Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ og er áfram rekin í versluninni á Laugavegi 96, einnig Megabúðin sem Skífan keypti, en þar fást tölvuleikir og skyld vara. Hljóð- færahúsið hefur dafnað vel á Grensásveginum, segir Jón. Þar er Skífan með þekkt umboð á borð við Fender og Yamaha og segir Jón söluaukninguna hvergi hafa verið örari í fyrirtækinu, allt að 100% á milli ára. Til þessa hefur Jón að mestu haft orð fyrir þeim hjónum, en er talið berst nánar að verslunar- rekstrinum kemur í ljós hver verkaskipting þeirra hjóna er inn- an fyrirtækisins. Helga nefnilega rekur verslanirnar. Er yfirverslun- arstjóri. „Eg er eiginlega einhvers konar rekstrarstjóri. Búðirnar eru fjórar talsins og hver þeirra hefur sinn verslunarstjóra. Ég er eins og regnhlíf yfir þeim. Mikið af minni vinnu fer fram á skrifstofunni, en ég þarf síðan að fara tíðar ferðir í verslanirnar," segir Helga. En hvernig hefur hún þróað verslun- arhættina í gegn um tíðina? „Fyrst og fremst með því að sjá til þess að vöruúrval og viðmót sé undir öllum kringumstæðum óað- finnanlegt. Þá fylgist ég með öllum hræringum sem í gangi eru og heimfæri það upp á verslanirnar eftir því sem við á. Fyrir tveimur árum höfðum við til dæmis haft verslanirnar á Laugaveginum opnar til klukkan tíu öll kvöld, alla daga vikunnar. Þetta hefur mælst geysilega vel fyrir og viðskiptavinir kunna vel að meta nýbreytnina. Það er svolít- ið annað að fara út að kaupa t.d. buxur en velja sér geislaplötur. Það vilja menn gera í rólegheitum og það hentar vel á kvöldin er umferð hefur minnkað. Við erum iðulega að sjá sömu sölu á kvöldin og á daginn og það segir alla sög- una. Samhliða þessu höfum við haft opið í Kringlunni til klukkan níu á kvöldin og erum eina verslun- in á staðnum utan Hagkaupsbúð- anna þar sem opið er fram á kvöld- in.“ Nú er komin ný verslun í Borg- arkringlunni, hvernig ætlið þið að mæta aukinni samkeppni? „Við lítum svo á að nýja verslun- in bæti heldur við markaðinn frek- ar en að taka af þeim sem fyrir eru. Að öðru leyti erum við hrifin af góðri samkeppni. Við gerum engar sérstakar ráðstafanir vegna þessa, höldum fremur okkar striki. Við höfum alltaf verið með tilboð á plötum og breytum því ekki. Lengra nær það ekki því enginn getur lifað af lægri álagningu heldur en þeirri sem fyrir er. Hörkusamkeppni... Á meðan samkeppni er um- ræðuefnið er upplagt að minna á upplagskönnun sem Hagvangur gerði á hlutdeild hljómplötufram- leiðenda á þremur fyrstu ársfjórð- ungum þessa árs. Þar kemur fram að Skífan er þar hæst með 45,5% og ber hæst umboð fyrir Polygr- am, EMI-Virgin, auk eigin fram- leiðslu og BMG. Næst kom Spor, Steinars Berg, með 34,2% hlut- deild og þar ber hæst Sony Music, eigin framleiðsla og Warner Music. Japis rekur lestina með tæp 20%. Fyrir fáum árum stóðu Steinar mjög illa og þá varð fjárfesting manns að nafni Jón Ólafsson til þess að fyrirtækið rétti úr kútnum og stendur nú vel. Það heitir nú Spor. Því spyijum við Jón hvort ekki megi segja að hann ráði lög- um og lofum á markaðnum með um 80% hlutdeild? „Það er rétt að það komi fram,“ svarar Jón, „að það er ekki Skífan sem keypti hlut í Spori. Það var fyrirtæki í mínu eigin nafni, en ekki Skífan sem fjárfesti í Spori. Þótt ég sé fjárfestir í Spori, kem ég ekkert að rekstri þess. Á milli fyrirtækjanna er meiri samkeppni en samstarf, raunar er samkeppn- in mjög afgerandi og góð staða Spors er alfarið Steinari Berg að þakka. Hlutdeild Skífunnar, rúm 45%, ÚR versluninni í Kringlunni. Morgunblaðið/Kristinn DRAUMUR HVERSMANNS Eftir Guðmund Guðjónsson JÓN ER fæddur og upp alinn í Keflavík og fór ungur að snúast í hugðarefnum sín- um, m.a. útgáfu á hljóm- plötum. Helga er aftur Hafnfirð- ingur í húð og hár, ólst þar upp, en sótti síðan Kvennaskólann og Verslunarskóla íslands þar sem hún útskrifaðist 1975. Hún var viðloðandi rekstur Skífunnar fyrstu árin, en vann þó með sem flugfreyja í allnokkur ár. Fyrir áratug, er Skífan keypti verslunar- húsnæði í Kringlunni, kom hún þó inn í stjórnun fyrirtækisins með bónda sínum af fullum þunga. Verslunarreksturinn byijaði í Hafnarfirði árið 1975, búðin var í Strandgötunni og þau Jón og Helga fóru strax að