Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Sjávarútvegsráðherra Namibíu, Hifikepunye Pohamba, í opinberri heimsökn á Islandi
64 ÍSLENDINGAR búa í fiskimannabænum Liideritz.
SAMSKIPTI íslands og
Namibíu á sviði sjávarút-
vegs eru báðum þjóðunum
mjög mikilvæg. Samvinna
okkar hefur verið mjög
árangursrík og ég hvet íslenzka
athafnamenn til að hefja starfsemi
þar og miðla okkur af þekkingu
sinni,“ segir Hifikepunye Po-
hamba, sjávarútvegsráðherra
Namibíu, í samtali við Morgun-
blaðið. Pohamba var hér í heim-
sókn í liðinni viku og sagðist mjög
ánægður með móttökurnar.
Mikil samskipti
Samvinna íslenzkra fyrirtækja
og namibískra kemur fyrst og
fremst fram í því að íslenzkar sjáv-
arafurðir eiga 20% hlut í útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækinu Seaflow-
er Whitefish, sem er stórt fyrir-
tæki, sem gerir út nokkra togara.
Þetta fyrirtæki hefur fengið einka-
rétt til tilraunaveiða á rækju innan
lögsögu Namibíu og fara tvö íslenzk
skip til þeirra veiða, Siglfirðingur
og Snæfell. Hjá Seaflower White-
fish vinna um 30 íslendingar.
Hampiðjan er með netaverkstæði
í Namibíu og selur mikið af veiðar-
færum þar. Marel hefur átt mikil
viðskipti við namibísk fyrirtæki og
sömu sögu er að segja af hlerafram-
leiðandanum J. Hinrikssyni og fyr-
irtækjunum Borgarplasti og Sæ-
plasti, sem framleiða fiskikör af
ýmsu tagi.
Um átta íslendingar eru skip-
stjórar og stjórnendur hjá öðrum
sjávarútvegsfyrirtækjum en SW og
Nýsir sér um útgerð tveggja rann-
sóknaskipa fyrir stjórnvöld, en þar
eru skipstjórarnir tveir íslenzkir.
Loks sjá tvær íslenzkar konur um
fullorðinsfræðslu fyrir namibískar
konur, en hún felst í því að kenna
þeim að lesa og skrifa ensku.
Þróunarsamvinnustofnun íslands
sér sjómannaskóla landsins fyrir 6
af 10 kennurum, fjórir Íslendingar
vinna hjá Hafrannsóknastofnun
Namibíu og tveir íslendingar eru
hjá stjómarráðinu í höfuðborg
landsins.
Samvinnan gengur mjög vel
„Ég kem í heimsókn til íslands
til að hitta vini. ísland og Namibía
hafa byggt upp nána samvinnu á
sviði sjávarútvegs. Vináttan milli
þjóðanna byggist á samvinnu ís-
lenzkra og namibískra fyrirtækja,
sem hófst strax eftir að Namibía
öðlaðist sjálfstæði 1990. Samvinn-
an byggist á ýmsum þáttum. ísland
aðstoðar Namibíu við upjjbyggingu
og þróun fiskveiða. Islendingar
leggja til sérfræðiþekkingu á þessu
sviði, enda er þekking ykkar á þessu
sviði mjög mikil.
Þá hafa þjóðirnar komizt að sam-
komulagi um efnahagslega sam-
vinnu með þeim hætti að greiða
fyrir samvinnuverkefnum íslenzkra
og namibískra fyrirtækja í Namibíu.
Namibía hefur þá stefnu að hvetja
til slíkra samvinnuverkefna, einkum
innan sjávarútvegsins. Ég er hreyk-
inn af því að geta sagt íslendingum
frá því að þessi samvinna gengur
mjög vel.
Kem til íslands
til að hitta vini
Samskipti íslands og Namibíu á sviði sjávarútvegs eru mikil. Þar
er bæði um að ræða beina aðstoð frá íslenzkum stiómvöldum og
beina þátttöku íslenzkra fyrirtækja í atvinnulífínu þar syðra. Sjávar-
útvegsráðherra Namibíu, Pohamba, kom hingað til lands í opin-
bera heimsókn. Hjörtur Gíslason notaði tækifærið til að fræðast
áður afar stórtækir. Lítið tillit var
tekið til veiðiþols helztu fiskistofna
og því fara Namibíumenn mjög
varlega við veiðarnar og hafa gott
eftirlit með þeim, sem þær stunda.
„Við tökum alltaf mið af ástandi
sjávar og fiskistofna, þegar heildar-
afli er ákveðinn ár hvert. Undanfar-
in ár hafa skilyrði í sjónum verið
okkur mjög óhagstæð. Því höfum
við ekki getað ákveðið heildarafla
eins mikinn og við kysum. Við höld-
um þeirri reglu að ákveða ekki
heildarafla fýrr en við höfum feng-
ið ráðgjöf fiskifræðinga að loknum
rannsóknum þeirra. A þessu ári
höfum við þurft að gefa út minnsta
leyfilegan heildarafla, vegna þess
að staða fiskistofnanna er ekki
nægilega góð. Við förum að ráðum
fiskifræðinga til að ganga ekki um
of á fiskistofnana og leyfilegur afli
á næsta ári verður einnig í minna
lagi.
