Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-
► FYRSTU loðnunni var
pakkað í nýju frystihúsi
Sildarvinnslunnar á Nes-
kaupstað í gær, þremur
mánuðum eftir að bygg-
ingarframkvæmdir hófust.
Heildarkostnaður við
bygginguna er áætlaður
um 640 milljónir króna en
frystigeta fyrirtækisins
sexfaldast.
► ATL ANTSÁLHÓPUR-
INN ætlar halda áfram að
kanna hagkvæmni bygg-
ingar álvers á Keilisnesi,
að sögn talsmanns banda-
riska fyrirtækisins Alum-
ax. Hann segir þróun á
álmarkaði hafa verið já-
kvæða á síðustu mánuðum.
►ÁFORM eru um að reisa
4-5 þúsund fermetra
verslunarhúsnæði milli
suður- og norðurhluta
Kringlunnar í Reykjavík
og er áætlað að það verði
tilbúið á næsta ári. Margar
stórar verslunarbyggingar
í miðbænum hafa skipt um
eigendur að undanförnu.
► S VÍNARÆKTARFÉ-
LAG íslands stefnir að því
að flylja inn tvo nýja svína-
stofna af tegundunum
Yorkshire og Duroc. Þess-
ir stofnar vaxa mun hraðar
en sá íslenski og safna
meiri kjöti, minni fitu. Þeir
nýta fóðrið betur og eru
fijósamari.
►HÁTT í tíu þúsund bílar
voru fluttir inn í fyrra og
hefur innflutningurinn
ekki verið meiri síðan
1991. Bílgreinasambandið
gerir ráð fyrir svipuðum
fjölda árið 1997. Innflutn-
ingur notaðra bíla hefur
stóraukist.
Mikil amfetamín-
neysla unglinga
SAMKVÆMT könnun Rannsókn-
arstofnunar uppeldis- og menntamála
er algengara að 15 ára unglingar hér
á landi neyti amfetamíns en á hinum
Norðurlöndunum. Sé litið til tuttugu
Evrópuþjóða er ísland í átjánda sæti.
Áfengisdrykkja er ekki meiri en í
öðrum Evrópulöndum og hvergi eru
fleiri bindindismenn á áfengi og sígar-
ettur en hér á landi í þessum aldurs-
hópi.
Tollvörður grunaður
um áfengissmygl
FIMM menn, þar á meðal einn toll-
vörður, hafa verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald, grunaðir um aðild að
áfengissmygli. Fjögur þúsund flöskur
af vodka voru gerðar upptækar en
talið er að mennirnir hafí samtals flutt
inn 23.820 flöskur.
Hús rýmd vegna
snjóflóðahættu
VEGNA snjóflóðahættu hafa 39
manns á Siglufírði og átta á Seyðis-
firði þurft að rýma hús sín. Þrjú snjó-
flóð hafa fallið á Seyðisfirði og stöðv-
aðist eitt þeirra 3-400 metra frá íbúð-
arhúsi.
Fjöldi athugasemda
vegna álvers
HOLLU STUVERND ríkisins hefur
borist fjöldi athugasemda frá ein-
staklingum, félögum og stofnunum
vegna starfsleyfis álvers Columbia
Ventures á Grundartanga. Hollustu-
vemd gerir ráð fyrir að afgreiða end-
anlegar starfsleyfistillögur til um-
hverfisráðuneytisins um miðjan
næsta mánuð.
Áfrýjun serbneskra
sósíalista hafnað
HÉRAÐSDÓMSTÓLL í Serbíu hafn-
aði á föstudag beiðni Sósíaiistaflokks
Slobodans Milosevic forseta um að
hnekkja þeirri ákvörðun kjörstjórnar
að viðurkenna sigur stjómarandstæð-
inga í kosningum í Nis, næststærstu
borg landsins, í nóvember. Á þriðju-
dag úrskurðaði kjörstjómin í höfuð-
borginni 'Belgrad einnig, að Zajedno,
bandalag stjórnarandstöðuflokka,
hefði sigrað í kosningunum þar;
breytti því bæði eigin fyrri úrskurði
svo og dómstóla. Sú ákvörðun kjör-
stjómanna að ógilda kosningar í fjór-
tán borgum og bæjum, meðal annars
í Belgrad, hefur leitt tii daglegra
mótmæla í höfuðborginni í rúma tvo
mánuði, fyrir tilstilli Zajedno. Vuk
Draskovic, einn af þremur leiðtogum
bandalagsins, sagði í fyrradag að
leiðtogar Vesturlanda þyrftu að taka
Milosevic fastari tökum og knýja
hann til að virða úrslit borgarstjórn-
arkosninganna. Milosevic sniðgekk
þessa kröfu í ávarpi sem hann flutti
í fyrradag og talið er að hann hafi
ekki stutt þá ákvörðun kjörstjórn-
anna í Nis og Belgrad að viðurkenna
sigra stjórnarandstöðunnar.
