Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 43 O, Guð vors lands PÓLÝFÓNKÓRINN syngur fyrir páfa í Páfagarði árið 1985, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. ~Frá Fríðrik Eiríkssyni: NÚ liggur fyrir frumvarp til laga á Alþingi um að skipta um þjóð- söng okkar íslendinga eða jafnvel að fá „aðstoðar" eða yvara“ þjóð- söng í staðinn fyrir Ö, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, eftir þá Matthías Jochumsón og Svein- björn Sveinbjörnsson. Er því hald- ið fram að þjóðsöngurinn sé erfið- ur til söngs, sem kannski má til sanns vegar færa, en er hann þá ekki þeim mun fegurri? Eg held að það sé hæpið að láta hann víkja á þessum forsenduin. Þjóðsöngurinn okkar hefur svo óendanlega mikla fegurð að flytja að þar getur ekkert betra komið í staðinn. Hið hrífandi samspil ljóðs og tóna hefur snert hjörtu okkar Islendinga frá upphafi okk- ar unga lýðveldis og yrði það að teljast óhappaverk ef þar yrði breytt um. Eg minnist þess þegar Pólýfón- kórinn fór í söngferðalag til Italíu árið 1985 og flutti þjóðsönginn fyrir Jóhannes Pál II páfa í Páfa- garði. Með okkur í förinni var þýskur einsöngvari, Peter Christ- oph Runge bassi, og söng^með okkur bæði hér á landi og á Ítalíu þar sem tónleikar voru haldnir. Eftir að hafa sungið fyrir páfann urðum við Rungs samferða niður stigann framhjá svissnesku varð- mönnunum úr lífvarðasveit hans heilagleika. Þá segir Runge eitt- hvað á þá leið að við íslendingar séum ríkir að eiga slíkan þjóð- söng. Hann hafí lengi vitað að hann væri fagur, en slík dýrð og lotning væri einsdæmi. Að ég vitni í orð þessa fágaða þýska lista- manns er að hugsanlega hefur honum fundist nóg um hermanna- marsa sem finnast sums staðar sem þjóðsöngvar víða um heim. Er það nú von mín og ósk að ekki verði hróflað við þjóðsöng okkar unga lýðveldis. Með þökk fyrir birtinguna. FRIÐRIK EIRÍKSSON, fv. formaður Pólýfónkórsins, Blikanesi 6, Garðabæ. Vatn sem eldsneyti Frá Sigfúsi B. Sigurðssyni: ÉG rak upp stór augu þegar ég opnaði Moggann á sunnudaginn var er ég rakst á pistil með fyrir- sögninni ;,aktu bílnum með vatni aðeins“. Eg las þennan pistil með athygli en ég hnaut um eitt mikil- vægt atriði sem fyllti mig efa- semdum. Ég vil því leggja hér fram eina forvitnisspurningu: Er hægt að nota litla orku t.d. eitt KW til þess að framleiða meiri orku svo sem 10, 50 eða 100 KW? Rafalar í bílum (nú kallaðir altern- atorar) framleiða í mesta lagi eitt KW og þurfa til þess um 10% meiri orku eða um það bil 1.1 KW. Mér virðist sem með þessu sé að skjóta upp kollinum gömlu hug- æyndinni um eilífðarvélina, það er að segja vél sem gengi fyrir afli sem hún framleiði sjálf eftir hendinni. Þetta minnir mig einnig á um 60 ára gamalt atvik. Kunn- ingi minn kom þá til mín og bað niig að hjálpa sér við að koma í framkvæmd mjög snjallri hug- mynd. Hann hafði með sér 12 volta dýnamó og 6 volta startara sem honum áskotnaðist úr gömlu dóti. Hugmyndin var að láta start- arann snúa dýnamónum eftir að búið væri að koma þessu í gang með rafgeymi. Eftir nánari athug- un var hætt við þetta því það kom • ljós að dæmið gat ekki gengið upp. Mér virðist þessi hugmynd um vatnsbrennsluna vera af sama toga, því að með því að notast við eimsvala ætti að vera hægt að nota sama vatnið endalaust. Það væri nú fróðlegt ef einhver gæti skilgreint það á þessum sama vettvangi, hve mikla raf- orku þarf til þess að kljúfa vatn sem nægir til þess að fá nægilegt vetni til að skila einni kílówatt- stund, með brennslu í venjulegum bílmótor. Það má nefna það í þessu sam- bandi að í hveiju kílói af bensíni eru um það bil 150 grömm af vetni, en það verður vitanlega að vatni við brunann alveg á sama hátt og þegar brennt er hreinu vetni, en magnið er vitaskuld minna. E.