Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ •ÍTALSKA lögreglan, sem unn- ið hefur að rannsókn á íkveikj- unni í hinni sögufrægu Fen- eyjaóperu, lýsti því yfir fyrir skemmstu að sex menn væru grunaðir um að vera valdir að brunanum. Hefur saksóknarinn í málinu komist að því að verk- takinn, sem vann að endurbót- um á húsinu, hafi verið á eftir áætlun með verkið og hafi feng- ið mafíuna til þess að kveikja í húsinu til að komast hjá því að greiða sektir vegna seinkunar- innar. •FRANSKUR píanóleikari, Philippe Cassard, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur undir lok mánaðarins en þá hyggst hann flytja öll píanóverk Debussys á einum degi. Tónleikarnir verða þann 26. janúar í Wigmore Hall í Lundúnum. •VERKFÖLL hafa lamað starf- semi þriggja bandarískrasin- fóníuhljómsveita í vetur. f nóv- ember var verkfalli sinfóníu- hyómsveitarinnar í Fíladelfíu aflýst en það hafði staðið í níu vikur. Sömdu hljóðfæraleikar- arnir um bætt lífeyrisréttindi og launakjör og eru nú með næsthæstu laun hljóðfæraleik- ara sinfóníuhljómsveitar í Bandaríkjunum en lágmarks- kaupið er rúmar 90.000 ísl.kr. á viku. Skömmu síðar hófust hins vegar verkföll í San Franc- isco og Atlanta en þeir síðar- nefndu krefjast um 14% kaup- hækkunar. BRIDSSKÓUNN Nómskcið hefjost í vikunni Byrjendur: Hefur þig alltaf Iangað til að læra brids? Nú er tækifærið. A byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Námskeiðið stendur yftr í 10 fimmtudagskvöld, frá kl. 20.00-23.00. Þegar upp er staðið eru nemendur orðnir vel spilahæftr og kunna skil á grundvallaratriðum hins sívinsæla Standard-sagnakerfis. Kennslubók fylgir námskeiðinu, en heimanám er nemendum í sjálfsvald sett. 15-20 mín. lestur á viku, nægir tii að tryggja vel heppnað námskeið. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Framhald (spilakvöld); Sambland af kennslu og spilamennsku. 10 þriðjudagskvöld milli kl. 19.30 og 23.00. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd Nánari upplýsingar og innritun í síina 564 4247 milli kl. 13.00 og 18.00 virka daga Menningarmiðstöðin Gerðuberg cs, TÓNSMIÐJA/Guðni Franzson, tónlistarmaður Grunnæfingar í spuna, hljóðfalli og stefrænni útfærslu. Stefnt er að fullunnu tónverki í lok námskeiðsins. MYNDSMIÐJA/Siqríður Ólafsdóttir, myndlistarmaður Listasagan skoðuð með tilraunir og rannsóknir í huga. Sköpunargleðin fær útrás í margþættum aðferðum myndlistarinnar. LEIKSMIÐJA/Þórev Sigþórsdóttir, leikkona Spuni, texti, tilraunir og skemmtilegheit með áherslu á vinnu með röddina. INNRITUN HAFIN Námskeiðin hefjast í lok janúar og eru fyrir börn 9-13 ára. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðubergs í síma 567 4070. Byrjenda- námskeið í jóga í samvinnu við jógastöðina Heimsljós höldum við tvö byijendanámskeið í jóga, í Mætti í Grafarvogi og annað í Mætti í Faxafeni. Hatajógastöður, öndunartækni, slökun. Hugleiðsla, jógaheimspeki o.fl. Kennari: Pétur Valgeirsson,jógakennari. Pétur Valgeirsson Skráning hafín. Allar nánari upplýsingar í Mætti Emil og Anna Sigga í Leikhúskjallaranum Morgunblaðið/Kristinn A CAPELLA sönghópurinn Emil og Anna Sigga. A CAPELLA sönghópurinn Emil og Anna Sigga heldur söng- skemmtun í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á morgun, mánudag, ld. 21. Mun hópurinn syngja dag- skrá með engilsaxneskum lögum, þjóðlögum og lögum frá Viktor- íutímanum, meðal annars við texta Shakespeares, auk nokk- urra Bítlalaga. Segir Anna Sig- ríður Helgadóttir, mezzósópran- söngkonan í hópnum, dagskrána vera í anda átrúnaðargoða þeirra, King’s Singers, sem sé „rosalega góður“ A capella