Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 35 I i i > i > I I 3 R f I S i s s 1 ■3 1 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 H Skyldan kallar Helgi í Dal deyr úr krabbameini haustið 1945. Þá kemur til kasta Kjartans, en hann var sjötti í systk- inaröðinni og elstur sona í föður- garði, tvítugur að aldri. „Minn þáttur byijaði með því að pabbi skrifaði mér frá Selfossi, þá orðinn helsjúkur. í bréfinu biður hann mig fyrir yngri systkini mín og mömmu, þetta séu síðustu dag- arnir sem hann lifi. Þá byijar tog- streitan hjá mér. Ég var farinn að hugsa um nám í rafmagnsfræðum, en það breytist náttúrlega. Pabbi segir að ég verði að ákveða hvort við verðum um kyrrt í Unaðsdal eða komum okkur fyrir annars staðar. Hann veit auðvitað að ég er ómenntaður og yrði þá að fara á sjó eða eitthvað svoleiðis til að sjá fyrir heimilinu. Hann hafði þó fundið inn á það að mamma vildi frekar vera hérna eitthvað áfram, að minnsta kosti meðan krakkarn- ir væru að vaxa úr grasi, þau sem voru ung. Það verður svo úr að við erum um kyrrt, ákveðum að auka búið heldur og einbeita okkur alfarið að búskap. Reyna að sjá heimilinu farborða með þeim hætti svo hægt verði að koma þeim á legg sem yngri eru.“ Vorið 1950 kemur ný kaupa- kona í Unaðsdal, ættuð austan af fjörðum. Það er Stefanía Ingólfs- dóttir. „Ég klófesti hana eins og allir vita,“ segir Kjartan og hlærí Ekki er að efa að vilji hennar til að búa í Unaðsdal hafði sitt að segja. Þó að Kjartan væri ekki gamall þegar skyldan kallaði tók hann fljótlega að sér ábyrgðarstörf, fór í hreppsnefnd og sat í henni yfir þijátíu ár, þar af oddviti í rúm tuttugu. Hann sat einnig í sýslu- nefnd og stjórn Orkubús Vest- fjarða og Mjólkursamlags ísfírð- inga. Nýtt hús og fjárfellir Kjartan og Stefa láta hendur standa fram úr ermum við að byggja upp búið. Þau byija á því að lagfæra húsakynnin, en þá bjuggu þau í húsinu sem Helgi faðir Kjartans hafði reist árið 1927. Þar eð lausafjárstaðan var miður góð og lánsfé torfengnara en nú reyndist ekki auðvelt að komast yfir jafn sjálfsagðan grip og eldavél. Koxeldavél var einmitt fyrsta fjárfesting Kjartans og Stefu og þurfti Kjartan að ganga fyrir kaupfélagsstjóra, kaupmann og bankastjóra til að fjármagna kaupin. Ekki var honum alls staðar vel tekið, en lánið fékkst að lokum og var borgað á umsömdum gjald- dögum. Sumarið 1959 byijar Kjartan að byggja nýtt íbúðarhús, húsið sem enn stendur þótt þreytt sé. „En þá verð ég fyrir miklu áfalli. Við erum nýbúin að sleppa fénu. Sjöunda júní gerir hér stórviðri af norðaustri með geysilegri úrkomu, hátt á annað hundrað millímetra úrkoma og mikið af því snjór og krapi. Féð er komið fram fyrir ár og árnar verða svo miklar að það er ekki hægt að reka það heim. Og þá missi ég 40 lömb. Þetta var ansi mikið áfall, ekki síst af því ég ætlaði að fara að byggja, var búinn að kaupa timbrið. Jóhann T. Bjarnason, sem þá var orðinn kaupfélagsstjóri, sagði mér að vera bara rólegur þó að ég þyrfti að taka eitthvað fram yfír innstæðu.