Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 31
AÐSENDAR GREINAR
Um LÍÚ ræðu
Ragnars Arnasonar
Markús
Möller
ERINDI Ragnars
Arnasonar, prófessors,
sem hann flutti á aðal-
fundi LÍU á dögunum,
hefur verið allrar at-
hygli vert eftir þeim
brotum að dæma sem
Morgunblaðið birti 2.
nóvember. í fyrsta lagi
er vert að þakka Ragn-
ari lipra nafngift,
veiðigjald, á gjaldtöku
sem á máli Kristjáns
Ragnarssonar og Þor-
steins Pálssonar heitir
fyrir misskilning auð-
lindaskattur. í öðru
lagi er fagnaðarefni
þegar helsti hagfræði-
ráðunautur sjávarútvegsráðuneyt-
isins staðfestir það sem andstæð-
ingar veiðigjalds hafa hingað til
kallað bábilju: Að þegar sett var
hagfelld löggjöf um fiskveiðar, hafi
skapast færi á gríðarlegum arði,
15-30 milljörðum króna á ári sam-
kvæmt mati Ragnars, sem ekki var
höndlanlegur með fijálsum veiðum.
I þriðja lagi vekur athygli að Ragn-
ar virðist taka, þótt með óbeinum
hætti sé, undir þá skoðun veiði-
gjaldssinna að veiðigjald myndi
ekki hafa í för með sér óhagræði
eða spilla hvatningu í rekstri sjáv-
arútvegsfyrirtækja: Þessar undir-
tektir koma fram í því sem Mbl.
hefur eftir Ragnari: „Ragnar sagði
hins vegar að í þeirri staðhæfingu
veiðigjaldssinna að um gæti verið
að ræða hagkvæman skatt mætti
vinna (svo í frásögninni) allsterk
rök þar sem skattur á afla í kvóta-
kerfi væri t.d. miklu betra tekjuöfl-
unartæki fyrir ríkissjóð en tekju-
skattur. Flestir skattar yllu brengl-
un og óhagræði í markaðskerf-
inu.“
Vafaatriðin
Önnur atriði í máli Ragnars eru
vafasamari. Það er í fyrsta lagi ný
mótbára við veiðigjaldi að það leiði
til of hraðrar hagræðingar, eins og
Ragnar heldur fram. I öðru lagi
er einkennilegt hjá Ragnari að
benda á að gjaldtaka fyrir veiði-
leyfi sé engu sjálfsagðari en gjald-
taka fyrir laxveiði eða ijúpnaveiði:
Hingað til hefur ekki þótt tiltöku-
mál að greiða viðurkenndum eig-
anda hlunninda fyrir afnot. Réttur
til rjúpnaveiði og laxveiði hefur
komist í hendur núverandi hand-
hafa eftir viðurkenndum leiðum,
og þykir sjálfsagt að eigendur njóti
arðsins. Ovenjuleg arðsemi fiski-
stofnanna getur hins vegar ekki
verið hefðbundin eign eins eða
neins, þar sem hún er,- eins og
ráða má af máli Ragnars,- af-
sprengi laganna um stjórn fisk-
veiða. Það eru reyndar sömu lög
og kveða á um eign þjóðarinnar á
fiskistofnunum við Island. í þriðja
lagi kemur á óvart sú staðhæfing
Ragnars að ekki sé hægt að nota
veiðigjald til að jafna sveiflur í þjóð-
arbúskapnum. Olíusjóður Norð-
manna og reynslan af verðjöfn-
unarsjóði sjávarútvegsins í upp-
sveiflunni 1991 benda eindregið til
annars. í fjórða lagi bendir það sem
haft er eftir Ragnari um almenna
skattheimtu af sjávarútvegi til að
hann gái ekki að því að sérstakur
hagnaður verður aðeins í sjávarút-
vegi meðan veiðirétturinn er í hönd-
um útgerða sem fengu hann ókeyp-
is. Jafnskjótt og mönnum verður
ljóst að það er skattalega hag-
kvæmt að skulda á móti veiðiréttin-
um, verða einhver ráð með að koma
kvótanum yfir á skuldug fyrirtæki.
Spurninginum
almannahagsmuni
Veikasta atriðið í málflutningi
Ragnars, eins og hann er hafður
eftir, er afgreiðsla
hans með órökstuddri
fullyrðingu á því sem
ræður úrslitum um
hvort skynsamlegt er
að leggja á veiðigjald.
„Auk þess mætti nefna
að þorri fiskveiðiarðs-
ins færi hvort eð er til
þjóðarinnar.“ Þetta er
slík lykilspurning, að
ef það er rétt að kjör
íslensks almennings
verði ekki eða óveru-
lega lakari með því að
gefa útgerðarmönnum
veiðiréttinn endanlega
heldur en með töku
veiðigjalds, þá er engin
ástæða til að slást fyrir veiðigjaldi.
Gallinn er bara sá, að á þessu efni
hafa engar athuganir verið gerðar
Almannahagsmunir
eiga að ráða, segir
Markús Möller, jafnvel
þótt það útheimti
raunverulega þjóðar-
eign á auðlindunum.
