamt Ole-Bruun Rasmussen.
LEIKUST
Lcikbrúðuland
HVAÐ ERÁ SEYÐI?
Höfundar handríta, brúða og leik-
tjalda: Erna Guðmarsdóttir, Bryndís
Gunnarsdóttir og Helga Steffensen.
Leikstjóri: Ole Bruun-Rasmussen.
Tónlist: Magnús Kjartansson. Ljósa-
hönnun: David Walters. Tæknimað-
ur: Sigrún Erla Sigurðardóttir. Leik-
raddin Júlíus Bijánsson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda
Bjömsdóttir og Theodór Júlíusson.
Fríkirkjuvegi 11,17. nóvember.
VARLA er hægt að segja að
Ieikbrúðuhefð sé mjög sterk í ís-
lensku leikhúsi, en þær þijár kon-
ur sem standa á bak við þessa
sýningu, Erla Guðmarsdóttir,
Bryndís Gunnarsdóttir og Helga
Steffensen, hafa allar lagt sitt af
mörkum til að skapa og viðhalda
því brúðulífí sem hérlendis hefur
þó þrifist við góðan orðstír undan-
farna áratugi. Að þessu sinni hafa
þær fengið til liðs við sig kunnan
danskan brúðuleikhúsmann, Ole
Bruun-Rasmussen, og í samvinnu
við hann hefur þeim tekist að setja
á svið ævintýralega fallega og
hugvitssamlega brúðusýningu;
þríleik sem þær kalla Hvað er á
seyði?
Sýningin samanstendur af
þremur sögum: Óhreinu börnin
hennar Evu, Kolrassa krókríðandi
og Sögupotturinn. Sú fyrsta bygg-
ir á alþekktri þjóðsögu, en hand-
rit, brúður og leiktjöld eru eftir
Erlu Guðmarsdóttur. Þetta er n.k.
skýringarsögn á tilvist huldufólks
og segir frá því þegar Eva felur
fyrir Guði þau börn sem hún náði
ekki að þrífa áður en himnafaðir-
inn kom í heimsókn. Sterkur ljóð-
rænn blær var yfír þessum þætti
og auk brúðanna og leiktjaldanna
réð þar um mestu afar falleg tón-
list Magnúsar Kjartanssonar, svo
og ljósahönnun Davids Walters.
Bryndís Gunnarsdóttir vann
handrit sitt upp úr gamla ævintýr-
inu um Kolrössu krókríðandi og
þríhöfða risann og blandar hún á
skemmtilegan hátt saman leik-
brúðum af öllu tagi og frá mismun-
andi tímum: allt frá skuggamynd-
um og litlum handbrúðum upp í
barbídúkkur og brúður í fullri lik-
amsstærð. Þessi hluti þríleiksins
sýndi vel margvíslega möguleika
leikbrúðusýningar og eins og fyrsti
þáttur einkenndist af ljóðrænu var
það góðlátlegur húmor sem ein-
kenndi þennan þátt.
Síðasti þáttur sýningarinnar er
Sögupotturinn eftir Helgu Stef-
fensen þar sem einnig er leikið á
skemmtilegan hátt með ýmsa túlk-
unarmöguleika leikbrúðulistarinn-
ar. Sérstaklega var vel útfærður
leikbrúðuleikur á þvottasnúru.
Sagan sem Helga veiddi upp úr
Sögupottinum að þessu sinni fjall-
aði um menn og dýr og móðurást-
ina hjá báðum tegundum og end-
aði sagan á „móraliseringu“ um
að ef allir elskuðu alla væri
heimurinn góður.
