Morgunblaðið - 15.12.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.12.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 B 7 MANN LÍFSSTRAU MAR LÆKNISFRÆÐS// lýsiflestra meina bótf L ÝSIOG FJÖLÓMETT- AÐAR FITUSÝRUR SNEMMA á öldinni gerðu danskir vísindamenn rannsóknir á eskimó- um í Grænlandi sem sýndu að þeir lifðu nær eingöngu á fiski og kjöti. Nokkru síðar kom í ljós að þetta sama fólk hefur einhveija lægstu tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma sem þekkist. Þessar stað- reyndir þóttu lengi vel hin mesta ráðgáta og mönnum gekk illa að skilja hvernig fólk sem lifði á þannig mataræði gat að mestu verið laust við sjúkdóma sem slíkt fæði var talið stuðla að í öðrum löndum. Rannsóknir sem fylgdu í kjölfarið gáfu til kynna að neysla sjávarafurða, jafnvel í litlu magni, gæti veitt vernd fyrir æðakölkun, blóðtappa, kransæðastíflu, sykur- sýki, gigt og e.t.v. ýmsum fleiri sjúkdómum. Þessar rannsóknir og umræðan sem þeim fylgir hefur staðið áratugum saman enda hef- ur vafist fyrir mönnum að skýra á hvern hátt þessi verndandi áhrif verða. * Iljós kom að fiskur og ýmsar aðrar sjávarafurðir innihalda fjölómettaðar fitusýrur sem eru ólíkar þeim fjölómettuðu fitusýr- um sem er að finna í grænmeti og ávöxtum. Til að tákna þennan mun eru fjöl- ómettaðar fítu- sýrur i sjávar- fangi kallaðar n-3 (eldri nafngift sem nú er að mestu hætt að nota er ómega-3) en þær sem er að fínna í jurtaríkinu eru kallaðar n-6 fitu- sýrur. Allt bendir nú til þess að það sem skipti hér mestu máli séu þessar fjölómettuðu fítusýrur og hvort þær séu af gerðinni n-3 eða n-6. Fitusýrur af gerðinni n-3 eru einkum framleiddar af minnstu líf- verum hafsins og berast síðan eftir fæðukeðjunni til fiska og annarra stórra dýra. Jurtir sem vaxa á landi mynda hins vegar n-6 fítusýrur sem er þess vegna að finna í jurta- olíum. Mannafrumur geta hvorki myndað n-3 né n-6 fitusýrur og erum við því háð því að fá þessi efni með fæðunni. Það sem kom í ljós við rann- sóknir á eskimóum var að þeir höfðu mun minna magn af blóð- fitu (kólesteróli og fleiri efnum) en búast mátti við, blóðflögurnar innihéldu verulegt magn af n-3 fitusýrum, þær höfðu Iitla tilhneig- ingu til að kekkjast og blæðingar- tími var lengdur. Blóðflögur eru örsmáar frumur í blóðinu sem hafa m.a. þá þýðingu að stöðva blæðingu en þá íoða þær við æða- veggi, mynda kekki, blóðsega (storknað blóð) og stuðla þannig að lokun æðarinnar og stöðvun blæðingar. Þegar æðakölkun eða aðrar skemmdir á æðaveggjum eru til staðar geta blóðflögurnar stuðlað að myndun blóðsega með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, t.d. ef þetta gerist í kransæðum hjart- ans. í æðakerfinu myndast ýmis efni (prostaglandín og skyld efni) sem hafa m.a. áhrif á eiginleika blóðflagnanna og mörg þessara efna myndast úr fitusýrum og þá skiptir máli hvaða fitusýrur eru í fæðunni. Ef við neytum n-3 fjöló- mettaðra fitusýra myndast minna en áður af efni í blóðflögunum sem stuðlar að kekkjun þeirra og meira myndast af öðru efni í æðaveggj- unum sem vinnur gegn kekkjun blóðflaga og blóðsegamyndun. En skyldu það vera þessi áhrif sem skipta mestu máli fyrir hollustu sjávarafurða? Um það hefur verið rökrætt og deilt í hartnær 