“ Kjartan varð að bera tjónið einn, því Bjargráðasjóður var ekki farinn að veita neina aðstoð þá, gerði það ekki fyrr en á kalárunum. En þetta var ekki í eina skiptið sem náttúr- an setti strik í reikninginn hjá Kjartani og Stefu: „Árið 1981 gerði hret snemma um haustið og þá misstum við 25 fjár, það fennti í skurðum héma. Það vildi svo óheppilega til að sýslufundurinn var haldinn óvenju seint og ég var á honum þegar þetta gerðist. Það fylltust hér allir skurðir af snjó.“ Þetta áfall kom ekki á eins slæmum tíma og hið fyrra og kannski má teljast furða að ekki vinnukonurnar ekki undan og mað- ur lenti oft í því að þurfa að hafa opnar dyr til að sjá hvar vegarkant- urinn væri. Og keyra þannig hálfur út úr vélinni. Ég var ósjaldan marga klukkutíma á leiðinni. Ég man að einu sinni var ég að flytja fóðurmjöl og varð að taka það af nokkrum sinnum til að létta á kerr- unni og bera það yfir skaflana." Kjartan minnist þess hve mikill munur það var þegar farið var að keyra olíunni til bændanna. „Áður fékk maður þetta á tunnum með Djúpbátnum og meðan engin var raflýsingin fór mikið af olíu. Það var raflýst hérna 1965 og það var vísirinn að velferðarríki okkar héma. Þá fórum við að hafa það miklu betra. Það var mikill munur fyrir húsmæðurnar, sem fengu þá rafmagnseldavélar, uppþvottavél- ar og önnur tæki. Ég held að þetta hafi verið hið mesta gæfuspor fyr- ir byggðina.“ Búi brugðið „Svo kemur að því að maður fer að finna fyrir aldrinum og sér að það er engin framtíð í því að stunda búskap hér. Og kannski hvergi á landinu - kratarnir vilja nú helst útrýma öllum búskap!“ segir Kjart- an og hlær. „Það kemur bakslag þama. En við vorum forsjál. Við sáum að hér fór byggð hnignandi og þá fómm við út í það að selja ríkinu fjárkvótann. Við það gátum við minnkað umsetningu og til- kostnað og hagað okkur sam- kvæmt því. Þetta var ágætur und- irbúningur undir fullnaðarbrott- flutning. Við Páll í Bæjum vomm einir eftir og vorum búnir að tala okkur saman um að fara jafnt héðan, en svo frestar hann brottför sinni um eitt ár og lendir í þessum mikla snjóavetri 1994-95.“ Kjartan er ekki par hrifinn af öllu ráðslaginu í kringum landbún- aðinn. „Hér hefur verið algjörlega geðbilað kerfi í verðlagsmálum landbúnaðarins,“ segir hann. „Að sjálfsögðu hefðu bændur ávallt átt að semja beint við ríkisvaldið. í stað þess var sett á stofn svokölluð sex manna nefnd, sem skipuð var meðal annars fulltrúum vinnu- markaðarins. Hvað skyldu þeir segja, aðilar vinnumarkaðarins, ef bændur hefðu hönd í bagga með að ákvarða laun þeirra?“ En nú stendur Kjartan bóndi utan við þess konar hagsmunaá- tök. Þau hjónin brugðu búi og sett- ust að í Mosfellsbæ haustið 1994, en þar býr Ingibjörg dóttir þeirra. Undir Esjunni una þau hag sínum vel, en sumrum eyða þau í Unaðsd- al. „Maður ber náttúrlega sterkar taugar til sinnar sveitar, þar sem maður er fæddur og uppalinn. Og auðvitað stóð dalurinn oft undir nafni. Það voru oft mjög blíð veður og við höfum átt marga ágæta daga hérna með börnum okkar og vinum. Ég get ekki sagt annað að minnsta kosti, ég kann alltaf vel við mig hérna, fæ kraft úr Dranga- jökli.