Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rústir fomrar menningar Morgunblaðið/Ásdís Ólafía Hrönn og Þröstur Leó í hlutverkum sínum. LEIKLIST Þjóölcikhúsiö KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikar- ar: Gunnar Ejrjólfsson, Harpa Amardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafía Hrömi Jónsdóttir, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Öm Ámason. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Að- stoð.u'leikstjóri: Helga E. Jónsdótt- ir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Páll Ragn- arsson. Stóra svið: föstudagur, 22. nóvember. ÞETTA nýja leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar sver sig glöggt í ætt við fyrri verk hans og er aug- ljóst að hér er vanur höfundur að verki: Söguþráðurinn er marg- þættur og haganlega saman flétt- aður. Persónulýsingar eru margar skemmtilegar þótt nokkrar rambi reyndar á mörkum klisjunnar. Samtöl eru vel skrifuð, skemmti- leg og leiftra af húmor og kald- hæðni. Stígandi er góður í verkinu og lokasetningin dregur grunnefni þess saman á smellinn hátt: „Rúst- ir fornrar menningar heilsa ævin- týramönnum sem eiga leið hér hjá.“ Ævintýramennirnir í þessu til- viki eru Ögmundur og Ásta, vel menntuð kennarahjón sem hafa misst fótanna vegna sorgarat- burðar sem rekið hefur fleyg á milli þeirra. Þau ráða sig að litlum skóla úti á landi í von um að geta hafið nýtt og betra líf. Væntingar hjónanna stangast á við þann veruleika sem við þeim blasir á nýja staðnum. Skólinn er fjárvana enda liggur fyrir að honum verði lokað innan fimm ára; skólastjór- inn svínabóndi og kennarar ómenntaðir. Ögmundur, sem hefur tilskilin réttindi í uppeldis- og kennslufræðum, hefur hugmyndir sem eiga lítið upp á pallborðið hjá samkennurunum, sem hafa til- einkað sér kaldhæðnislegt fas, gera grín að skoðunum hans og bjóða upp á sjúss. Reyndar ein- kennist framganga mennta- mannsins af hroka og eiginhags- munum og ekki undarlegt að hon- um takist ekki að snúa hinum frá villu síns vegar. Þröstur Leó Gunn- arsson skilar hlutverki Ögmundar vel, þó er honum nokkur vorkunn þar sem persónusköpunin er frá hendi höfundar mörkuð leiðinleg- um klisjum um menntamanninn sem er eiginhagsmunaseggur, úr tengslum við umhverfi sitt, tekur teoríuna fram yfir veruleikann. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ástu og er hún að öllu leyti samúð- arfyllri persóna. Ásta er heiðarleg, vill takast á við eigin sorg og annarra og lítur á það sem lífstil- gang sinn að láta gott af sér leiða. Enda reynist hún í leikslok heil- steypt og kjörkuð og gengst við ábyrgð sinni þótt það kosti hana persónulegar fórnir. Sigrún Edda fer eins vel með hlutverkið og hægt er að ætlast til. Olafía Hrönn Jónsdóttir og Örn Árnason leika kennarana Möggu og Binna sem bæði eru hálfgerð ólíkindatól. Það sópar að Ólafíu Hrönn í hlutverkinu og er túlkun hennar á mörkum farsaleiks, sem á ágætlega við persónuna. Bak við yfirdrifið fasið leynist þó harm- ur sem hún breiðir yfír með ólík- indalátum - eða drekkir á botni vínblöndunnar. Magga hefur tögl- in og hagldirnar í sambandi sínu við Binna, sem þráir hana leynt og ljóst, en verður lítið ágengt. Örn Árnason smellpassar í hlut- verk Binna. Hans túlkun er einnig á skoplegu nótunum. í raun og veru er hann fórnarlamb drauma sinna í margvíslegum skilningi. Magga og Binni eru að mörgu leyti hliðstæður: bæði brynja þau sig gegn hinum óbærilega hvers- dagsleika og eigin vangetu með því að fíflast, drekka og láta sig dreyma um önnur lönd. Magga dáir forngríska menningu og vitn- ar í gríska heimspekinga. Binna dreymir um Grænland, ísbreiðu og snjóhús, umhverfí þar sem karlmennskan felst í viðureign við ísbirni og óblíð náttúruöfl. Draumaheimar Möggu og Binna eiga sér bakhliðar sem stöðugt hóta að rústa yfirborðsmyndinni: Magga skapar sitt eigið Grikkland sem kannski á engar samsvaranir við Grikkland samtímans. Binni hefur reyndar búið á Grænlandi, en vísast við aðstæður sem voru gjörólíkar þeim sem hann lýsir í frásögnum sínum. En þessar draumaveraldir