á vegum stjórnvalda. Engar. Slíkt
er að lágmarki vanræksla. Það er
búið að gera talsverðar rannsóknir
á hvort kvótakerfi með framsals-
heimildum geti leitt til hagræðingar
í fískveiðum, en engar á því hveij-
um sú hagræðing kemur til góða
með núverandi eignarhaldi. Það er
út af fyrir sig framför ef þessi ráðu-
nautur sjávarútvegsráðherra er
farinn að hugsa um efnahagsleg
áhrif þröngs eignarhalds á fiski-
stofnunum, þótt efnið liggi nokkuð
frá hinu þrönga sviði veiðistjórnun-
arkerfa sem Ragnar hefur sérhæft
sig í síðustu tuttugu árin eða þar
um bil. Vonandi sér hann sér fært
að birta efni ræðunnar með rök-
stuðningi, svo ekki þurfi að fjalla
um málflutning hans út frá endur-
sögninni einvörðungu. Hinu er þó
ekki að leyna að slíkt getur aldrei
orðið nema eitt innleggið í nauðsyn-
lega umfjöllun um þetta brýnasta
hagsmunamál þjóðarinnar. Þegar
stjórnmálamenn ætla sér leynt og
ljóst að afhenda burðarása íslenskr-
ar velferðar þröngum hópi til eign-
ar, þá kallar það á alvöruathugun
á áhrifunum á kjör almennings,
athugun sem krefst atbeina bestu
sérfræðinga á sviði tekjuskiptingar,
hagvaxtar og Ijármagnsfræða.
Nóbelshafinn og
Sjálfstæðisflokkurinn
Ekki verður skilið við málflutn-
ing Ragnars Árnasonar án þess að
minnast á ádrepuna sem hann
sendir Nóbelshafanum Gary Beck-
er, einum snjallasta hagfræðingi
seinni ára og einhveijum virtasta
málsvara frelsis og markaðs-
hyggju. Ragnar leynir ekkert þeirri
skoðun sinni að Becker hafi lítið
vit á fiskihagfræði. Hins vegar er
að sjá að Ragnar hafi einungis les-
ið greinarstúfinn sem Becker skrif-
aði í Business Week í september
1995, en ekki viðtalið sem Morgun-
blaðið birti 5.okt. 1995. Þar kemur
glöggt fram hvert er meginatriðið
á bak við þanka Beckers, og það
hefur lítið með fiskihagfræði að
gera: „Mér finnst að í núverandi
kerfi ykkar fái þeir tekjurnar sem
hafa verið svo heppnir að fá veiði-
kvóta. Þetta skiptir miklu máli
vegna ákvæðisins um að auðlindin
sé sameign þjóðarinnar. Utgerðir
sem uppfylltu þau skilyrði sem sett
voru, þ.e. um veiðireynslu 1981-
1983, fá afhent verðmæti. Þetta
held ég að sé helsti gallinn við
kerfið sé það borið saman við mín-
ar hugmyndir ... Ég legg til að öll
þjóðin fái tekjurnar." Ekki er hægt
að ætlast til að Ragnar Árnason
átti sig á mikilvægi þessara orða
fyrir þá sjálfstæðismenn sem liggja
undir ámæli og hrópum fyrir kröfur
um að almannahagsmunir verði
teknir fram yfir sérhagsmuni: Við
höfum einn af bestu drengskapar-
mönnum fijálshyggjunnar á okkar
bandi í því að almannahagsmunir
eigi að ráða, jafnvel þótt það út-
heimti raunverulega þjóðareign á
auðlindunum.
Höfundur er hagfræðingvr.
Ólund af litlu tilefni
MAGNUS L.
Sveinsson formaður
Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur hefur
séð ástæðu til að fara
mikinn í tveimur
greinum í blaðinu
vegna ummæla minna
í útvarpi fyrir nokkru
vegna ferðatilboðs til
aldraðra verslunar-
manna í Reykjavík.
Þar lýsti ég undrun á
þessu framtaki og taldi
óheppilegt að slíkt til-
boð væri sett fram á
sama tíma og verslun- Sigurður
in væri sameiginlega í Jónsson
sóknarátaki til að efla
íslenska verslun og verslunarstörf.
Ég virðist óafvitandi hafa hitt á
auman blett á skráp Magnúsar með
Ég virðist óviljandi
hafa, segir Sigurður
Jónsson, hitt á auman
blett á skráp Magnúsar.
þessum ummælum og er hann þó
ýmsu vanur að eigin sögn. Lýsir
hann mér sem hinum versta óvini
íslensks verslunarfólks
og spretthlaupara á
milli fjölmiðla til að ata
VR auri. Jafnframt
þótti honum við hæfi
að gera mér upp skoð-
anir sem hann líkti við
valdsmenn fyrri ára
sem hýddu menn fyrir
að versla í rangri vík
eða vogi.
