Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta umferð Is- landsmótsins Skagamenn og Eyjamenn mætast Á ÁRSÞINGI KSÍ í gær var dregið um töfluröð í íslandsmótinuj knatt- spyrnu á sumri komanda. í fyrstu umferð fyrstu deildar karla leika nýliðar Skallagríms frá Borgarnesi og Leiftur frá Ólafsfirði, Valur og Grindavík, KR og Stjaman, Kefla- vík o g Fram og stórleikur umferðar- innar verður væntanlega leikur ÍBV og íslandsmeistara ÍA. Þá er jafnframt ljóst að í síðustu umferð mótsins leika Leiftur og ÍBV, Skallagrímur og Grindavík, Valur og Stjaman, Reykjavíkurfé- lögin KR og Fram og íslandsmeist- arar ÍA mæta ÍBK í Keflavík. í annarri deild leika i fyrstu umferð Þór frá Akureyri og Reynir úr Sandgerði, Breiðablik og FH, Þróttur og Víkingur, ÍR og Fylkir og loks taka Dalvíkingar á móti nágrönnum sínum úr KA. Blaðauki umjólaund- irbúning SUNNUDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins fylgir 60 síðna blað- auki sem nefnist Jólamatur, gjafir, föndur. Fastheldni og nýjungagimi togast á í íslendingum og það kemur glögglega fram um jólin þegar menn gera vel við sig í mat og drykk. í blaðaukanum er rætt við fólk um það hvemig jólasiðir þess hafa orðið til, ekki síst þegar maturinn er annars vegar, og hvaða breytingar hafa orðið á þeim í tímans rás. Er- lendra áhrifa gætir víða í jóla- haldi en þeir siðir sem fyrir em halda einnig velli og verður úr skemmtileg blanda. Hugað er að jólahaldi fyrr á tímum og þýðingu jólanna. Þá er íjallað um hvemig skreyta má hýbýlin fyrir jólin á einfaldan en á stundum óvenjulegan hátt. Ekki gleymast jólapakkamir, hvorki innihald né umbúðir. JÓLABLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðan auglýsingablað frá Pfaff. Morgunblaðið/Halldór Tregl á loðnu og síld „ÞAÐ er mikið „búrnmað" enda á mörkunum að hún sé veiðanleg. Þetta er bara til að ergja mann,“ sagði Karl Óskarsson, yfirstýri- maður á síldarbátnum Arney KE 50, í gærmorgun. Bátamir hafa átt í erfiðleikum með að ná síld- inni vegna þess hvað hún stendur djúpt, eins og fram kemur hjá Karli. Fimmtán síldarbátar voru á miðunum í Norðfjarðardjúpi í fyrrinótt. Karl segir að síldin hafí komið upp á 45-50 faðma eftir að hún hafði mest haldið sig dýpra og menn hafi aðeins náð að kroppa. Arney kastaði fjórum sinnum og fékk 140 lestir, þar af 130 lestir í einu kastinu. „Menn eru að láta vaða þó líkumar séu oft ekki miklar," segir Karl. Arney er með síldamót en nokk- ur skip em einnig að reyna fyrir sér með flottroll, skip sem eru að skipta á milli síldar- og loðnu eft- ir því hvernig gengur. Allir með flottroll Sömu sögu er að segja af loðnu- miðunum sem eru töluvert norðar og utar en síldarmiðin. „Þetta er frekar tregt en menn em þó að nudda. Það var bræla í gær og hann spáir brælu í nótt en við náðum einu 70-80 tonna holi í nótt,“ sagði Sigurður Jóhannes- son, 1. stýrimaður á Beiti NK 123, í gærmorgun. Beitir er með flottroll enda nýtist nótin ekki þegar loðnan stendur djúpt og er dreifð eins og um þessar mundir. Beitir er brautryðjandi í notkun flottrolls við loðnuveiðar og segir Sigurður að það nýtist vel en menn þurfi að vera vel útbúnir. Fimm skip vom við loðnuveiðar í fyrrinótt, á nokkuð stóm svæði um 60 mílur austur af Gerpi. Maður féll í skurð MAÐUR féll ofan í skurð í sundinu við Borgarbílastöðina í Hafn- arstræti aðfaranótt laugardags og handarbrotnaði. Unnið er að því að skipta um rör og skurðurinn enn ófrágenginn. Lögreglan í Reykjavík gat ekki gefið nánari upplýsingar um tildrög óhappsins. -----» ♦ ♦-- Hlíðarvegur samþykktur SKIPULAG ríkisins hefur lokið frumathugun mats á umhverfis- áhrifum Hlíðarvegar um Gljúfursá og Öxl í Norður-Múlasýslu. Um er að ræða 2,1 km langan vegarkafla um Gljúfursá og 1,1 km kafla um bæinn Öxl. í stað ein- breiðrar brúar kemur stálræsi og fylling í Gljúfursárgil. Mat skipu- lagsstjóra er að fyrirhuguð vegar- lagning hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt- úmauðlindir eða samfélag. Álit umboðsmanns Alþingis vegna virðisaukaskattsskuldar Oheimilt að skulda- jafna