Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 39 DAGBOK FRA ÞORSHOFN Misjafnlega málglaðir útlendingar LÍFIÐ á Þórshöfn er að vísu aðallega fiskur en þó er nú fleira hér, svo fremi menn séu ekki á endalausum vöktum eða rétt að fá sér blund til að jafna sig eftir vinnu. Nýlega hvatti leikfélagið menn til dáða því hér er venjulega fært upp a.m.k. ein leiksýning á ári. Lionsklúbbur- inn starfar náttúrlega af krafti, hér er lítið ITC-félag sem stend- ur til að efla með meiri kynn- ingu. Að ekki sé nú talað um björgunarsveit og kannski eitt- hvað fleira sem ég veit ekki um enn. Og þó hér séu innan við 400 íbúar er sitthvað fleira: Hafnar- barinn er vinsæll samkomustað- ur um helgar og stundum eru þar uppákomur, tónlist og fleira með pitsunni og bjórnum. Hár- greiðslukonur gera sér tíðförult hingað og klippa, lita og blása hár þorpsbúa, karlakórar komu tvo laugardaga í röð og þangað streymdu allir sem vettlingi gátu valdið eða réttara sagt þeir sem voru ekki að vinna eða hvíla sig. Svo er hér sundlaug, lítið hótel og meira að segja nýbúið að setja á laggirnar heilsuræktarstöð með tækjum og sauna og öðru góðmeti. Svo það er sem sagt ekki bara fiskur þótt hann sé vitanlega megin- málið. Eins og ég minntist á eru æði margir útlendingar hér og sumir hafa lagað sig að siðum og hátt- um með undraskjótum hætti. Aðrir halda sig út af fyrir sig og hafa ekki nokkurn áhuga á að setja sig inn í tungumálið hvað þá blanda geði við heima- menn. Þeir vilja þiggja vinnuna en þar með búið. Um daginn þegar við vorum fimm kerlur og alltaf þær sömu á vaktinni næturnar út vakti athygli mína í pásunum að ein daman sem mun vera frá Úkra- ínu og hefur ekki verið hér lengi, sat alltaf á öðrum stað en við hinar. Hún talar ekki annað tungumál en sitt eigið en samt fannst okkur nú kannski skemmtilegra að hún fengi sér sæti hjá okkur og sæti ekki ein Lífið snýst æði mikið um fisk, skrifar Jó- hanna Kristjónsdótt- ir, stundum gefst þó tóm til að huga að leik- list, sundi og barnum. úti í horni. En hún afþakkaði. Brosti fjarrænt, sagði ekki orð og veifaði boði okkar á bug. Settist út í sitt horn og varð ekki þaðan þokað. Ég spurðist fyrir hjá heima- mönnum um samskipti útlend- inganna og þá kom einmitt þetta upp úr dúrnum að sumir virðast ekki kæra sig um annað en fá að vinna baki brotnu og vera svo bara í friði í sínu skoti. Aft- ur á móti hjala útlendingarnir sín á milli þegar fleiri eru saman svo þeir eru sem betur fer ekki mállausir þannig. Þetta á eink- um við þá sem eru frá Austur- Evrópulöndum, Færeyingarnir eru til dæmis ljónhressir og einn Serbi sem hefur verið hér um hríð virðist falla prýðilega inn í mannlífið á staðnum. Auðvitað á þetta ekki við um alla og ýmsir leggja sig í fram- króka við að skilja og tala. Einn Rússinn sem hefur verið hér æði lengi hefur tileinkað sér mjög sannfærandi framburð á orðun- um „ég skil“ og notar þau óspart og hlaut fyrir aðdáun og margir undruðust hversu snöggur hann væri að ná tökum á málinu. En svo rann upp fyrir ýmsum sem voru að segja honum til í verkum að skilningurinn náði eiginlega bara til þessara orða og birtist ekki í framkvæmdum. En hann heldur áfram að brosa og gefa yfirlýsingar um að hann skilji þetta allt út í hörgul. Hér eru líka bandarískir menn og kanadískir sem eru að stússa við að stilla tæki og taka sýni og fleira í kúfiskvinnslunni nýju. Og öðru hveiju koma hingað rússnesk skip til að taka síld