20 ár. Nokkrar viðamiklar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu 10-15 árum hafa leitt í ljós á ótví- ræðan hátt að neysla sjávarafurða dregur verulega úr hættu á dauða vegna hjartasjúkdóma. Þetta gerist þó að neyslan sé lítil, t.d. tvær físk- máltíðir í viku, en á hvern hátt gæti þetta gerst? Allt bendir til að hér séu n-3 fítusýrurnar að verki og minnst þrír möguleikar virðast koma til greina: 1) Ahrif á blóðflög- eftir Magnús Jóhannsson ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Hefur jólaundirbúningurinn breyst of mikibf Hrángemingar og sætabrauð KVÖLD eitt fyrir skömmu fór ég á tónleika, þeir byrjuðu seint og ég var heldur of snemma á ferð svo ég ákvað að fá mér kaffi á Hótel Borg í millitíðinni. Þegar ég kom þangað voru öll borð setin og allir sem þarna voru inni voru að borða af mikilfenglegu jólahlað- borði. Þjónninn bauð mér að setj- ast inn á bar og gekk með niér í gegnum Gyllta salinn svo ég komst ekki hjá því að sjá í svip allar þær kræsingar sem þarna voru á boð- stólum. Ég sá líka út undan mér allt fólkið sem þarna var statt, margt af því voru konur á ýmsum aldri. Ég settist svo inn á barinn með kaffið mitt og fór að hugsa um jólaundirbúning. Þegar ég var krakki hefði engin kona með sómatilfinningu látið sér detta í hug að fara út úr húsi í desember nema brýna nauðsyn bæri til. Þá þótti það heilög skylda hverrar konu að gera allt heimili sitt hreint fyrir jólin, sauma náttföt og jólaföt á börnin, baka allt upp í sautján sortir af smákökum auk fjöl- n eftir Guðfúnu Guðlougsdótfur margra tegunda af lagkökum, búa til sem mest af jólagjöfunum og sinna að auki um þá ættingja sem orðnir voru of lasburða til þess að geta annast sinn jólaundirbúning að öllu leyti sjálfir. Desember var þá eins og sést af þessari upptalningu svo mikill annamánuður að fáum konum hefði svo mikið sem flogið í hug að sitja á vertshúsi með vín í glasi rétt fyrir jólin. Þá hafði heimilið skilyrðislausan forgang, öllu skipti að það væri tand- urhreint, allir hefðu ný föt til að fara í og nóg væri að bíta og brenna. Nú eru viðhorfin breytt. Í stað þess að vinna eins og þrælar myrkranna á milli við stórfengleg- an jólaundirbúning leyfa konur sér að fara ítrekað út að borða, fara í jólaglögg á vinnustaðnum og til vina og taka margvíslegan þátt annan í félagslífi. Smám saman hefur orðið sú breyting að des- ember er orðinn mánuður mikils félagslífs. Fólk hefur slegið af kröfunum um gagngerar hrein- gerningar og uppsöfnun sæta- brauðs og skemmtir sér svolítið í staðinn. Og samt koma jólin og allir eru hinir ánægðustu að sjá. Þetta hefði þurft að segja hús- mæðrum æsku minnar oftar en þrisvar. Margt hefur orðið til þess að koma þessum breytingum á, fyrst og fremst þó almenn atvinnuþátt- taka kvenna. Eitthvað varð ein- faldlega undan að láta og þess vegna var hreingerningakústurinn settur inn í skáp með þeim um- mælum að það væri hvort sem er vitlegra að gera hreint á vorin. Smákökurnar voru skornar niður við trog með þeim ummælum að það væri hvort sem er ekki hollt fyrir fólk að borða allt þetta sæt- meti og jólafötin keypt með þeim ummælum að það borgaði sig ekki lengur að sauma, það væri hægt að fá ágætar flíkur fyrir sama verð og