Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
SÍMI .552 2140
Háskólabíó
HTTP://WWW.
THE ARRIVAL.COM
ALLT I GRÆNUM SJO
r- 'C » r
wæm -o ..
Sagt er að hördustu brimbrettagæjar heims séu i sudur-Englandi.
Þetta eru brjálaðir Lundúnarbúar sem ferðast sudur til að kljúfa
stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt
er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með
Ewan McGregor úr Trainspotting i aðalhlutverki.
Heppnir gestir sem kaupa miða á Blue Juice fá gefins Stuzzy bol
eða derhúfu frá Xtra á Laugavegi 51.
KLIKKAÐI PROFESSORINN
STAÐGENGILLINN
®[Ö)DU LaJUJJ
fatai (þiM í
Tflfo® ísOaa^
★★★
A.I.MBL
Mynd sem lífgar
uppá tilveruna.
H.K. DV
The Nutty Professor er gamanmynd fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Ekki missa af þessum frábæru
kvikmyndum. Sýningum fer fækkandi!!
Harösviraöur malaliöi tekur aö ser aö uppræta eiturlyfjahring sem
hefur aöalbækistöövar i gagnfræöaskóla í suöur Flórída. Aöalhlutverk
Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The
Crow), Diane Venora (Heat)
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára.
DAUÐUR
BRIMBROT
H^ligjJJaira
DEAD MA
Sýnd kl. 6
SHANGHAI TRIAD
SHANGHAI GENGIÐ
ÉNýasta mynd
meistara
Yimou
(Raudi
0 v.. 2 lamDÍnn)
TILBOÐ KR 300
i°* "'A' * i>-' ■? 2, V
Sýnd kl. 5 og 7.
Kolrassa í fremstu röð
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
ELIZA Geirsdóttir, söngkona Kolrössu krókríðandi, á flugi.
TONLIST
Gcisladiskur
KÖLD ERU KVENNARÁÐ
Köld eru kvennaráð, breiðskífa
htjómsveitarinnar Kolrössu krókríð-
andi. Sveitina skipa Elíza Maria
Geirsdóttir, söngkona og fiðluleik-
ari, Anna Margrét Hraundal, gítar-
leikari, Signin Eiríksdóttir gítarleik-
ari, Ester Ásgeirsdóttir bassaleikari
og Karl Agúst Guðmundsson
trommuleikari. Til aðstoðar voru
meðal annars Sigtryggur Baldurs-
son, Dave Crawford og Baron von
Trumflo. Platan var tekin upp í
Kingsize htjóðverinu í Chicago og
Hljóðhamri. Upptökustjóri í Kingsize
var Dave Trumfío, en í Hljóðhamri
Ken Thomas. Lög eftir Kolrössu utan
eitt eftir Lennon og McCartney.
Textar eftir Elizu nema tvær þjóðvís-
ur og textinn við lag Lennons og
McCartneys. Smekkieysa s/m hf.
gefur út, Japís dreifir. 46,58 mín.
KOLRASSA krókríðandi hefur
verið í sífelldri þróun frá því sveitin
sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar
fyrir margt löngu og verður sífellt
betri. Fyrsta platan var byrjenda-
verk, sem vonlegt er, en sú næsta
þar á eftir framúrskarandi skemmti-
leg og upp frá því hefur Kolrössum
vaxið ásmegin eins og heyra má á
síðustu plötu sveitarinnar, Köld eru
kvennaráð, sem kom út í haust.
Köld eru kvennaráð er að hluta á
ensku enda ætlað að koma hljóm-
sveitinni á framfæri ytra; reyndar
tekin upp á vegum Bandaríkjadeild-
ar Smekkleysu til að kynna sveitina
þar í landi og víðar. Ekki verður
öðru trúað en Kolrassa krókríðandi
nái eyrum tónlistarunnenda um heim
allan, þvi tónlistin er bráðskemmti-
leg og sérstök og Elízu Geirsdóttur
fer bráðvel að syngja á ensku, nefni
sem dæmi lagið From the Ground
Up, sem er að auki með vel sömdum
texta, og poppstemmuna Day to
Remember.
