Morgunblaðið - 19.01.1997, Page 14

Morgunblaðið - 19.01.1997, Page 14
14 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Hinn útvaldi" Bandaríkjamaðurínn Tiger Woods hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hann gerðist atvinnumaður í golfí 28. ágúst í fyrra. Skúli Unnar Sveinsson kynnti sér feril piltsins og komst m.a. að því að foreldramir ólu Tiger ekki einungis upp til að verða besti kylfíngur heims, heldur einnig til að breyta heiminum og gera hann mannúðlegri. Hef beðið lengi GOLFGOÐSÖGNIN Jack Nick- laus - „Gullbjörninn" - er hrif- inn af Woods, eins og reyndar flestir kylfingar. „Það hafa eig- inlega engir mjög góðir kylfing- ar komið fram síðustu tíu árin. Auðvitað hafa skotið upp koll- inum einn og einn, en þeir hafa ekki enst á toppnum, hvað þá verið allsráðandi þar. Ég hef beðið nokkuð lengi eftir ein- hveijum virkilega góðum og ég held að Woods sé sá sem ég hef beðið eftir,“ segir Nicklaus. Ohætt er að segja að kylfingur- inn Tiger Woods hafi skotist eins og svört elding inn á banda- ríska mótaröð atvinnukylfinga í ágúst. Hann tók þátt í fimm mót- um í fyrra, sigraði í tveimur og varð í einu af fimm efstu sætunum á hinum. Raunar höfðu margir beðið eftir því að Woods hæfi keppni sem atvinnumaður því hann hafði þrívegis orðið banda- rískur meistari áhugamanna, nokkuð sem engum öðrum hefur tekist, og þeir sem best til þekkja í golfinu þóttust sjá mikið efni í pilti. Og þeir höfðu svo sannarlega rétt fyrir sér og stóryrðin hafa ekki verið spöruð. „Ótrúlegur! Goðsögn! Sá besti!“ Þannig hafa fyrirsagnir dagblaða og golftíma- rita verið um pilt síðan í ágúst og í desemberhefti Sports Illustrated, sem valdi hann íþróttamann ársins í Bandaríkjunum, var fyrirsögnin einföld: „Hinn útvaldi". Alinn upp til að verða bestur Tiger, eða Eldrick Woods eins og hann heitir, var ekki einungis alinn upp til að verða besti kylfing- ur allra tíma. Hann var alinn upp í þeirri trú að hann ætti eftir að breyta heiminum. Earl, faðir Woods, hélt mjög heilnæma ræðu þegar sonur hans tók við verðlaun- unum sem íþróttamaður Banda- ríkjanna. Gamli maðurinn var klökkur og sagði meðal annars: „Hjarta mitt fyllist gleði þegar ég hugsa til þess að hann á eftir að bylta golfíþróttinni og kynna heimsbyggðinni nýjar víddir í mannúðarstefnu. Heimurinn verð- ur betri staður en nokkru sinni tii að búa í. Ég átti aðeins lítinn þátt í þessu, en ég veit að ég var val- inn af Guði til að ala þennan unga mann upp og koma honum að þeim punkti að hann geti miðlað mannúð til umheimsins. Hann er minn fjársjóður og ég bið ykkur að þiggja hann og nota af vark- árni.“ Já, faðirinn er ekki í nokkrum vafa, enda hefur uppeldi Woods verið mjög sérstakt og má sem dæmi nefna að foreldrar hans hafa aldrei fengið barnapíu, ekki eina einustu kvöldstund. Faðir hans er Bandaríkjamaður en af afrísku bergi brotinn og móðir hans, Kultida, eða Tida eins og hún er kölluð, er tælensk. „Tiger er alheimsbarn á vissan hátt. Hann hefur tælenskt blóð í sér, einnig afrískt, kínverskt og evrópskt auk indjánablóðsins," segir hún. Earl var kvæntur áður en hann kynnt- ist Tidu og á þijú börn af fyrra hjónabandi. Hann segir líf sitt hafa verið tiltölulega tilgangs- laust, en hann barðist tvívegis í Víetnam og slapp þaðan á ótrúleg- an hátt. Tiger fæddist síðan 30. desember 1975. Hann segir að fljótlega eftir fæðinguna hafi hann sannfærst um tilgang sinn í lífinu. „Eru mörg sex mánaða gömul börn sem standa í lófa föður síns og halda jafnvægi, jafnvel á meðan gengið er um?