Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 21 IÐNAÐARMENN voru af kappi að ljúka frágangi. Kári hrósar mjög íslenskum iðnaðarmönnum, sem hafi unnið vel og af miklum krafti við að innrétta rannsóknastofurnar á skömmum tíma. dóttir Ólafs Ólafssonar skrifstofu- stjóra Alþingis Þorsteinssonar lækn- is, og Svanhildar Björnsdóttur röntgentæknis. Þau eiga 12 ára stúlku, sem er í Tjamarskóla og hefur gengið mjög vel að aðlagast íslensku samfélagi. Nítján ára göm- ul dóttir þeirra er við nám í Univers- ity of Wisconsin í Madison og 25 ára sonur þeirra hefur að undan- förnu unnið hér við að setja upp tæki í rannsóknastofunni. Einkaleyfi til að þróa áfram Að lokum spyrjum við dr. Kára Stefánsson hvað verði um niðurstöð- urnar þegar þær eru fengnar í þess- ari íslensku erfðagreiningastöð. „Markmiðin sem knýja mann til að vinna að þessu eru tvenns kon- ar,“ svarar hann. „Annars vegar er það til þess að auka þekkingu þekk- ingarinnar vegna, sem er alltaf spennandi. Hitt, sem er að vísu miklu meira spennandi séð frá mín- um bæjardyrum sem læknis, er að þessar niðurstöður sem við fáum hér verði notaðar til að búa til lyf og skapa aðrar aðferðir til þess að lækna og fyrirbyggja sjúkdóma." Hveijir gera það? Það verður lík- lega í flestum tilfellum í höndum stóra lyfjafyrirtækjanna, sem era einu aðilarnir í okkar samfélögum sem eru nægilega stórir og kraft- miklir til að geta gert það. Hug- myndin er sú að við myndum sam- vinnu við hin stóru lyfjafyrirtæki, þannig að þau greiði kostnaðinn við rannsóknirnar, taki áhættuna af þeim, en fái síðan rétt til að þess að taka þessar niðurstöður og reyna að þróa þær yfír í meðferð við sjúk- dómum eða aðferð til að lækna þá“. Fá þau einkarétt á því? „Hug- myndin er að fyrir að borga þessar rannsóknir fái þau að notfæra sér þessar upplýsingar, þ.e. að sækja um einkaleyfí á að þróa eða selja meðferðir sem byggjast á þessum niðurstöðum," segir Kári og bætir við að ekki séu allir sáttir við að lyfjafyrirtækin fái einkarétt á slíku leyfi. „Til era þeir sem líta svo á að slík einkaleyfi endurspegli ljótustu hlið kapitalismans. Að það séu stór lyfjafyrirtæki úti í heimi sem hafí einkaleyfí á genum þeirra. En málið er að þessi einkaleyfi, sem við erum að tala um hér, era ekki einkaleyfí á að vinna með þessar niðurstöður. Það getur hver sem er. Þótt lyfjafyr- irtæki hafi einkaleyfi á að selja lyf, sem byggjast á einhverri þróun sem grundvallast á upplýsingunum sem fengnar era hér, þá geta menn við alla háskóla í heimi haldið áfram rannsóknunum. Það sem lyfjafyrir- tækin hafa einkaleyfí á er að selja ákveðin lyf sem byggjast á þessum niðurstöðum, sem þau þróa sjálf. í kjörheimi væri best að hafa ekki svona einkaleyfi. En í hinum hvers- Bresk hönnun Mercedes hátækni Austurlensk umhyggja Bandarískur styrkur Vagnhöfða 23 • 112 Reykjavík • Sími 587-0-587 • Fax 567-4340 dagslega, hráa og svolítið ófull- komna heimi sem við búum í, er engin önnur aðferð til sem getur aflað þeirra peninga sem eru nauð- synlegir til þess að þróa þessi lyf. Talið er að kosti að meðaltali í kring- um 250-300 milljónir dollara að þróa lyf á grandvelli upplýsinga eins og þessara sem fást út úr því að finna erfðavísa. Þá peninga er hvergi hægt að finna eða afla öðru- vísi en gegnum einkaleyfí sem lyfja- fyrirtækin fá. Þau mundu aldrei setja svona háa upphæð í lyf nema þau hefðu möguleika á