söng- hópur frá Bretlandi, en til að finna einhvern þráð hafi þau ákveðið að syngja eingöngu bresk lög. Auk Onnu Sigríðar skipa söng- hópinn Bergsteinn Björgúlfsson tenór, Ingólfur Helgason bassi, Sigurður Halldórsson kontra- tenór, Skarphéðinn Þór Hjartar- son tenór og Sverrir Guðmunds- „Fólk gleymir okkur aldrei“ son tenór. Þá mun leynigestur birtast í Leikhúskjallaranum. Sönghópurinn Emil og Anna Sigga var stofnaður fyrir tólf árum en hefur starfað með hlé- um, að því er fram kemur í máli Onnu Sigríðar, enda hafi nokkrir félaganna verið með annan fót- inn í útlöndum undanfarin miss- eri. Sjálf er hún nýkomin heim frá Svíþjóð, þar sem hún starfaði um skeið við Gautaborgaróper- una, og fer á ný utan með vor- inu, annaðhvort til Svíþjóðar eða Italíu, þar sem hún hyggst reyna fyrir sér sem söngvari. Aður en að því kemur hefur sönghópurinn hins vegar í hyggju að fara með dagskrána sem hann býður uppá í Lista- klúbbnum út á land. „Við höfum lagt mikið á okkur til að gera þessa dagskrá sem best úr garði. Það væri því leiðinlegt að geta ekki sungið hana nema einu sinni,“ segir Anna Sigríður og bætir við að Emil og Anna Sigga hafi fyrst og fremst haldið hóp- inn þar sem söngvurunum þyki svo „ofsalega gaman“ að syngja saman. „Síðan er alltaf jafn gaman að gleðja hinn dygga stuðningshóp okkar en mér skilst að heyri fólk í okkur einu sinni gleymi það okkur aldrei,“ segir söngkonan og skellir upp úr. Krónprinsóperan opnuð að nýju Inga Elín í Galleríi List LISTAMAÐUR mánaðarins í Gall- eríi List, Skipholti 50, er að þessu sinni Inga Elín Kristinsdóttir. Inga Elín er fædd 1957 í Reykja- vík. Hún lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978 og Skolen for brugskunst/Danmark design skole í Kaupmannahöfn 1988. Inga Elín er þekkt fyrir glerlist sína og keramikverk. Hún hefur haldið fjölda sýninga innanlands og utan og fengið margskonar viðurkenningar. Á þessari kynningu eru ein- göngu ný verk úr smiðju lista- mannsins. Gallerí List er opið frá kl. 11-18 mánudaga til föstudaga og 11-14 laugardaga. Kynningin stendur til 5. febrúar. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WIND0WS Á annað þúsund notendur g] KERFISÞRQUN HF. Fákateni 11 - Sími 568 8055 HIÐ SÖGUFRÆGA óperuhús í Miinchen í Þýskalandi var opnað fyrir skemmstu eftir 33 ára hlé á sýningum þar, með nýrri upp- færslu á Tristan og ísold. Prinz- regenterteater (Krónprinsleik- húsið), sem var byggt undir lok síðustu aldar og jafnan kallað „Prinze", hýsti m.a. bæversku ríkisóperuna um skeið eftir að þjóðleikhúsið, þar sem hún hafði aðsetur sitt, eyðilagðist í loft- árásum árið 1943. A eftirstríðs- árunum var fluttur í húsinu fjöldi verka sem bannaður var í sijórn- artíð nasista ogþar stigu margar stórsijörnur sín fyrstu spor, svo sem Dieter Fischer-Dieskau og Hans Hotter. Endurbyggingu þjóðleikhúss- ins lauk árið 1963 og flutti óp- eran þá aftur í sitt fyrra hús- næði. Þar með var grunninum kippt undan óperuhúsinu og því var lokað. Fyrir áratug hófst hins vegar barátta ýmissa list- unnenda og kaupsýslumanna fyr- ir því að húsið yrði gert upp og opnað og hefur um 60 milljónum marka, um 15 milljörðum ísl. króna, verið varið í endurbygg- ingu þess en það tekur 873 manns í sæti. Hefur bæverska leikhús- akademían fengið inni í óperu- húsinu, en þar leggja nemendur stund á leiklist, óperusöng og ballett. Þá er að Ijúka endurbyggingu tónlistarhússins „Die neue Glocke“ í Bremen og mun þýska kammerfílharmónían flytja að- setur sitt þangað frá Frankfurt. i 1 I > I I > fi I l I I i » I » I I l r I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.