barnabætur UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að innheimtumanni ríkissjóðs og íjármálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að skuldajafna barnabætur og barnabótaauka á árinu 1995 á móti eldri ógreiddum virðisauka- skatti viðkomandi gjaldanda. Beinir hann þeim tilmælum til fjármála- ráðuneytisins að það gangist fyrir því að hlutur gjaldandans verði rétt- ur. Innheimtumaður ríkissjóðs skuldajafnaði barnabætur og bamabótaauka nánast tekjulausrar einstæðrar móður, sem hefur fimm börn á framfæri sínu, við gamlar skuldir hennar við ríkissjóð vegna tryggingagjalds og virðisauka- skatts. Tæplega 264 þúsund fóm til greiðslu virðisaukaskatts og inn- an við 23 þúsund á móti trygginga- gjaldi, alls nærri 287 þúsund kr. Skuldirnár hafði ríkið ekki fengið greiddar við gjaldþrot konunnar. Konan taldi að skilyrði til skulda- jafnaðar væru ekki fyrir hendi, enda hafí umræddar bætur verið nauð- synlegar til framfærslu hennar. Fjármálaráðuneytið taldi sér ekki heimilt að víkja frá ákvæðum um skuldajöfnuð og hélt fast við ákvörðun innheimtumanns. Konan sneri sér að því búnu til umboðs- manns Alþingis sem gaf álit á mál- inu fyrir nokkru. Telst ekki þinggjald Umboðsmaður telur að aðeins hafí mátt skuldajafna ógoldin þing- gjöld frá fyrri ámm en telur að virð: isaukaskattur sé ekki þinggjald. I áliti sínu lætur umboðsmaður í ljós þá skoðun að þrátt fyrir rýmkun á heimild til skuldajöfnunar barna- bótaauka á móti opinbemm gjöldum á árinu 1995 hafí ákvörðun um slíka skuldajöfnun, eins og hún var út- færð í reglugerð og gilti í umræddu tilviki, girt fyrir að barnabótaauki hennar yrði skuldajafnaður á móti eldri virðisaukaskattsskuld hennar. Hins vegar telur hann að nægileg stoð hafi verið fyrir skuldajöfnun barnabótaaukans á móti trygginga- gjaldsskuldinni enda verði að telja að sá skattur falli undir hugtakið þinggjöld. I álitinu kemur fram að gerðar hafa verið breytingar á reglugerð- um og rýmkaðir möguleikar inn- heimtumanna til skuldajöfnunar, meðal annars til að skuldajafna barnabótaauka við virðisaukaskatt. A ► 1-56 Evró eða króna? ►Umræður um áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu á ísland hafa komið upp á yfirborðið að undanförnu. /10 Við höfum verið vængstífðir ►Vladimír J. Semitjastní, eini núlifandi yfirmaður sovésku ör- yggislögreglunnar, KGB, á árum kalda stríðsins, lítur yfir farinn veg. /12 Eíturefnabörn ►í bókinni „Dansað við dauðann,“ má fínna ómetanlega fræðslu um fíkn, efni og vanda unglinga. /18 Hlutirnirendast of lengi ►í Viðskiptum/atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Garðar Gíslason, framkvæmdastjóra Véla- verkstæðisins Þórs hf. I Vest- mannaeyjum. /24 B ► 1-32 „Gamli refurinn" Richard Taylor ►Richard Taylor togaraskipstjóri í Hull var þekktur á Islandi á árum áður. Þessi harðsækni aflamaður saknar „gömlu góðu daganna" við íslandsstrendur, þrátt fyrir nokkr- ar útistöður vegna ítrekaðra land- helgisbrota. /1-5 Föllin þoka okkur áleiðis ►Nokkuð er um liðið síðan Megas sendi síðast frá sér breiðskífu og aðdáendur hans fagna því nýrri plötuhans./11 Innstu myrkur ►íslenska fjölskyldan á ævintýra- ferð frá Góðrarvonarhöfða í S-Afr- íku til Tröllaskaga fyrir norðan, var ekki alveg laust úr myrkviðum Afríku í Zaire. /14 Útselskópur varð að gæfum heimaalningi ►Um kópinn Kobba, öndina, dúf- una, kanínuna og hundinn í Vík í Mýrdal. /16 FERDALÖG ► 1-4 Ródos ►Um Aþenuhof og grískar kirkj- ur./2 Ferðapfstill ►Rannsóknir þurfa ákveðinn samastað. /4 D BÍLAR ► 1-4 Kraftar bílsins og meðhöndlun þeirra ► Af Ökuskóla Audi AG í Austur- ríki. /2 Reynsluakstur ► Snöggur og vel búinn Opel Vectra. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reylqavíkurbréf 28 Minningar 30 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 ídag 42 Brids 42 Stjömuspá 42 Skák 42 Fólk í fréttum 44 Bíó/dans 46 íþróttir 50 Útvarp/sjónvarp 52 Dagbók/veður 52 Gárar 6b Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir lOb Dægurtónlist 12b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.