Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 i DAG MORGUNBLAÐIÐ SLIM -LINE buxur frá gardeur QhmtVeuf. sSk tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Lau kl. 10 . Styrkir úr Málræktarsjóði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslenskú, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást í Islenskri málstöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík (sími 552 8530), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 1997. d MÁLRÆ.KTARSJÓÐVR Kvenkuldaskór Verð 5.900 til 7.900 fyrir steinsteypu. Léttir meöfærilegir viðhaidslitlir. Ávallt fyrirliggjandl. Góö varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSQN &C0 Armúla 29, sími 38640 FYRIRLIS6JANDI: GÖLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - D/ELUR STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLÖB - VönduO framleiðsla. skák Umsjðn Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í Evr- ópukeppni taflfélaga sem fram fór í Búdapest um síðustu helgi. Ungi ung- verski stórmeistarinn Zoltan Almasi (2.655) Honved Búdapest, hafði hvítt og átti leik, en gamla kempan Viktor Kortsnoj (2.635), sem tefldi fyrir Beer—Sheva frá ísrael, var með svart. 23. Rh6+! - gxh6 24. Dxh6 — Bg6 25. Bxg6 — Ha7 (25. - hxg6 26. He6! var vonlaust) 26. Bd3 — Hg7 27. f5 (Hvítur hefur unnið manninn til baka og á gjörunnið tafl) 27. — Rd7 28. De6+ - Hf7 29. Bh6 - Hc8 30. f6 - Rf8 31. Dg4+ - Kh8 32. He7 — Hc7 33. Dg7+! og nú loks gafst Kortsnoj upp því mátið er óumflýjanlegt. Sveit frá Kazan í Rúss- landi sigraði. Hún var skipuð stórmeisturunum Drejev, Dautov, Kharlov, Bologan, Ibragimov og Tseshkovsky. Kazan sigr- aði Vukovar frá Króatíu í úrslitum 3 V2—2 '/2. Sveit Novosíbirsk frá Rússlandi varð í þriðja sæti. Það hjálpaði sigur- vegurunum að í fjórðungs- úrslitunum mættu and- stæðingar þeirra frá ísrael ekki til leiks. Ástæðan var sú að ísraelsmennirnir neituðu að tefla á Sabbat- inum, helgidegi gyðinga og mótshaldararnir voru ófáanlegir til að færa dag- skrána til um nokkra klukkutíma. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Notið pappírshníf KONA hringdi til Velvak- anda og sagði að sér blöskr- aði að sjá hvemig sjón- varpsfólk opnar umslög. Það kemur fyrir, þegar ver- ið er að draga úr getraun- um eða öðru þvílíku, að umsjónarmenn rífa umslög- in opin með fíngrunum. Þetta er ótækt, flnnst henni, og segir að nota eigi pappírshníf til verksins. Svar til Gyðu JÓNAS Þór kjötverkandi hringdi og hafði eftirfar- andi að segja um athuga- semdir Gyðu Jóhannsdótt- ur í Velvakanda um flokk- un á nautakjöti: „Það sem Gyða segir um flokkun á nautakjöti er að hluta til rétt. Menn eru að sjálfsögðu misvand- ir í að halda kjötinu að- skildu og merkja á réttan máta. Þar er þó ekki við framleiðendur að sakast, því það er til nokkuð sem heitir opinbert mat og kjötið er metið samkvæmt því. Það er því smásalinn sjálfur sem er sökudólgur í þessu máli. Það sem mig langar að hnykkja á er, að auðvitað eiga þeir sem selja þessa vöru að vanda sig betur. Það er ekki bara flokkunin sem skiptir máli, heldur er þetta líka spurning um verð, og skiptir það kannski mestu máli. Ég vil hins vegar segja við frú Gyðu Jóhannsdótt- ur, að hafi hún keypt nautakjöt hjá mér sem hún hefur ekki verið ánægð með, þá þykir mér það leitt og bið ég hana að hafa samband og gefa mér tækifæri á að leiðrétta mistökin. Það er bara þannig að þó að menn vilji standa sig í vöruvöndun, þá getur fólki alltaf orðið á mistök. Þau ber að leiðrétta og það gerir Jónas Þór.“ Leitað að konu HERBORG biður konuna sem keyrði hana frá Bón- usversluninni í Skeifunni niður í Skipholt fimmtu- daginn 28. nóvember að gera svo vel að hafa sam- band í síma 551-8614. Með morgunkaffinu m HVORT enginn hefur lit- ið mig hýru auga? Spyrðu manninn þinn. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefln voru saman 27. júlí í Þingvalla- kirkju af sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur Þórunn Mar- grét Gunnarsdóttir og Olafur Órn Ólafsson. Þau eru búsett í Bolder, Colorado. Víkveiji skrifar... AÐVENTAN (jólafastan) hefst í dag, 1. desember, fjórða sunnudag fyrir jóladag. Hún spannar fjórar síðustu vikurnar fyrir jólin. Fyrsti dagur hins tólfta mánað- ar er jafnframt fullveldisdagur ís- lenzku þjóðarinnar, hvorki meira né minna. Þann dag árið 1918 var ísland viðurkennt frjálst og full- valda ríki. Með þessum degi hefst og nýtt kirkjuár, nýtt starfsár kirkjunnar. Dagurinn rís því á ýmsan hátt upp úr öðrum dögum ársins. Flest heimili hafa þegar hafið undirbúning jóianna. Að ekki sé nú talað um kaupahéðna og sölu- fólk hvers konar. Framundan er sjálft ,jólaatið“. Okkur hættir stundum til að býsnast yfir amstri þess og fyrirferð. Þar höfum við við okkur sjálf að sakast. Hver og einn hannar sinn eigin jólaundir- búning - sitt eigið jólahald. Veld- ur hver á heidur. Það er af hinu góða að gefa jólagjafir, gleðja sína nánustu, en hóf skal ráða ferð. Gjöfin eina - tilefni jólanna - var gefin fyrir bráðum tvö þúsund árum. Kjarni málsins er að meðtaka hana í hug og hjarta á hveijum jólum - sem og endranær. XXX A ISLENDINGAR og Japanir státa af iengri meðalævi en aðrar þjóðir. í hittiðfyrra töldust íslend- ingar, 67 ára og eldri, rúmlega 26 þúsund. Hlutfall fullorðins fólks í íbúatölunni fer og ört vaxandi. Víkveiji hefur orðið var við vax- andi umræðu í hópi þess um mögu- leika á þverpólitísku framboði til löggjafarsamkomunnar. Tíma- bært sé að snúast til varnar gegn spjótalögum hins opinbera. Síðan er ýjað að tvísköttun iífeyris (sem til skamms tíma var nánast eina peningalega sparnaðarformið í samfélaginu), tekjutengingu ýmiss konar bóta og skert aðgengi að ýmsum þáttum almannatrygginga og heilbrigðisþjónustu. Viðbrögð þingheims eru for- vitnileg. Ekki alis fyrir löngu bar Svavar Gestsson alþingismaður fram fyrirspurn tit heilbrigðisráð- herra um skerðingu bóta almanna- trygginga. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður bar fram fyrirspum til sama ráðherra um skerðingu uppbótar vegna umönnunar- og lyíjakostnaðar til lífeyrisþega. Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður flutti tillögu til þingsá- lyktunar um umboðsmann aldr- aðra, sem gæta á hagsmuna og réttinda fullorðins fólks. Bragð er að þá börnin fínna, segir gamalt máltæki. XXX VÍKVERJI hefur fyrir satt að erlendar lánastofnanir byggi útlán sín nær eingöngu á faglegu mati á greiðslugetu lán- þega. Hérlendis krefjast lána- stofnanir á hinn bóginn í ríkari mæli ábyrgðarmanna, að sögn, sem oft eru vandamenn lánþega. Þetta hefur því miður leitt til þess að fjölmargt eldra fólk, sem léð hefur nöfn sín í þessum tilgangi, hefur misst íbúðir sínar og annan sparnað til efri ára. Fyrir stuttu bar Ingibjörg Sig- mundsdóttir fram á Alþingi fyrir- spurnir til ráðherra bankamála, efnislega eitthvað á þessa leið: 1) Hvað eiga ríkisbankarnir margar íbúðir, sem þeir hafa leyst til sín vegna gjaldþrota viðskipta- manna sinna? 2) Hvað hafa þeir leyst til sín margar íbúðir á ári hveiju síðan 1991? 3) Hvað teija forráðamenn ríkisbanka líklegt að margar íbúðir iendi á nauðung- aruppboði vegna viðkvæmrar fjárhagsstöðu viðskiptamanna? Þessar spurningar skarast trú- lega við framansagt. Fróðlegt væri að fá að vita - og máski er það kjörið ritgerðarefni fyrir há- skólanema í félags- eða viðskipta- fræðum - hvað margir aldraðir hafi leitað til félagsmálastofnana á Stór-Reykjavíkursvæðinu eftir að hafa misst eigið húsnæði vegna ábyrgða af þessu tagi. Er ekki nauðsynlegt að iánakerfið, eða löggjafinn, setji faglegri og manneskjulegri reglur að þessu leyti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.