Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRK Valsdóttir og Magnús Leópoldsson. Tuttugu ár eru liðin frá atburðunum örlagaríku sem gerðust 1976. Samt lifa þau enn í skugga þeirra. Saklaus í klóm réttvísinnar Klukkan sex að morgni þann 26. janúar árið 1976 sótti rannsóknarlögreglan Magnús Leópoldsson á heimili hans og hafði á brott með sér. Magnús hafði aldrei komist í kast við lögin. Hann var fluttur í Síðumúlafang- elsi og hnepptur í gæsluvarðhald, sakaður um að hafa myrt Geirfinn Einarsson. Eftir hálfan annan mánuð kvaðst rannsóknardóm- ari í málinu vera viss um sakleysi hans. Samt var hann hafður í haldi í tvo mánuði til viðbótar. Magnús hefur í tvo áratugi þag- að um þessa erfíðu daga en segir nú sögu sína í bókinni Saklaus í klóm réttvísinnar eftir Jónas Jónasson sem Vaka-Helgafell gefur út. MORGUNBLAÐIÐ birtir hér nokkur kaflabrot úr upphafi hennar með leyfi útgefanda. Óboðnir menn í svefnherbergi Bókin Saklaus í klóm réttvísinnar hefst á*því að ómerktum lögreglu- bíl með þremur óeinkennisklæddum lögreglumönnum er ekið í Kópavog að íbúðarblokk. Mennirnir hringja dyrabjöllu hjá hjónunum ungu, Magnúsi Leópoldssyni, 26 ára fram- kvæmdastjóra veitingahússins Klúbbsins og Björk Valsdóttur 28 ára og tveimur dætrum, Valdísi níu ára og Maríu sex ára. Eldri dóttirin opnar fyrir lögregluþjónunum: „Valdís vekur foreldra sína og segir angistarfull að það séu menn frammi að spyija eftir pabba og móðir hennar rís upp úr rúminu og fer fram að athuga hvað sé á seyði, en mennirnir þrír biðu ekki eftir boði um að ganga í bæinn, þeir eru þegar komnir inn í forstofuna og standa sem þvergirðing þegar Björk kemur fram. Þegar hún sér að þeir ætla ekki að hverfa á brott snýr hún við og fer aftur inn í svefnher- bergið og ætlar að loka dyrunum svo hún geti talað í einrúmi við mann sinn, en mennirnir ganga óboðnir inn í svefnherbergið og standa við hjónarúmið þegar Magn- ús byijar að rumska til rænu. Hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðr- ~ ið, horfir ringlaður í kringum sig og lítur svo spurnaraugum á konu sína. Hún vill að mennirnir fari út úr svefnherberginu svo að hún geti talað við Magnús. Hann hlýtur að hafa einfalda skýringu á þessu til- tæki mannanna að vaða svona óboðnir inn í það állra helgasta í húsi manna. Talsmaður þremenninganna seg- ir Magnúsi að þeir séu frá rann- sóknarlögreglunni og hann eigi að koma með þeim. Magnús spyr •hvaða nauðir reki þá til að koma endilega á þessum tíma, en þeir svara að hann eigi að vita það, líta á Björk og síðan á Magnús aftur og segja að hann komi nú engum skilaboðum til konu sinnar, þeir muni ekki láta hann einan úr þessu. Þegar allt þetta er að gerast hvarflar ekki að hjónunum að spyija mennina hvort þeir hafi handtöku- heimild sem þeir munu hafa haft en sýna samt ekki. Magnús er nú sestur á rúmstokk- inn og byijaður að klæða sig. Hann virðist rólegur á yfírborðinu, sendir mönnunum engar óþægilegar at- hugasemdir um yfirgang og röskun á heimilisfriði, en loftið titrar af - > óróleika, maður og kona fínna að hér, á þeirra eigin heimili, ráða þau engu um atburðarás.“ Er pabbi bófi? „Björk fer fram og inn í herbergi Valdísar, hún ætlar að reyna að róa barnið sem í ótta sínum og undrun spyr mömmu hvort hann pabbi sé bófi. Björk tekur andköf, strýkur henni um vanga og faðmar að sér og segir að pabbi sé það ekki, seg- ir litlu stúlkunni að hafa engar áhyggjur allt verði í lagi, svona, svona, allt verður í lagi, fer síðan fram í eldhús, en um leið kemur einn lögreglumannanna þangað inn, stendur í dyrunum og fylgist þegj- s andi með henni. ... Björk verður allt í einu yfirkomin af þreytu eftir þessa stuttu vöku, þessa örlagaríku morgunstund á heimili sínu. Hún sest á eldhúsbekk- inn, hallar sér fram á borðið og allt í einu fær hún óviðráðanlegan ekka sem ætlar að rífa hana á hol. Lög- reglumaðurinn horfir þegjandi á þessa ungu fallegu konu sem ailt í einu er orðin svona uppburðarlítil og hann finnur snöggvast til samúð- ar með henni, hann klappar henni laust á herðar og segir: „Nú verður þú að standa þig og passa börnin þín.