flytja inn og selja hljómplötur. Á þessum árum var Jón auk þess á kafi í hljóm- plötuútgáfu, rak Hljómplötuútgáf- una hf. sem gaf m.a. út plötur með rokksveitinni Júdas, Björgvin Halldórssyni, Halla og Ladda og Vilhjálmi Vilhjálmssyni o.fl. Akur- inn var fijór á þessum árum, mik- il gróska i tónlistarlífinu og auk Jóns voru Steinar Berg, Svavar Gests, Fálkinn, auk hljómsveit- anna sjálfra að gefa út plötur. Hvað skyldi hafa einkennt rekstur- inn á þessum fyrstu árum. Jón segir: „Þetta var fyrst og fremst mik- ii vinna, pligtin var staðin myrkr- anna á milli og þegar litið er um öxl er varla það handtak til innan fyrirtækisins sem við Helga höfum ekki sjálf innt af hendi í eina tíð eða aðra. Það sem kannski ein- kenndi reksturinn á þessum tíma var harkið og óvissan. Þannig var að við vissum ekki fyrr en á Þor- láksmessu hvort við fengjum ein- hver laun fyrir árið eða ekki. Allt annað gekk fyrir, skuldir, laun starfsmanna. Við Helga komum síðust og það stóð og féll með jóla- sölunni hvort við bárum eitthvað úr býtum eða ekki. þar sem við vorum með 150 fer- metra skrifstofuhúsnæði og jafn stórt lagersvæði. Eftir það sem á undan var gengið þóttu þetta mikl- ar víðáttur og ekki laust við að okkur þætti vel til fundið að fara um á hjólaskautum! Þarna gekk mikið á og við vor- um að framleiða allt að fimm titla á viku. Þetta breytti ansi miklu fyrir okkur og það hjálpaði að árið 1981, er niðursveifla var í efnahagslífinu, höfðum við selt verslunina í Hafnarfirði til að grynnka á skuldum. í ljós kom að þar var tímasetningin einnig góð og því sigldum við vel í gegn um erfiða tíma.“ Keypt í Kringlunni Árið 1986 var Kringlan í deigl- unni og kaupmenn gerðu upp við sig hvort þeir ættu að fjárfesta þar. Sýndist sitt hvetjum. „Það var stór ákvörðun að fara í Kringluna. Miðað við veltutölur þá kostaði þetta ofboðslega mikið. Við Helga höfðum hins vegar ferðast víða og séð að svona virkaði annars staðar og því þá ekki alveg eins á íslandi? Við vorum með þeim fyrstu sem tókum af skarþð og keyptum pláss í Kringlunni. Útkoman var sú að veltan í versluninni í Kringlunni varð fimmföld á við verslunina á Laugaveginum. Laugavegurinn dalaði nokkuð í heild í kjölfarið en við héldum okkar hlut nokkurn veginn og síðustu fimm árin hefur hann styrkst aftur verulega án þess þó að það hafi komið niður á Kringlunni. Markaðurinn virðist því vera að stækka og dafna,“ segir Jón og bætir við að það séu einmitt um fimm ár síðan fyrir- tækið flutti sig um set, færði sig á Laugaveg 26 og opnaði þar 460 fermetra hljómplötuverslun. Þá eru nokkur ár síðan að fyrirtækið keypti Hljóðfærahúsið á Lauga- vegi 96. Þar var breytt til, hljóð- færadeildin var flutt að Grensás- vegi 8, en hljómplötuverslun var ► Skífan varð tvítug fyrir nokkru. Það er langur vegur sem fyrirtækið hefur troðið á tveimur áratugum, frá því að vera plötuverslun í Hafnarfirði til þess að vera leiðandi fyrirtæki í útgáfu, innflutningi og sölu á geisladiskum, tölvuleikjum o.fl., útgáfu og dreifingu myndbanda, auk dreifingar á kvikmynda- og sjónvarpsefni. Nýjar skipulags- breytingar búa í haginn fyrir eigendur Skífunnar, hjónin Helgu Hilmarsdóttur og Jón Olafsson, og boða breytta tíma. Þetta fannst mér eðlilegt, partur af uppeldi því sem ég fékk, að bera_ ábyrgð á því sem ég stofnaði til. Á þessum tíma var ein meiri- háttar breyting hjá okkur öðrum merkilegri, er við tókum á leigu tvær hæðir á Laugavegi 33 af Eiríki Ketilssyni heildsala. Þetta var fyrstu helgina í nóvember og húsnæðið var það fyrsta sem við notuðum sem gat talist rúmt.“ En hvenær fór að sjást fram úr harkinu? „Það urðu alger vatnaskil árið 1984. Þá voru neysluvenjur að breytast mjög hér á landi og segja má að myndbandabyltingin hafi verið að fara í gang fyrir alvöru. Við gerðum samning við Columbia Pictures um útgáfu á öllum mynd- böndum þeirra hér á landi og það sýndi sig að tímasetningin gat ekki verið betri. Eftirspurnin var gífurleg og starfsemin hjá okkur fór á flug. Til marks um það sprengdum við utan af okkur hús- næðið á Laugaveginum og bættum við okkur húsnæði í Borgartúninu \ ) I ; í: I I 1 I 1 I í [ í. I' I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.