Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Lesið í erfða- efnið þjáningar og fyrirbyggja sjúkdóma. Við þessa stofnun, sem við höfum hér nú, er búið að ráða 40 manns í vinnu,“ heldur Kári áfram. „Lang- stærsti hlutinn er ungir íslendingar, sem hafa átt erfitt með að fá vinnu á sínu sviði hér á íslandi. Einn þeirra er t.d. með meistaragráðu í lífefna- fræði og hefur unnið við hellulagnir í mörg ár, en er nú kominn hingað í vinnu. Þetta er sem sagt nýr vinnu- staður með nýja möguleika fyrir stóran hóp ungra íslendinga, sem gerir þeim kleift að vinna við rann- sóknir innan erfðafræði, sem er samkeppnihæf við það sem best gerist í heiminum. Fýrir utan það að við erum að leggja af mörkum vinnu til að skapa nýja þekkingu til þess að undirbúa möguleika á því að meðhöndla og fyrirbyggja slæma sjúkdóma, þá fær samfélagið það út úr þessu að við erum líka að skapa vinnu.“ Sem við göngum um stórar rann- sóknastofurnar segir Kári að sér finnist lúxus og mikil forréttindi að vera í aðstöðu til þess að geta boð- ið vinnu hópi af ungu fólki, sem hefur góða menntun og er vel þjálf- að, þannig að það geti ekki bara unnið fyrir salti í grautinn heldur á sama tíma aukið við þekkingu sína, búið til nýja þekkingu og tekið þátt í rannsóknum af kraftmestu og bestu gerð. Og hann bætir við: „Fólki í þessu samfélagi, sem af einhverjum undarlegum ástæðum vili alltaf búa á íslandi þar sem það á rætur.“ Fjármögnun kemur að utan „Þetta er alit gert fyrir fé, sem flyst inn í landið, þetta eru ekki rannsóknir sem eru framkvæmdar fyrir skattpeningana hennar Guð- rúnar uppi í Breiðholti. Og engin áhætta tekin hér,“ segir Kári þegar við víkjum talinu að þessum dýru rannsóknum og fjármögnun þeirra. Og spyijum hvort hér sé tjaldað til tveggja ára. Því svarar hann neit- andi. „Hugmyndin er að þetta verði varanlegt. Það sem þú hefur í huga er að við öfluðum 12 milljón dollara- (tæpar 800 milljónir ísl. kr.), sem átti að nægja til að reka þetta fyrir- tæki í tvö ár, en við reiknum nú með að dugi í 3 ár. Það er bara upphafsfjármagn. Við erum nú þeg- ar komnir vel á veg með að afla miklu meiri peninga til viðbótar. Ef ekki gengur iila þá kemur þessi starfsemi til með að verða hér um aldur og ævi, fastur hluti af þessu samfélagi." 1 STARFSFÓLK á morgnnfundi með verkstjóra á rannsóknastofu, dr.Jeffrey Gulcher lækni. ekki. Hinar persónutengdu upplýs- ingar fáum við aldrei. Viljum ekki fá þær upplýsingar, vegna þess að þær eru einkamál fóiks, sem við viljum ekkert af vita. Við getum semsagt séð þetta, en ekki fyrr en búið er að rjúfa tengslin við nöfnin. Það er mjög mikilvægt, vegna þess að ættleiðingar og glasafijóvganir eru einkamál fólks og ekki okkar undir neinum kringumstæðum. Þvi er gífurlega mikilvægl í svona rann- sóknum að tengslin milli nafna og niðurstaðna séu rofin. Við förum meira að segja að því af slíkri var- kárni að þeir sem vinna inni á rann- sóknastofunni eru aldrei sama fólkið og þeir er færa inn upplýsingamar og aftur ekki sama fólkið sem safn- ar sýnum. Nei, hér getur ekkert frést, því enginn einstaklingur fylg- ir upplýsingunum frá því þær koma inn á stofnunina og þangað til búið er að búa til niðurstöður. Þannig að