Þ. varar við ryði og tæringa- skemmdum sem hætt er við þegar vetni er notað sem eldsneyti, en það sama er uppi á teningnum þegar bensíni eða olíum er brennt. Á móti hveiju kg af bensíni sem er brennt verða til 1,3 lítrar af vatni. Við bestu skilyrði fer þetta vatn beina leið út í andrúmsloftið og veldur engum skaða, en ef vélin fær ekki að hitna eðlilega fellur vatnið út bæði inni í vél- inni og í pústkerfinu, veldur ótímabæru sliti á vélinni og tærir upp pústkerfið á skömmum tíma. Af þessu tilefni finnst mér því rétt að benda bíleigendum á (hvort sem þeir brenna bensíni eða vatni) að það er óráðlegt að drepa á bíl- vél nema að hún hafi áður fengið að hitna upp í eðlilegan vinnuhita en hann er venjulega talinn eiga að vera 80-90°C. Þetta er sérlega mikilvægt þegar bíl er lagt til geymslu í lengri tíma. SIGFÚS B. SIGURÐSSON, Goðalandi 6, Reykjavík. HAGSTOFA ÍSLANDS - ÞJÓÐSKRÁ Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lög- heimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnu- ferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá. Skuggasundi 3, 150 Reykjavík, sími. 560 9800, bréfsími. 562 3312. Opið bréf til allra barna og ungmenna yngri en 18 ára Frá Þórhildi Líndal: ÉG HEITI Þórhildur Líndal og hef verið umboðsmaður barna frá 1. janúar 1995. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna, þarfa og réttinda ykkar á öllum sviðum samfélagsins. Mér ber að stuðla að því að það, sem ykkur er fyrir bestu, sé ætíð haft að leiðarljósi þegar verið er að taka ákvarðanir sem snerta börn og ungmenni. Sem umboðsmaður ykkar legg ég meðal annars áherslu á: - að þið fáið vitneskju um réttindi og skyldur sem þig eigið lögum samkvæmt - að ykkur gefist kostur á að taka þátt í ákvörðunum er varða málefni ykkar í samfélaginu almennt - að þið séuð vernduð gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem einelti- og misþyrmingum. Mér er ekki ætlað að leysa úr málum einstakra barna en ég leiðbeini öllum þeim sem hafa samband um hvert unnt er að leita til að fá úrlausn sinna mála. Mikilvægur þáttur í starfi mínu, sem umboðsmaður ykkar, er að koma á framfæri skoðunum ykkar og hugmyndum um lífið og tilveruna. Ég hef því mikinn áhuga á að vita hvað ykkur finnst um þjóðfélagið okkar, hvað þið eruð að hugsa o g hveiju þið viljið breyta og bæta. Þess vegna langar mig til að fá bréf frá ykkur þar sem þið segið mér hvað ykkur finnst mikilvægt í lífinu. Skrifstofan mín er að Hverfisgötu 6, 5. hæð í Reykjavík. Þið getið líka hringt, síminn er 552-8999 eða 800-5999. >lóga.stöðiii Heimsljós býöur upp á opna tíma i jóga og umbreytingardansi sem hér segir: Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. 06.55-07.55 Jón Ágúst Jón Ágúst Jón Ágúst 07.30-08.30 Áslaug Áslaug 10.3ail.45 Hulda Hulda Ymsir 12.15-13.15 Anna Guðfinna Jón Ágúst Guðfinna Ingibjörg Ýmsir 16.30-17.45 Guðfinna Jenný Nanna/dans Jenný 18.00-19.30 Ingibjörg Jón Ágúsl ingibjörg Jón Ágúst Guðfinna 20.00-22.00 Námskeið Námskeið Námskeið Námskeið Dans/ýmsir Jógastödin Heimsljós . i Ármúla 15,sími 588 4200 heimsljSs Sértilboö til London 28. nóvember kr. 29.270 Flug og hótel Helga>ferS' oieins lvinmMz Tryggðu þer nu siðustu sætin til London á lága verðinu í vetur, þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Viðbótargisting á Butlins hótelinu, sem hefur notið mikilla vinsælda hjá farþegum okkar, enda skammt frá Oxford- stræti. Öll herbergi eru með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Og að auki getur þú valið um fjölda annarra hótelvalkosta í hjarta London. Síðasta ferðin tilLondon í vetur Verö kr. 17.570 Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum, mánudagur til fimmtudags í nóvember. Verð kr. 29.270 M.v 2 í herbergi, Budins Hotel með morgunverði, 28. nóvember, 3 nætur. Skattar innifaldir. Hvenær er laust? 25. nóv. - 11 sæti 28. nóv. - 9 sæti Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.