Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ t 3 ! ■ I I i ! 3 I 4 4 i Í 4 i i i i i < i i SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 31 MAGNÚS Leópoldsson og fjölskylda eftir að hann hlaut frelsi. Eft- ir sex vikna gæsluvarðhaldsvist vissi Magnús að rannsóknaraðilum var Uóst sakleysi hans. Þegar hann spurði Örn Höskuldsson rann- sóknardómara hvers vegna honum væri ekki sleppt svaraði hann: „Ja, hvað á ég að segja mínum yfirmönnum?" MAGNÚS sat á fjórða mánuð í klefa sem rúmar eitt rúm og lítið borð og hefur ekki fulla lofthæð. Höfundur bókarinnar Saklaus í klóm réttvísinnar, Jónas Jónasson, og Magnús heimsóttu einangr- unarklefann í Síðumúlafangelsi sumarið 1996 þegar bókin var á lokastigi. Líf manns sem settur er I gæsluvaröhald tekur algjörum umskiptum. Honum er kippt út úr samfélaginu. ef ég yrði samvinnuþýður og bætti við að það þýddi ekkert fýrir mig að fara í hungurverkfall, hann hefði frétt að ég borðaði ekkert eða lítið. Ég sagðist einfaldlega ekki hafa mikla matarlyst. Það var auðfundið að hann var að reyna að komast í þægilegt sam- band við mig.... Þrátt fýrir þægilega framkomu mannsins, sem kominn var gestur inn í klefann til mín, fann ég fljótt að hann var gagntekinn af þeirri vissu að ég væri sekur maður. Samt sem áður fannst mér gott að geta talað við hann. Ég hafði ekki verið hér nema einn dag og var þegar farinn að finna fýrir þögninni. Og ég talaði tæpitungulaust við hann. Ég spurði hvers konar djöfuls fram- koma þetta væri við saklaust fólk en hann svaraði hæglátlega að þetta væru eðlileg viðbrögð, svona fýrst! Hann sagði að það væri mik- il reynsla fýrir því að það borgaði sig fyrir glæpamenn að játa strax, þá gengi þetta hraðar fyrir sig. Það væri betra fyrir þá og betra fyrir fjölskylduna að fá bara skellinn strax. Ég fengi betri meðferð og kannski mildari dóm ef ég væri samvinnuþýður og segði hveijir hefðu verið með mér í þessu.“ Hafður í haldi þar til hann játaði „Maðurinn í svörtu fötunum með gylltu hnappana talaði föðurlega til mín, rétt eins og ég hefði verið stað- inn að því að kasta gijóti í ljósa- staur. En tíminn leið hraðar og ég fór að vona að manninum leiddist í vinnunni og hefði þess vegna gam- an af því að sitja að rabbi. Svo fann ég að honum þótti ég frekar erfiður glæpamaður úr því ég vildi ekki játa. Hann laumaði því út úr sér að ég væri ekki hér af ein- hverri tilviljun, handtaka mín hefði verið undirbúin af hinum færustu mönnum. Ég spurði hvort hann væri líka rannsóknaraðili því þótt ég væri fákunnandi um svona mál þá fannst mér að fangaverðir ættu ekki að tala svona. Hann svaraði að þetta samtal færi fram af góð- vild til mín. Mér fannst hann skelfílega vit- laus og gegnsýrður af þessu rugli sem einkenndi þá sem höfðu orðið í fangelsinu. En ég hafði líka samúð með honum og reyndi að leiðbeina honum á braut sannleikanns, en hann vildi heldur ganga utan vegar. Niðurstaðan af þessu samtali var sú að það yrði ekkert gert fyrir mig fyrr en ég væri búinn að játa. Þangað til yrði ég látinn dúsa þama áfram. Með það sneri hann sér að dyrun- um og hringdi bjöllunni. Þegar dymar opnuðust fór hann út án þess að líta til baka. Hurðin skall aftur og slagbrandarnir vöktu skelf- ingu mína á ný. Ég sat eftir hreyf- ingarlaus, eins og fígúra úr kross- viði.