Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Stutt martröð úr heilbrigðisgeira framtíðarinnar Frá Jóhannesi Þór Guðbjartssyni: AF hveiju! Af hverju lá hann hér og gat sér enga björg veitt. Hann hafði verið á sjó alla sína "ævi. Af hveiju var hann sjómaður, hann hafði ekkert sérstaklega velt því fyrir sér. Faðir hans hafði ver- ið sjómaður og þá leiddi þetta bara hvað af öðru. Það hafði verið gott veður þennan dag og lygn sjór. Hann hafði verið að draga línuna í rólegheitum og blóta kvót- anum í huganum. Kannski hafði hann verið óvar- kár eða niðursokkinn í eigin hugs- anir. Það hvildi þungt á honum undanfarið hve erfiðlega hafði gengið að ná endum saman. Allavega vissi hann ekki af sér fyrr en allt í einu að kippt var í hann og hann fann hvernig línan dró hann í átt að spilinu. Hann reyndi að spyrna á móti en gat það ekki. Það hafði myndast lykkja á línunni þegar báturinn fór niður í eina ölduna. Hann fann hvernig hann dróst inn í spilið. Af hveiju hafði hann ekki verið búinn að gera við örygg- islokann? Hann fann sársaukann nísta sig, svo man hann ekki meir. Hann hafði vaknað í sjúkrahús- inu á ísafirði. íbygginn læknir stóð yfir honum og var að segja eitt- hvað við hann. Næst man hann eftir sér í flug- vélinni, hann horfði út um gluggann og sá sjóinn, það var skrítin tilfinning að svífa svona fyrir ofan sjóinn. Var hann dá- inn? Hann vaknaði hægt og sígandi til sjálfs sín, horfði á hvíta veggina og áttaði sig á því að hann lá í rúmi og hann var nokkuð viss að þetta hlyti að vera sjúkrahús. Hann ætlaði að fara fram úr rúminu en þá áttaði hann sig á því að hann gat ekki hreyft sig. Hann varð skyndilega hræddur. Hann öskraði. Það leið smástund og svo opnaðist hurðin og inn kom kona í hvítum slopp. Hún reyndi að sefa hann, hún sagði að læknir- inn kæmi bráðlega og talaði við hann. Læknirinn kom og sagði honum að hann hafi orðið fyrir alvarleg- um hryggskaða ásamt ýmsum öðrum beinbrotum. Læknirinn tjáði honum að það ætti að gera á honum aðgerð á bakinu næsta dag. Hann fór að ræða við lækn- inn og komst að því að hann var kominn í sama sjúkrahús og faðir hans var nýbúinn að tjá honum að hann ætti að leggjast inn á og það ætti að skipta um mjaðma- lið í honum. Þeir voru búnir að hrjá hann í mörg ár. Hann sagði lækninum frá þessu. Læknirinn sagði að það væri skemmtileg tilviljun, honum fannst samt að viðmót læknisins breytast og hann fór fljótlega. Um kvöldið komu foreldrar hans í heimsókn. Þau voru hlé- dræg eins og þau væru ekki alveg sátt við hann. Hann spurði föður sinn hvernig heilsan væri og hve- nær hann ætti að fara í aðgerð- ina. Faðir hans sló bara úr og í og svaraði honum eiginlega ekki. Eftir því sem honum skildist þá ætti ekki að gera aðgerðina. Hann skildi ekki af hverju hætt hefði verið við það. Um kvöldið hringdi konan hans, hann fann hvernig hjartað tók kipp. Söknuður eftir henni helltist yfir hann og gat hann varla talað við hana. Hún ætlaði að koma í bæinn ásamt syni þeirra á morg- un, hún kæmi á bílnum, það var svo miklu betra að hafa bílinn í bænum þá gæti hún heimsótt hann þegar henni hentaði. Næsta morgun vaknaði hann við að það var verið að færa rúm- ið hans. Nú var komið að því. Hann vonaði innilega að aðgerðin heppnaðist. Hann fór meira að segja með bænirnar. Hann sem hafði alltaf haldið því fram að hann væri trúlaus. Allur morgunninn fór í alls kon- ar undirbúning og var klukkan langt gengin í tíu þegar honum var loks rennt inn í skurðstofuna. Hann horfði á læknana í kringum sig. Hann fann fyrir þrýstingi í öðrum handleggnum, læknir hall- aði sér yfir hann og sagði teldu, hann byijaði að telja einn, tveir, þrír, hann komst ekki lengra. Hann sofnaði og dreymdi að hann væri kominn vestur. Sjórinn var spegilsléttur og hann stóð við borðstokkinn og fannst lífið dá- samlegt. Hann vaknaði rólega. Hann varð strax spenntur. Hann þorði varla að prófa. Hann ákvað að prófa fyrst að hreyfa fingurna. Ekkert gerðist. Hann fylltist skelf- ingu, ekkert gerðist sama hvað hann reyndi að gera. Hann öskraði. Eftir smástund opnaðist hurðin, hann bjóst við hjúkrunar- konunni. En svo var ekki. Þetta var sami læknirinn og hafði