“, spyr Earl. „Eru margir 11 mánaða sem herma eftir golfsveiflu föður síns þegar hann æfir í bílskúrnum?“ Tiger var ekki nema fjögurra ára þegar faðir hans skíldi hann eftir dag eftir dag á golfvellinum, skutlaði honum þangað kl. niu á morgnana og sótti aftur kl. fimm síðdegis. Og þá var hann með fulla vasa af seðlum, hafði lagt nokkra van- trúaða sem voru jafnvel tíu tii tuttugu árum eldri en hann. Það var fleira í uppeldinu sem miðaði að því að gera Tiger að besta kylfingi allra tíma. A unga aldri fékk hann mjög góðan ungl- ingaþjálfara, leitað var aðstoðar íþróttasálfræðings, umboðsmaður var ráðinn og lögfræðingur auk þess sem golfkennari, sem leið- beinir keppendum í PGA atvinnu- mannamótaröðinni, var látinn fylgjast með sveiflu Tigers. Hann var ekki heldur gamall þegar móð- ir hans fór með hann til Tælands þar sem hann heimsótti búdda- munka, til að „kynnast því besta í báðum menningarheimunum," segir faðir hans, en Tida er búdd- isti og Tiger segist hallast mest að þeirri trú. Móðir hans er honum mikils virði og hefur ótrúlega ró- andi áhrif á hann. Hún var vön að draga fyrir hann á barna- og unglingamótum og var óvægin við strák. Ef hann sýndi einhver veik- leikamerki, reiddist til dæmis, þá bætti hún óhikað við einu eða tveimur höggum á holuna. Því er ekki að undra að piltur er fullur sjálfstrausts. „Ég hef allt- af vitað hvað ég vil og ekkert hefur truflað mig í h'finu. Ég veit hvað ég vil og til hvers ég er hér,“ svarar hann spurningu sjónvarps- manns um hvort hann hafi búist við að ná svo langt í fyrstu mótun- um. Þannig hefur bandarísk íþróttastjarna aldrei talað. Golfið enn vinsælla Golf hefur verið vinsæl íþrótt en áhorfendum hefur fjölgað mikið eftir að Tiger hóf keppni í PGA, talað er um að á fyrstu fjórum mótum kappans hafi hann einn og sér dregið að rúmlega 150.000 áhorfendur. Sagan segir að þegar hann samþykkti að keppa á Di- sney-mótinu fyrir áramótin hafí forráðamennirnir orðið svo glaðir að þeir hafi hoppað út í sundlaug í jakkafötunum. „Til að skilja nú- tíma golf eiga menn ekki að fylgj- ast með Tiger Woods,“ skrifar Rick Reilly í Sports Illustrated. „Fylgist með hveijir fylgjast með Woods. Ungar þeldökkar stúlkur í þröngum gallabuxum og háhæl- uðum skóm, hvítir athafnamenn með GSM símana sína, krakkar úr unglingaskólum, sem hafa aldr- ei áður komið á golfvöll og meira að segja fullorðnir blaðamenn sem hafa skrifað um golfmót í fjölda ára eru farnir að kíkja út úr blaða- mannatjaldinu. Woods setur mark sitt á sögu golfsins svo til dag- lega.“ Vinsældir Tigers minna um margt á vinsældir poppstjarna. Krakkar klæða sig sem Tiger Woods á hrekkjavöku og þegar hann er á ferðalagi safnast fólk fyrir utan hótelið þar sem hann gistir og öskrar og æpir og linnir ekki látunum fyrr en hann kemur út í glugga og vinkar. Ekki ósvip- að og páfinn þarf að gera. Undirmeðvitundin nýtt Tiger Woods er um margt óvenjulegur, enda alinn þannig upp. Hann skrifar til dæmis aldrei niður á miða það sem hann ætlar að segja þegar hann þarf að fara í pontu og þakka fyrir sig eða segja eitthvað annað. Þegar hann þarf að muna eitthvert símanúmer tekur hann upp símann og horfir á hvað fingurinn gerir. Eins er það úti á golfvellinum. Ef hann þarf að slá 100 metra langt högg, und- ir tijágrein og síðan yfir tjörn þá sér hann ekki höggið fyrir sér, eins og flestir kylfingar gera. Nei, hann horfir á holuna og dregur síðan allt á milli hennar og sín inní sig, ekki inn í hugann eins og menn gera gjaman, nei, heldur í líkama sinn, hendurnar, úlnliðinn og mjaðmirnar og þannig fær hann líkamann til að finna hvernig best er að slá. Flókið? Já, auðvit- að, enda er enginn nema Tiger sem gerir þetta. Ef hann er spurður eftir mót hvernig hann hafi slegið hitt eða þetta höggið, sem blaða- mönnum þykir ótrúlegt að hægt sé að gera, svarar hann jafnan: „Ég veit það eiginlega ekki.