Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TLL BLAÐSINS Dýraglens ]þ£SS,Z KfZA&CAK U)F F’LJÓrTAÐ [/£%£>/) FUU.OR&WK-' J 01995 Tribune Media Seivices, hc. Afl Rights Reserved. Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk THAT'5TRUE..I DONT THINK I COULDEVER BITE AHVONE.. HOlOEVER, r DO ADMIT TO BEIN6 A LITTLE SARCA5TIC NOWANDTHEN.. Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mb!.is Umhverfismál á alþjóðamáli Frá Steinþóri Sigurðssyni: FYRIR nokkru bauðst mér að taka þátt í samræðufundi (semínari) ungra evrópskra esperantista um umhverfismál. Umhverfismál eru meðal þeirra málefna þar sem þörfin á fjölþjóð- legum samskipt- um er hvað aug- Ijósust, en helsta markmið fund- arins var, auk þess að skiptast á skoðunum og miðla reynslu og/eða þekkingu, að stofna til tengsla milli áhugafólks um umhverfísmál í ólíkum löndum. Það örvaði mig þó einkum til þátt- töku, að mig langaði að sjá hvernig alþjóðamálið esperantó hentaði á fundum af þessu tagi, þar sem umræðan er jöfnum höndum al- menns eðlis og fagleg. Esperantó er tilbúið mál, sem búið var til af tæplega þrítugum pólskum augnlækni fyrir um 110 árum. Það er eitt fjölmargra mála sem búin hafa verið til í því augna- miði að vera alþjóðlegt samskipta- mál milli málsvæða. Esperantó hef- ur náð langmestri útbreiðslu slíkra mála, enda sérlega auðlært og öflugt. Undirritaður varði í stórum dráttum tómstundum hálfs mánað- ar til að læra undirstöðuatriði þess, en hefur sinnt því afar stopult síð- an, t.d. aldrei lesið heila bók á því. Á fundinum voru um 20 manns frá 9 Evrópulöndum. Evrópuráðið styrkir gjama samkomur af þessu tagi, þannig að unnt var að greiða þátttakendum helming ferðakostn- aðar, og munar sérstaklega um það fyrir íslendinga. Á fundum af þessu tagi er það að sjálfsögðu hróðrar kvöð að tala eingöngu á alþjóðamál- inu. í fæstum tilfellum voru freist- ingamar þó vemlegar. I heimalönd- um flestra þátttakenda skipar enska að vísu heiðurssess í skyldu- náminu, en menn vora yfírleitt illa eða ekki mæltir á þá tungu. Enda er það helst í Norðurlandasamvinnu sem enska er nothæft samskipta- mál, án þess að túlkar skerist í leik- inn. Hins vegar voru t.d. 4 Italir á fundinum, og voru þeir aldrei staðn- ir að því að „stelast" til þess að tala saman á ítölsku. Umræður voru fjörugar, en spunnust út frá stuttum fyrirlestr- um. Þeir voru um margvísleg efni, s.s. yfirvofandi umhverfisspjöll ef ferðamannaiðnaður eykst til muna í Albaníu, sem líklegt er talið, helstu umhverfisháska í Varsjá, vistvæna hönnun húsa (t.d. með tvöföldu vatnskerfi, þ.a. ekki þurfi að nota neysluhæft vatn til þess að skola niður í klósetti þar sem drykkjarvatn er af skornum skammti). Undirritaður reifaði hjartans mál okkar íslendinga, nefnilega klórlífræna sjávarmeng- un. Mesta umíjöllun fengu þó sam- göngumál, og var ljóst að þau eru Evrópubúum efst í huga: sláandi aukning á notkun einkabíla, en reykur þeirra og gnýr setur meiri svip á evrópskar borgir en t.d. Eiffelturninn eða Kölnardómkirkj- an, meðan almannasamgöngur eru oftar en ekki látnar reka á reið- anum. Fundurinn fór fram við rætur Branden-fjalls á Dingle-nesi á vesturströnd írlands. Þar á gelíska tungan enn allsterk ítök, en örlög hennar á írlandi og Skotlandi minna vissulega á tungumálastöð- una í heiminum, og þann háska sem fylgir því þegar erlend þjóð- tunga verður fyrirferðarmikil í daglegu lífi. I dag er svo komið, að engin bók er gefin út á gelísku, ef hún er til á ensku, og má nærri geta að þá er búið að útiloka fle- stallt sem hæst ber heimsbók- menntunum, fornt eða nýtt. Það fer ekki framhjá þeim sem er að læra esperantó, að þar er ekki venjulegt mál á ferðinni: til þess er það of einfalt og reglu- legt. Þegar maður hefur hins vegar náð nokkra valdi á því, er ekkert sem greinir það frá öðrum málum, enda gleymdist fljótt, að samræður færu fram á „gervimáli". Það var ótrúleg reynsla, að finna að maður er mun öraggari á máli, sem hefur verið lært með hverfandi fyrirhöfn á stuttum tíma, heldur en þeim erlendu tungumálum sem lengst eru lærð í grunnskóla. Esperantó er raunhæfur möguleiki til sam- skipta á öllum sviðum. Og líklega sá raunhæfasti, ef þátttaka í milli- þjóðlegum samskiptum verður ein- hvern tíma það almenn, að ekki geti túlkur fylgt öðrum hveijum manni. STEINÞÓR SIGURÐSSON, lífefnafræðingur, Bræðraborgarstíg 5, Reykjavík. Hvað skal segja? 68 Væri rétt að segja: Þar voru mættir aðstandendur hans? Mörgum þætti snotrara: Þar voru saman komnir vandamenn hans (eða eftir atvikum: skyldmenni, frændfólk, ættingjar, vinir, fjölskylda, sifjalið, sifjungar). Bítur hundurinn þinn? Auðvitað ekki... Það er satt... ég held að ég Ég játa það að vísu að hafa ver- gæti aldrei bitið neinn... ið svolítið meinlegnr öðru hverju . . . Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.