Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ EITUR- BÖRNIN Fíkniefnavandi unglinga hefur veríð nokkuð til umræðu á því árí sem senn er liðið. A nokkrum árum hefur neyslan færst niður í aldrí, án þess að við fáum við neitt ráðið. Ragnhildur Sverrisdóttir sendi nýlega frá sér bókina „Dansað við dauðann,“ þar sem fínna má ómetanlega fræðslu um fíkn, efni og vanda unglinga og Súsanna Svavarsdóttir ræðir við hana um orsakir, afleiðingar og ábyrgð. að unglingarnir sem ég talaði við, þekktu hann allir. Hann var mjög vinsæll. Krakkarnir töluðu um hvað foreldrar hans væru sterk að geta talað um hann. Og ég er sannfærð um að þau hafa líka bjargað mörgum unglingum með því. Dauði hans var alger vendi- punktur í umræðunni og það hættu mjög margir krakkar í Kvennaskólanum neyslu, eftir að hann dó. Miðað við frásagnir, virt- ist þeirra neysla hafa verið alveg jafn alvarleg og hans. Annars veit ég ekki hvenær hægt er að segja að neysla sé „alvarleg“ hjá þessum krökkum og hvenær ekki. Hugmyndin um að bókin yrði tileinkuð honum kom eftir á, vegna þess að það var sama við hvern ég talaði, hann kom aftur og aft- ur. Allir höfðu hitt hann, heyrt af honum sögur, eða verið í partíi gangi ekki að reykja hass eða fara á fyllirí þrisvar sinnum í viku, en er verið að tala um þá sem eru meðferðarmatur? Ég get ekki að því gert að mér finnst þrettán ára barn sem reykir hass eða drekkur áfengi þrisvar sinnum í mánuði vera í vanda statt. Og það skiptir engu máli hvort þeir eru fimmtíu eða tvö hundruð, vandinn er alveg jafn stór. Fiktið er vandamál og vímu- efnaneysla fylgir gjarnan drykkju. Neyslan byijar þegar krakkarnir eru búnir að velja á milli þess að drekka eða drekka ekki. Ef þeir drekka er svo einfalt að fara yfir í önnur efni. Ég man eftir því þegar þótti allt í lagi að byija að neyta áfeng- is átján ára og þá voru ekki önnur efni til. Nú eru mörkin komin nið- ur í þrettán til fjórtán ára. Og maður heyrir foreldra barn- anna leggja blessun sína yfir það. Þau lýsa því yfir að þetta sé allt í lagi, barnið þeirra drekki bara bjór. En þetta þýðir að barnið er búið að fá grænt ljós á neyslu. Þetta snýst ekki um tegundir. Þetta umburðarlyndi gagnvart drykkju er búið að hleypa öllu í óefni.“ með vini hans. Hann er orðinn goðsögn. En á jákvæðan hátt, því krökkunum fannst reynsla hans ekki til eftirbreytni. Og ég held að þar eigi foreldrar hans stóran hlut að máli, því þau hafa unnið þetta sem forvarnarstarf." Neysla hefur færst niður í þrettán ára á örfáum árum En hversu útbreidd er vímu- efnaneysla 13-18 ára krakka? „Það er stundum verið að rífast um hversu margir séu ofurseldir. Sumir segja 200, aðrir 50. Mér fínnst mjög merkilegt ef ég hef hitt tíu prósent af þeim sem eru ofurseldir. Er fjórtán ára unglingur sem reykir hass þrisvar sinnum í viku ofurseldur? Éða, er sá sem reykir þrisvar sinnum í mánuði ofurseld- ur? Allir eru sammála um að það Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bjórkippan og bíllyklarnir „Það eru lög í landinu, sem banna að unglingar undir 20 ára aldri neyti áfengis, en foreldrum finnst allt í lagi að rétta barninu sínu bjórkippu. Hvers vegna rétta þeir barninu ekki líka bíllyklana? Fullorðið fólk ræður ekki