“ Svo hlustar maður valdsins á ekkasog konunnar ungu.“ Slagbrandar dregnir fyrir Lögreglumennirnir leiða Magnús á brott og hverfa með hann út í morguninn. Á leiðinni heyrir fang- inn samtöl í talstöðinni og lítur út fyrir að verið sé að aka með fleiri handtekna menn til sama staðar og ríði á að koma þangað ekki allir á sama tíma. Magnús veit ekki á hvaða leið þeir eru, hann er skelf- ingu lostinn, honum er varla svarað og láta lögreglumennirnir eins og hann eigi að vita af hveiju hann hefur verið tekinn höndum. Áfanga- staður mannanna fjögurra í ómerkta lögreglubílnum er Síðu- múlafangelsi. „Magnús Leópoldsson stendur í fyrsta skipti í fordyri fangelsis og fær strax mjög sterka tilfinningu fyrir því að þeir sem þar ráða séu sérlegir handhafar hins nýja valds yfir lífi hans og leið. Hann skynjar mjög óþægilega að það er litið nið- ur á hann, sú tilfinning fæddist strax um morguninn þegar hann opnaði augun á lögreglumennina sem stóðu við rúm hans, og sú til- finning magnast þarna í móttöku- herberginu þegar hann snýr við vösum sínum til að sýna að hann hefur eiginlega ekkert að tíunda. En þeirtaka af honum armbandsúr- ið; það er tákn til hans um það að hér inni eigi menn engan rétt á tím- anum. Þeir láta þess þó getið að úrið fái hann aftur. Þegar honum er skipað úr grænu nælonúlpunni og jakkanum, látinn taka af sér beltið og loks sagt að fara úr skón- um, fínnst honum verulega versna hagur sinn. Jakkalaus maður á sokkaleistunum fyrir framan karl- menn í skóm missir talsvert af reisn sinni. Honum er skipað að fylgja þeim inn á gang, og snöggvast fínnst honum hann vera leikari í tragi-kómískri bíómynd. Hann er óhjákvæmilega lágvaxnari svona á sokkaleistunum en verðirnir. Hon- um er vísað í gegnum sterklegt rimlahlið og inn á gang. Hann geng- ur hljóðlaust við hliðina á mönnum; skóhljóð þeirra bergmála um gang- inn um leið og þeir leiða hann að klefa ellefu sem er fyrir miðjum gangi. Innar á ganginum standa fangaverðir vopnaðir kylfum sem þeir halda báðum höndum fyrir framan sig. Enn fæðist með Magn- úsi sú hugsun að hann sé að horfa á bíómynd án þess að hafa keypt sig inn og kylfumennirnir séu auka- leikarar. Þeir standa alveg kyrrir, þögulir og fjarlægir, en samt svo afskaplega nærri. Það þarf töluverðar tilfæringar til að opna dyr að þessum klefa og voldug hurðin minnir Magnús helst á hurð fyrir frystiklefa. Honum óar við að fara þarna inn en hann á enga undankomuleið. Hið öfluga vald sem þennan morgun hefur tek- ið við stjórn á lífi hans er máttugra en öll skynsemi og handhafar þessa valds hafa marga í þjónustu sinni. Magnús heldur ósjálfrátt niðri í sér andanum þegar dyrnar opnast og honum er skipað án orða að fara inn. Hann stígur skólausum skrefum inn í klefann, honum fylgja þau orð að það verði talað við hann, svo er skellt í lás og siagbrandar tveir dregnir fyrir að utanverðu." Þar sem ekki sér mun dags og nætur Líf manns sem settur er í gæslu- varðhald tekur algjörum umskipt- um. Honum er kippt út úr samfélag- inu. Gæsluvarðhaldsfangar fá ekki að hitta ættingja eða vini, aðeins lögmann sinn og þá undir eftirliti. Þeim er óheimilt að lesa blöð og bækur. í þröngum klefa sem er loft- laus, án glugga og ekki sér mun dags og nætur. Þeir hafa aðeins sjálfa sig. í klefanum ræður Magn- ús því einu hvort hann hefur kveikt eða slökkt og svo er þarna bjalla sem hann getur hringt til að fá að fara á salerni. Annað er ekki í hans valdi: „Magnús vonar að dyrnar opnist á hverri sekúndu og hann verði leiddur út í frelsið. Orðið frelsi hef- ur allt í einu fengið alveg nýja og hyldjúpa merkingu í huga hans. Það hefur tíminn líka þegar maður get- ur ekki séð hvað klukkan er. Magn- ús dregur djúpt andann og gengur að rúminu og sest. Hann reynir að halda ró sinni, en það er skelfilegt hvað það er óþægilegt að vera svona lokaður inni og vita ekki hvenær verður opnað aftur. Hann leggst á þetta andstyggðar rúm til að bíða eftir því að verða sóttur. Þeir höfðu sagt að það yrði talað við hann og þeir tala ekki við hann í gegnum vegginn. Hann lokar augunum og finnur allt í einu að þarna inni hafa menn nógan tíma. Það er ekkert útvarp