Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Enginn látinn alveg í friði“ Leiklistardeild ung- mennafélagsins Dagrenningar í Lundar- reykjadal frumsýnir í kvöld Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í félagsheimilinu Braut- artungu. Orri Páll Ormarsson blaðamað- ur og Arni Sæberg ljós- myndari litu inn á æf- ingu í vikunni, þar sem hálf sveitin var samankomin. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORRI hópsins sem kemur að sýningunni á Sjálfstæðu fólki í Lundarreykjadal. ÞÓTT Lundarreykjadalur sé ein- ungis um 25 kílómetrar að lengd virkar hann langur á þessu kol- svarta vetrarkvöldi enda eru ferða- langar með seinni skipunum, auk þess sem þeir eru ekki allsendis vissir um að þeir séu á réttri leið. Varla er ljósglætu að sjá í dalnum og að þeim læðist sá grunur að annað hvort sé hann kominn í eyði eða fólk upp til hópa að heim- an. Mitt í þeim þönkum birtist hins vegar hús baðað ljósum. Brautartunga segir skiltið og ferðalangar varpa öndinni léttar - þeir eru komnir. A móti þeim tekur flokkur fólks GESTIR í Sumarhúsum. Sá sem stendur er Gísli Einarsson for- maður leiklistardeildar Dagrenningar. FJOLSKYLDAN á Gull- berastöðum. r H látí ðal 10U 1! Samspil | lista, menningar og ferðaþjónu stu j Tengist starf þitt ferðamálum, sveitastjórnarmálum, byggðamálum, menningarmálum, listum, hátíðum, markaðsmálum eða ráðstefnum? Þá er hér námstefna fyrir þig. Þaulreyndir fyrirlesarar miðla af reynslu sinni af skipulagningu, fjármögnun, dagskrárgerð, markaðsöflun, kynningu, kostun og stjórnun og upplýsa hvernig þessir þættir tengjast feröamálum með auknum straum gesta og þjónustu við þá. Skýrt verður m.a. frá skipulagningu Listahátíðinnar í Edinborg, sem er stærsta listahátíð í heimi og aflar skosku efnahagslífi ío milljarða ísl. króna á ári, Stockholm Water Festival, sem laðar að sér árlega eina milljón gesta og einnig því frumkvöðulstarfi sem aukið hefur á hróður og aðdráttarafl bæjarfélaga á Islandi vegna þeirra hátíða og viðburða sem þar eru haidnir. Námstefna Scandic Hótel Loftleiðum föstudag 6. des. 1996 kl. 9.30 - 17.15 Dagskrá: . Setning. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. • Ávarp. Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík. • Ráðstefnuskrifstofa íslands. Hlutverk og tilgangur? jóhanna Tómasdóttir, framkvæmdastjöri Ráðstefnuskrifstofu fslands. • Sambúð ferðamála og lista. (The Marriage of Tourism and the Arts.) Nick Dodds, framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Edinborg Listahátíð í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarformaður IFEA, Europe. • Evrópusamvinna. Þorgeir ólafsson, deildarsérfræðingur, menntamálaráðuneyti. (I) Ráðstefnuskrifsto f a ÍSLANDS International Festivals & Events Association Europe Fyrir gesti utan af landi: Scandic Hótel Loftleiðir og Hótel Saga bjóða sérkjör á gistingu í tengslum viö ráöstefnuna. Flugleiðir-innanlands bjóða 40% afslátt á flugi • Framtíð í fortíð. Víkingahátíðin í Hafnarfirði. Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Víkingahátíðar. • lazzhátíðin á Egilsstöðum. Árni ísleifsson, tónlistarkennari. • Menningarborgin árið 2000. Guðrún Ágústsdðttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. • Fyrirspurnir og umræður. • Frábærar hugmyndir frá hátíðum og uppákomum iFEA: Nýjar hugmyndir um hagnað, fjölmiðlun, markaðsöflun, dagskrárgerð og framkvæmdastjórnun. Charlotte De Witt, forseti IFEA Europe. • Óiíkar aðferðir við skipulagningu og fjármögnun tistahátíða. Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í ReykjaVík. • Atvinnulíf og menningarstarfsemi. Þorsteinn M. Jónsson, framkvæmdastjðri Vífiifells ehf. • Listasumar á Akureyri. Ragnheiður Ólafsdóttir, ritari Gilfélagsins. • Frá núlli upp í fjórar milljónir gesta á fimm árum: Saga Stockholm Water Festival. Eva Whitmore, dagskrárstjóri Stockholm Water Festival og stjórnarformaður IFEAE. • Fyrirspurnir og umræður. • Móttaka í boði borgarstjóra. til og frá höfuðborginni. Fundarstjóri: Sigrún Valbergsdóttir |Námstefnugjald: Skránlng: Ráðstefnuskrifstofa fslands, Lækjargötu 3,101 Reykjavík. Sími: 5626070. Fax: 5626073. 