Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geir Magnússon Skoðar lagalega hlið málsins GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf., segir að berist ósk um það frá stjórn Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins að draga til baka kauptil- boð hans í hlutabréf Meitilsins hf. í Þorlákshöfn þá láti hann skoða lagalega hlið málsins. Geir og íjórir aðrir stjórnarmenn í Meitlinum nýttu sér forkaupsrétt að hlutabréfum Þróunarsjóðs í fyr- irtækinu eftir að tilboð bárust í þau frá ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér hefði borist ábyrgðar- bréf frá stjórn Þróunarsjóðs þar sem sér hafi verið boðinn kaupréttur að bréfunum að undangenginni um- sögn lögfræðings sjóðsins. „Ef þeir biðja mig um að draga þetta til baka þá hljóta þeir að gera það skriflega og með rökstuðningi af hveiju það er gert. Ég mun svo láta skoða lagalega hlið málsins," sagði hann. Geir sagði að þetta mál ætti sér hliðstæða forsögu þar sem stjórn Búlandstinds á Djúpavogi hefði ver- ið boðinn forkaupsréttur að hluta- bréfum Þróunarsjóðs í Búlandstindi og þar hefðu tveir stjórnarmenn nýtt sér forkaupsrétt. Málið hljóti því að beinast að þeim einnig ef forsendur sjóðsins nú séu einhvetjar aðrar en þá. Morgunblaðið/Ásdís SARA, Sindri og Ólöf fengu kórónur í afmælisgjöf frá leikfélögunum á dagheimilinu Brekkuborg. Alltaf að faðmast og kyssast ÞRÍBURARNIR Sara, Sindri og Ólöf Stefánsbörn áttu tveggja ára afmæli á föstudag og þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði sátu sy stkinin stillt og prúð á heimili sínu í Grafarvogi og léku sér að kubbunum sem mamma og pabbi gáfu þeim í afmælisgjöf. Móðir þeirra, Inga Ingólfsdótt- ir, segir það vera mikla en skemmtilega vinnu að ala upp þríbura. „Sem betur fer eru þau yfirleitt róleg og góð en þau eru afar samrýnd, alltaf að faðmast og kyssast." Inga segir stelpurn- ar, sem eru eineggja, vera mjög líkar í háttum og dálitlar skvett- ur. Sindri er hins vegar ólíkur þeim í útliti og er alla jafna mun alvörugefnari en þær. Fyrir þremur árum var Þrí- burafélagið stofnað og eru um tuttugu þríburafjölskyldur í fé- laginu. „Þessi félagsskapur hef- ur komið okkur mjög vel, við hittumst reglulega og berum saman bækur okkar varðandi uppeldi og fleira. Einnig höfum við fengið heilu kassana fulla af fatnaði sem við látum síðan ganga til næstu þríbura þegar börnin okkar eru vaxin upp úr þeim en það er getur verið ansi kostnaðarsamt að kaupa klæðn- að á þijá í einu.“ Afmælisveislan verður haldin í dag og segir Inga að búast megi við heilmiklu fjöri og hamagangi. Morgunblaðið/Kristinn Klæðning kerskála gengur hratt VINNA við að klæða nýjan ker- skála við álverið í Straumsvík er langt komin og er búist við að henni Ijúki fyrir lok vikunn- ar. Einar Guðmundsson hjá ÍS AL segir þetta starf hafa gengið vel og sé það innan tímaáætlunar. Álklæðning er sett á skálann. Jafnframt er verið að stækka tengivirki fyr- ir álverið, sem hýsa mun spenna og fleiri mannvirki. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar hvetur til aðhalds rísi álver á Grundartanga Uppsveifla veltur á álveri LANDSFRAMLEIÐSLA gæti aukist um 4,5% á næsta ári og þjóðarút- gjöld um 7% verði nýtt álver Columb- ia Ventures byggt á Grundartanga. Jafnframt yrði viðskiptahallinn 20-25 milljarðar króna og verðbólga ykist. Núgildandi þjóðhagsáætlun gerir hins vegar ráð fyrir að lands- framleiðsla aukist um 2,5% á næsta ári, að þjóðarútgjöld aukist um 3,5% og viðskiptahalli verði 15 milljarðar. Grundartangi stærsta óvissuatriðið Þetta kom fram í erindi sem Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhag- stofnunar flutti á ráðstefnu um fjár- mál sveitarfélaga í vikunni. Þar seg- ir Þórður að álverið á Grundartanga sé stærsta óvissuatriðið í spám um þróun efnahagsmála á næsta ári. Á því velti hvort stefndi í meðalár eða veltiár sem fæli í sér framhald upp- sveiflunnar. „Mönnum er því nokkur vandi á höndum við áætlanagerð fyrir árið 1997, ekki síst þeim sem bera ábyrgð á þvi að viðunandi jafnvægi ríki áfram í þjóðarbúskapnum. Ef af álversframkvæmdum verður er ljóst að hið opinbera verður að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þenslu. Í því