að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Það er löng leið eftir þótt við höfum fundið erfðavísa. Leiðir er hægt að mæla í kílómetram, en líka í peningum. Og leið sem er hvorki meira né minna en 250-300 milljón dollara löng, ferðast menn ekki öðruvísi en hægt sé að fá einkaleyfi. Hvemig ætti annars að fá slíkar upphæðir? Lyfjafyrirtækin færa ekki að setja svona peninga í það nema hafa ein- hveija tryggingu. Og það er gert með þessum einkaleyfum til að halda áfram. Geri þau það ekki, þá gerir það enginn annar að þróa þetta áfram á grandvelli þessara upplýs- inga. Þessi einkaleyfi vinna því að hagsmunum sjúklinganna og era raunveralega grandvöllur þess að séu þróuð lyf til að lækna sjúkdóma og lina þjáningar og til að fyrir- byggja sjúkdóma. Það kann í sjón- hendingu að hljóma illa, en þetta er einfaldasta, klárasta og í raun- inni eina leiðin sem til er í heiminum í dag til að afla ijár til að búa til lyf. Oll þau lyf, sem til eru í heimin- um í dag og einhveiju máli skipta, hafa verið þróuð vegna þess að ein- hver lyfjafyrirtæki hafa fengið á þeim einkaleyfí. Sumir líta svo á að það hljóti að vera slæmar rannsóknir sem eru unnar fyrir fé sem k^mur frá lyfja- fyrirtækjum, en góðar rannsóknir sem eru reknar fyrir fé sem kemur úr vasa almennings,“ segir Kári þegar við ræðum þetta áfram. „Mál- ið er bara að á þessu er nákvæm- lega enginn munur. Það sem skiptir máli eru aðferðirnar sem eru notað- ar. Einnig skiptir máli hvort nægi- legt fé sé til að vinna þessar rann- sóknir af þeim krafti með aðferðum sem bestar era. Staðreyndin er ósköp einfaldlega sú að rannsóknir í líffræði og rannsóknir í mannerfða- fræði era sífellt að verða dýrari og það er ekki nokkur möguleiki að afla nægilegs fjár til þess að vinna þær á besta hátt öðruvísi en að nota sér hið mikla fé lyfjaiðnaðar- ins. Það geram við einfaldlega. Lyfjaiðnaðurinn hefur á engan hátt áhrif á heiðarleika í vinnu okkar. Við eram að spyija grundvallar- spurninga og við komum til með að svara þeim. Og það sem meira er, við komum til með að birta þær niðurstöður um leið og þær verða til. Lyfjaiðnaðurinn getur ekki haft nokkur áhrif á það. I þau fáu skipti sem fundist hafa erfðavísar er hýsa stökkbreytingar sem valda sjúk- dómum og reynt hefur verið að sitja á slíkum upplýsingum dálítinn tíma þá hefur það valdið slíkri reiði að þau fyrirtæki sem hafa reynt það hafa ekki staðið undir því. Upplýsingar birtar Þannig að það er ekki nokkur vafí á því að þær niðurstöður sem við fáum verða birtar. Um leið og við höfum eitthvað sem er þess virði að birta þá verða okkar niðurstöður birtar samstundis. Svo að allar áhyggjur manna um að hér uppi á Lynghálsi eigi að fara fram einhver ljót útgáfa af kapitalisma, sem komi til með að stela genum úr íslending- um og búa til úr því peninga fyrir vond lyfjafyrirtæki er bull og vit- leysa. Hér koma til með að fara fram rannsóknir af hæstu gráðu á fullkomlega heiðarlegan og opinn hátt, þar sem verða búnar til niður- stöður sem birtar verða strax. Það eina sem er öðruvísi en þær rann- sóknir sem gerast í Háskóla ís- lands, er að við höfum fjármagnað þetta fyrir peninga sem koma ekki úr vösum íslenskra skattborgara. En við geram það með nægilega mikið fjármagn til að geta gert þetta á þann liátt sem er samkepnishæfur við það besta sem gerist í heimin- um,“ sagði Kári í lokin. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.