Búrfiskur og rækja
um hvemig samskipti landanna gengju. Hann fékk það svar að
þau gengju mjög vel og ráðherrann hvatti íslenzka athafnamenn
til frekari samvinnu við Namibíu-menn.
Morgunblaðið/Golli
TILKYNNINGASKYLDAN skoðuð. Hifikepunye Pohamba, sjávarútvegsráðherra Namibíu, kynnti
sér hvernig starfsemi Tilkynningaskyldunnar er háttað. Það er Páll Ægir Pétursson, sem stendur
við hlið ráðherrans, en Árni Sigurbjörnsson situr við tölvurnar.
Namibía er aðili að SADEC, sem
eru efnahagssamtök þjóða í sunn-
anverðri Afríku. Sjávarútvegur er
hluti verkefna þessara samtaka og
þar hefur Namibía það hlutverk að
marka stefnu í fiskveiðum og
vinnslu á fiski. Við höfum kynnt
íslendingum þessa stöðu, en Þróun-
arsamvinnustofnun íslands hefur
séð okkur fyrir sérfræðilegum ráð-
gjafa, sem vinnur að þessu verkefni
fyrir strandríki innan SADEC.
Árangursrík heimsókn
Ég hef átt mjög árangursríkar
viðræður við Þorstein Pálsson, sjáv-
arútvegsráðherra, og sömu sögu er
að segja af viðræðum við Björn
Dagbjartsson, framkvæmdastjóra
ÞSSÍ. Þá hef ég heimsótt mörg
þeirra fyrirtækja, sem ýmist eru
aðilar að samvinnuverkefnum í
Namibíu eða starfa þar á annan
hátt. Ég er mjög ánægður með
það, sem ég hef séð, og hef hvatt
þessi fyrirtæki til að hefja starfsemi
í Namibíu, bæði til að miðla þekk-
ingu og til að framleiða vörur sínar
þar,“ segir Pohamba.
Varlega farið við nýtingu
fiskistofnanna
Það er stutt síðan Namibía fékk
yfirráð yfir fiskimiðum sínum, en
afkastamiklar fískveiðiþjóðir eins
og Rússar og Spánveijar voru þar
Helztu fiskitegundir við Namibíu
eru hrossamakríl, sardínur, lýsing-
ur, túnfiskur, búrfiskur, humar,
karfi og ýmsar fleiri. Heildarkvóti
er á öllum helztu tegundunum, en
aðrar eru utan kvóta og veiðast
mest sem aukaafli við aðrar veiðar.
Fiskifræðingar hafa ráðlagt okk-
ur að hefja veiðar á djúpsjávarfisk-
um eins og búranum og „alfonsino“
og við höfum þegar auglýst eftir
þeim, sem hafa áhuga á að sækja
um leyfi til veiða á þeim tegundum.
Loks má nefna að talið er að veiðar
á stórri rækju gætu verið möguleg-
ar innan lögsögu okkar. Ég hef ein-
mitt gefið leyfi til slíkra tilrauna-
veiða til tveggja íslenzkra skipa,
sem veiða munu á vegum fyrirtæk-
is, sem íslendingar og Namibíu-
menn standa saman að. Við munum
fylgjast grannt með því hvernig þær
veiðar ganga.
Samvinna á fleiri sviðum
Samvinna : íslands og Namibíu
hefur nú staðið í nokkur ár og
árangurinn hefur verið mjög góður.
Mörg fyrirtæki hafa náð góðum
árangri og og miklir möguleikar eru
á aukinni þátttöku íslenzkra fyrir-
tækja í atvinnulífi okkar. Við hvetj-
um íslenzka fjárfesta til að taka
þátt í þessari uppbyggingu sem nú
á sér stað og deila þekkingu sinni
með okkur. Ég sem sjávarútvegs-
ráðherra hvet til þessa, en við meg-
um ekki einskorða okkur við sjávar-
útveginn. Það eru ýmis tækifæri
innan annarra atvinnugreina og á
sviði jnenntunar. Þannig gæti Há-
skóli íslands til dæmis veitt háskól-
anum í Namibíu bæði ráðgjöf og
ýmsa aðra aðstoð. Þess vegna gæt-
um við séð fyrir okkur mikla sam-
vinnu á sviði menningar- og
menntamála.
Ég er mjög ánægður með fram-
vindu mála. Eg yfirgef ísland mjög
ánægður og vil koma á framfæri
þakklæti mínu til íslenzku ríkis-
stjórnarinnar, forsætisráðherra og
íslenzku þjóðarinnar fyrir afar hlý-
legar móttökur. Ég óska íslending-
um alls góðs í framtíðinni,“ segir
Pohamba.