talað við hann í upphafi. Læknirinn kom til hans og tal- aði við hann eins og hann væri ekki þarna og hann væri að tala um mál sem snerti hann ekki. Læknirinn romsaði öllu upp eins og hann væri að fara með texta sem hann væri búinn að læra utan- að. Hann tjáði honum að þeir hefðu orðið að_ hætta við aðgerðina á honum. Ástæða þess að þeir hefðu orðið að hætta við væri vegna þess að sonur hans hefði lent í slysi og þar sem fjölskylda hans hefði ekki nema ákveðinn kvóta á sjúkrahúsinu hefði verið ákveðið samkvæmt forgangsröðinni að sonur hans yrði tekinn í aðgerð á undan honum og gæti hann sagt honum þær góðu fréttir að syni hans liði vel og myndi ná sér full- komlega. En jafnframt sagði hann honum að þar sem aðgerð sú sem þeir hefðu þurft að gera á syni hans hefði verið það dýr að þeir gætu ekki gert á honum aðgerð fyrr en nýtt kvótatímabil byijaði og væri það ekki fyrr en eftir tæpt ár. Hann lá sem lamaður! Hann áttaði sig skyndilega á af hveiju faðir hans hefði ekki farið í mjaðmaaðgerðina. Kvóti og bölvuð forgangsröðun- in. Hann spurði lækninn hvað yrði um hann þangað til. Hann gæti farið heim eða látið frysta sig. Hann hrökk upp þegar talstöðin pípti. Hann leit út um gluggann og sá blátt hafið og áttaði sig á því að hann hafði verið að dreyma. Hann teygði sig í útvarpið og kveikti á því. Það var verið að lesa það helsta í fréttum, „Ennþá er verið að reyna að komast að niður- stöðu í kvótamálinu. Heilbrigðis- ráðherrann leggur áherslu á að forgangsraða í heilbrigðisgeiran- um.“ Hann leit yfir sjóndeildar- hringinn og hugsaði, það skyldi þó aldrei vera. JÓHANNESÞÓR GUÐBJARTSSON, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni, Hraunbæ 104. Frá Júlíusi Valdimarssyni: KUNNARA er en frá þurfi að segja að mannlegar hörmungar stafa af iáglaunastefnu, atvinnu- leysi, örvæntingu skuldasöfnunar og öðrum félagslegum ástæðum. Heimili sundrast, ungir sem aldnir flýja í áfengi og fíkniefni, sjálfsvíg og sjúkdómar aukast hraðfara. Þjóðfélagið setur frumskógar- lögmál peninga og samkeppni í forgang og sigur eins yfir öðrum er æðsta takmark. Ungt ráðvillt fólk villist í þess- um frumskógi og lærir að hinn sterkasti lifí af. Einhver slær mig, ég lem hann. Einhver tekur upp barefli, ég tek upp hníf, einhver tekur upp stærri hníf, ég tek upp byssu ...!? Þegar voðaatburðir gerast og Ætti að refsa fyrir láglauna- stefnu? komast í sviðsljósið eins og átti sér stað við Bústaðakirkju á dög- unum gellur við í stjórnmálamönn- um og öðrum talsmönnum frum- skógarlögmálsins og þeir hrópa: „Herðum refsingar yfir afbrota- unglingum." Væri ef til vill rétt í leiðinni að ræða hvaða refsingu ætti að veita fyrir láglaunastefnu, skuldpíningu og annað efnahagslegt óréttlæti sem er undirrót ofbeldisins? Eða þurfum við einfaldlega að staldra við og hugsa málin upp á nýtt? Ég er félagi í Húmanistahreyf- - ingunni og tel að ofbeldi verði ekki leyst með því að einblína ein- vörðungu á afleiðingar. Eigin- girni, peningahyggja og frum- skógarlögmál, þar sem sá sterki sem sigrar hina er settur í hæsta sæti, munu leiða okkur sjálf pg þjóðfélagið í tómar ógöngur. Ég tel að við ættum að ræða um aðal- atriði en ekki aukaatriði. Húman- isminn, sem byggist á samstöðu og setur manneskjuna, allar manneskjur, í forgang er eina leið- in til lausnar. JÚLÍUS VALDIMARSSON, Hverfisgötu 119, Reykjavík. 46 Kraftmnoð PHILIPS VISION ryksugan hefur allt til að bera sem prýða á góðan hreingerningafélaga - og meira til: • Afkastamikil með eindæmum enda kraftmesta ryksuga í Evrópu. • Einstaklega hreinleg, þar sem fimm til sex ryksíur sjá til þess aö sama og ekkert ryk fer aftur út í andrúmsloftið. • Mjög hljóðlát enda með tvöfaldri hljóðeinEingrun. • Létt og auðveld viðfangs. Barkinn snýst um 360° og auðveldar verkin svo um munar. Kannanir á soghraftí ryksuga: Orkunotkun 1400 W véla. 70% 100% Philips-Vision Önnur leiðandi ryksugutegund. Vision 8847 1400W Fimm ryksíur Rafmagnssnúra: 6 m 1400W Fimm ryksíur Kolasia Rafmagnssnúra: 8,5 m Hæöarstilling á sogröri Fjarstýrt hraðaval Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 568 15 OO umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.