Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 11 Loftljósmynd: Landmælingar Islands. Skipulagsdrög: Garðabær. Tillaga aðalskipulags 1995-2015. Landnotkun og aðalgatnakerfi. óttast að byggð í Garðabæ muni smám saman færast norður eftir Gálgahrauni frá því sem nú er þótt ekki sé um það að ræða í skipulagstillögunum. Deilan um vegarlagninguna er hluti mun stærra máls; átakanna milli annars vegar þeirra kosta sem sveitarfélögin sjá við að þétta byggðina og auka hana og hins vegar þess að varðveita náttúruna. Andstæðingar vegalagningar- innar segja að verði látið undan í þetta sinn sé einfaldlega verið að láta ráðamenn komast upp með að haga sér eins og kötturinn sem tók að sér skipta ostinum jafnt fyrir mýsnar. Hann beit af stykkj- unum þar til ekkert var eftir. Spyrna verði við fótum núna, nógu mikið sé búið að skemma á höfuð- borgarsvæðinu. Fjörur Reykjavík- ur séu nær allar orðnar gerbreytt- ar fyrir tilverknað manna og sárin í Rauðhólunum blasi við öllum sem þar ferðist. Orðið uppbygging hefur já- kvæðan hljóm og ráðamenn sveit- arfélaga telja heppilegra að íbúun- um fjölgi en fækki. Rekstrar- grundvöllurinn eflist með lóða- gjöldum, útsvarstekjur hækka og atvinnulíf verður fjölbreyttara. Reykjavík er langstærst en Hafn- firðingar og Kópavogsbúar keppa ákaft um annað sætið á höfuð- borgarsvæðinu. Ef til vill rennur einhvern tíma upp sú stund að stjórnendur sveitarfélags hreyki sér af því að á kjörtímabilinu hafi tekist að stöðva fjölgunina og bjarga þannig náttúruverðmætum sem ella hefðu orðið jarðýtum að bráð. „Stutt í útivistarsvæði" „Menn geta hætt að auglýsa í Fasteignablaðinu að stutt sé í úti- vistarsvæði og óspillta náttúruna þegar búið er að byggja eftir þessu skipulagi hér og Alftanesið verður fullbyggt,“ sagði einn viðmælandi blaðamanns í Garðabæ. Oft er sagt að líta verði á höfuð- borgarsvæðið sem heild. Á að skipa þeim sveitarfélögum sem enn ráða yfir stórum, óspilltum svæðum að taka nú tillit til fram- tíðarinnar og þarfa alls svæðisins og hætta að selja lóðir á eftirsótt- um stöðum af tillitssemi við nátt- úruna? Þeir sem yrðu að sýna slíka fórnfýsi myndu vafalaust heimta að fá með einhveijum hætti bætt- an skaðann. Formaður skipulagsnefndar Garðabæjar „Munum skoða vel rökín með og móti“ SIGRUN Gísladóttir er formaður skipulagsnefndar Garðabæjar og segir hún að nefndarmenn hafi .gert ráð fyrir að athugasemdir kæmu fram vegna vegalagningar- innar á Gálgahrauni. Allir séu sammála um að núverandi Álfta- nesvegur sé ófullnægjandi, jafnvel þótt aðeins sé miðað við umferð- ina núna. „Aðalvandamálið sem snýr að okkur er að þetta er eiginlega húsagata, húsin sem standa þarna [við veginn] eru um 30 talsins," segir Sigrún. „Við þurfum að finna nýja legu en spurningin er hvar sú besta sé. Við unnum þetta í nánu samstarfi við Vegagerðina, bæði með tilliti til þess að fá þarna sómasamlegan veg sem gæti anii- að þeirri umferð sem spáð er og ekki síst með tilliti til umhverfis- ins, að ekki væri valdið spjöllum. Vildu vernda hraunjaðarinn Við fórum kannski aðeins norð- ar en ástæða var til því að okkur fannst að hraunjaðarinn væri líka mikils virði. Þetta væri betri kost- ur en að vera sunnar og þá í sjálf- um hraunjaðrinum með veginn. Við höfum séð að það þurfti að leggja Reykjanesbrautina á milli Vífilsstaða og Hafnarfjarðar þar sem er friðað hraun, allt er þetta í Búrfellshrauni og það var sérstaklega verðlaunað að hægt Sigrún Ingimundur Gísladóttir Sigurpálsson var að leggja brautina án þess að valda skemmdum á hrauninu. I ljósi þessa eru við alveg óhrædd við þetta í skipulagsnefndinni. Nú munum við skoða vel rökin með og móti og reyna að finna bestu lausnina, hvort sem það verður þessi tillaga sem liggur fyrir eða eitthvað annað.