efni, það þjónaði því eng- um tilgangi að sitja með vöðva- bólgu í öxlum langt fram á nætur ur og æðaveggi, eins og áður var lýst, sem minnka hættu á blóð- tappa, 2) minnkuð æðakölkun vegna áhrifa á blóðfítu og 3) minnkuð hætta á skyndilegum hjartadauða af völdum lífshættu- legra hjartsláttartruflana. Þó að físks eða lýsis sé neytt í verulegu magni sjást aðeins tiltölulega væg áhrif á blóðflögur og æðaveggi, miklu kröftugri áhrif fást af litlum skömmtum af aspiríni (30-80 mg á dag) og er það stundum notað hjá sjúklingum með æðakölkun til að koma í veg fyrir kransæðastíflu (hjartadrep). Ekki hefur með vissu tekist að sýna fram á að fískur eða lýsi komi í veg fyrir æðakölkun en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa staðið yfír í stuttan tíma (mest í 2 ár) og enn vantar lang- tímarannsóknir til að hægt sé að útiloka slík áhrif. Nýlega hefur komið í ljós að fiskur og lýsi í litlu magni virðist minnka verulega hættuna á lífshættulegum hjart- sláttartruflunum sem oft fylgja kransæðastíflu og öðrum hjarta- sjúkdómum. Þetta getur sennilega skýrt að miklu leyti þau verndandi áhrif fískneyslu sem lýst var að ofan. Nú eru í gangi alls kyns rann- sóknir til að kanna þetta nánar. Ýmis önnur hugsanlega gagn- leg áhrif fiski- og lýsisneyslu hafa verið könnuð en flest af því þarf að rannsaka betur en gert hefur verið. Lýsi lækkar blóðþrýsting, en lækkunin er mjög lítil og dugir venjulega ekki ein og sér við háum blóðþrýstingi. Ahrif lýsis eða hreinsaðra n-3 fitusýra hafa verið könnuð á liðagigt, sykursýki, blæðandi þarmabólgur og tíða- verki. í öllum þessum tilvikum sjást einhver bætandi áhrif en oft- ast eru þau lítil, nema á tíðaverk- ina sem lýsi virðist draga verulega úr. Fiskur og lýsi virðist minnka hættu á krabbameini í ristli og endaþarmi en minnkar hins vegar ekki hættu á bijóstakrabbameini. Allt þetta þarf þó að rannsaka betur og eins er verið að kanna hugsanleg bætandi áhrif fjöló- mettaðra n-3 fitusýra á ýmsa aðra sjúkdóma. Engin óæskileg áhrif hóflegrar físk- og lýsisneyslu hafa sést en hafa ber í huga að lýsi inniheldur verulegt magn af A- og D-vítamíni en þau valda bæði eitrunum ef of mikið er tekið inn. Það er því óhætt að mæla með reglulegri fiskneyslu og lýsi í hóf- legu magni gerir okkur líka gott. við saumaskap. Jólagjafírnar eru keyptar tilbúnar í flestum tilvikum og félagsmálastofnun og líknarfé- lög sjá um að hlú að þeim sem ekki geta annast sitt jólahald sjálf- ir fyrir fátæktar sakir eða heilsu- leysis. Það hefur því, þrátt fyrir útivinnu kvenna, skapast tími til að sitja í veislum í desember - og samt koma jólin. Auðvitað er ekki allur jólaundir- búingur fyrir bí, hann hefur bara dregist saman. Fólk velur nú vand- lega hvað gera skal, samvinna hjóna og annarra heimilismanna er meiri við jólaundirbúninginn og allt það sem ekki er bráðnauðsyn- legt er látið bíða betri tíma. Mér fínnst þetta breyting til batnaðar að flestu leyti. Mér finnst rétt að láta mikilfenglegar hreingerning- ar bíða þar til birta fer, kökubakst- urinn mátti sannarlega að skað- lausu minnka, það skiptir engu fyrir sálarheill barna að vera ekki í heimasaumuðum fötum, en kannski einhveiju fyrir pyngju for- eldranna. Það eina sem mér finnst eftirsjá í er að samhjálpin hefur kannski eitthvað minnkað. Þó er það ekki alveg víst, kannski er hún bara öðruvísi. Kannski er hún núna í formi umræðna en sjaldnar aðgerða. Það sem öllu máli skiptir er að fólk gleðjist á jólunum og börnin fái þá athygli og umönnun sem þau þarfnast. Ef sú er raunin er jólahald eins og það best getur orðið hvernig sem því er háttað að öðru leyti. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landstvímenningurinn í Reykjavík FÖSTUDAGINN 6. desember var Landstvímenningur 1996 í húsnæði BSÍ. 42 pör spiluðu í tveimur riðl- um. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para og meðalskor var 216. Efstu pör voru: A-riðill NS Óli Þór Kjartansson - Garðar Garðarsson 274 Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson 254 Sturla Snæbjörnsson - Cecil 'Haraldsson 248 A-riðill AV Halldór Svanbergss. - Óli Már Guðmundss. 247 Þorlákur Jónsson - Sævar Þorbjömsson 235 Sveinn R. Þorvaldss. - Steinberg Ríkarðss. 234 B-riðill NS Guðm. Sv. Hermannss. - Helgi Jóhannss. 265 Eyþór Hauksson - Helgi Samúelsson 242 Hermann Friðrikss. - Karl Karlss. 233 B-riðill AV Stefán Jóhannsson - Júlíus Siguijónsson 259 Magnús _E. Magnússon - Stefán Stefánsson 244 Sverrir Ármannsson - Ásmundur Pálsson 237 Að spilamennsku lokinni var spil- uð miðnætur-útsláttarsveitakeppni með þátttöku 14 sveita, sem er nýtt met í þátttökunni í vetur. Keppnin var mjög hörð og til úr- slita spiluðu sveitirnar: Sérsveitin (Baldur Bjartmarsson, Steindór Ingimundarson, Eggert Bergsson og Friðrik Jónsson) og Sævar Þor- björnsson (Sævar Þorbjörnsson, Helgi Jóhannsson, Ásmundur Páls- son og Sverrir Ármannsson). Sér- sveitin vann úrslitaleikinn 17-14 í æsifjörugum 6-spila leik. Þess má til gamans geta að Sérsveitin sló út 9 stórmeistara í þessari keppni! Bridsfélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 11. desember kláraðist 3ja kvölda Monrad sveita- keppni félagsins. Sveit VÍB sigraði örugglega eftir að hafa verið með forystu alla keppnina. í sveit VÍB spiluðu Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Áðalsteinn Jörgens- en, Ásmundur Pálsson og Sigurður Sverrisson. í öðru sæti varð sveit Júlíusar Siguijónssonar. Með hon- um spiluðu Ólafur Lárusson, Her- mann Lárusson, Jakob Kristinsson, Stefán Jóhannsson og Hrannar Erl- ingsson. Lokastaða varð annars þessi: Sv.VÍB 185 Sv. Júlíus Siguijónsson 176 Sv.ROCHE 168 Sv. Gísli Hafliðason 151 Sv. Málning 145 Sv. Búlki 144 Miðvikudaginn 18. desember verður spilaður jólatvímenningur þar sem helstu reglur um sagnir og spilamennsku verða sveigðar til í u.þ.b. 3ja hveiju spili. Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Nk. þriðjudag er síðasta spila- kvöld á þessu ári. Við þökkum öllum sem hafa spilað hjá okkur í vetur fyrir samveruna og óskum þeim gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Röð efstu para í NS sl. þriðjudag: Hermann Lárusson - Lárus Hermannsson 189 Geir Róbertsson - Róbert Geirsson 180 Friðrik Jónsson - Loftur Pétursson 179 Efstu pör í AV: Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 208 Jón Axelsson - Bragi Bjamason 186 Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundars. 177

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.