Fögnuður og svika-
brigsl í Hebron
ÍSRAELSKIR hermenn yfírgáfu í
fyrradag bækistöðvarnar, sem þeir
hafa haft í Hebron um 30 ára skeið,
og létu þær í hendur palestínskum
lögreglumönnum. Samkomulag tókst
loks á miðvikudag um brottflutning
ísraelskra hersveita frá borginni.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði
í gær, að samningurinn um Hebron
gæti orðið grundvöllur friðar milli
Israela og Palestínumanna.
►BILL Clinton, forseti
Bandaríkjanna, hefur
sæmt Bob Dole, keppinaut
sinn í kosningunum í nóv-
ember, æðstu orðu sem
óbreyttur borgari getur
fengið í Bandaríkjunum,
Frelsisorðunni.
► LÍKUR á kosningum í
Bretlandi í mars eða apríl
hafa aukist þar sem flokk-
urinn hefur nú færri þing-
menn en Verkamanna-
flokkurinn vegna andláts
eins þingmanns síns.
►í NÝRRI skýrslu, sem
lögð var fram í Danmörku
á föstudag, kemur fram
að Jens Otto Krag, þáver-
andi forsætisráðherra
Danmerkur, sagði dönsku
þjóðinni ósatt þegar hann
neitaði því á sjöunda ára-
tugnum að kjarnavopn
hefðu verið geymd í
bandarísku herstöðinni í
Thule á Norður-Græn-
landi.
► Breyta verður hliðar-
stýrum 2.700 Boeing-737
þotna, samkvæmt ákvörð-
un bandaríska loftferða-
eftirlitsins (FAA). Boeing-
verksmiðjurnar bera
kostnað af breytingunum.
►HÁTÍÐ ARHÖLD voru í
Danaveldi á miðvikudag
er fagnað var 25 ára setu
Margrétar Þórhildur
drottningar á valdastóli.
►LÖGREGLANíLos
Angeles leitar morðingja
sonar leikarans og þátta-
höfundarins Bills Cosbys
en hann fannst látinn við
hraðbraut í Bel Air, að-
faramótt fimmtudags.
FRETTIR
Ráðstöfun Tryggvagötu 15 rædd í borgarstjórn
R-listi gagnrýndur fyrir
tillitsleysi við leigutaka
MEIRIHLUTI borgarstjórnar í
Reykjavík var harðlega gagnrýnd-
ur á borgarstjórnarfundi á fimmtu-
dag fyrir að hafa ekki gert leigu-
tökum í Tryggvagötu 15 viðvart
um þá fyrirætlun borgaryfirvalda
að gera húsið að safnahúsi þriggja
borgarstofnana, Borgarbókasafns,
Borgarskjalasafns og Ljósmynda-
safns Reykjavíkur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði að borgin myndi
taka þátt í kostnaði leigutaka sem
hlytist af röskun við að flytja i
nýtt húsnæði. Sagði hún á hinn
bóginn ekki óeðlilegt að hugmyndir
um ráðstöfun eigna borgarinnar
væru eingöngu á vitorði embættis-
manna þangað til stefnumarkandi
ákvörðun þar að lútandi væri tekin.
Inga Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, taldi
framkomu borgarinnar gagnvart
leigutökuunum mjög gagnrýni-
verða. Sagði hún að embættismenn
borgarinnar hefðu athugað þann
kost allt síðasta sumar að færa
söfnin í húsið á sama tíma og leigu-
takar hafí í góðri trú lagt í mikinn
kostnað við að gera upp húsnæði
sitt.
Viðurkenndi hún að Reykja-
víkurborg hefði fullan rétt til að
segja upp leigusamningi en hins
vegar hefði verið eðlilegra að hafa
samráð við leigutaka um ráðstöfun
hússins. Nefndi hún sem dæmi að
aðeins hefðu liðið fjórir mánuðir frá
því að samningur um Ieigu hafi
verið undirritaður við einn leigu-
taka þar til hugmyndir um safna-
hús voru fyrst settar fram í fyrra.
