Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 3 7 l 3 i ] I 3 j j 1 I ( : < Áhugi almennings stórkostlegur VERÐLAUN afhent í teiknisamkeppni grunnskólabarna. FRIMERKI Kjarvalsstaðir NORDIA 96 Norræna frímerkjasýningin NOR- DIA 96 var haldin 25.-27. október sl. í SÍÐASTA þætti varð ekki komið að öllu því, sem vert er að minnast á um þessa frábæru norrænu sýn- ingu, sem hér var haldin í þriðja sinni. Verður nú reynt að bæta úr því að einhveiju leyti. Hins vegar veit ég, að lesendum flestum er þessi sýning svo í fersku minni, að þess gerist ekki þörf að stikla nema á helztu atriðum hennar umfram það, sem fram kom í síðasta þætti. Að því var vikið síðast, að einn liður í mikilli aðsókn að NORDIU 96 hafi örugglega verið teiknis- amkeppni sú, sem Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara efndi til meðal grunnskólabarna í 4. til 7. bekkjar. Var þátttaka í þeirri sam- keppni mjög mikil, og fengu 21 barn verðlaun. Því miður er ekki unnt að greina frá öllum verðlaunahöfum. Aðeins verður örfárra getið. Úr Set- bergsskóla deildu þær Tinna Björk Kristinsdóttir og Asthildur Gyða Kristjánsdóttir, báðar 10 ára, 1. verðlaunum milli sín. í sama aldurs- flokki fengu 2. til 3. verðlaun Vala Dís Birgisdóttir og Elma Sif Einars- dóttir. Báðar úr Flataskóla. Úr Rima- skóla fékk Ásdís Bjarndís, 11 ára, 1. verðlaun í sínum flokki. Daníel Ingi Þórisson úr Hamraskóla fékk 1. verðlaun í 12 ára flokki. Anna Sveinbjörnsdóttir úr Æfingaskólan- um fékk 1. verðlaun í 9 ára flokki. Síðan voru aðrar teikningar hafðar til sýnis á vegg eða í möppum. Mátti sjá þar mörg börn skoða teikningar og tillögur sínar í fylgd með foreldr- um sínum og öðrum skyldmennum. Er enginn efi á, að þessi keppni hef- ur fallið í góðan jarðveg. Hver veit líka, nema hún geti örvað eitthvað áhuga ungmenna á frímerkjasöfnun, en hann virðist fremur á undanhaldi meðal ungs fólks hvar sem er í heim- inum. Um þetta hefur mikið verið rætt og ritað í frímerkjasamtökum og frímerkjablöðum. Eru menn sam- mála um það, að alls konar afþrey- ingarefni síðustu ára og áratuga hafí dregið unglinga frá frímerkja- söfnun, og telja það að sjálfsögðu miður farið. Nú er að sjá, hver árang- ur verður af þessari tilraun Lands- sambandsins til þess að vekja áhuga íslenzkra unglinga á þessari hollu tómstundaiðju, sem fylgt hefur manninum frá upphafi frímerkisins sem greiðslumiðils undir burðargjald póstsins í rúm 150 ár. í síðasta þætti var einungis minnzt á söfn íslenzkra safnara á NORDIU 96, þar sem þau voru öll tengd ís- lenzkum frímerkjum með ýmsum hætti. Einn íslenzkur safnari, þ.e. höfundur þessara þátta, hefur valið sér aðra leið í söfnun sinni og haldið sig við gömlu herraþjóðina við Eyrar- sund, Danmörku. Þar er m.a. mjög skemmtilegt viðfangsefni, sem nefn- ist tvílit frímerki og gefin voru út í Danmörku frá 1870 til 1905. Dansk- ir safnarar hafa sjálfir mikinn áhuga á þessu tímabili. Safn það, sem hér hefur verið dregið saman á liðnum áratugum, fékk svonefnt gyllt silfur. Margir ágætir safnarar á Norð- urlöndum og raunar allt vestur til Bandaríkjanna áttu íslenzk frí- merkjasöfn á NORDIU 96. Orla Ni- elsen frá Danmörku átti safn frá 1847-1918 og hlaut fyrir gyllt silf- ur. Annar íslandssafnari frá Dan- mörku, Tor. C. Jensen, sýndi mikið sérsafn af merkjum, sem voru í GILDI ’02-’03. Hlaut það einnig gyllt silfur. Þriðji Daninn, Torben Jensen, fékk gyllt silfur fyrir sérsafn sitt af Kristjáni konungi X. í þessum sama flokki sýndi sænskur maður, Sigvard Grelson, svonefnd aura-frí- merki og eins í GILDI merki. Þetta safn stendur mjög að baki söfnum Dananna. Fékk það silfurverðlaun. Gordon Morison frá Bandaríkjunum sýndi mikið íslenzkt bréfspjaldasafn allt frá upphafi