Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 13
tengslum við Slobodan Milosevic,
forseta Serbíu. „Hann er heillandi
maður.“
Dæmdur fyrir mótmæli
Þegar Djindjic nam við háskólann
í Belgrad tók hann þátt í mótmæl-
um námsmanna árið 1974 og barð-
ist fyrir því að stofnuð yrði náms-
mannahreyfing sem yrði óháð
kommúnistaflokknum. Hann var
handtekinn og dæmdur í nokkurra
mánaða fangelsi.
Eftir að hann afplánaði dóminn
fékk hann styrk til háskólanáms í
Þýskalandi. Þar heillaðist hann af
Jrgen Habermas, þekktum vínstri-
sinnuðum heimspekingi, sem hvatti
námsmenn til að láta ekki nægja
að ræða galla kapítalismans, heldur
grípa einnig til aðgerða.
Andmælti þjóðernissinnum
Djindjic sneri aftur til Júgóslavíu
árið 1979, árið áður en Tító lést,
og kenndi við háskólann í Novi
Sad. Hann skrifaði oft greinar í
áhrifamikið tímarit menntamanna
á síðasta áratug og varaði við hætt-
unni sem Júgóslavíu stafaði af rót-
tækri þjóðernishyggju. Árið 1988
mælti hann til að mynda gegn þeirri
tillögu Dobrica Cosic, sem síðar
varð forseti Júgóslavíu, að Kosovo-
hérað yrði svipt sjálfstjórnarréttind-
um sínum. Hann sagði að slíkt
myndi leiða til „viðvarandi kúgun-
ar“ á albanska meirihlutanum í
héraðinu.
Drinka Gojkovic, menntakona
sem hefur rannsakað uppgang þjóð-
ernishyggjunnar í Serbíu, kvaðst
vísað til alþjóðastofnana til úrskurð-
ar og alsírska stjómin sé fegin á
meðan enginn málsmetandi hópur
í Alsír íhugi þetta í alvöru og þver-
sagnimar sem augljósar séu.
Hugmyndafræðilega ólík
stíórn við völd í Tyrklandi
Óhætt er að fullyrða - án þess
þó að afstaða sé tekin til fullyrð-
inga og kenninga Sadis að ekkert
annað múslimskt eða arabískt ríki
hefur gengið jafn langt og Alsír í
að gera islam útlægt sem stjórn-
málaafl þó það fari ekki á milli
mála að reynt er að halda slíkum
flokkum í skefjum þar sem þeir
hafa fengið að starfa.
Ekki einu sinni Tyrkland hefur
treyst sér til að vængstýfa islam
sem stjórnmálafl. Núverandi stjórn
í Ankara er samsteypustjórn milli
Rafahflokks Erbakans forsætisráð-
herra sem er islamskur flokkur en
hefur heitið að virða stjórnar-
skrána, arfleifð Kamel Ataturks,
föður nútíma Tyrklands og hins
vegar Sannleiksflokks Tansu Ciller
utanríksráðherra sem engum dett-
ur í hug að sé islamskur flokkur
og er í reynd andsnúinn mörgum
grundvallarstarfsreglum Rafa-
hflokksins.
Þetta er erfið stjórnarsamvinna
og ekki víst að hún fái staðist en
lafir þó enn og hefur vakið bjart-
sýni hjá ýmsum sem vilja að isl-
amskir flokkar fái meiri ítök eða
að minnsta kosti þau ítök sem fylg-
ið gefur til kynna að þeir njóti í
viðkomandi landi. Þó er trú og ríki
aðskilið í Tyrklandi. Samt reyndist
ógerningur að vísa islamska
flokknum á bug, segir Sadi. En
tekur að vísu ekki fram að sú
stjórnarsamvinna er væntanlega
ekki síður tilkomin vegna einka-
hagsmuna Tansu Ciller, utanríksi-
ráðherra.
Ef Alsíringar vilja ekki styðja
islam sem stjórnmálaafl eins og
birtar niðurstöður benda til munu
þeir væntanlega fá tækifæri til að
segja það skýrt og skorinort þegar
og ef þingkosningar eru haldnar í
landinu næst. Það mundi vera rétt
lýðræðisleg leið til að taka á þessu
máli. Stjórnvöld hafa ekki rætt
neinar kosningar nýlega svo mér
sé kunnugt um. En vaxandi
óánægja, versnandi hagur almenn-
ings gæti leitt til ástands sem ógn-
ar kannski lýðræðinu og friði í land-
inu ekki síður en ofbeldisverk fylg-
ismanna IFF.
hafa borið mikla virðingu fyrir
Djindjic þar sem hann hefði sýnt
mikið þor með því að láta þessar
skoðanir í ljós þrátt fyrir „bijálæð-
ið“ sem hefði einkennt serbneska
samfélagið á þessum tíma. „Meðan
allir voru að hrópa og notuðu við-
bjóðsleg vígorð skrifaði hann þessar
fallegu ritgerðir þar sem hann færði
rök fyrir því að þjóðernishyggja
væri ekki rétta leiðin."