“ KJARTAN við tóftir gamla bæjarins í Unaðsdal. Þar bjó m.a. kjarkmaðurinn Kolbeinn í Dal. Dalur- inn var numinn og nefndur af landnámsmanninum Ólafi jafnakolli. KJARTAN í vinnugallanum fyrir nokkrum árum. „Maður fór fyrst að hafa það gott þegar kvótinn kom. Þá var hætt að gera kröfu um að vísi- tölubúið stækkaði ár frá ári.“ hafi fleiri áföll dunið yfir þau af völdum veðurs og vinda í þessari harðbýlu sveit. Þau létu heldur ekki mótlætið buga sig og héldu uppbyggingarstarfinu ótrauð áfram. Arið 1960 fluttu þau inn í nýja húsið. Árin 1963-4 byggja þau upp fjósið og mjólkurhúsið, hlöðuna 1965 og árið 1972 eru fjárhúsin endurbyggð með fulltingi Inndjúpsáætlunar, sem var ætlað að koma í veg fyrir að byggðin hryndi við Djúp. Vélageymslu byggja þau svo allnokkru seinna með dyggri aðstoð Hannibals bróð- ur Kjartans. Þar með voru þau búin að endurnýja öll mannvirki á bænum eða byggja ný og er þá ógetið jarðabóta. Oft illstætt á vetrum UNAÐSDALUR, eyðibýli. „Það eru hátt í 50 hektarar af mjög góðum túnum hérna fyrir ofan, spretta geysilega vel. Svo verða þetta bara sóleyjar og illgresi trúlega. Eftir nokkur ár verður ekkert gagn í að slá þetta. Líklega yrði að brenna það fyrst og umbylta þvi svo.“ BÁSARNIR auðir, mjaltavélarnar farnar, kýmar þagnaðar? Hvernig tilfinning er það? Fyrstu árin var maður á opnum dráttarvélum, það var eiginlega best. Ég kunni verr við hitt. Þegar maður var á opinni dráttarvél gat maður horft í gegnum litla hulsu á úlpunni. Þegar glerið var höfðu „Vetur eru harðir hérna," segir Kjartan. „Norðanáttin getur verið geysilega hörð. Þá er oft illstætt og erfitt að rata. Verstar voru ferð- irnar á bátinn, því Djúpbáturinn fór í ótrúlega slæmu veðri. Það gat verið logn á ísafirði þó að hér væri vitlaust veður. En það kom líka fyrir að báturinn sneri við á miðri leið og það var alverst, þá þurfti maður að bijótast heim með afurðirnar aftur. Eftir að tankarn- ir komu hættum við að fara á bát- inn fyrr en við vorum vissir um að hann kæmist að bryggju, ann- ars hefði mjólkin eyðilagst. Stund- um hefði maður ekki komist til baka með hana, maður var að bijótast þetta niður á bryggjuna með því að moka á undan sér, það er bratt þama niður og hleður í snjó, og þá var ógerningur að bijót- ast til baka á móti veðrinu. Ég man eftir mörgum afar erfiðum ferðum. Og eitt sinn var ég hætt kominn á melunum, stefndi fram af sjávarkambinum. Þá kom hund- urinn mér til bjargar, en hann fór ævinlega fyrir. Við skiptum við íS* SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Guðmundur Sveinsson er framkvæmdastjóri hjá Héðni Smiðju hf, í Garðabæ. Hann er Vélfrsðiflgur... Starf hans felst í daglegum rekstri fyrirtækis sem flytur inn og þjónustar vélbúnað í flutninga- og fiskiskip auk þess sem það sér um tæknivinnu, hönnun og uppsetningu á búnaði fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Guðmundur telur að vélfræðingsnámið sé góð undirstaða fyrir það starf sem hann hefur með höndum og gefi honum nauðsynlega innsýn í mikilvæga verkþætti. Nánari upplýsingar veitir: Ittinnmtaúit Vélstjórafélag íslands Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Borgtutúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 I i j i i t \ \ i i t i i i | i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.