eru mikilvægar í táknheimi leikritsins, því þær kall- ast á við þá veröld sem Ögmundur og Ásta telja sig vera að sækja heim í bytjun verksins. Sveita- plássið sem þau ráða sig til í von um betra líf er menning í rústum. Þessar samsvaranir með íslenskri bændamenningu, hinu forna Grikklandi og óspilltu Grænlandi gefur verki ðlafs Hauks dýpt. Það er Karl gamli Karlsson, faðir Jens skólastjóra og svína- bónda, sem er fulltrúi hinnar ís- lensku bændamenningar. Karl man betri tíma og neitar að horf- ast í augu við blákaldar staðreynd- ir. Hann er í raun viti sínu firrt- ur, eins og kemur æ betur í Ijós í rás leikritsins. Frekar en laga sig að breyttum aðstæðum og gild- ismati sem hann getur ekki sætt sig við fremur hann margs konar voðaverk. Gunnar Eyjólfsson fer afar vel með flókið hlutverk Karls. í byijun kemur hann áhorfandan- um fyrir sjónir sem forpokaður en góður kall, en Gunnar sýnir á sannfærandi hátt hvernig bijál- semin hefur náð tökum á Karli, þar til hann er virkilega óhugnan- legur undir lokin. Hjálmar Hjálmarsson fer með hlutverk Jens Karlssonar. Hann hefur óvart lent í skólastjórastarf- inu og unir sér greinilega mun betur meðal svínanna. Hjálmar túlkar hann á látlausan og mjög geðþekkan máta. Hann er hlé- drægur maður sem reynir að forð- ast vandræði í lengstu lög. En Jens bóndi á einnig til ástríðufyllri hlið, því Magga kennari hefur að eigin sögn „skriðið sem lemstrað skor- kvikindi undan hælum hans“. Harpa Arnardóttir leikur ungl- inginn Dísu, fósturdóttur Karls gamla. Hún er þvermóðskufulj og lokuð og verður það verkefni Ástu að reyna að komast inn fyrir skel hennar. Dísa er að sönnu ráðvillt og skemmd eftir ömurlega lífs- reynslu. Þó fannst mér að Harpa hefði mátt stilla leik sínum í hóf og sýna sálarkreppur stúlkunnar á minna ýktum nótum. Leikurinn fer svo að segja allur fram á kennarastofunni. Hlín Gunnarsdóttir gerir sviðsmynd og hefur hún valið að útbúa eina slíka með raunsæið að leiðarljósi. Kenn- arastofan er stór og fráhrindandi, með nokkrum ljótum sænskættuð- um mublum, eins og sjá má á slík- um stöðum víða um land. Hlín gerir einnig búninga og var skemmtilegur heildarsvipur á þeim. Búningar hvers og eins und- irstrikuðu vel karakterinn. Vel heppnuð búningahönnun. Lýsing var í höndum Páls Ragn- arssonar og var hún látlaus en átti sinn þátt í að skapa stemmn- ingu á sviðinu. Samvinna Þórhalls Sigurðsson- ar og Ólafs Hauks hefur borið ágætan ávöxt eina ferðina enn, í heild verður leikstjórnin að teljast styrk; allir leikarar standa sig vel og útkoman er áhrifamikil sýning þó ekki sé hún gallalaus. Soffía Auður Birgisdóttir Birta augnabliksins BÁTIJR í smíðum, 1933. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Afmæliskvöld með Leikfélagi Akureyrar MYNPLIST Stöðlakot VATNSLITAMYNDIR Gunnlaugur Scheving. Opið kl. 14-17 alla daga til 1. desember; að- gangur ókeypis. TIL að gera áhugafólki kleift að nálgast myndlistina með skipulegum hætti verður listasagan að flokka listamenn og verk þeirra eftir ein- hveijum þeim viðmiðum, sem almennt samkomulag er um; hér má nefna stefnur, viðfangefni, stíla og listmiðla. Þrátt fyrir að slíkt geti orðið til að auðvelda aimenna fræðslu og umræðu er á þessu vinnulagi einn megingalli: Með þessum hætti er aðeins hægt að benda á almennustu atriði í ferli og listsköpun listamanna, en sjaldnast þá heild sem kemur fram í lífsstarfí viðkomandi. Til þess er fjölbreytni undantekninganna yfirleitt of mikil. Þetta kom upp í hugann vegna sýningar á vatnslitamyndum Gunn- laugs Scheving, sem nú stendur yfír. Þessar myndir koma allar úr merku einkasafni dr. Gunnlaugs Þórðarson- ar, mikils vinar og aðdáanda lista- mannsins, og er mikill fengur að sýn- ingunni. Gunnlaugur Scheving er helst kenndur við stórskorin málverk af sjómönnum og bændum að starfí, þar sem hæst ber óð listamannsins til lífsbaráttunnar og virðingu hans fyrir þeim mönnum sem lögðu grunn- in að lífí þjóðarinnar með því að strita við erfiðar aðstæður í sveita síns and- lits. Sú imynd kom m.a. vel fram á sýningu á nokkrum