Kolrössur eru jafnvígar á grípandi
létt popp eins og Opnaðu augun þín,
rífandi „gammarokk" eins og
Gammgarg og síðan einskonar dul-
úðuga framúrstefnu eins og Hellis-
mannasögu. Elíza Geirsdóttir er
löngu komin í fremstu röð íslenskra
söngkvenna, með gríðarlega breidd
í raddbeitingu og túlkun og söngur
hennar er aðal sveitarinnar. Nefni
sem dæmi mikla keyrslu í Góðum
gaur o g tilfinningaríkan söng í Fróða
lagi. Elíza leikur minna á fiðluna en
á fyrri plötum Kolrössu sem gefur
fiðluinnskotunum aukið vægi. Gít-
arpar hljómsveitarinnar, Anna Mar-
grét Hraundal og Sigrún Eiríksdótt-
ir, nær afskaplega vel saman í
skreytingum og uppfyllingu, til að
mynda í Fróða lagi, áhrifamesta lagi
plötunnar, og Góðum gaur, og
hrynparið Ester Ásgeirsdóttir og
Karl Ágúst Guðmundsson gefa þann
stuðning sem þarf og gott betur.
Eini gallinn á þessari plötu er að
Lennon og McCartney-lagið All To-
gether Now skuli hafa fengið að
fljóta með; það er skemmtilegt sem
skraut á tónleikum en hefði frekar
hæft sem b-hlið á smáskífu eða
álíka. Það spillir heildarmynd á plöt-
unni, sérstaklega að hafa það í miðju
kafi, strax á eftir afbragðs kvæði
um Hellismenn.
Iðulega leggja menn áherslu á að
Kolrassa sé kvennasveit þegar hana
ber á góma, en það er með öllu óþarf-
ur merkimiði; Kolrassa krókríðandi
er einfaldlega í fremstu röð íslenskra
rokksveita sakir frumleika og sköp-
unargleði og ýtir vonandi undir það
að íslenskar stúlkur grípi til rokks-
ins, því það er engin strákamúsík.
Eitt af sérkennum sveitarinnar er
kímnin sem einkennir tónlistina og
það hvað liðsmenn eru ófeimnir við
að bregða fyrir sig hvaða tónlista-
stefnu sem er eftir því sem andinn
blæs henni í brjóst. Nefni sem dæmi
Hellismannakvæði, Góðan gaur, Tvö
gömul viðlög, Fróða lag og Sígauna-
lagið.
Enskir textar á Köld eru kvenna-
ráð spilla nokkuð heildarmynd breið-
skífunnar, en draga ekki úr því að
platan er ein sú besta sem komið
hefur út á þessu ári og þótt fleiri
væru talin; plata sem sýnir á sér
því fleiri hliðar eftir því sem oftar er
hlustað.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HLJÓMSVEITIN Brim.
STIGINN var trylltur „brim“dans.
TRYGGVI Baldursson og Ari Guð-
mundsson komu í Hawaiiskyrtunum á
tónleikana.
ÁMUNDI Óskar Jóhannsen, Edda ívars-
dóttir og Bára Mjöll Þórðardóttir.
Brim í MH
►HLJÓMSVEITIN
Brim lék lög af væntan-
legri breiðskífu sinni,
Hafmeyjar og hanastél,
í Norðurkjallara
Menntaskólans við
Hamrahlíð í síðustu
viku. Hljómsveitin leik-
ur svokallaða „surf“
tónlist sem á ættir að
rekja til suðlægra
stranda. Upphitunar-
hljómsveitir kvöldsins
voru PPPönk, The
Bang Gang og Kúkur.
Ljósmyndari Morgun-
blaðsins fór í Hawaii-
skyrtunni á tónleikana
og fékk því 100 króna
afslátt af miðaverði.