eða sjónvarp í klefanum, ekkert sem truflar. Hann er eins og persóna í vísindaskáldsögu, hann heyrir með öllum líkamanum og er viss um að hann gæti heyrt flugu anda, en í þessari einangrun er ekki einu sinni húsfluga. Hann heyrir alls konar umgangshljóð frammi, mannamál án þess að greina orð, dyr opnast og lokast. Það virðist nóg að gera á stóru fangaheimili. Magnús reynir að búa sér til skýringu á þessu ástandi. Hann veítir því fyrir sér hvort það geti verið að hann hafi ekið utan í bíl kvöldið áður án þess að taka eftir því. Hann og Björk fóru út að keyra. Hann man ekkert skraphljóð, ekki neina óvenjulega nálægð annars bíls.“ Hvað gat saklaus maður óttast? Hann dottar og þegar hann rumskar á ný er hann stund að átta sig á umhverfínu og spyr sig hvort það sé morgunn eða kvöld því að úrið tóku þeir af honum: „í klukkulausri veröld verður tíminn allt í einu gríðarlega þýðingarmik- ill. Ég lá drjúga stund og spáði í tímann en hafði enga viðmiðun, sá engan mun dags eða nætur, hafði ekkert útvarp sem segir svo oft til um hvað tímanum líður. Ég lagði aftur augun og fann að óttinn var byijaður að setjast að mér aftur og auka hjartsláttinn. Ótti við hvað? Hvað gat saklaus maður óttast? Ég bý ekki í landi þar sem óttinn er vopn þeirra sem ríkjum ráða og saídausir menn hverfa sporlaust í nóttinni. Ég reyndi að anda hægt og ró- lega, reyndi að slaka á í herðunum, lagði handleggina niður með síðun- um og byijaði að hugsa sjálfan mig í slökun. Þá heyrði ég að slagbrand- ar voru teknir frá hurðinni, það small stál við stál og dyrnar opnuð- ust. Fangavörðurinn sem kom inn sagði mér þurrlega að koma fram. Ég reis á fætur. Loksins! Auðvitað hlaut þetta að taka enda! Nú mundu þeir biðja mig afsökunar, afhenda mér úrið mitt og skóna mína og ég gæti aftur staðið jafnfætis á meðal manna og vitað hvað klukkan var. Ég gekk út úr klefanum og sá að fangaverðirnir stóðu enn á gang- inum og héldu um kylfur sínar. Kannski var þetta alltaf svona, ekki hafði ég neina reynslu af fangelsum og vissi ekki hvernig menn gættu fanga hér á íslandi. En ég gat ekki að því gert að hugsa um hurðirnar fyrir klefunum, þær voru svo sterk- legar að þær mundu standast árás nauts. Hvers vegna voru þá þessir menn við einhveiju búnir vopnaðir svörtum kylfum og stóðu svona hreyfingariausir og ógnandi?" Klefinn vopn yfirvalda Farið er með Magnús til yfir- heyrslu þar sem honum er tjáð að hann sé grunaður um að vera vald- ur að hvarfi Geirfinns Einarssonar og honum sé best að játa vafninga- laust. „Mér brá verulega þegar þeir sögðu mér hvers vegna ég væri handtekinn. Það hafði ekki hvarflað að mér að handtaka mín væri á nokkurn hátt tengd máli Geirfinns þó að ég hefði auðvitað heyrt ýms- ar furðulegar sögusagnir um hvarf hans. Mér fannst bara ótrúlegt að allur þessi kjaftagangur undan- farna mánuði væri raunverulega búinn að koma mér í fangelsið í Síðumúla. Ég maldaði í móinn og sagðist enga vitneskju hafa um hvarf Geirfinns, ég þekkti hann ekkert og vissi ekki til að ég hefði nokkurn tíma séð hann. Ég sagðist þegar hafa verið yfirheyrður út af þessu máli, það hefði lögreglan í Keflavik gert fyrir nokkru og auð- vitað ekkert óeðlilegt komið í ljós. Þessi yfírheyrsla nú væri því út í hött. í huga mér voru þeir sannarlega á kolvitlausu róli, en þeir höfðu engan áhuga á því sem ég var að segja og skipuðu að farið yrði með mig aftur í klefann. „Lokið hann inni,“ sagði einn þeirra og svo sannarlega var hótun í því. Klefinn varð allt í einu þeirra vopn og raunar allt Síðumúlafang- elsið. Það var líka notað þannig." Verður að vera samvinnuþýður Það var ekki aðeins að lögreglan reyndi að fá Magnús til að játa, fangaverðir í Síðumúlafangelsi lögðu sitt lóð á þær vogarskálar. Fyrsta kvöld Magnúsar í klefanum kom einn þeirra í heimsókn, Gunnar Marinósson, aðstoðaryfirfanga- vörður: „Hann reyndi að tala við mig á allt öðrum nótum en áður hafði verið gert í fangelsinu, tónn- inn var þægilegur og þetta var eins og rabb manna sem hittast á förn- um vegi. Hann byijaði á að útskýra fyrir mér að ég næði meiri árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.