neitt við vímu. Óharðnaðir unglingar enn síður. Þessir krakkar þekkja ekki hömlurnar og geta engan veginn bremsað sig af. Þau kunna ekki að setja sér mörk - og fara óhugnanlega hratt niður, eftir að þau hefja neyslu. Þegar þau eru byijuð að drekka, eru þau oft líka farin að reykja og þá er ekkert mál að reykja hass. Þetta helst allt í hendur." í „Dansað við dauðann" eru nokkuð ítarleg viðtöl við þijá 17-18 ára unglinga sem hafa gengið í gegnum það sem þau öll kalla „helvíti“ frá 13 ára aldri. Sex krakkar taka þátt í hringborðsum- ræðum, tveir nánir vinir Orra Steins segja sína sögu og saga hans er í bókinni. Tólf ungmenni, sem koma úr svo ólíkum áttum og eiga svo ólíkan bakgrunn að það er deginum ljósara að eitrið leggst ekki á tegundir af fólki. „Það eina sem þau eiga sam- eiginlegt, er að þau eru óharðnað- ir krakkar," segir Ragnhildur. „En fullorðinsheimurinn hefur færst svo hratt niður í þennan aldur, í klæðaburði og öllu. Og, því miður, þessi neikvæði þáttur sem þau ráða ekki við.“ Það er sagt að börnin læri það sem fyrir þeim er haft. Og maður spyr sig oft hvernig börn eigi að átta sig á því að það sé hættulegt að reykja og drekka þegar þau horfa á foreldra sína gera það. „Við vorum að tala um lög í landinu. Krakkarnir vita að það er bannað að selja og veita ungl- ingum undir 20 ára aldri áfengi. Þau vita að það gilda ekki sömu reglur fyrir þau og fullorðna. Það kemur fram í hringborðsumræðum ungmennanna sex. Þau gera sér grein fyrir því að foreldrarnir hafi til dæmis byijað reykingar á tíma sem ekki voru til miklar upplýsingar um skaðsemi reykinga. í dag eru þær upplýsingar miklar og ná- kvæmar. Krakkarnir eiga mjög greiðan aðgang að þeim.“ En hver er ástæðan fyrir því að neysla áfengis og fíkniefna hefur færst svona hratt niður í aldri? „Ég held að foreldrar séu mjög oft með samviskubit. Þeir vinna of mikið, reykja sjálfir, drekka, vegna þess að þeir þurfa að vinda ofan af sér eftir streituna og álagið. Þeir láta bömin stilla sér upp við vegg vegna eigin neyslu. Það er að segja, börnin komast upp með að benda á neyslu foreldranna þegar þeir síð- amefndu reyna að tala um fyrir þeim. Þetta er bijálað vinnu- þjóðfélag þar sem tímas- korturinn krefst þess að börn öðlist sjálfstæði, séu fullorðin, geti séð um sig sjálf. Það er enginn annar til þess. Foreldrarnir hafa ekki tíma til að ala börnin sín upp og leiðbeina þeim, setja þeim reglur og skýr mörk. En 13-14 ára... Þetta er of fljótt. Foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum á þessum aldri og eiga ekki að varpa þeirri ábyrgð yfir á börnin.“ Vilja unglingar láta setja sér mörk? „Viðkvæðið hjá þeim krökkum sem leita sér hjálpar er gjarnan: „Mömmu og pabba þótti ekkert vænt um mig - þau bönnuðu mér aldrei neitt.“ Börn og unglingar vilja að þeim séu sett mörk af full- orðnum. Það er alveg sama hvaða uppreisnartilburði þau sýna, þau vilja mörk. Þau hafa ekki þroska til að setja sér reglur sjálf og vilja að foreldrarnir geri það.