“ Helsti ókostur Tigers, að sögn föður hans, er hversu fijór hann er í hugsun. Faðir hans hefur kennt honum að halda alltaf haus, eins og sagt er, sama á hveiju gangi. Þetta lærði Earl í stríðinu í Víetnam og hefur komið vel til skila til sonar síns. „Ég hef líka kennt honum að nota undirmeðvit- undina. Það varð maður að gera í stríðinu og þá komst ég að þvi að oftar en ekki bregst maður rétt við þegar henni er hlýtt,“ seg- ir Earl og Tiger bætir við: „Eg hef lært að treysta undirmeðvit- undinni og eðlisávísun mín hefur aldrei sagt mér ósatt,“ segir Ti- ger. Þetta er í raun í samræmi við það uppeldi sem hann fékk hjá tælenskri móður sinni; Austur- landabúar trúa því að hlutirnir gerist en Vesturlandabúar vilja frekar láta hlutina gerast. Menn verða að endast Þó svo að Tiger Woods hefji atvinnumannaferil sinn betur en nokkur annar velta menn því fyrir sér hvort hann muni endast. Þó svo að hann hafi verið alinn upp til að verða yfirburðarmaður í golfi benda sumir sérfræðingar á að allt sé í heiminum hverfult og hugsanlega árangur Woods einn- ig. Það sem helst er talið geta orðið til þess að aðrir kylfingar nái að narta í hæla hans er að í fyllingu tímans muni hann kvæn- ast og eignast fjölskyldu og þá breytist allt hjá mönnum. Hann gefi sér ekki eins mikinn tíma til að æfa og um leið fái aðrir tæki- færi til að nálgast hann. Aðrir segja að haldi hann áfram að leika eins og hann hefur gert undan- farna mánuði þá megi bóka í 80-90% tilfella að Tiger sigri á mótum sem hann tekur þátt í, aðrir muni beijast um næstu sæti þar fyrir neðan. Flestir virðast þó sammála um að Tiger Woods sé það mesta, og það langmesta, efni sem fram hefur komið í golfinu. Það er ekki bara högglengdin eða nákvæmni högganna. Framkoma hans og allt viðmót bendir til að hann sé allt að því fullkominn kylfingur. Það verður að hafa í huga að hann er aðeins 21 árs og á því ein tíu til fimmtán ár eftir þar til hann nær toppnum sem kylfingur. Það hefur verið mikið látið með strákinn eins og oft vill verða með undrabörn. Honum var ungum boðið að leika æfingahring með Jack Nicklaus og Arnold Palmer, Greg Norman og Ray Floyd og þeim Nick Faldo og Fred Couples. Margir hefðu ofmetnast af því, en Tiger tekur þessu eins og hverri annarri æfingu. „Ég hef ekki átt mér neinn uppáhaldskylfíng í gegnum tíðina. Þeir hafa margir verið góðir og ég hef reynt að fylgjast vel með þeim bestu og tileinka mér það besta í leik hvers og eins þeirra þijátíu bestu,“ seg- ir Tiger og bendir á að góð leið til að læra golf sé að fylgjast með þeim bestu. Hann heldur því ávallt andlitinu útá við og Iætur það ekki trufla sig þótt hann leiki með frægustu kylfingum heims. Enda mun hann verða einn þeirra, ef hann er ekki þegar orðinn það. Peter Jacobsen, sem keppir í PGA mótaröðinni, á lokaorðin: „Ef hann spilar alltaf svona, þá er þetta búið. Hann er mikilfengleg- asti kylfingur í sögu íþróttarinn- ar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.