Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Feigðarboðar framtíðar- innar eru umhugsunarefni Ur Byggðastofnun til banka - skýr- ari byggðastefna ÞAÐ er engum manni auðvelt að horfa framhá ýmsum feigðar- boðum í íslensku þjóðlífi í dag. Við viljum telja okkur trú um, að okkur sé annt um börnin okkar og viljum lífshamingju þeirra sem mesta og besta. Við viljum líka telja okkur trú um, að við viljum gera allt sem í ‘*'okkar valdi stendur til að byggja upp betra samfélag, stuðla að heilbrigðum lifnaðar- háttum og hamingju- sömu lífi. Við viljum flest ját- ast undir viðhorf mannúðar og mann- gildis. Við viljum hlúa að hamingjusömu heimil- islífi og að afkomendur okkar fái að búa í friði, langt frá atlögum óprúttinna fjáraflamanna. Við teljum okkur trú um, að við höfum manndóm til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, en lokum ekki augunum í aum- ingjaskap og ráðleysi. En hver er raunveruleikinn? Hvað er það sem veldur mjörgum áhyggjum, þegar þeir litast um í íslensku samfélagi í dag með framtíðina í huga? Sjálfsagt er það margt. En eitt hygg ég þó að standi þar upp úr. Það er aukin neysla áfengis og annarra fíkniefna og það sem þar siglir í kjölfarið. Líkamsárásir, of- beldi, innbrot, rán og gripdeildir eru að verða daglegt brtauð. Unga fólkið eykur drykkjuna, eiturlyfja- fíklum fjölgar, hjónaskilnaðir eiga sér stað í æ ríkara mæli, fleiri og fleiri böm alast upp í umkomu- leysi og öryggisleysi, örvænting, grátur og tregi ber að dyrum hjá alltof mörgum fjölskyldum og vax- andi tala sjálfsvíga tala sársauka- fullu máli óhamingju og örvænt- inga. Allt eru þetta feigðarboðar á úthafi framtíðarinnar, fyrirboðar um mannlega harmleiki, sem við öll viljum fyrirbyggja eftir bestu getu. En hver er fyrirmyndin sem við gefum uppvaxandi kynslóð? Það er staðreynd, að áfengis- , rneysla er í nær öllum tilvikum rót- in að bæði annarri fíkniefnaneyslu og því óhamingjuferli, sem ég hef þegar nefnt. En hvað gerum við? Höfnum við áfengi, þegar okkur er boðið það og gefum þannig tón- inn til unga fólksins? Segjum við hreint og umbúða- laust hvaða hættur fylgja áfengisneysl- unni? Eru alþingis- menn, ráðherrar og aðrir forystumenn þjóðarinnar tilbúnir að slappa allri áfengis- neyslu, þótt ekki væri nema í einn mánuð, til þess að hvetja með því fordæmi ung- menni landsins til að forðast áfengisneyslu? Eru þeir tilbúnir að fagna og skála í ávaxtadrykkjum eða öðrum áfengislausum drykkjum við hátíðleg tækifæri? Eru fjölmiðlar þá tilbún- ir að geta þess í myndatextum að þama sé skálað og fagnað með drykkjum án áfengis. Eða hvað eru þeir tilbúnir til að gera? Forvarnir segja kannski sumir. Fordæmið er ágæt for- vörn. En frelsið, áfengið og framtíðin, fer þetta ekki allt saman? Er ekki hveij- um og einum fijálst að taka fyrsta sopann, ann- an og síðan óteljandi? Og síðan hvað? Ber samfé- laginu ekki að taka áfeng- issjúklinginn upp á sína arma og veita honum aðhlynningu og helst lækningu? Eða er hann kannski bara fijáls að því að fara í hundana? Nei, auðvitað ekki. En heilbrigð- ir þurfa ekki læknis við og þeir verða aldrei áfenginu að bráð, sem aldrei taka fyrsta sopann. En þeir eru margir sem meðferðar þurfa við og biðlisti þeirra, sem þurfa að komast í áfengismeðferð er langur. Harmleikir Bakkusar eru langir og strangir, en þar er engin þurrð á leikurum. Dansað er í kring um vínguðinn og í vímunni gleymast öll tár, örvænting og óhæfuverk. Þó tala menn um áfengisvanda- mál, um vanda ofdrykkjumannsins og hafa áhyggjur af ofurölva