og bíða kannski nokkra daga með- an verið er að hamast við að fylla þau. í frystihúsinu er reykherberg- ið aðalsamkomustaðurinn og þar er oft þröng á þingi í pásun- um. Fyrirmæli frá „skúrkinum“ - sem er eldhússtýran - eru límd á hurðina þar sem menn eru hvattir til að ganga almenni- lega um „ella hafið þið verra af“. Ég hef ekki orðið vör við að orð skúrksins væru tekin nógu alvarlega en ég hef heldur ekki orðið vör við aðgerðirnar sem hótað er. híÉnIamar BÆJARHRAUNI 22. HAFNARFIRÐI, SllVII 565 4511 FAX 565 3270. OPIÐ KL. 9 - 18. Stórglæsileg sérhæð Glæsil. 6-7 herb. 142 fm efri sérhæð m. ca 30 fm bílsk. miðsvæðis í Rvík. Staðsett v. lokaða götu í ról. umhverfi. Mjög vel skipul. íb., björt og í topp- standi. Eign fyrir vandláta. 45711. Langamýri — Gbæ — 3ja herb. Nýkomin í einkasölu sérl. vönduð ca 90 fm 3ja herb. endaíb. I nýl. litlu fjölb. Sersmíðaðar innr. Parket. Stór suðurverönd. Sérgarður. Sérinngangur. Ról. staðsetn. innst í botnlanga. Stutt í skóla. Áhv. ca 4,5 millj. Verð 9,2 millj. 46571. Langamýri — Gbæ — 2ja herb. Nýkomin í einkasölu glæsil. 2ja herb. íb. á þessum vinsæla stað. Góðar innr. Parket. Eign í sérflokki. Áhv. 5,0 millj. Byggsj. rík. til 40 ára. Verð 7,4 millj. 46561. Gullsmári — Kóp. — 3ja herb. 60 ára og eldri — frábært útsýni Höfum fengið í einkasölu glæsil. íb. á 13. hæð í nýju glæsil. lyftuhúsi. Allur frág. til fyrirmyndar. Innangengt í þjónustumiðstöð. Ib. er til afh. strax fullb. án gólfefna. Fallegar innr. 2 rúmg. svefnherb. Mögul. á bílsk. Hagst. verð 8,0 millj. 45837. WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIK0RK róar gólfin niður! PP &co Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI 553 8640 568 6100 BÚSETI FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í DESEMBER 1996 Aðeins félagsmenn innan eigna- og tekjumarka geta sótt um þessar íbúðir: Staður: Nr.íb. Herb.fj.: Nettó fm: Búseturéttur: Búsetugj.: Til afhend.: Berjarimi 3,112 Reykjavík 101 2 66,1 1.116.118 kr. 33.047kr. Strax Berjarimi 5,112 Reykjavík 102 2 64,8 1.095.750 kr. 32.431 kr. Samkomul. Berjarimi 7,112 Reykjavík 101 2 64,8 1.094.956 kr. 32.431 kr. Jan. 97 Berjarimi 7,112 Reykjavík 201 2 67,47 1.138.537 kr. 33.703 kr. Fljótl. Dvergholt 3, 220 Hafnarfirði 101 2 74,3 840.108 kr. 29.904 kr. Miðjan apríl 97 Garðhús 8,112 Reykjavík 302 3 79,7 1.454.300 kr. 30.347 kr. Trönuhjalli 17, 200 Kópavogi 101 3 85,2 1.411.068 kr. 36.581 kr. Jan/feb. 97 Berjarimi 3,112 Reykjavík 302 3 78,27 1.315.265 kr. 38.845 kr. Fljótl. Berjarimi 5, 112 Reykjavík 302 3 71,8 1.209.391 kr. 35.768 kr. Samkomul. Frostafold 20,112 Reykjavík 406 4 88,1 1.053.523 kr. 41.453 kr. Samkomulag Frostafold 20, 112 Reykjavík 406 4 88,1 1.053.523 kr. 41.453 kr Samkomulag Miðholt 5, 220 Hafnarfirði 302 4 102,3 1.017.869 kr. 40.904 kr. Strax Umsóknarfrestur er til 9. desember kl. 15.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf., ásamt teikningum af íbúðunum. Skila þarf inn með umsókn staðfestum skattframtölum s.l. þriggja ára, ásamt fjölskylduvottorði. íbúðirnar eru til sýnis á umsóknartímanum. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. desember kl. 10.00 í fundarsal Hamragarða, Hávallagötu 24,101 Reykjavík. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Búseta, http://WWW.centrum.is./~buseti/ búseti HamragorOum. Hávallagotu 24. 101 Reykjavík, sími S52 5788. eru i... símaskránni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.