„Furðuleg kúvending“
Milosevic og erkifjandi hans,
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
hófu stríðið í Króatíu 1991, ári eft-
ir að Djindjic stofnaði Lýðræðis-
flokkinn. Rúmu ári síðar hófst hild-
arleikurinn í Bosníu og þjóðernis-
hyggjan náði hámarki í Serbíu.
Á þessum tíma skipti Djindjic
snarlega um skoðun og tók að
styðja þjóðernissinna. „Mér þótti
þessi kúvending mjög furðuleg,"
sagði Gojkovic. „Það var eins og
allt léki á reiðiskjálfi undir okkur.
Þetta var merki um að allt samfé-
lagið væri að brjálast."
Djindjic breytti stefnuskrá Lýð-
ræðisflokksins árið 1993 í samræmi
við nýju viðhorfin. Hann studdi
ekki lengur sjálfstjórn Kosovo.
Flokkurinn lagði jafnvel til að gerð-
ar yrðu ráðstafanir til að takmarka
fæðingartíðnina meðal Albana í
héraðinu. Hann krafðist þjóðarat-
kvæðis um hvort gera ætti Júgó-
slavíu að konungdæmi að nýju, sem
er .eitt af baráttumálum Karadzic
og fleiri róttækra þjóðernissinna.
Hvatt var til þess að allir Serbar í
gömlu Júgóslaviu sameinuðust í
einu ríki. 011 þessi atriði eru enn í
stefnuskrá flokksins.
Aðeins á móti Milosevic
Vinir Djindjic og jafnvel and-
stæðingar hans segja að kúvending-
ar hans snúist að mestu leyti um
Milosevic. Nokkrir þeirra segja
skýringuna felast í „sálrænum
vanda“ sem einkenni helstu leiðtoga
stjórnarandstöðunnar í Serbíu. Á
síðustu sex árum hafi stjórnarand-
stæðingarnir nær eingöngu skil-
greint sig með tilliti til tengsla
þeirra við Milosevic. Stjórnarand-
stöðuleiðtogar eins og Djindjic séu
ekki enn orðnir nógu þroskaðir
stjórnmálamenn til að geta markað
sér sérstöðu á eigin forsendum.
Þeir sveiflist til og frá eftir því
hvernig stefna Milosevic breytist.
Þess vegna sé nær ómögulegt fyrir
þá að marka sér sérstöðu og fast-
mótaða stefnu; þeir séu aðeins á
móti forsetanum.
Þetta kann að vera skýringin á
því hvers vegna Djindjic tók að
gera sér dælt við róttæka þjóðernis-
sinna í Bosníu eftir að Milosevic
hætti stuðningi við þá til að koma
á friði. Þegar Milosevic undirritaði
samninginn, sem batt enda á stríð-
ið í Bosníu, lét Djindjic í ljós efa-
semdir um hann.
Méð fisléttum afborgunum!
Opið laugardaga 12-16
Civic 1 .4 Si, 4 dyra
90 hestöfl
Kr. 1.479.000,-
11.695,-
á viánuöi
Civic 1.6 VTi
160 hestöfl, ABS, SRS
15" álfelgur og sóllúga
Kr. 1.850.000,-
14.571,-
á mánuöi
Komdu
og
kynntu
þér
þessa
hágæða
bíla.
Þeir
eru
Civic 1.4 Si, 3 dyra
90 hestöfl, sóllúga aukab.
10.682,-* -Kr'''349'000''
á mátiuöi
11.085,-
Civic 1 .4 Si, 5 dyra
90 hestöfl
Kr. 1.398.000,-
Accord 2.0 LS
Sjálfskiptur, ABS og SRS
Kr. 2.185.000,-
17.194,
21.530,-
á mánuöi
VerS: .349.000,-
Útb.: 675.000,-
Lok.gr : 450.000,-
Gr. p. m.: 10.082,-
í 36 mánuSi
Shuttle 2.2 LSi, 7 manna
Sjálfskiptur, ABS og SRS
Kr. 2.750.000,-
Honda Civic
1.5 LSi VTEC
með 115 hestafla
sparakstursvél
(4,8 1/100 km)
3 dyra kr. 1.489.000,-
4 dyra kr. 1.579.000,-
3 dyra 11.781,-
á mánuöi
4 dyra 12.476,-
á wánuöi
H)
Forsendur: 50% útborgun, lokaajborgun 33% af kaupverði bílsins, 36 mán. lánstíma og án veröbóta.
Tökum notaða bíla uppí sem greiðslu.
Vmboösaðilar: Ahureyri: Höldur bf. • Egilsstaöir: Bíla- og Búvélasalan • Akranes: Bílver sf
VATNAGARÐAR24
S: 568 9900