Þótt um þijár aðskildar sögur
sé að ræða er sýningin hönnuð sem
ein heild og saman sýna sögurnar
þijár vel þá miklu vídd sem brúðu-
leikhúsið býr yfír og skemmtilega
fjölbreytni í leikbrúðugerð. Þær
Erla, Bryndís og Helga stjórna
sjálfar öllum brúðunum og var
augljóst að þar voru vanar konur
á ferð, hvergi misfella í fíngrafími
og annarri tækni. Magnús Kjart-
ansson samdi og flutti tónlist við
sýninguna alla og átti hún mikinn
þátt í að skapa rétta stemmningu,
en sterkust kom tónlistin út í
fyrsta þættinum þar sem hún var
hreint afbragð. Ljósahönnun
David Walters er einnig vönduð
og vel lukkuð og tæknilega vel
útfærð af Sigrúnu Erlu Sigurðar-
dóttur. Óhætt er að áiykta að aiiir
viðkomandi hafi lært nokkuð af
hinum danska leikstjóra, Ole Bru-
un-Rasmussen, sýningin sem heild
ber list hans gott vitni. Þetta er
metnaðarfull sýning sem bæði
böm og fuilorðnir geta auðveld-
lega hrifist af.
Soffía Auður Birgisdóttir
Aðdáandi
númer eitt
KVIKMYNPIR
Bíóborgin, Bíóhöll-
i n , Ný ja Bíó Kcíla-
vík og Borgarbíó
A k u r cy ri
AÐDÁANDINN
„THEFAN“ ★ ★
Leikstjóri: Tony Scott. Handrit:
Phoef Sutton. Kvikmyndataka:
Dariusz Wolski. Aðalhlutverk: Ro-
bert De Niro, Wesley Snipes, Ellen
Barkin, John Leguizamo og
Benicio Del Toro. Tri Star. 1996.
ENGINN er betri í því að túlka
innibyrgða reiði en Robert De
Niro. Hann hefur gert það í sín-
um bestu myndum einkanlega
„Taxi Driver" og hann gerir það
í nýjustu mynd sinni, Aðdáand-
anum. Líkt og leigubílstjórinn
Travis í þeirri mynd er hann ut-
angarðs og hvergi viðurkenndur.
Hann er fráskilinn einstæðingur
sem fær ekki að hitta son sinn
og virðist vina- og fjölskyldulaus
með öllu. Og hann er skapbráður
sölumaður, sem misst hefur vinn-
una. Allt gerir þetta að verkum
að sýður á De Niro. Hann er
tímasprengja. Og það sem gerir
útslagið í reyfara eins og þessum;
uppáhalds hafnarboltaleikarinn
hans stendur sig ekki í stykkinu.
Á endanum beinir hann reiði
sinni að honum eins undarlegt
kannski og það nú er. De Niro
myndar óþægilega spennu í fyrri
hluta myndarinnar þegar lýst er
hvernig smám saman aðdáand-
inn sekkur dýpra og dýpra í bilun
sína. Það er ekki mjög sannfær-
andi frá hendi handritshöfundar-
ins en De Niro kemst ansi langt,
kjaftfor og dónalegur og gersam-
lega óútreiknanlegur, þar til
hann missir endanlega tökin á
tilverunni.
Aðdáandinn er spennutryllir
en það er ekki mikill hasar í
henni og spennan mætti gjarnan
vera meiri. Hún er mest á sál-
fræðilegu plani í lýsingu á því
hvernig einlægur aðdáandi geng-
ur af göflunum. Það vantar tals-
vert uppá byggingu sögunnar til
að gera hana sannfærandi. Menn
hafa átt erfitt í einkalífi án þess
að snúa því upp á fræga fólkið
og leggja það í einelti. De Niro
leikur ósköp venjulegan mann
með íþróttadellu sem verður fyr-
ir nokkru mótlæti í lífinu líklega
eins og við öll en gerast menn
morðingjar vegna þess? Áður en
lýkur er reynt að setja dýpri
merkingu í söguna með snyrti-
legri athugasemd um þá sem
hafa það til að bera sem kemur
þeim áfram til frægðar og frama
og ríkidæmis og þá sem aðeins
eru efnilegir en verða aldrei
meira en það.
Því miður hafa leikstjórinn
Tony Scott og handritshöfundur-
inn Phoef Sutton enga tilburði
til að kafa ofan í slíkar flækjur
því þeim er meira í mun að nýta
orkuna í De Niro og keyra frá-
sögnina áfram. De Niro perónan
er sama ráðgátan í lokin og hún
var í upphafí, einfari og furðu-
frík. Við fáum aldrei að kynnast
sálarlífí aðdáandans að neinu
ráði. Persóna hans er of einhliða.