“ Vel kynntar hugmyndir Að sögn Sigrúnar verður tekið tillit til athugasemda Náttúru- verndarráðs um að fyrirhuguð byggð verði of nálægt Skógtjörn og markalínu breytt. Skipulags- efnd hefði hins vegar beðið um nákvæmari skýringar á athuga- semdum vegna byggðar við Urr- iðakotsvatn. Náttúruverndarráð telur að fuglalífi á báðum þessum stöðum geti stafað hætta af vænt- anlegri byggð sem sýnd er á aðal- skipulaginu. Ingimundur Sigurpálsson bæj- arstjóri segir ráðamenn Garða- bæjar mjög meðvitaða um það að fara þurfi afar varlega í að taka hraun af þessu tagi undir mann- virki. Rauði þráðurinn í skipulags- stefnunni hafi verið að vernda hraunin í bæjarlandinu, Einnig leggur hann áherslu á að um til- lögur að aðalskipulagi sé að ræða en ekki endanlega ákvörðun og þær hafi verið kynntar almenningi betur en almennt gerist um slíkar tillögur. „Það var mat manna að rétt væri að sýna þennan kost núna og kalla fram viðbrögð. Meta þarf aðra þætti eins og t.d. fuglalíf sem er mikið á svæðinu við hraunjað- arinn. Á að ganga á það með því að hafa veginn meðfram jaðrin- um? Hvort er það meira lýti að hafa hann í hrauninu sjálfum eða í jaðrinum? Þetta verður að vega og meta.“ Ingimundur segir að finna verði landrými til að taka við fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en vandinn sé alltaf sá að ákveða hvað eigi undan að láta, hvað eigi að hafa forgang. í stórborgum eins og London og Kaupmannahöfn hafi mönnum auðnast að skilja eftir stór opin svæði og Garðbæingar telji sig leggja fram sinn skerf í þessum efnum hér á höfuðborgar- svæðinu. Hann bendir á að rúm 80% af bæjarlandinu verði sam- kvæmt skipulaginu óbyggð svæði. Umhverfisnefndir í Hafnarfirði og Bessastaðahreppi Tekið undir gagnrýni Nátt- úruverndarráðs BJÖRN Jóhann Björnsson, for- maður umhverfisnefndar Bessa- staðahrepps (Álftaness), segir nefndina andvíga fyrirhugaðri vegarlagningu á Gálgahrauni og hún sé alveg sammála athuga- semdum Náttúruvemdarráðs. For- menn umhverfisnefnda á höfuð- borgarsvæðinu hittast reglulega í hveijum mánuði og seg- ist hann hafa tekið málið upp á einum þeirra. Magnús Már Júlíus- son, formaður umhverf- isnefndar Hafnarfjarðar, var spurður álits á fyrir- hugaðri vegarlagningu og athuga- semdum Náttúruverndarráðs. Hann sagði nefndarmenn hafa rætt þetta mál á fundi og verið sammála grönnum sínum í Bessa- staðahreppi um að athugasemd- irnar væru réttmætar. Einar Guðmundsson, formaður umhverfísnefndar Garðabæjar, sagði nefndina ekki hafa mótmælt vegarlagningunni. Hann var spurð- ur hvað honum fyndist um athuga- semdir Náttúruverndarráðs. „Frá mínum sjónarhóli skemmir þetta ekki svo mikið Gálgahraunið sem slíkt. Friðaði hlutinn, Gálga- kletturinn og fleira, fá að vera í friði.