Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR I. DESEMBER 1996 35 FRIÐRIKKA MILLÝ MÚLLER + Friðrikka Millý Miiller fæddist í Skógarkoti í Þing- vallasveit 8. nóvem- ber 1907. Hún lést á heimili sínu í Reylqavík 13. des- ember 1995 og fór útför hennar fram 21. desember. Þegar ég kom heim eftir dvöl erlendis frétti ég um andlát gamallar vinkonu minnar, Millýj- ar Miiller. Það var árið 1954 þegar ég tók við starfi sem umsjónarmaður mjólkurbúða Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, að ég kom meðal annars í litla mjólkurbúð vestarlega á Vest- urgötunni fyrsta daginn. Þar var þá forstöðukona búðarinnar fullorð- in kona, nokkuð orðin gráhærð, kvik á fæti og glaðleg. Hún tók vel á móti mér og félagi minn sem með mér var kynnti okkur. Sagðist hún heita Millý Muller. Þetta nafn hafði ég aldrei heyrt áður. Þetta var upp- haf að löngu og ánægjulegu sam- starfi okkar, eða í 22 ár. Eftir að búðin á Vesturgötunni var lögð niður vann Millý í mjólkur- búðinni á Hjarðarhaga 47, einnig þar forstöðukona. Öll þessi ár kom ég á hveij- um degi í búðina til hennar, meðal annars vegna uppgjörs frá deginum áður. Millý var sérstök kona. Hún hafði góða skapgerð, var ætíð létt og glaðleg og lipur af- greiðslukona. Það var alltaf heitt á könnunni fyrir þá sem keyrðu til hennar vörur daglega. Enginn mátti fara án þess að fá heitt í kaffi- bollann, og það var þegið með ánægju. Mjólkurbúðin var alltaf í toppstandi hjá Millýju, enda var hún mjög nákvæm og snyrtileg með afbrigðum. Millý var samviskusöm og hlið- holl sínum húsbændum, heiðarleg í fyllsta máta og útkoma búðarinnar alla tíð með því besta sem þekktist. Þar fór saman hugur og hönd. Millý var árrisul kona, komin í búðina venjulega klukkustund fyrir opnun, búin að setja allt í stand, mjólkurvörur fram í búðina úr kæl- inum og aðrar vörur í hillur áður en samstarfskonur hennar mættu í búðina. Svo var náttúrlega kaffíilm- urinn úr bakherberginu úr ijúkandi kaffikönnunni. GUÐRÚN | KRISTINSDÓTTIR + Guðrún Krist- insdóttir fædd- ist á Patreksfirði 15. nóvember 1927. Hún lést í Reykja- vík 24. nóvember siðastliðinn. For- eldrar Guðrúnar voru Jóhanna Lár- usdóttir og Krist- inn Jóhannesson. Guðrún átti tvo bræður sem báðir eru látnir. Útför Guðrúnar fer fram frá Foss- vogskirkju mánu- daginn 2. desember og hefst athöfnin klukkan 10.30. Ekki átti ég von á því þegar ég kvaddi Guðrúnu laugardaginn 23. nóvember að það yrði í síðsta skipti sem við kveddumst í lifanda lífí. Sú var hinsvegar reyndin því að morgni dagsins eftir yfirgaf hún þetta jarðlíf. Við sem höfðum á þessari síðustu samverustund okk- ar lagt á ráðin um svo margt sem við ætluðum að gera saman fyrir jólin. Ótal minningar leita á hug- ann þegar litið er yfír farinn veg. Stundir okkar saman voru margar og ánægjulegar enda var Guðrún traustur vinur sem hægt var að tala við um allt milli himins og jarðar. Eg er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Guðrúnu. Leiðir okkar lágu saman veturinn 1988 og mér fannst frá fyrstu stund eins og ég hefði þekkt Guðrúnu allt mitt líf. Mér fannst eins og strax mynduðust óijúfan- leg tengsl milli okkar. Guðrún þurfti á síð- asta hluta ævi sinnar að glíma við mikil veikindi. Ekki var fyrir að fara kvörtunum hjá henni, jafnvel þó aug- ljóst væri að líðanin væri ekki góð. Guðrún tók veikindum sínum með þeim verkjum og vanlíðan sem þeim fylgdu með jafnaðar- geði. Fyrir mér varð Guð- rún strax eins og ein úr ijölskyldunni. Dótt- ir mín á ætíð eftir að sakna Guð- rúnar „ömmu“ eins og hún kallaði hana. Guðrún var henni einstak- lega góð. Af mörgum samveru- stundum með Guðrúnu er það kannski eftirminnilegst er hún fyr- ir 3 árum lagði land undir fót og heimsótti mig og fjölskyldu mína til Belgíu þar sem við vorum bú- sett. Til Brussel skyldi hún komast í jólafrí hvað sem tautaði og raul- aði þrátt fyrir öll sín veikindi, til að dveljast hjá okkur ásamt for- eldrum mínum um rúmlega mán- aðartíma. Þetta gerði Guðrún og naut sín vel enda hafði hún mikla ánægju af því að ferðast. Guðrún var félagslynd og glað- lynd manneskja, einlæg og hrein og bein í samskiptum sínum við fólk. Ég mun í hjarta mínu ætíð geyma ljúfar minningar um Guð- rúnu Kristinsdóttur. Þær minning- ar munu