börn- Áfengisneysla er oftar en ekki, segir Hörður Zophaníasson, rótin að annarri fíkniefnaneyslu og óhamingjuferli fólks. um og unglingum. Þá samþykkja margir í orði, að þarna séu feigðar- boðar framtíðarinnar á ferð. Og hvað þá? Jú, barnið, unglingurinn, áfengissjúklingurinn, þeir eiga að hætta öllum drykkjuskap og frá- biðja sér áfengi. Það gerði svo sem ekkert til, þótt aðstandendur þeirra gerðu það líka og létu sér víti þeirra sér að varnaði verða, það er að segja, svo lengi sem ég sjálfur á ekki hlut að máli. Mín áfengisneysla er mitt einka- mál, kemur ekki öðrum við og fell- ur undir frelsi og mannréttindi. Ég er ekki eins og þessir aumingjar og áfengið er alveg hættulaust fyr- ir mig. Sagði einhver einhvem tíma: „Guð, ég þakka þér fyrir, að ég er ekki eins og aðrir menn.“ Kannski segja sumir: „Bindindismaður vil ég ekki vera, því að ég er enginn ofstækismaður. En forvarnir, þær eru svo sem ágætar, ef þær kosta ekki alltof mikla peninga." Það er nú það. Bindindisdagurinn er haldinn einu sinni á ári. Hann er pínulítið skref í átt til forvarna og kostar ekki mikið. Það er enginn vandi að láta áfengi eiga sig einn dag á ári. Ef þú getur það ekki átakalít- ið, þá er kominn tími til fyrir þig að hugleiða vel áfengisneyslu þína. En vertu með, gefðu Bakkusi frí, og njóttu návistar vina og vandamanna í vímulausu umhverfi á bindindisdaginn, föstudaginn 22. nóvember næstkomandi. Með því leggur þú þitt lóð á vogarskálar forvarna og tekur þátt í bindindis- deginum. Skrefið er að vísu stutt, en það er í rétta átt. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. FRÓÐLEGT er að velta fyrir sér hvert hlutverk Byggðastofnunar er. Óneitanlega er stofnunin umdeild og skiptist fólk mjög í afstöðu sinni til hennar. Hlutverk Byggðastofn- unar er að styrkja landsbyggðina í slagnum við þéttbýlið. Eðlilegt er að spyija hvernig til hafi tekist. Séu fólksflutningar skoðaðir kemur í ljós að straumurinn liggur „á mölina" og stefnir í að meirihluti þjóðarinnar setjist þar að. Af þessu mætti draga þá ályktun að Byggðastofnun hafi mistekist ætlunarverk sitt. Slík ályktun er hins vegar heldur ein- föld enda ræður ein stofnun ekki úrslitum um fólksflutninga. Þá er vert að benda á að á nokkrum stöðum úti á landi hafa myndast blómlegir byggða- kjarnar og hefur Byggðastofnun lagt sitt af mörkum til upp- byggingar á þeim svæðum. Nú er hins vegar ástæða til að endurskoða starfsemi Byggðastofnunar og annarra með hliðsjón af byggðastefnu. Byggðum mun fækka Fullyrða má að ekki sé til skýr byggðastefna af hálfu stjórnvalda og hafi ekki verið um áratugaskeið. Fullyrða má, segir Hjálmar Arnason, að stjómvöld hafi ekki haft skýrt markaða byggðastefnu um áratuga skeið. Afleiðing þess er m.a. sú að margar stjórnvaldsaðgerðir hafa verið held- ur tilviljanakenndar þar sem ekki hefur verið fylgt markvissri stefnu. Má þar benda á ákvarðanir um íjár- veitingar til kjördæma án skil- greindra verkefna, flutning stofnana til og frá stöðum, endurreisn byggð- arlaga o.s.frv. Ég tel eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar að móta afdráttarlausa byggðastefnu. Hvernig viljum við að land vort byggist? Viljum við að þjóðin búi á einum stað? Eða viljum við halda einhverri byggð í sveitum landsins? Og þá hvar? Sjálfur tel ég eðlilegt að taka sem fyrst pólitíska ákvörðun um það hvaða þjónustu- svæði verði byggð upp og hver lögð niður. Við einfaldlega höfum ekki fjármuni til að veija í senn öflugt velferðarkerfi við stjórnlausa byggðastefnu. Mörg smærri sveitarfélög í dag beijast