þeirra 1879 og til loka um 1940. Mun þetta einna stærsta safn sinnar tegundar, sem nú er til. Hlaut það Iíka gyllt silfur á sýningunni. Munu nú upptalin þau íslenzk söfn, sem voru á NORDIU 96, að undanskildum söfnum þeirra Sigurðar R. Péturssonar af Tveimur kóngum frá 1907-15 og Ólafs Elías- sonar, sem hann kallar Póstkröfubréf á verðbólgutímum. Þar sem þau voru í Dómaradeild, hlutu þau enga stigagjöf. Erfitt er að tíunda margt af því útlenda frímerkjaefni, sem bar fyrir augu gesta á NORDIU 96. Þó skal vikið að nokkrum söfnum. í Meistaraflokki voru frábær söfn við hlið safns Indriða Pálssonar, bæði frá Noregi og Svíþjóð og svo allar götur austur í Asíu, til Kambód- íu og Laos og til Cook-eyja í Kyrra- hafi. Hafa þessi söfn áður hlotið gullverðlaun á sýningum og svo var einnig hér. Göran Nykvist frá Finnlandi fékk gullverðlaun og að auki Stóru nor- rænu verðlaunin fyrir safn sitt um finnsk heilpóstumslög frá 1845- 1884. Er þetta safn vel þekkt meðal frímerkjasafnara. Þá fékk Michel Lascombe frá Noregi gullverðlaun og Grand Prix International (Stóru alþjóðlegu verðlaunin) fyrir stórt og vandað safn af frönskum bréfum, sendum til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar 1779-1875. Þá vil ég minnast á mjög vandað safn danskra skildingafrímerkja frá 1851-1874, sem mér þótti unun að skoða. Skýr- ingar allar voru snyrtilega handskrif- aðar, og fer slíkt að stinga í stúf við tölvuskriftina, sem æ meira ber á í söfnum manna, enda vissulega hand- hæg lausn fyrir flesta. Þetta safn hlaut að sjálfsögðu gull og að auki heiðursverðlaun. Enginn vafi leikur á því, að ís- lenzkum frímerkjasöfnurum, sem fæstir eiga heimangengt á sýningar erlendis, er verulegur fengur í því að fá hingað til lands vönduð frí- merkjasöfn, sem þeir geta sjálfir lit- ið augum og um leið lært heilmikið af, bæði um vandað efni og eins um uppsetningu þess. Þetta virðist mér hafa tekizt mjög vel á þeim norrænu sýningum, sem haldnar hafa verið hér. Hins vegar kostar sýningarhald mikið átak og ekki sízt meðal ís- lenzkra safnara, sem eru fáir í samanburði við það, sem þekkist með öðrum þjóðum. Allir eru samdóma um, að NORDIA 96 hafi heppnazt einstaklega vel, og þeir, sem að henni átóðu, eiga miklar þakkir skildar af hálfu okkar, sem vorum einungis sýnendur eða gestir. NORDIA 96 varð öllum til sóma, og við þurfum engan kinnroða að bera gagnvart „kollegum” okkar á öðrum Norður- Iöndum - nema síður sé. Jón Aðalsteinn Jónsson RRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 13. nóvember var ’ spilaður eins kvölds tölvureiknaður ( Mithcell tvímenningur með forgefnum i spilum. 50 pör spiluðu 14 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 364 og bestum árangri náðu: NS-riðill Haukurlngason-JónÞorvarðarson 439 Július Snorrason — Hjálmar S. Pálsson 413 Gylfi Baldursson - Jón Hjaltason 410 Símon Símonarson - Páll Bergsson 409 Björn Theodórsson — Örn Amþórsson 403 AV-riðill ( Karl G. Karlss. - Hermann Friðrikss. 446 . SigurðurB. Þorsteinss. — Helgi Sigurðss. 434 * Vilhjálmur Sigurðss. y. — Daníel Sigurðss. 434 ( Páll Hjaltason - Hjalti Elíasson 425 Halldór Svanbergss. — Óli M. Guðmundss. 422 Þetta var 5. mótið af 5 Mitchell tvímenningum vetrarins. Sérstök verðlaun verða veitt fýrir besta árangurinn í 4 af þessum mótum. Efstir í þeirri keppni urðu: Sigurður B. Þorsteinss. - Helgi Sigurðss. 1689 Jón Þorvarðarson — Haukurlngason 1621 ( Hallgr. Hallgrímss. - Sigm. Stefánss. 1607 I Júlíus Snorrason - Hjálmar S. Páisson 1570 ( Jón og Haukur urðu Bikar- tvímenningsmeistar BR 1996! Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason háðu harða baráttu við Júlíus Snorrason og Hjálm- ar S. Pálsson í úrslitaviðureign Bikar-tvímenn- ings BR 1996. Svo skemmtilega vildi til að bæði pör spiluðu í sömu átt og voru bæði í toppbaráttunni allt kvöldið. Jón og Haukur unnu síðan með 26 stiga mun, 439 stigum i gep 413. ( Miðvikudaginn 20. nóvember verður spilað- I ur einskvölds Monrad barómeter. Miðvikudag- inn 27. nóvember byrjar síðan 3ja kvölda Monrad sveitakeppni. Spilaðir verða þrír 10 spila leikir með forgefnum spiluml! Einnig verður reiknaður út Butler með frammistöðu paranna. Tekið er við skráningu hjá BSÍ (Jak- ob) s: 587-9360 eða á skráningarblöðum sem liggja frammi á spilakvöldum félagsins. Reykjavíkurmót í tvímenningi Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað með svipuðu sniði og síðastliðið ár. Spiluð verður undan- keppni laugardaginn 23. nóvember. 16 efstu pörin í henni komast í úrslit, sem verða spiluð á sunnudeg- inum. Spilamennska byijar kl. 11 á laugardeginum og eru áætluð spila- lok laust fyrir kvöldmat. 16 efstu pörin taka 15% af skori undan- keppninnar með sér í úrslitin. Spila- mennska byijar kl. 11 á sunnudeg- inum og eru áætluð spilalok um kl. 20. Keppnisgjald: Undankeppni 1.500 kr. á hvern spilara, úrslit 500 kr. á hvern spilara. Bridsfélag Hornafjarðar Nýlokið er þriggja kvölda hraðsvei- takeppni hjá félaginu. Úrslitin urðu eftirfarandi eftir hörkukeppni. SveitinHansKolla 1684 Hótel Höfn 1680 Borgey 1678 Sveitin hans Kolla var skipuð: Kolbeini Þorgeirssyni, Sigfinni Gunnarssyni, Ólafi Jónssyni og Kristjóni Elvarssyni. Síðastliðið sunnudagskvöld var spilaður einskvölds tvímenningur. Gunnar P. Halldórs. - Guðbr. Jóhannsson 125 Gísli Gunnarsson - SverrirGuðmundsson 119 Sigurpáll Ingibergss. - Ágúst Siprðsson 116 Sveit Sparisjóðs Norðfjarðar sigurvegari í bikarkeppni Bridssambands Austurlands Sunnudaginn 17. nóv. sl. var háður í Félagslundi Reyðarfirði úrslitaleikur í bikarkeppni BSA 1996. Við áttust sveitir Loðnuvinnslunnar hf. og Spari- sjóðs Norðfjarðar. Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri hinnar síðar- nefndu, 102 IMPar gegn 61. Sigursveitina skipuðu: Jóhanna Gísladóttir, Vigfús Vigfússon, Bjarni Sveinsson, Jón Aðall Kjartansson, Hallgrímur Bergsson og Svavar Bjömsson. Fyrir sveit Loðnuvinnslunnar hf. spiluðu: Magnús Ásgnmsson, Jónas E. Ólafsson, Ævar Ármannsson og Hafþór Guðmundsson. Næsta mót á vegum BSA er hrað- sveitakeppni, sem haldin verður á Hornafirði laugardaginn 23. nóvem- ber. Bridsdeild Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell tvímenningur þriðjudaginn 12. nóvember. 22 pör mættu. Urslit: N/S: Ólafurlngvarsson-ÞórarinnÁrnason 250 HannesAIfonsson-EinarElíasson 246 Sæbjörg Jónasdóttir - Þorsteinn Erlingsson 227 A/V: Garðar Sigurðsson - Páll Hannesson 294 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 251 Bragi Salómonsson - Einar Einarsson 248 Meðalskor 216 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 15. nóvember. 24 pör mættu. Urslit: N/S: Cyrus Hjartarson - Sigurjón H. Sigurjónsson 265 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 256 Bjöm E. Kristjánsson - Hjörtur Elíasson 247 A/V: Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 290 Þórarinn Amason - Þorleifur Þórarinsson 270 Þórhildur Mapúsdóttir - Halla Ólafsdóttir 227 Meðalskor 216 - kjarni málsins! Whp% hewlett ®LkÆ paqkard PRENTARAR OG SKANNAR Gerið verösamanburö Tölvu-Pósturinn Hnmnrksgæði ■ Lngmnrksvcrð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. SILFURBÚÐÍN NX/ Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Par fœrðu gjöfina - WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. í rútlum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! PP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMl 553 8640 568 6100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.