verða mér sem gull sem aldrei fellur á. Snædís Anna Hafsteinsdóttir. MISMNINGAR Samstarf okkar Millýjar var með ágætum og féll þar aldrei skuggi á. Ég kallaði hana oft mömmu og ekki að tilefnislausu, slík var fram- koma hennar við mig sem þessar línur skrifa og er hún með bestu persónum sem ég hefí kynnst. Eftir að mjólkurbúðir MS voru lagðar niður vann Millý nokkur ár í Hagabúðinni við Hjarðarhaga og sá þar um mjólkurvörumar í búðinni, og þar var sama umhyggjan fyrir því að allt færi vel fram. Það var óhætt að trúa henni fyrir hlutunum. Síðustu árin átti Millý heima að Austurbrún 6 í Rvík, og þar heim- sótti ég hana nokkmm sinnum og hlaut þar góðar móttökur og veit- ingar. Kökurnar hennar voru af- bragð. Millý var mjög hjálpsöm og marg- ir voru þeir sem hún rétti hönd við ýmis tækifæri. Eitt lítið atvik vil ég geta um sem sýndi áhuga hennar á starfinu. Það var að sumarlagi að kvöldi dags kl. 9, þá hringdi síminn heima hjá mér og í símanum var Millý. Hún spyr mig hvort sé kvöld eða morgunn og hlær mikið í símanum. Ég sagði henni að það væri kvöld. Þá hlær hún enn meir, svo ég spyr hvað sé að. Þá segir hún mér frá að þegar hún hafi komið heimi til sín úr vinn- unni kl. 7 hafi hún lagt sig og sofn- að, vaknað svo kl. hálfníu og beðið guð að hjálpa sér því nú væri hún orðin of sein í vinnuna, og strax af stað út í búðina, opnað hana uppá gátt sett vörumar fram í búðina og allt tilbúið til afgreiðslu. Svo segist hún ekkert skilja í því að það kemur enginn inn til að versla og engir á ferð á götunni, farið svo að hugleiða hvort það skyldi nú ekki vera bara kvöld en ekki morgunn, og þess vegna hringt til að fá þetta staðfest. Ekki taldi hún það eftir að hafa hlaupið út í búðina, heldur var hin ánægðasta og hló mikið að þessu bæði þá og síðar. Þetta atvik lýsir Millý vel, áhug- inn á vinnunni, samviskusemin og heiðarleikinn voru eiginleikar þess- arar góðu konu. Millý var 86 ára er hún lést á heimili sínu í Rvík. Ég þakka henni langt og ánægjulegt samstarf og ég geymi góðar minningar frá liðn- um áratugum og bið sál hennar guðsblessunar. Góð kona hefur kvatt. Gestur Guðmundsson. Lágmarks hrta- og viðhaldskostnaður • FuUkomin hljóðeirtangrun • Val á gólfefnum og innréttingum Stórar svalir eða einkagarður • Sér inngangur í hverja íbúð • íbúðir afhentar fullbúnar Þvottahús í íbúð <■ Skólar, leikskólar, félagsmiðstöðvar og verslanir í næsta nágrenni Verðdæmi Kaupverð 6.590.000 Húsbréf 70°/o 4.613.000, Lán seljanda til 25 ára 1.477.000 Gr. við undirr. kaups. 500.000 Gr. byrði á mánuði 38.834 * Veitt gegn traustu fasteignaveði Athugið! Húsbréfaafföll lenda á seljanda en ekki þér Sölumenn verða í Berjarima 36 í dag milli kl 13 og 15 5is Ármannsfell hf. Leggur grunn að góðri framtfð Funahöfða 19 • Sími 577 3700 Ármannsfell kynnir nýjan byggingar- stað í Tröllaborg 15-17, þar sem þegar hefur verið hafist handa. Á þessum frábæra útsýnisstað verða reist stærri hús með 3ja - 4ra herbergja rúmgóðum íbúðum með stórum barnaherbergjum og sérlega stórum svölum. Húsin eru með innbyggðum bílskýlum sem íbúðakaupendur geta keypt með og auðveldlega breytt í bílskúra. Kynnið ykkur næsta áfanga Ármanns- fells og skoðið teikningar á skrifstofu félagsins að Funahöfða 19. JdíaMod&mð SHdia fflamen d SkóJtafatd JÓLAHLAÐBORÐ SKÚLA HANSEN, MATREIÐSLU- RIFJASTEIK, SÍLDARRÉTTI, LAX, NAUTATUNGU, REYKTAN ÁL, HANGIKET, OSTA " V|Ð SJÁUM MCICTADÍ Á í V Al ARDM CD I Am/TII nonin nc ÍDnCTlcncTT, Allvcinirt, iiriTn. nn viinni wnín, H U M K J OT I Ð fyjikmiijaitf KJÖTHNNSU JOLAHLAÐBORÐ SKULA HANSEN, MATREIÐSLU- MEISTARA Á SKÓLABRÚ, ER LÖNGU ORÐIÐ LANDSÞEKKT FYRIR GÆÐI OG GLÆSILEIKA, EN HANN ER EINN AF FRUMKVÖÐLUM ÞEIRRA HÉR Á LANDI. Á MEÐAL RÉTTA Á JÓLAHLAÐBORÐI SKÚLA MÁ TELJA KALKÚN, SÆNSKA JÓLASKINKU, RIFJASTEIK, SILDARRETTI, LAX, NAUTATUNGU, REYKTAN AL, HANGIKET, OSTA OG ÁBÆTISRÉTTI, AUK FJÖLDA ANNARRA HEITRA OG KALDRA KRÁSA. SKÚLI HANSEN OG STARFSLIÐ HANS BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Á SKÓLABRÚ Á AÐVENTUNNI. ÞAÐ FER VEL UM EINSTAKLINGA OG HÓPA í ÞESSU GAMLA, GLÆSILEGA HUSI í HJARTA BORGARINNAR. Skólobrú Vc’id: 3 húdegitiu k%. 1.950 á huiitdin &%. 2.850 BORÐAPANTANIR í SÍMA 5624455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.