Mér dettur ekki í
hug að hefja karp við
Magnús um þetta,
enda hef ég þegar
komið á framfæri mín-
um sjónarmiðum um
þetta ferðatilboð. Best
er að hann beri sína
Tvöföldun
Reykjanesbrautar
ÞAÐ ER nokkuð
vatn runnið til sjávar
síðan fyrst var farið
að tala um nauðsyn
þess að tvöfalda
Reykjanesbrautina frá
Breiðholti til Hafnar-
ijarðar og þaðan að
Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkur-
flugvelli. Ekki hefur
þetta mál náð fram að
ganga ennþá þrátt fyr-
ir að nokkrum sinnum
hafi það verið flutt á
Alþingi. Helstu rök-
semdir gegn slíkri
framkvæmd hafa verið
að umferðin væri ekki
nægjanlega mikil til að réttlæta svo
dýrt mannvirki. Það er nokkuð ljóst
að hvað umferðina varðar fara nú
um 20.000 bílar á dag um Reykja-
nesbrautina frá Breiðholti til
Hafnarfjarðar og löngu tímabært
Tvöföldun Reykjanes-
brautar gæti kostað um
Kristján
Pálsson
1,5-2 milljarða. Krist-
ján Pálsson telur það
betri og mun ódýrari
kost en einteinung.
að tvöfalda þá leið og hefst fyrsti
áfangi að því verki á næsta ári.
Frá Hafnarfirði að Leifsstöð fara
um 5.500 bílar á dag, en vegagerð-
armenn telja það ekki nægjanlega
umferð til að réttlæta tvöföldun þá
leið, en þá er miðað við erlenda
staðla. Við, sem höfum viljað
breikkun til Leifsstöðvar frá Hafn-
arfirði, teljum mjög vafasamt að
nota erlenda staðla fyrir íslenskar
aðstæður sem eru mjög frábrugðn-
ar hvað varðar veðurfar og aðstæð-
ur til aksturs miðað við flest önnur
lönd í hinum vestræna heimi. Góð-
ar og öruggar samgöngur til einu
flughafnar landsins eru nauðsyn-
legar. Hraðinn er mikill á þessari
leið og umferðin er nauðsynjaum-
ferð en ekki tómstundaumferð.
Reykjavíkurflugvöllur
fyrir borgaryfirvöldum
Það nýjasta sem knýr nú á um
að málið verði tekið með ákveðnari
tökum en áður er að Reykjavíkur-
borg vill losna við Reykjavíkurflug-
völl úr borgarlandinu vegna hættu
sem yfirflug skapar. Einnig er þar
um verðmætt byggingarland að
ræða. Ef fara á út í framkvæmdir
sem gætu kostað um 3 milljarða
við endurbyggingu Reykjavíkur-
flugvallar í óþökk
borgaryfirvalda hljóta
menn að staldra við
þá framkvæmd. Er
ekki skynsamlegra að
setja þá peninga til að
auðvelda fólksflutn-
inga milli Leifsstöðvar
og höfuðborgarsvæð-
isins og byggja að-
stöðu fyrir innanlands-
flugið á Keflavíkur-
flugvelli sem kostar
um 3 milljarða með
tvöföldun og flugstöð
í stað þess að byggja
upp flugvöll sem eng-
inn vill hafa? Mitt svar
er að sjálfsögðu já. Það
er einmitt hægt með því að auka
hraðann á tvöfaldaðri Reykjanes-
brautinni upp í 110 km/klst. að ná
sama tímamarkmiði milli Keflavík-
urflugvallar og höfuðborgarsvæðis-
ins og forseti borgarstjórnar Guð-
rún Agústsdóttir setti sem skilyrði
fyrir flutningnum. Mismunurinn er
einungis sá að tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar kostar um 1,5-2
milljarða króna meðan einteinung-
ur kostar 20-30 milljarða króna.
Rekstur
Keflavíkurflugvallar
Þegar litið er til þess að Banda-
ríkjamenn hafa aukið þrýstinginn
á að við tökum að okkur rekstur
Keflavíkurflugvallar hvað varðar
okkar þátt, er varla stætt á því að
reka tvo stóra flugvelli með 50 km
millibili hjá þjóð sem telur aðeins
um 264 þús. manns. Aðalfundur
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum ályktaði sl. laugardag það
sem forgangsmál að tvöfalda
Reykjanesbrautina. Þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins hefur í fram-
haldi af því heimilað að þingmenn
flokksins í Reykjanesi ásamt öðrum
þingmönnum í Reykjaneskjördæmi
flytji þingsályktun um tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar og vona ég
að það verði sá þrýstingur sem
komi þessu máli í höfn.
Höfundur er alþingismaður.
ólund sjálfur. Ég átti ekkert frum-
kvæði að því viðtali við Ríkisútvarp-
ið sem raskaði svo alvarlega skap-
stillingu Magnúsar og mér þykir
málefnið ekki gefa ástæðu til mik-
illa ritsmíða.
Það þjónar engum tilgangi og
væri ógreiði við Morgunblaðið og
lesendur þess að fjalla meira um
þetta mál á síðum blaðsins. Þetta
eru mín lokaorð um það, enda er
því löngu lokið af minni hálfu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtaka ísiands.
Nýkomið frá
teg. 5800
Yndisleg bómull
Brjóstahaldari m/spöngum
kr. 1.390
teg. 4070
Nærbuxur
kr. 1.090