Aðlögunartími rúmur
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri ítrekaði fyrri yfírlýs-
ingar um að borgin myndi aðstoða
leigutaka við að fínna nýtt hús-
næði fyrir starfsemi sína. Minnti
hún á að aðlögunartími væri rúm-
ur. Stefnt væri að því að hluti
safnastarfseminnar flytti inn í
fyrsta lagi haustið 1998 en endan-
lega yrði safnahúsið tekið í notkun
árið 2000.
Borgarstjóri sagði að vitanlega
myndi borgin greiða þann kostnað
sem orðið hefði við breytingar á
húsnæðinu og bæta leigutökum
tjón sem hlytist af röskuninni, eftir
því sem við á. í svari við fyrirspurn
Ingu Jónu sagði borgarstjóri að
fjárútlát vegna uppsagnar leigu-
samnings yrðu ekki umtalsverð.
Borgarstjóri sagði mikilvægt að
með þessari lausn tækist loks að
leysa húsnæðisvanda Borgarbóka-
safnsins. Segir hún fyrirhugað
safnahús við Tryggvagötu 15 væri
mjög góð lausn fyrir söfnin og
hagkvæm fyrir borgina. Hag-
kvæmt væri að reka söfnin á einum
stað en með því móti mætti sam-
nýta tækni og aðstöðu. Þá hafi
verið ákveðið að selja húsnæði í
eigu borgarinnar í Aðalstræti 6,
þangað sem áður var fyrirhugað
að flytja Borgarbókasafnið.
Frostíjörðu
hamlar j arðvinnu
FROSTAKAFLINN langi í nóv-
ember síðastliðnum gerði það að
verkum að gangstéttafram-
kvæmdum og ýmissi annarri
jarðvinnu varð að hætta mun
fyrr en venjulega og verður
þráðurinn tekinn upp þegar vor-
ar. Þessir islensku karlmenn sem
urðu á vegi ljósmyndara í Þing-
holtunum í vikunni létu sér þó
fátt fyrir bijósti brenna og unnu
af kappi.
Morgunblaðið/Golli
Bíll út af við
Köldukvísl
BÍLL fór út af veginum við Köldu-
kvísl um sexleytið á föstudag en ill-
viðri geisaði þá á norðanverðu Snæ-
fellsnesi.
Þrír voru í bílnum og sakaði eng-
an. Að sögn lögreglu í Stykkishólmi
voru fleiri ferðalangar í hrakningum
og veitti björgunarsveitin þeim að-
stoð.
Óvenju margir sprautufíkl-
ar sýktir af lifrarbólgu C
ÓVENJU mörg tilfelli af veirusýk-
ingu af völdum lifrarbólgu C hafa
fundist meðal þeirra sprautufíkla
sem hafa komið inn á Vog undan-
farin þijú ár. Að sögn Þórarins
Tyrfíngssonar /yfirlæknis á Vogi
voru um fjörutíu ný tilfelli af þess-
ari sýkingu greind á síðasta ári, en
það sé meira en áður hafi þekkst.
„Við höfum komist að því að
meira en helmingur þeirra sprautu-
fíkla, sem hafa sprautað sig yfir
lengra tímabil en eitt ár og oftar
en tíu sinnum, eru með lifrarbólgu
C eða um 60% þessa hóps. Lifrar-
bólga B, sem geisaði meðal
sprautufíkla á árunum 1989 fram
til 1990 virðist hins vegar vera á
undanhaldi," segir Þórarinn.
Hann segir ennfremur að lifrar-
bólga C smitist eingöngu við blóð-
blöndun og dreifist auðveldlega á
milli sprautufíkla vegna þess að
þeir skiptist á um að nota sömu
sprautur og nálar, en lifrarbólga B
smitist auk þess við samfarir. Þá
segir hann að munurinn á þessum
náskyldu veirum sé sá að líkaminn
geti í flestum tilfellum losað sig við
B veiruna, en C veiran sé alltaf í
líkamanum hjá stórum hluta sjúkl-
inga. Til sé bóluefni við B veirunni
en ekki C veirunni. „Sumir þeirra
sem eru sýktir af C veirunni geta
lifað árum saman án þess að kenna
sér meins, en oft getur hún leitt til
langvarandi lifrarbólgu, sem erfitt
er að lækna,“ segir hann.
Að lokum kemur fram í máli
Þórarins að enn sem komið er hafi
ekki greinst alnæmi á meðal ís-
lenskra sprautufíkla.
I
>
t
i
í
k
b
I
>
I
I
I
I
I
I
I
I
»
h