“ Þannig hófst 105 daga einangr- unarvist Magnúsar Leópoldssonar í Síðumúiafangelsi í janúar árið 1976. Hann gekk út úr fangelsinu tæpum fjórum mánuðum síðar, að kvöldi 9. maí, reynslunni ríkari. Frá henni segir í bókinni en dagamir í klefanum þrönga hafa fylgt Magn- úsi æ síðan. Hann hefur borið lík- amlegan skaða af vistinni. Hann léttist vemlega, var aðeins 63 kíló þegar hann kom úr fangelsinu auk þess sem ónæmiskerfíð bilaði. Þá em sálrænar afleiðingar vistarinnar ótaldar. Þótt hann hafi losnað úr haldi og verið saklaus af morðinu, sem yfirvöld töldu að hann hefði framið,. hefur honum reynst erfitt að vinna gegn fordómum fólks sem stimplaði hann morðingja. Sú byrði hefur kannski vegið þyngst í þá tvo áratugi sem liðnir em frá því að hann var í 105 daga saklaus í klóm réttvísinnar í Síðumúlafangelsi. 0Bókarheiti: Saklaus íklóm réttvisinnar — Magnús Leópoldsson rýfur þögnina um 105 daga gæsluvarðhaldsvist, 208 hls. Höfundur erJónas Jónasson. Útgefandi Vaka HelgafeH. Leiðbeinandi verð... Þannig skiptir þú pokatoppum fyrir jólatónlist eða peninga Ef þú vilt fá Merrild jólatónlist eða reiðufé þarftu að fylla út þennan miða og setja hann í umslag ásamt pokatoppunum. Þegar þú hefur safnað pokatoppum fyrir jólageisladiski eða snældu getur þú annaðhvort sent ávísun með eða greitt Qárhæðina inn á gíróreikning Merrild. Póstgíróreikningurinn er 56 86 86 og senda þarf frumrit kvittunar ásamt útfylltum miðanum og pokatoppunum í umslagi til: Merrild Kaffi Pósthólf 4132 124 Reykjavík Tilgreina þarf sendanda á bréfið og frímerkja rétt. Lokafrestur til að senda inn pöntun með þessum hætti er til 9. desember 1996. Eigi síðar en 2 vikum eftir að okkur hafa borist toppamir sendum við þér svar. Vinsamlegast ritaðu greinilega Nafn_______________________________________________________________________ Heimilisfang_______________________________________________________________ Póstnr._______Póststöð_______________—------------------------------------- Sími_______________________________________________________________________ | | Merrild jólalög: Ég óska eftir að fá send Merrild jólalög á Q geisladiski Q snældu og ég sendi með 10 toppa ásamt ávísun að fjárhæð 300 kr. eða gírókvittun. Greiðsla með Q ávísun Q gíró Ég óska eftir að fá reiðufé og sendi_toppa en verðgildi hvers þeirra er 20 kr. Óskir þú eftir að fá reiðufé í skiptum fyrir toppa getur þú skipt minnst 5 og mest 10 toppum en verðgildi hvers er 20 kr. Fjárhæðin verður lögð inn á bankareikning þinn. Mundu því að gefa upp bankanúmer, reiknings- númer (og kennitölu). Bankanr. Rcikn.nr. Kt. - Athugaðu vinsamlegast að ekki er hægt að senda fleiri en 10 toppa hvort sem keyptur er geisladiskur eða snælda eða skipt fyrir reiðufé. Því fæst ekkert fyrir toppa sem eru umfram 10 og við endursendum þá ekki. Aðeins er gert ráð fyrir að hvert heimili kaupi einn geisladisk eða eina snældu. í boði meðan birgðir endast. Mmiát Tilboðin gilílii aðeins um toppa af Rauðum Merrild 500 g (brennsluafbrigðin 103, 104, 304) og Merrild Light 500 g. Ibppuriim af og lagið á Klipptu toppa til þess að vinna disk Merrild setur brag á sérhvern dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.