stórverkum hans í eigu opinberra aðila í Listmunahús- inu fyrir fjórum árum þar sem sjó- mennskan var í fyrirrúmi. Hér birtist allt önnur hlið á listsköp- un hans í litlum en oft afar sterkum vatnslitamyndum, sem spanna rúm- lega þijátíu ár af ferli listamannsins. Flestar eru myndimar mannlausar og helgaðar því litaspili sem hann hafði fyrir augunum þá stundina, hvort sem það var til sjávar eða sveita. Margar eldri myndanna bera með sér að vera unnar á örskotsstund, líkt og kappið við að grípa birtu augnabliks- ins hafí verið öllu öðru mikilvægara. Slíkar myndir eru oft unnar á brúnan umbúðapappír, sem gefur þeim afar sérstakan blæ, og í sumum tilvikum er um að ræða ímyndir sem Gunn- laugur útfærði síðar í stærri olíumál- verkum. Stöku sinnum er listamaðurinn á kunnuglegum slóðum; þannig skír- skota myndir nr. 3 og 4 til verka Monet, þar sem samsvarandi skoðun birtu og lita fór fram fjórum áratug- um fyrr. Hafið og hagar sveitanna eru hér sá bakgrunnur sem Gunn- laugur byggir á, eins og kemur t.d. vel fram í myndum nr. 6 og 10, en meðal síðari verkanna eru bjartar og fallegar myndir frá Stykkishólmi og Borgarnesi, sem nánast sindra í birtu vatnslitanna. Sem fyrr segir eru allar myndimar á sýningunni úr safni dr. Gunnlaugs Þórðarsonar og er þakkarvert að þær skuli sýndar nú í þeirri heild sem þær mynda. Verkin fara og einkar vel í því umhverfi sem Stöðlakot markar þeim en tilefni sýningarinnar er að í ár eru sjötíu ár liðin síðan Gunn- laugur Scheving hélt sína fyrstu list- sýningu í húsi Listvinafélagsins í Reykjavík. Þess verður ekki minnst með betri hætti og er rétt að hvetja listunnend- ur til að njóta þessa tækifæris til að skoða vatnslitamyndir Gunnlaugs í eigin persónu. Eiríkur Þorláksson LEIKFÉLAG Akureyrar fagnar nú áttugasta starfsári sínu. í tilefni af afmælisárinu býður Leikfélagið gestum Listaklúbbs Þjóðleik- húskjallarans á mánudag, 25. nóv- ember, að fagna með sér komandi tímamótum. í kynningu segir m.a. ,að Leikfélag Akureyrar opni nýtt leiksvið milli jóla og nýárs. Þetta nýja leiksvið hefur fengið heitið „Renniverkstæð- ið“ og þar er nú verið að æfa leikrit eftir bandarískan Bosníumann sem hét Steve Tesich. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson fara með aðalhlut- verkin í leikritinu en það heitir Und- ir berum himni. Þeir Ámar og Þráinn munu flytja hluta úr þessu verki á afmæliskvöldinu. Sunna Boyg sýnir okkur inn í heim Sigrúnar Ástrósar, en leikárið hófst með því leikriti, og Á TÓNLEIKUM Caputs í Listasafni íslands, þriðjudagskvöldið 26. nóv- ember verður eingöngu flutt tónlist eftir Svein Lúðvík Björnsson. Sveinn nam tónsmíðar við Tón- listarskólann í Reykjavík, m.a. hjá Atla Heimi Sveinssyni og Þorsteini Haukssyni, en hefur einnig sótt námskeið erlendis, m.a. hjá pólska tónskáldinu Witold Lutoslawsky. „Tónlist Sveins er afar hnitmiðuð og ljóðræn. Með „örverkum" sínum fluttir verða kaflar úr Vefaranum mikla frá Kasmír sem verður afmæl- issýning LA. Þar fá gestir meðal annars að kynnast þeim Diljá og Steini Elliða, en með hlutverk þeirra fara Marta Nordal og Þorsteinn Bachmann. Guðbjörg Thoroddsen hefur umsjón með flutningi atriða úr Vefaranum og flytur texta Jófríð- ar. Aðalsteinn Bergdal mun flytja hluta úr Markúsarguðspjall en sýning á því verður framlag Leikfélags Ak- ureyrar til Kirkjulistaviku í Akur- eyrarkirkju vorið 1997. Kossar og kúlissur er léttur kab- araett sem frumsýndur verður á vígsluafmæli Samkomuhússins á Akureyri, þann 23. janúar 1997. Gestir á afmæliskvöldinu geta átt von á því að tónlist úr þessum kab- arett hljómi í Leikhúskjallaranum." hefur hann skapað sér algjöra sér- stöðu meðal íslenskra tónskálda," segir í kynningu. Flytjendur á þriðjudaginn verða Guðni Franzson, Kolbeinn Bjarna- son, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson, Guðmundur Kristmundsson, Páll Eyjólfsson og Daníel Þorsteinsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 500 en nem- endur þurfa ekkert að borga. Caput og- Sveinn Lúðvík í Listasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.