skyni er skynsamlegast að færa til opin- berar framkvæmdir eftir því sem við verður komið, þ.e.a.s. draga úr þeim á árunum 1997 og 1998 og auka þær í staðinn 1999 og 2000. Slík endurröðun framkvæmda getur ráðið úrslitum um hversu vel tekst að nýta aukna atvinnuvegafj- árfestingu til að efla hagkerfið og treysta lífskjör til frambúðar,“ segir Þórður. Raftækjaverslun íslands hf. í samstarfi við stóra evrópska verslunarkeðju Verðstríð á raftækja- markaði í uppsig’lingii? RAFTÆKJAVERSLUN íslands hf. hefur gert samning við raftækjaverslunarkeðju í Evrópu og býður nú til sölu raftæki frá helstu framleið- endum á mun lægra verði en tækin hafa verið fáanleg á hér á landi til þessa. Að sögn Þorkels Stefánssonar, framkvæmdastjóra Raftækja- verslunar íslands, telur hann að verðstríð sé í uppsiglingu á raftækjamarkaðnum, en hann seg- ir að seljendur þekktra raftækja hérlendis hafi reynt að koma í veg fyrir sölu tækjanna hjá fyrirtæki sínu. Þorkell vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp hvaða verslunarkeðju Raftækjaverslun Islands hefði gert samning við, en sagði fulltrúa hennar væntanlega hingað til lands á næstunni í tilefni af 67 ára afmæli raftækjaverslunarinnar og þá kæmi í ljós hvaða verslunarkeðju væri um að ræða. Hann sagði hana starfa í öllum löndum Evrópu og þúsundir verslana væru innan vébanda hennar og ástæðan fyrir hinu lága verði væru magninnkaup frá framleiðendum raftækjanna. Þorkell segir að umboðsmenn raftækja hér á landi, að undanskildum Heimilistækjum hf., hafi á sínum tíma neitað að selja honum raftæki til endursölu í verslun sinni og þeir muni nú vafa- laust reyna að koma í veg fyrir sölu Raftækja- verslunar íslands á tækjunum. „Kjarni málsins er hins vegar sá að við erum núna að færast í það horf sem tíðkast viðast hvar í heiminum, þ.e. að hægt er að fá öll vöru- merki á einum stað á góðu verði. Fólk þarf því ekki að fara á níu staði í borginni ef það þarf á bakaraofni að halda,“ sagði hann. að taka sig á ►Þeir sem umgangast unglinga telja ekki að ofbeldisverkum hafi fjölgað né að þau séu grófari, en líklega hafi þau færst neðar í ald- urshópa. /10 Upplausn í landinu gleynmda ►í Hvíta-Rússlandi er að fmna tíu milljóna manna blásnauða þjóð í tilvistarkreppu. /12 Lesið í erfðaefnið ►Dr. Kári Stefánsson, er frum- kvöðull og forstöðumaður nýrrar umfangsmikillar rannsóknastofu um íslenskar erfðagreiningar. /18 Draumur hvers manns ►í Viðskiptum/atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Jón Ólafsson og Helgu Hilmarsdóttur, eigendur Skífunnar. /24 B________________________ ► 1-32 Ævintýraferð um Afríku ►íslenska fjölskyldan sem er á leiðinni frá syðsta odda Afríku, Góðrarvonarhöfða, til Tröllaskaga, fóru síðsumars um Uganda og Zaire, og lentu í ýmsum ævintýrum að vanda. /1-5 Aldrei aftur til Bosníu ►Músliminn Miralem Haseta kom til íslands til að spila knattspyrnu með íslensku liði og tveim dögum síðar braust stríð út í Júgóslavíu fyrrverandi. Þurfti hann að beita klókindum til þess að ná serb- neskri eiginkonu sinni og ársgöml- um syni þeirra úr stríðshijáðu landinu./11 Eðlilegt framhald ►Hljómsveitin Todmobile, ein helsta öðlingssveit landsins í upp- hafl þessa áratugar tók fyrir skemmstu upp þráðinn, eftir þriggja ára hlé./14 Taki ég eitthvað að mér, vil ég gera það vel ►indriði Pálsson, sem fyrir skemmstu hreppti æðstu verðlaun Norðurlanda fyrir frímerkjasafn sitt, segir frá áhugamálinu og sjálfum sér. /16 c FERÐALOG ► 1-4 Japan ►Pílagrímsferð á topp Fuji fjalls. /2 Mörgum spurningum ósvarað ►Drukknun tveggja Þjóðverjar í jarðvísindaleiðangri í Öskjuvatni árið 1907 í nýrri bók um málið. /4 D BÍLAR ► 1-4 Galant með GDI vélinni ►Mesta hönnunar- ogtækninýj- ungin í bifreiðaiðnaðinum að mati Car. /2 Reynsluakstur ►Liðugur og röskur Almera hlað- bakur. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbréf 28 Skoðun 32 Minningar 36 Myndasögur 42 Bréf til blaðsins 42 ídag 44 Brids 44 Stjömuspá 44 Skák Fólk í fréttum Bíó/dans Iþróttir Utvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gárur Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist 44 46 48 52 5í 5£ 8t 6t lOt 12t INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.