3.500 kr 4.000 kr. ef greitt er eftir 2.12.96 | 0fr °!výringin á ljósleysinu í dalnum liggur skyndilega í augum uppi - hálf sveitin er þarna samankomin. En hvað er atarna, hvers vegna eru allir í klæðum sem minna meira á síðustu aldamót en þau sem eru í aðsigi? Kann nú einhver að álykta sem svo, að Lundar- reykjadalur hafi augljóslega ein- angrast. Ferðalangar vita hins vegar betur - þeir eru staddir í herbúðum leiklistardeildar ung- mennafélagsins Dagrenningar og yfir stendur æfing á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Leiklist hefur löngum verið í hávegum höfð í Lundarreykjadal en eftir að leiklistardeild Dagrenn- ingar var sett á laggirnar fyrir tveimur árum hefur hún verið tek- in fastari tökum en áður, að sögn Gísla Einarssonar formanns deild- arinnar. Segir hann Dagrenningu að mestu hafa einbeitt sér að „frumsömdu léttmeti“ til þessa og því hafi verið tímabært að spreyta sig á klassíkinni. En hvers vegna varð Sjálfstætt fólk fyrir valinu? Því svarar leik- stjórinn, Þórunn Magnea. „Ætli ástæðan sé ekki sú að Halldór Laxness á ansi mikið í okkur ís- lendingum. Sjálfstætt fólk er til að mynda beint út úr íslensku hjarta og verkið höfðar kannski sérstaklega til þeirra sem búa í sveit, þar sem baráttan við landið er í algleymingi. Annars er sama hvar við búum - öll erum við að reyna að vera sjálfstæð." Mikill metnaður Að sögn Gísla kom hugmyndin óvænt upp en „hún hertók okkur eiginlega strax“. Fékk hann fyrst Hjalta Rögnvaldsson til liðs við sig og í sameiningu gerðu þeir upp- kast að nýrri ieikgerð á verkinu en þegar Hjalti gekk úr skaftinu var Þórunn fengin til að hlaupa í skarðið. Lauk hún við leikgerðina, auk þess sem leikstjórnin kom í hennar hlut. „Leikfélag Dagrenn- ingar hefur mikinn metnað og það hefur verið yndislegt að vinna með þessu fólki. Það vaknar fyrir allar aldir til að sinna skepnunum en lætur sig engu að síður ekki muna um að vera við æfingar langt fram yfir miðnætti, ef með þarf. Síðan vaknar það morguninn eftir klukk- an sex til að fara í íjós - hér er ekkert gefið eftir.“ Að sögn Þórunnar er ekki hlaupið að því að breyta Sjálf- stæðu fólki í leikrit. „Verkið er svo langt að útilokað er að leika það í heild sinni. Maður verður því að velja og hafna og ég sé eftir mörgu enda er hver einasti karakter í Sjálfstæðu fólki og hver einasta setning, ef út í það er farið, gull- væg í sjálfu sér.“ 22 leikarar taka þátt í sýning- unni, að meðtaldri tíkinni Sunnu, sem fylgir húsbændum sínum, Þór Þorsteinssyni og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur. Aðalhlutverkið er í höndum Jóns Gíslasonar. Í það heila koma hins vegar um 40 manns að sýningunni, þar af allir nema einn úr sveitinni, Eyjólfur Hjálmsson, tæknimaður og „nátt- úrutalent“, svo sem Gísli kemst að orði. Vekur það athygli í ljósi þess að íbúar í Lundarreykjadal eru einungis 102 talsins, þar af 85 með fasta búsetu. „Það var enginn látinn alveg í friði,“ segir Gísli og bætir við að þetta sé sam- bærilegt við að 40.000 Reykvík- ingar myndu standa að einni og sömu leiksýningunni. Meðal leikenda í Sjálfstæðu fólki er fimm manna fjölskylda frá Gullberastöðum, hjónin Kari Berg og Sigurður Halldórsson, auk dætranna Þórdísar, Birtu og Jón- ínu Sigurðardætra. Hafa móðirin og tvær eldri dæturnar verið virk- ar í leiklistarstarfinu í sveitinni en yngsta dóttirin og faðirinn eru að stíga sín fyrstu spor á leiksviði. „Ég hef reyndar leikið svolítið á konuna, en það telst sennilega ekki með,“ segir Sigurður og glott- ir í kampinn. „En það veitti víst ekki af að virkja alla sem vettlingi gátu valdið." Engin vandamál Fjölskyldan ber lof á Þórunni leikstjóra og segir samstarfið við hana hafa verið afar ánægjulegt. „Þetta hefur verið mjög gaman og það hafa engin vandamál kom- ið upp.“ Þykir systrunum mjög spennandi að fá að leika á móti foreldrum sínum og óttast ekki að þær eigi eftir að ruglast í rím- inu. Enginn úr fjölskyldunni hefur sett stefnuna á leiklistarnám, þótt systurnar útiloki ekkert í þeim efnum. Gísli dregur enga dul á að Dag- renning færist mikið í fang að þessu sinni - mikið sé lagt undir. Sést það glöggt á leikmyndinni, sem setur st'erkan svip á Brautart- ungu þessa dagana. Er hún hönn- uð af leikhópnum í sameiningu en yfirsmiður er Árni Ingvarsson. „Við rennum blint í sjóinn með þessa sýningu enda eru alltaf gerðar miklar kröfur til uppsetn- inga á verkum Laxness. Það var hins vegar ekkert vandamál að sannfæra fólkið í leikfélaginu um að láta slag standa enda nýtur Nóbelsskáldið mikillar hylli í sveit- inni, ekki síst Sjálfstætt fólk - sennilega eimir eftir af Bjarti í Sumarhúsum hér um slóðir.“ I máli Gísla kemur fram að leiksýningar í uppsveitum Borg- arfjarðar séu jafnan vel sóttar og Dagrenning sé þar engin undan- tekning. Fjöldi sýninga á Sjálf- stæðu fólki muni, sem fyrr, ráð- ast af aðsókn en formaðurinn vonast þó til að þær verði ekki færri en tíu. „Sumum þykir þetta óhófleg bjartsýni en það verður bara að koma í ljós — það þýðir ekki að gera svona lagað með minnimáttarkennd.“ Myrkrið er engu minna þegar ferðalangar kveðja húsráðendur í Brautartungu og hverfa inn í nóttina. Munurinn er hins vegar sá að nú rata þeir í Lundarreykja- dal - og gott ef dalurinn er ekki orðinn styttri líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.