“ - Nú er Gálgahraun á náttúru- minjaskrá. Margir benda á að þeg- ar sé búið að skadda svo mörg svæði á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna ætti að fara miklu varlegar en gert hefur verið undanfarna áratugi. Hvað segirðu um þessi rök? „Það er alveg rétt, Hafnfirðingar og Reyk- víkingar eiga engar fjörur lengur og þess vegna höfum við lagt megináherslu á fjöruna frá Bala, leirurnar við Skógtjörn og allan hringinn inn í Arnarnesið. Vegna tenginga við Reykjanes- brautina og Hafnarfjarðarveginn gengur ekki að vegurinn verði í framtíðinni þar sem hann er núna. Ef hann yrði lagður nær en fyrir- hugað er yrði bara byggt beggja vegna við hann og farið í hraunið, það er alveg klárt mál.“ Umhverfis- nefnd Garða- bæjar mót- mælti ekki „Andvaraleysi þar til allt er búið og gert“ BRYNJA Dís Valsdóttir býr á Álftanesi og er andvíg áfor- munum um nýjan veg yfir Gálgahraun. Hún segir að mjög skorti á að sveitarfélög reyni að fylgja náttúruminjaskrá eft- ir með því að friðlýsa þau svæði sem þar eru tilgreind, þetta eigi við jafnt um Garðabæ sem Bessastaðahrepp. „Álftanesið er að verða eitt af síðustu svæðum á höfuð- borgarsvæðinu þar sem eftir er einhver lifandi náttúra og það er nú ekki eins og þetta sé eitthvert krummaskuð, hér er sjálf heimreiðin að forsetasetr- inu.“ Hún segist telja heppilegra að leggja veginn með hraunjaðrinum en að færa hann norður á sjálft hraunið. Þegar komin verði þarna hraðbraut með tveim akreinum í báðar áttir verði búið að valda miklu tjóni sem ekki verði bætt. „Það er hægt að venja fólk við að búið sé að skemma hluti og þá verð- ur örugglega hægt að deila þessu út seinna sem íbúðarlóð- um,“ segir hún. Brynja spyr hvort ekki sé nær að halda í óspillta náttúru á fáeinum stöðum við strendur höfuðborgarsvæðisins en að þenja byggðina út. „Ég er alveg handviss um að börnin okkar og barnabörnin okkar vilja frekar að við rústum ekki öllu hérna. Það ríkir oft andvara- leysi þar til allt er búið og gert og ekkert þýðir lengur að mót- mæla. Það er skrítið hvað fáir hafa tjáð sig um þetta en ég tel að fólk haldi að sérfræðingar hljóti að vera að gera rétta hluti, að fólk treysti sér ekki út í rökræður við þá. En ég held að það hljóti að vera kurr innst inni hjá mörgum. Þetta er úti- vistarsvæði og ætli það verði nú ekki skemmtilegra fyrir fólkið í nýju byggðunum að hafa þetta svæði fyrir neðan þær ósnert áfram?“ spyr Brynja. Fuglarogmýs Kristín Gestsdóttir býr í Garðaholti í Garðabæ þar sem á að rísa 5.000 manna byggð, „ég bý hér núna í sambýli við fugla og mýs“ eins og hún orð- ar það. Kristín segir að fjöl- margir notfæri sér þá náttúruperlu sem Gálgahraun sé, eink- um á góðviðrisdögum og vísar á bug fullyrð- ingum um að þangað fari aðeins nokkrir hundaeigendur til að viðra gæludýrin. „Ég vil vernda hraunið og sé ekki að það þurfi að fara með veginn svona langt til norðurs en vegurinn er ónýt- ur eins og hann er. Ég hefði haldið að það mætti færa hann í jaðarinn á hrauninu. Þarna í hrauninu fer fólk til beija, ég er búin að tína ber þar í tíu ár. Hér er alger fuglapara- dís, innan girðingar hjá mér verpa einar 14 tegundir af fugl- um og í Gálgahrauninu er líka mikið af fuglum. Það er erfitt yfirferðar en ákaflega fallegt. Við voginn, þar sem Gálgaklett- urinn stendur, er eins og maður komi inn í annan heim. Það eru fáar þjóðir sem geta státað af því að hafa svona land í ná- grenni höfuðborgarinnar." „Hægt að deila þessu út seinna sem íbúðarlóðum“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.