Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 23 LISTIR Að utan og inn BOKMENNTIR Ljóð VILLILAND eftir Jónas Þorbjarnarson 60 bls. Forlagið 1996.1680 kr. MÆLANDI ljóðanna í Villilandi er ferðalangur í náttúru íslands. Hann ferðast um víðar lendur lands- ins, inntil heiða, útmeð strönd. Strax í upphafsljóði bókarinnar verður ljóst að hér er ekki venjuleg- ur náttúrudýrkandi á ferð, þramm- ari með bakpoka og viðlegubúnað, heldur þéttbýlingur að upplifa töfra lands og náttúru, seiðandi aðdrátt- arafl hafsins, líf og kyrrð jarðarinn- ar. Ferðalangur þessi er ofurlítið einsog utangátta í alltumlykjandi veldi náttúrunnar, reynir að máta upplifun sína af óbyggðunum við reynslu sína úr þéttbýlinu, en upp- sker aðeins „snert af menningar- sjokki“ einsog segir í upphafsljóð- inu, Hvítum indjánum. Af sjokkinu leiðir önnúr reynsla: heimur minn ekki eini heimurinn, nei það eru dyr í allar áttir Úr Hvítum indjánum Ferðalangur hefur uppgötvað víðátturnar, dyrnar sem standa opnar til allra átta. En þessar dyr eru ekki aðeins út, þær eru líka dyr inn, inní ferðalang sjálfan. Ferðin útí villilandið markar upphaf ennþá lengri ferðar, þeirrar sem stendur enn og mun e.t.v. standa til eilífðar- nóns: ferðarinnar heim. Hér mætum tilbrigði við hið sí- gilda ferðaminni um son karis i koti sem fer útí heim að freista gæfunnar og ferðast langt og lengi, út og suður, upp og niður, en aldr- ei kemur hann á staðinn sem hann leitaði. Þann leynda stað bar hann nefnilega innra með sér, einmitt þar sem honum hugkvæmdist aldrei að leita. Ferðalangur um Villiland Jónasar Þor- bjarnarsonar ferðast reyndar með öllu opnari huga. Skynjun hans á mikilfengleik náttúr- unnar er ekki aðeins ytri skynjun, hún beinir sjónum hans innávið — hann uppgötvar stað- inn sem karlssyni yfir- sást, hann hefur ratað á leiðina heim. Tilfínn- ingin að vera eitt með náttúrunni, einn i nátt- úrunni er víða áleitin í hugleiðingum ferða- langs. Hann er einn útí víðáttunni, einn við Jónas Þorbjarnarson hafíð, einn undir jökli, einn í þoku, einn hjá beljandi á. A sama tíma er hann óijúfanlegur hluti þessarar náttúru, hann er í henni og hún í honum. „Hið sígilda ferðaminni" er ein- mitt sígilt vegna þess að ferð mannsins gegnum tilveruna hefur engan fyrirsjáanlegan enda. Er nokkuð nærtækara en að sækja lík- inguna fyrir þessa ferð til náttúr- unnar? Hvert annað svosem? Þessi risastóra lífvera sem jörðin er lýtur að sönnu sömu lögmálum og við, sem köllum okkur menn og þykj- umst hafa allt í hendi okkar. Lík- ingamál fyrir innra líf mannsins sem ekki er sótt í náttúru jarðarinn- ar eða annarra ytri fyrirbrigða hef- ur enn ekki verið fundið upp. Enda eru líkindin við náttúruna með ólík- indum, einsog kerlingin sagði. „Innra líf mannsins" hefur enga lögun í sjálfu sér, en við skynjum það sem landslag eða náttúru- krafta, veður og vinda. „Innra líf mannsins" er ekki staður, það er ástand. Ljóðabókin Villiland er bók um þannig ástand. Síðasta ljóð bókarinnar bindur endahnútinn á líkingu hennar milli innri og ytri veruleika. Ljóðið heitir íslönd og segir frá lestri ljóðmæl- anda í gamalli bók um ísland eftir höfund sem aldrei hafði hingað komið. Island höfundarins var hugarsmíð hans, innri veruleiki. hér er fólkið gjammandi viðr- ini og gufustróka ieggur uppúr helvíti ég verð strax dálítið ringlaður; og þótt maður hafi alltaf talið sig vera ýmsu vanan og jafnvel alveg nógu stutt frá helvíti, kalla ég nú gott ef ég á afturicvæmt heim á hitt íslandið skrýtna er styðst við Esju og okkar eigin hugmyndir - æ hvar í hafinu er það að finna hvar í myrkrinu? já var það ekki alveg örugglega raunveruleiki - og ég heima þar en ekki hér - eða var það bara eitthvert ljóð sem ég las með kaffinu ... mjólkurdropi í kaffinu? Úr íslönd Hvar er ísland hið innra, hið ytra? Hvar er helvítið? Hver er veruleik- inn, hvar er hann? Kemst ferðalang- ur nokkurn tímann heim? Eða á hinn bóginn: Er hann e.t.v. alltaf heima, hvar sem hann fer? Bókin skilur eftir sæg ósvaraðra spurn- inga — spurninga serm lesanda þykir brýnt að leita svara við, hið innra. Nema hvar? Stíll ljóðanna er óþvingaður og ljær þeim „kumpánlegan rabbtón", sem hæfir efni þeirra vel, að mínu áliti. Vilíiland er heildstæð bók, spunn- in af traustum þræði, sem er bæði rauður og blár, úr jörð og hafi, en líka úr því sem hefur engan lit í sjálfu sér, einhveiju sem er djúpt innra með manninum og er bara eitthvað. Kjartan Árnason Stórmarkaðslj óð BOKMENNTIR Ljóð BÓNUSLJÓÐ eftir Andra Snæ Magnason, Ljóðasmiðja Andra