“ Fyrirmyndum hefur fjölgað Það er oft sagt að það skipti mun meira máli hvernig fyrir- myndir foreldrarnir eru, heldur en það sem þau reyni að segja börn- unum sínum. „Ég er ekki sammála þessu,“ svarar Ragnhildur. „Það skiptir mun meira máli sem sagt er, vegna þess að það gilda aðrar reglur fyrir fullorðna. Ég held að þessi neysla og fíkn hjá unglingum sé allt annað fyrir- bæri en það sem gerist hjá full- orðnum. Þegar neysla og fíkn hel- tekur börn og unglinga, þá verður þetta mun ofsafengnara. VETURINN sem hún var í 8. bekk leið með landa- fylleríum um helgar og sumarið var eins. Hún hætti að æfa með þessum asnalegu íþróttafríkum, eins og hún kallaði gömlu vinina, píanóið var bjánalegt og hún hafði nú aldrei vitað ömur- legri krakka en skátana. Hún gleypti alls konar lyf og prófaði að sniffa, en aðallega drakk hún landa, sem hún segir að sé langal- gengasta efnið hjá unglingum, enda ódýrast og sterkast... Þegar hún var orðin fjórtán ára versnaði ástandið enn og þá var hún farin að drekka fjóra daga í viku...“ Getur þessi lýsing átt við barnið þitt? Gæti þetta hent barnið þitt? Þó er þetta ekkert hjá ástandi stúlkunnar einu ári síðar, þegar hún var fimmtán ára. Stúlku sem segir sögu sína í nýútkominni bók, Dansað við dauðann, bók um unglinga og fíkniefni sem Ragnhildur Sverris- dóttir hefur skrifað og gefin er út af Hólum. Já, ég veit að fíknibækur eru allar eins. En þessi er öðruvísi. Stúlkan, sem segir frá hér, kom frá góðu heimili, hafði allt- af verið „fyrirmyndarnem- andi með hæstu einkunnir, stundaði handbolta, fim- leika og jassballett, lærði á píanó og sótti fundi hjá skátunum." í 12 ára bekk var hún með 9,85 í meðal- einkunn í 15 fögum. Auðvitað hafði enginn áhyggjur af henni. Því, eins og segir í for- mála bókarinnar, þá hafa ýmsar ranghugmyndir einnig verið uppi um neyt- endur. Það er sagt að þeir „séu aðeins einhveijir vandræðaunglingar sem leiðist út í neyslu vímuefna, krakkar, sem alltaf hafi verið til vandræða hvort sem er.“ Um 100-150 íslenskir unglingar á aldrinum 13-18 ára leita sér með- ferðar við vímuefnavanda á ári hveiju... Eiginlega vildi ég geta sett alla bókina inn í þetta viðtal, því hún opnar veru- leika sem neitar að fara í burtu, jafnvel þótt við lok- um augunum blýfast. Og hún fjallar um börn. Eitur- börn. Bara svona ósköp venjuleg börn sem eru í grunnskóla. Höfundurinn, Ragnhild- ur Sverrisdóttir, er blaða- maður á Morgunblaðinu. í janúar síðastliðnum skrif- aði hún greinar um ungl- inga og fíkniefnaneyslu unglinga. Stuttu seinna hafði bókaútgáfan Hólar samband við hana og spurði hvort hún væri til í að vinna að ítarlegri um- fjöllun um þetta vandamál. Til allrar hamingju var hún tilbúin til þess. „Ég byijaði á því að skrifa persónulegar sögur unglinga sem höfðu lent í neyslu,“ segir Ragnhildur. „Síðan óf ég utan um þetta upplýsingar og fræðslu um efnin sem eru á markaðnum, hring- borðsumræður sex unglinga um vímuefni og viðtal við Einar Gylfa Jónsson, sálfræðing." Dauði Orra var vendipunkturinn En þar með er ekki allt upp talið. Bókin er tileinkuð minningu Orra Steins Helgasonar, sem svipti sig lífi, daginn eftir að hann neytti E-töflu í nóvember 1995. Fyrsta viðtalið í bókinni er við foreldra hans. „Fljótlega eftir að Orri dó, tóku foreldrar hans þann pól í hæðina að segja sína sögu,“ segir Ragn- hildur. „Orri varð rauði þráðurinn í gegnum alla bókina, vegna þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.