í bökkum. fjónustu- og at- vinnustig er lægra en gerist í stærri sveitarfélögum og ekkert sjáanlegt svigrúm til breytinga. Fólk flýr þessa staði en íjölmargir sitja í fjötrum húsa sinna og geta sig hvergi hrært vegna þess að húsin seljast ekki. Þetta fólk býr við óöryggi og því bera að veita aðstoð. En fyrst þarf að taka hina stóru ákvörðun: Hvaða þjónustusvæði á að velja? Þar þarf að taka tillit til atvinnulífs, opinberra mannvirkja o.s.frv. Þessi þróun hefur verið að skila tiltölulega sterkum svæðum, s.s. á Selfossi, Héraði, Eyja- firöij Skagafírði, ísafirði, Borgarnesi og Ólafsvík. Ég ímynda mér að um- hverfis slík svæði verði áframhald- andi búseta og hana ber að efla þann- ig að þjónustustig haldist svipað á landinu öllu. Þessu fylgir jafnframt að taka verður af skarið um að hið opinbera láti af stuðningi við sum smæstu sveitarfélögin en aðstoði ibúa þeirra við að komast til þjónustu- svæða. Þetta er byggðastefna sem taka þarf afstöðu til hið fyrsta — vegna íbúa hinna smæstu staða og vegna þjóðarhagsmuna. í framhald- inu er svo vert að skoða hlutverk Byggðastofnunar og opinberra sjóða og stofnana. Byggðastofnun lögð niður - eitt atvinnuráðuneyti? Spyija má hvort ekki sé eðlilegt að Byggðastofnun í nú- verandi mynd verði lögð niður og hlutverk henn- ar skilgreint að nýju. í þessu sambandi er vert að minna á að á vegum ríkisins eru vel á annan tug sjóða sem eru í raun að káka í sama hlut- verki og Byggðastofnun er ætlað. Dæmi eru um einstaklinga í rekstri með lán eða styrki úr tæplega tíu sjóðum og stofnunum. Allir sjá hversu galið það er fyr- ir fámenna þjóð. Jafn galin er sú staðreynd að milli hinna opinberu sjóða og banka eru nán- ast engin tengsl. Því miður virðast íslenskir bankar heldur ragir við að lána til uppbyggingar í atvinnulífinu og láta kröfuna um steypuveð stjórna gjörðum sínum. Þessu verður að breyta sé ætlun okkar að örva nýsköpun og framfarir í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Þá er orðið löngu tímabært að stokka upp at- vinnuráðuneytin. Segja má að at- vinnulífið hafi þróast hraðar en stjórnsýslan. Erfiðlega gengur að finna nýjum atvinnugreinum sæti innan hinna gömlu og hefðbundnu atvinnuráðuneyta. Er ekki skynsam- legra að hafa heildarsýn í einu ráðu- neyti atvinnuvega. Bankalán án steinsteypu í Bandaríkjunum hefur verið starfrækt um árabil opinber stofnun, US Small Business Administration. Hlutverk hennar er að örva einstakl- inga til stofnunar fyrirtækja. Hún hefur á fjárlögum rúma 600 milljón- ir dollara. En þessi stofnun annast ekki lán til fyrirtækja. Hún tekur við hugmyndum einstaklinga sem vilja hefja hvers kyns rekstur. Ráð- gjafar á vegum stofnunarinnar yfirf- ara hugmyndir og sé vit í þeim geta einstaklingar farið með plögg sín og fengið lán úr bönkunum — án veð- setningar í steypu. Bankarnir ábyrgjast 30% lána en hin opinbera stofnun ábyrgist 70%. Þarna deila bankar og hið opnbera með sér ábyrgðinni. Lánin eru ekki bundin við fylki eða kjördæmi heldur er ein- ungis skoðað hvort grundvöllur sé fyrir rekstrinum. Árangurinn er sá að litlu fyrirtækin blómstra í BNA og eru grunnur efnahagsbatans þar. Ég tel eðlilegt að Byggðastofnun verði endurreist á þessum nótum þar sem allir atvinnusjóðir hins opinbera verði notaðir sem ábyrgðasjóðir fyrir bankalánum til langs tíma í sam- starfi við banka og peningastofnan- ir. í BNA eru afföll slíkra lána um 1%! Atvinnuráðgjafar og rannsókn- arstofnanir gætu gegnt mikilvægu hlutverki í þessu ferli við mat á umsóknum. í dag hættir okkur nokkuð við að taka miðstýrðar ákvarðanir um aðstoð til kjördæma og reyna síðan að finna þeim verk- efni. Skynsamlegra þykir mér að höfða til frumkvæðis einstaklinga og fyrirtækja og láta þannig verk- efnin leita til fjármagnsins. Alltént er löngu tímabært fyrir okkur sem þjóð að tengja saman hið opinbera og bankakerfið í því skyni að koma á fót hvetjandi og alúðlegu kerfi fyrir allt það mannvit sem menntuð þjóð býr yfir. Helgi Hálfdanarson Eldsvoði ELDUR kom upp í fjölbýlis- húsi. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang, og fljótt kom í ljós, að kviknað hafði út frá olíukynd- ingu. Stillibúnaður hafði bilað, svo að olían streymdi óhindruð inn í eldhafið, sem magnaðist óðfluga. Eina vonin um að takast mætti að slökkva var sú, að lokað yrði fyrir olíustrauminn til húss- ins; en honum var stýrt frá stjórn- stöð Olíusölunnar hf. Það rennsli varð hins vegar ekki stöðvað nema til kæmu fyrirmæli frá hærri stöðum. En þó að eftir væri gengið, létu slík boð á sér standa af dularfullum ástæðum. Húsið varð alelda, og ekki var unnt að gera við stillinguna fyrr en allt verðmætt var brunnið til ösku. Þetta er vitaskuld uppspuni. Eða er ekki svo? Þekkjum við nokkuð svo fráleitt, að til þessa yrði jafnað? Já, því miður; við höfum sífellt fyrir augum sams konar ráðslag, sem veldur miklu skelfilegra tjóni en nokkur húsbruni. Liðnir eru áratugir síðan það þótti fullsannað, sem reyndar lá í augum uppi, að kvikmyndir, sem sýndu „spennandi" glæpi, ofbeldi og misþyrmingar, hefðu mann- skemmandi áhrif, einkum á börn og ungmenni. En í stað þess að banna þvílíkt hneyksli með lög- um, var til málamynda látið svo heita, að hér væri börnum innan 12 eða 14 eða 16 ára aldurs meinaður aðgangur að þess konar efni. Eftir sem áður stóð allt opið þeim unglingum sem eldri voru og kannski næmastir fyrir. Þó keyrði fyrst um þverbak þegar Sjónvarpið kom til sögunn- ar, sjálfur Glæpaskóli ríkisins. Síðan hefur skammarlegasta óþverra af þessu tagi verið dælt linnulaust inn á gafl á hveiju ís- lenzku heimili, börnum og full- orðnum til frama og yndisauka. Morðóðir glæpahundar eru sýndir sem hraustir og geiglausir garp- ar, sem ekki láta sér smámuni fyrir bijósti brenna, og viðbjóðs- leg fólskubrögð rækilega kennd dag eftir dag og ár eftir ár, að því ógleymdu, að kynntar eru af kostgæfni þær lögreglu-athafnir, sem fullkominn glæpasnillingur þarf helzt að varast. Ókunnugur kynni að spyija: Búa íslendingar ekki í siðuðu sam- félagi? Er ekki þarna um að ræða einhver tímabundin mistök? Er ekki allt gert sem unnt er til þess að sporna gegn innflutningi og dreifíngu á svo skæðu sálareitri? Ónei, öðru nær; sjónvarps- stöðvum er Ijölgað og þeim att saman í glórulaust gróðakapp- hlaup á vettvangi ofbeldisfíknar og glæpadýrkunar. Og svo ósvífn- ar eru þessar stofnanir að benda sérstaklega á áhrifamestu kennslu-myndir sínar með því að segja þær „ekki við hæfi barna“ og ginna þannig fram fyrir skjá- inn einmitt það ungviði, sem sýn- ingabannið átti að vernda á sínum tíma. Hvenær skyldu íslendingar teljast fullnuma í fijálsum sam- skiptum, ef ekki nægir að ferm- ingarbörn séu tekin að ástunda rán; pyntingar og mannvíg? Áratugum saman hefur verið varað við mannskemmda-kvik- myndum og þeirri þróun sem með sívaxandi hraða stefnir á afsiðun. Öllum má ljóst vera, að eldurinn breiðist út óðfluga. Fyrr en varir er þjóðfélagið alelda. Ráðþrota slökkvilið glápir á brennandi hús, meðan sleitulaust er ausið olíu á bálið. Hörður Zóphaníasson Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.