Það er ekkert margbrotið við
hana og maður fær aldrei al-
mennilegt svar við því af hveiju
hún gerir það sem hún gerir.
Myndin hefur mörg einkenni
annarra mynda Scotts sem henta
yfírborðskenndri poppmenningu
eins og dynjandi rokktónlist,
ögrandi nærmyndir og hraðar
klippingar svo manni á aldrei að
leiðast og gerir það í raun ekki.
Leikurinn er misjafn. De Niro
gæti leikið óþokkann í svefni en
Wesley Snipes virkar fremur lit-
laus hafnarboltahetja. Aukaper-
sónur varða söguna engu hveru
mikið sem John Leguizamo reyn-
ir mikið að leika stælgæjalegan
umboðsmann og Ellen Barkin
gellulega íþróttafréttakonu.
Arnaldur Indriðason
MYNPUST
Lfstasafnið á Akureyri
LJÓSMYNDIR OG
BLÖNDUÐ TÆKNI
Þorvaldur Þorsteinsson. Opið kl. 14-18 alla
daga nema mánudaga til 24. nóvember;
aðgangur ókeypis.
SAMBAND eða sambandsleysi lífs og
listar hefur verið listamönnum vaxandi
áhyggjuefni á þessum síðustu áratugum
aldarinnar og endurspeglast í spumingunni
um tilgang listarinnar í nútímasamfélagi.
Þessi spurning hefur valdið listamönnum
vaxandi áhyggjum eftir því sem þeir telja
hærri veggi og aukna einangrun aðskilja
listina og hið almenna líf þorra fólks — að
fólkið, sem listinni sé ætlað að snerta, sé
hætt að líta á listina sem hluta af sínu
daglega lífi, heldur sé hún í huga þess eitt-
hvað óskiljanlegt eða ósnertanlegt, sem sé
í mesta lagi ætlað fáum útvöldum.
Spurningunni um tilgang listarinnar fyr-
ir samtímann verður aldrei svarað svo öllum
líki, enda byggjast svörin á persónulegum
viðhorfum sem öll eru jafn rétthá. Hins
vegar hafa ýmsir listamenn ieitast við að
opna með nýjum hætti samband listarinnar
og daglegs lífs og notað til þess ýmsar
áhugaverðar aðferðir.
Þorvaldur Þorsteinsson hefur unnið mikið
á þessum vettvangi og sýning hans í Lista-
safninu á Akureyri er án efa ein merkasta
tilraun listamannsins á þessu sviði. Sýning-
unni hefur hann valið yfirskriftina „Eilíft
líf“ og með henni má segja að hann hafí
kosið að breyta formerkjum umræðunnar
allrækilega. Hér er ekki sett upp listaverk,
heldur er settur upp spegill: ímyndir sem
tengjast daglegu lífi fóiks eru fluttar inn í
Eilíf list í
lífinu sjálfu
sali listasafnsins, og verða þannig ígildi list- leggur áherslu á þetta atriði, þó ekki séu
ar— sem þýðir þá einfaldlega að listin fel-
ist í lífínu sjálfu.
Þessar svipmyndir byggjast á mikilli sam-
vinnu listamannsins við fjölda fólks, sem
fæst leggur stund á myndlist, eins og hann
bendir á í sýningarskrá. ímyndirnar hefur
Þorvaldur sett fram í nokkrum flokkum
verka, sem hver um sig er sjálfstæð heild
innan sýningarinnar.
”Athafnir“ er röð ljósmynda af algengum
gerðum fólks í heimahúsum, sem spanna
dijúgan hluta af því sem daglegt líf býður
okkur upp á. Hér má sjá fólk borða, tala
saman, þrífa, horfa á sjónvarp, þvo, baka,
rífast, elskast, sinna börnum o.s.frv. Engin
athöfn er annarri merkilegri, því hér birtist
jafn hrynjandi hins daglega lífs í öllu sínu
ríkidæmi og tilbreytingarleysi í senn —
uppspretta allrar listar.