Snæs Magnasonar, Bónus, 1996 - 40 bls. ÞAÐ hlaut að koma að því. Bón- ussértilboð, Bónuskóla og hvers vegna ekki Bónusljóð? Það er raun- ar varla tilviljun að bók Andra Snæs Magnasonar er tileinkuð aðilum ljóðaiðnaðarins enda eru ljóð hans íslensk framleiðsla, eins og segir á saurblaði, fyrir Bónus. Meginhugmynd Andra Snæs er ber- sýnilega að skoða vöru- samfélagið og vöru- markaðssamfélagið í skoplegu ljósi. Ljóða- bókin er því ferðalag gegnum stórmarkað- inn; aldingarðinn (grænmetisdeildina), niflheim (kæligeymsl- una) og hreinsunareld- inn (hreinlætisvöru- deildina). Þessi megin- hugmynd er hreint ekki Andri Snær Magnason fráleit og býður upp á marga kosti, ekki síst til háðsádeilu en einnig til alvarlegrar umræðu um stöðu ljóðs og skáldskapar í klisjuheimi vöru- framleiðslu og jafnvel stöðu manns- ins í þeim heimi. En svo metnaðarfullur er Andri Snær ekki. Ljóð hans eru misjafn- lega skoplegar smámyndir þar sem leitað er fanga í hversdagsleika stórmarkaðsins sem reyndar er sameiginlegur reynsluheimur flestra íslendinga. Einnig sækir hann efni til auglýsinga. Þótt ekki sé hægt að segja að skophendingar Andra Más séu beittur skáldskapur tekst honum stundum haganlega að tengja mannlegar aðstæður auglýsingahnoði: Hann straukst við stúlkuna sem raðar kókinu í hillur með hvítum armi og hann fann að hárið ilmaði sem lyng og hann fann fyrir ungum barmi . og það var alveg einstök til- finning. En of oft mistekst þessi viðleitni þannig að niðurstaðan verkar á mann eins og gatslit- inn brandari: „Sam- kvæmt auglýsingum / eru allar konur prinsessur / miðað við bláa blóðið / í dömubindunum." Og á Nýjar bækur Austan tjalds og vestan hafs ÚT ER komin bókin Ferðaslangur - austan tjalds og vestan hafs efitr Vilhjálm Hjálm- arsson, fyrrverandi ráðþerra. Hann segir þar frá tveimur ferðum sínum á íslendingaslóð- ir í Vesturheimi og til Austur-Evrópu. Vestur-íslendingar í Manitoba-fylki í Kanada héldu hátiðlegt aldarafmæli byggðar sinnar 1975. Fjöldi ís- lendinga fór til að samfagna, þar á meðal þjóðleikhúsfólkið, kór og margir leikarar. Vil- hjálmur var þá menntamálaráð- herra. Vilhjálmur Hjálmarsson Guðjón Ingi kápu. Sjö árum fyrr, 1968, fóru Vilhjálmur, Ágúst á Brúnastöðum og Þráinn Valdimars- son til Austur-Þýska- lands í boði Bænda- flokksins í tilefni af- mælisþings hans. „Þetta er fróðleg bók en ekki síður skemmtilestur eins og Vilhjálms er von,“ seg- ir í kynningu. Fjöldi mynda er í bókinni að austan og vestan. Útgefandi er Æsk- an. Bókin er 224 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentvinnslu. Hauksson hannaði útlit Fíll í postulínsbúð UÓÐ 1980-1981 eftir Einar Má Guðmunds- son eru komin út. „Sennilega tengja flestir bókmenntaunn- endur nafn Einars Más Guðmundssonar frem- ur við skáldsögur en ljóð. Þó hóf hann rit- höfundarferilinn sem ljóðskáld og Ijóðrænan er aldrei langt undan í sögum hans,“ segir í kynningu. Ljóð 1980-1981 inniheldur þijár fyrstu bækur Einars Más, Er nokkur í kórónafötum Einar Már Guðmundsson hér inni? (1980), Sendisveinninn Guillemette. er einmana (1981) og Róbinson Krúsó snýr aftur (1981). „Þessar bækur vöktu feikna athygli á sínum tíma og fannst mörgum sem Einar Már kæmi með ljóðmáli sínu og frum- legri sýn eins og fíll í postulínsbúð ís- lenskrar ljóðlistar,“ segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 131 bls. unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Robert Verð 2.680 kr. stundum er skáldskapurinn frekar léttvægur: Það var víst hjartnæmt þegar strákurinn frá 10-11 kyssti Júlíu á kassa 3 bak við svalafernurnar. Vissulega má hafa einhveija ánægju af þessari bók. Hún kitlar stundum hláturtaugarnar í skamm- deginu. En mörg Ijóðin eru nokkuð ódýr - eins og margt annað sem fæst í Bónus. Skafti Þ. Halldórsson TIL SOLU RANGE ROVEV? 3.9 VOUGE árg. 1992, ekinn 108.000 Upplýsingar í síma 551 4637 Jón Júlíusson er framkvæmdastjóri Nóatúnsverslananna. Hann er Vélfrœðingur... Starf hans felst í daglegum rekstri einnar stærstu verslanakeðju landsins. Jón telur að vélfræðingsnámið hafi kennt honum þau sjálfstæðu, skipulögðu vinnubrögð sem þurfi til að standa í umsvifamiklum atvinnurekstri. Intemetnámskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuraðgiöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • © 568 80 90 Við skiptum við SPARISJOÐ VELSTJORA Atvinnurehendur! Vanti ykkur traustan starfsmann med víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: Vélstjórafélag Islands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.