það er ekki nokkur möguleiki fyrir einstakling eða fyrir mig að komast í þær upplýsingar. Við höf- um eytt mörgum deginum við að reyta hár okkar og skegg í leit að aðferðum til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar verði til. Við vilj- um þær ekki. Það er ekki okkar hlutverk," segir Kári með áherslu. Framtíðarfyrirtæki En hvað um hann sjálfan. Verður hann hér áfram? „Eg er í ársleyfi frá Harvard og bý hér með minni fjölskyldu. Reikna fastlega með að ég komi til með að vinna hér áfram og hætta í Harvard með vorinu. Það er að segja að það markast svolítið af því hvað stjórn þessa fyrirtækis vill gera. Ég hefi aldrei rekið svona fyrirtæki áður. Það má vera að í ljós komi að ég hafi ekki það sem til þarf,“ bætir Kári við. Hann upplýsir að fyrirtækinu stýri 7 manna stjórn, sem saman- standi af þremur fulltrúum fjár- festa, sem settu peninga í þetta, og ijórum fulltrúum frumkvöðlanna, sem komu því af stað. Auk hans sjálfs eru það Ernir Snorrason geð- læknir, Kristleifur Kristjánsson barnalæknir, Guðmundur Ingi Sverrisson heimilislæknir, Hálmar Kjartansson í fjármálastjórn fyrir- tækisins og Bandaríkjamaðurinn Jeffrey Gulcher læknir, sem er verk- stjóri á rannsóknastofu. „Til að byija með var þetta spurn- ing um hvort okkur tækist að koma þessu á skrið,“ segir Kári. „Það hefur gengið alveg gífurlega vel. Mér finnst einhvern veginn eins og þetta ætli allt saman að ganga. Ef það gengur hins vegar ekki, verðum við að leita ráða til að bæta ástand- ið. Og algengasta ráðið er að leita að nýrri forystu. En ég reikna með að þetta komi til að ganga vel og ég verði hér á komandi árum.“ Kona Kára er íslensk, Valgerður Olafsdóttir félagssálfræðingur, Engar persónutengdar upplýsingar Nú eru að koma í vaxandi mæli inn í íslenskt samfélag börn sem ekki eiga kynforeldra. Þá er einkum átt við glasabörn úr sæði sem t.d. er keypt frá Danmörku. Hvernig kemur það við svona rannsóknir sem byggjast á mannerfðafræði? „Það gerir að verkum að svona rannsóknir, eins og við erum að fást við núna, verða mun erfiðari í framtíðinni, en þó ekki ómögulegar. Þær rannsóknir sem við gerum segja okkur strax að þó einhver einstakl- ingur sem við erum að vinna með sé skráður afkomandi vissra for- eldra þá sé hann það ekki. Það má ráða af erfðaefninu. Kjarni málsins er hinsvegar sá að það sjáum við aldrei fyrr en eftir að búið er að ijúfa tengslin milli nafnsins og ein- staklingsins, þannig að við komumst aldrei að raun um það hvort hann Siggi sé sonur hennar Gunnu og hans Péturs. Við erum bara með númer, sem segir okkur að númer 2 eða 3 sé sonur númer 5 eða 6 eða Mercedes-Benz vélbúnaður. Kröfur okkar tU jeppa eru miklar Þess vegna voldum við • Vélbúnaður MUSSO er frá Mercedes-Benz, 3,2 lítra 220 hestafla bensín- vél eða fimm strokka 2,9 lítra dísilvél, fáanleg í tveimur útfærslum; 100 og 132 hestöfl • Gírbúnaður MUSSO er beinskipting frá Borg-Warner (Bandaríkjunum) eða Mercedes-Benz sjálfskipting. Millikassi er frá Borg-Warner • Drifbúnaður MUSSO er frá bandaríska framleiðandanum Dana/Spicer, peim stærsta í heimi • Við framleiðslu MUSSO er viðhöfð kóresk vandvirkni og nákvæmni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.