„Akademíur" vísa til þess að þroski og
uppfræðsla hvers manns fer fram með stöð-
ugum hætti í daglegu lífí, en ekki aðeins
innan viðurkenndra skólastofnanna; þannig
getur lærdómurinn sem var dreginn af sam-
ræðum manna hjá skósmiðnum, í litlu
hverfísbúðinni, í fataversluninni eða í forn-
bókabúðinni verið ekki síðri homsteinn í
lífinu en annað. Uppsetning ljósmynda af
starfsfólki og viðskiptavinum á hefðbundin
skólaspjöld í stöður kennara og nemenda
allir „nemendumir" nógu háir í loftinu til
að ná inn í rammann!
Fjársöfnun til mikilvægra málefna hefur
lengi verið hluti af íslenskri tilveru og köku-
basarinn hefur oftar en ekki verið horn-
steinn slíkra safnana. Hér hefur þessi at-
höfn verið sett í listrænt samhengi, og kök-
urnar gerðar að listaverkum — settar á
stöpul og lýstar sérstaklega. Þar með verð-
ur sala á köku, sem sköpuð er af alúð og
samviskusemi, jafngildi sölu á listaverki;
hér hafa kökurnar frá kvenfélaginu Fram-
tíðinni líka selst upp. Nýr kökubasar verður
haldinn á sama stað hvern laugardag á
sýningartímanum og þar með má segja að
listin endurnýji sig stöðugt.
Innsetningin „Verkaskipti“ er án efa
merkilegasti þáttur sýningarinnar, því að
þar er komið að kjarna þess verðmæta-
mats, sem lífs hvers einstaklings byggist
á. Hér hefur listamaðurinn fengið að láni
fímm gripi frá heimilum á Akureyri, sem
eru viðkomandi einstaklingum ómetanlegir
vegna tilfinningalegra og persónulegra
tengsla, en eru í augum utanaðkomandi
hversdagslegt dót; dýrgripir eins eru drasl
annars. Þessi skipti setja einnig spurningar-
merki við skilgreiningu listaverks, þar sem
viðkomandi hafa fengið iánuð listaverk úr
eigu safnsins í staðinn, og í huga lista-
mannsins eru það jöfn verkaskipti. Þurrkað-
ar rósir í límdri glerkrukku, hringur, nunnu-
líkneski, lítil símaskrá og þjóðsögur Jóns
Árnasonar, stillt upp á silki í veglegum
glerkössum, verða þannig jafngild skráðum
verkum þekktra listamanna — lífið jafngildi
listarinnar.
Innsetningin „Maríumyndir" hefur á sér
trúarlegt yfirbragð, þar sem myndir af
Akureyrar-Maríum eru settar upp sem alt-
aristafla. í stað ímyndar guðsmóður koma
þannig börn, fullorðnar konur á peysuföt-
um, fermingarstúlkur og ferðalangar — og
niðurstaðan getur aðeins orðið ein: María
var ein af þeim.
Tveir þættir til viðbótar sýningunni tengj-
ast út fyrir safnið. „Mínútumyndir“ eru
stuttar hljóðmyndir, hugleiðingar fjölda ein-
staklinga um lífið og tilveruna — traust,
tilgang lífsins, draumastarfíð, samband við
náungann, stefnumörkun, stund hamingj-
unnar — hugleiðingar sem hver heimspek-
ingur gæti tekið undir. í Degi-Tímanum
birtast daglega myndir af sex ónafngreind-
um einstaklingum undir yfirskriftinni:
„Bestu þakkir fyrir ykkar framlag til listar-
innar“. íhugun um eðli framlagsins leiðir
okkur fljótt að þeirri niðurstöðu að þessi
kveðja getur átt við alla landsmenn — allir
greiða fyrir listina, flestir njóta hennar og
fjöldinn allur tekur þátt í að skapa hana.
Þannig má segja að eilíf list felist í lífínu
sjálfu og þetta er sá kjarni sem listamaður-
inn hefur komið auga á og setur svo
skemmtilega fram með þessari sýningu.
Er rétt að hvetja sem flesta norðan heiða
til að líta inn á sýninguna í Listasafni Akur-
eyrar og vona að hún rati síðan með einum
eða öðrum hætti til suðvesturhornsins, þó
síðar verði.
Eiríkur Þorláksson