Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 23 __________FRETTIR_________ Áskorun um að hætta við breytingar á unglinga- og útideild Félagsmálastofnunar Sérhæfíngin færð yfír á hverfa- skrifstofur UM 200 manns hafa skrifað undir áskorun til borgarstjóra, félagsmála- ráðs og borgarstjórnar um að hætt verði við fyrirhugaðar breytingar á starfsemi unglingadeildar og úti- deildar og að starfsemin verði efld en ekki lögð niður. I greinargerð félagsmálastjóra til borgarstjóra, sem lögð hefur verið fram í borgarráði segir að ekki sé verið að leggja deildirnar niður eða leggja af þá sérþekkingu sem þar sé til staðar. Verið sé að færa sérhæf- inguna út á hverfaskrifstofurnar og samþætta það starf sem snýr að barnafjölskyldum í vanda. Bætt þjónusta í erindi félagsmálastjóra kemur meðal annars fram að endurskipu- lagningin byggist á því meginmark- miði að bæta þjónustuna við þá sem leita til stofnunarinnar, einkum fjöl- skyldur með börn og unglinga. Enn- fremur að forvarnarstarfíð verði eflt og gert markvissara en til þess að markmiðið náist verði að endurskipu- leggja allt starf fjölskyldudeildar enda hafi menn til fjölda ára, bæði kjörnir fulltrúar og starfsmenn verið sammála um að mikil þörf væri á endurskipulagningu. Bent er á að nokkuð hafi skort á heildarsýn yfir málefni þeirra sem leita tii fjölskyldu- deildar og að fólk hafi stundum þurft að leita til margra aðila á stofnun- inni til þess að fá þjónustu. Stefnt sé að því að hver fjölskylda eða ein- staklingur hafi framvegis einn ráð- gjafa sem tengilið og að hann verði starfsmaður, sem næst vettvangi, það er heimili viðkomandi, á einni af þremur hverfaskrifstofum fjöl- skyldudeildar. Því hafi verið ákveðið að færa ýmis sérsvið og deildir út á hverfaskrifstofurnar, til dæmis áfengisráðgjöf, félagslega heima- þjónustu, húsnæðismál og málefni unglinga. Félagsmálastjóri segir útideildina hafa unnið mjög gott starf en svo virtist, sem dregið hafi úr aðsókn að þjónustu deildarinnar að undan- förnu enda hafí ný úrræði bæst við á undanfömum árum eins og starf- semi Rauða kross hússins og fjöl- breytt starf íþrótta- og tómstunda- ráðs fyrir unglinga innan 16 ára og Hitt húsið með sinni starfsemi. Því sé talið tímabært að breyta starf- sviði útideildar. Loks segir að þegar verið sé að endurskipuleggja stofnan- ir og forgangsraða verkefnum með takmörkuðum fjármunum verði ekki bæði haldið og sleppt. Með endur- skipulagningu sé verið að leitast við að nýta starfskrafta stofnunarinnar betur og að þá verði að líta á fjöl- skyldudeildina í heild og skyldur stofnunarinnar samkvæmt lögum. Þær ákvarðanir sem félagsmálaráð samþykkti í júní s.l. hafi verið teknar eftir viðamikinn undirbúning, um- fangsmikla vinnu og að vel athuguðu máli. Fyrirvari um endurskipulagningu Fulltrúar Reykjavíkurlistans í fé- lagsmálaráði ítrekuðu í bókun fyrri afstöðu sína til skipulagstillögu Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur, sem samþykkt var í félagsmálaráði í júní sl. Þar segir að verið sé að vinna að nánari tillögum og útfærslum á skipulaginu, bæði unglingamálum og annarri starfsemi sem verið væri að endurskipuleggja, ekki hvað síst með tilliti til samþættingar þjónustu með heildarhagsmuni fjölskyldunnar að leiðarljósi. í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins er ítrekaður fyrirvari í fyrri bók- un, við afgreiðslu tillögunnar í fé- lagsmálaráði, um mikilvægi þess að leysa upp unglingadeildina og flytja starfsemi hennar út á hverfaskrif- stofurnar að jafnmiklu leyti og tillag- an gerði ráð fyrir. Hinar tæplega 200 athugasemdir og mótmæli fagfólks um málefni unglinga taki undir það sjónarmið. Grenning án áreynslu, vöðvabólgumeðferð, meðferð gegn húðsliti o.fl STRATA3»2»1 hefur um árabil þróað kerfi sem er um margt ólíkt hliðstæðum kerfum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og er STRATA 3*2*1 kerfið eitt það öflugasta og þægilegasta sem völ er á. Nýtt með STRATA 3*2*1: Meðferðin tekur aðeins 20 mín. Rafstraumurinn er ekki lengur óþægilegur. Árangurinn lætur ekki á sér standa Pantaðu tíma og prófaðu! (Sjáðu Séð og heyrt síðasta tölublað!) Heildsala og snyrtistofa Síðumúla 34 Sími 568 8850 „íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi" - hluti haminqjunnar fjel&t náttúrlega í því að gera gcð kaup Góð kaup þurfia ekki að þýða lœg&ta verð. Gœðin ikipta líka máli. Berðu alltah iaman verð og gœði. íilerukur iðnaður á heimsmœlikvarða SAMTÖK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.