Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell MARÍA Ólafsdóttir, læknir. Hún vinnur nú að doktorsritgerð um heilabilun og geðræna sjúkdóma aldraðra. GEflSJÚKDOMA 06 HEILA- BILUN ÞARF AS FINNA FYNR Fjórðungur aldraðra þjáist afþunglyndi á hús í von um frekari vitneskju. Nauðsynlegt einhverju stigi, en lítið brot fær viðhlítandi er, að mati Maríu, að bæta greiningu geð- meðferð. María Ólafsdóttir, heimilislæknir, sjúkdóma og heilabilunar sem hrjá gamalt komst að þessu þegar hún vann að doktors- fólk, til dæmis Alzheimer. Einnig er brýnt rannsóknum sínum. Þegar Brynja Tomer að styðja betur við bak aðstandenda og frétti það bauð hún Maríu snarlega á kaffi- stuðla að þéttu og öflugu heilsugæsluneti. Þróun Alzheimer ALZHEIMER er fjölskyldu- sjúkdómur að því leyti að hann herjar ekki að- eins á sjúklinginn, heldur hefur hann einnig veruleg áhrif á nánustu aðstandendur. Kvíði er al- gengur hjá þeim og sömuleiðis óör- yggi. Þeir hafa áhyggjur af fram- vindu sjúkdómsins, hvers þeir geta vænst af sjúklingnum og einnig hafa þeir oft áhyggjur af því hvern- ig þeir eiga að bregðast við minnis- og hugsanatruflunum _ ættingja sinna,“ segir María Ólafsdóttir, heimilislæknir sem nú vinnur að doktorsritgerð um heilabilun og geð- ræna sjúkdóma meðal aldraðra. María býr og starfar í Linköping í Svíþjóð og hafa rannsóknir hennar vakið mikla athygli ytra. Meðal þess sem hún hefur komist að er að fjöldi aldraðra þjáist af kvíða og þung- lyndi og verulegur misbrestur er á að þeir séu sjúkdómsgreindir rétt. „Stundum virðist vera um heila- bilun að ræða, en þegar betur er að gáð er það þunglyndi sem þjakar sjúklinginn. í rannsókninni minni kom meðal annars í ljós að aðeins brot þeirra sem höfðu einkenni þunglyndis fengu lyf við hæfí. Það er sorglegt, sérstaklega í ljósi þess að nú eru til mjög góð geðlyf við kvíða og þunglyndi, sem hafa sára- litlar aukaverkanir." Rannsóknir Maríu voru gerðar í Linköping í Svíþjóð og hún segir að þótt vafasamt sé að yfirfæra niðurstöður úr rannsókn á einu svæði yfir á annað, sé hún sann- færð um að ástandið sé svipað ann- ars staðar, til að mynda hér á landi. „Það sem mér fínnst einna alvarleg- ÞÓTT Alzheimer sé algengasta tegund heilabilunar hjá öldruð- um, er sjúkdómurinn oft kominn á nokkuð hátt stig þegar hann greinist. Ein af ástæðum þess er, að mati Maríu Ólafsdóttur, ákveðin afneitun sjúklings og nánustu aðstandenda hans á versnandi heilsufari, skertara minni og alls kyns ruglingi hjá hinum veika. „Greining á þessum sjúkdóm- um þarf að eiga sér stað fyrr, því bæði sjúklingar og ættingjar eiga rétt á að vita hvað er á seyði. Það er gömul klisja að rétt sé að horfa fram hjá heilabilun, því of mikið álag sé fyrir sjúkling að vita að hann sé það sem kall- að er að vera heilabilaður. Það hefur sýnt sig og sannað að bæði sjúklingi og ættingjum líður miklum mun betur þegar hægt er að gefa sjúkdómi nafn og út- skýra þróun hans,“ segir María. Alzheimer er sjúkdómur sem er vegna líkamlegra breytinga í heila. Ferli og þróun hans er gjarnan skipt í þrjú stig og getur einkenna orðið vart strax upp úr fimmtugu. Með aldrinum eykst tíðni Alzheimer, sérstak- lega eftir sjötugt. Fyrsta stig í upphafi verður vart skainm- tíma minnisleysis og sjúklingur á sífellt erfiðara með að fylgjast með því sem er að gerast í kring- um hann. Tímaskyn minnkar og tjáning sjúklings verður einfald- ari. Hann hættir að muna hvað hversdagslegir hlutir heita og talar til dæmis um „fiskinn sem við borðum svo oft“ í staðinn fyrir ýsu og „þetta sem við notum í hárið“ í stað greiðu. Oft finna sjúklingar fyrir öryggisleysi og kvíða er þeir verða varir við byrjunareinkenni sjúkdómsins án þess að átta sig á hvað er að gerast. Á þessu stigi geta sjúk- lingar að mestu leyti séð um sig sjálfir. Annað stig Minnisleysi ágerist á öðru stigi sjúkdómsins og þá spyr sjúkling- ur oft sömu spuminga aftur og aftur eða endurtekur i sífellu sömu setningamar. Hann hættir að muna nöfn fólks og hættir jafn- vel að þekkja nána ættingja og vini. Sjúklingur getur vart búið einn og er eftirlit nauðsynlegt. Þriðja stig Á þriðja stigi Alzheimer-sjúk- dómsis er heilsu sjúklings farið að hraka verulega, hann hættir að geta séð um sig og fylgt fyrir- mælum. Á þessu stigi þarf hann mikla umönnun og er yfirleitt lagður inn á sjúkrastofnun. ast er að þegar sjúkdómsgreining er röng eða jafnvel ekki gerð fær fólk ekki viðhlítandi meðferð. Það er ekki aðeins óviðunandi fyrir sjúkl- inginn heldur einnig íjölskyldu hans. Helsta markmið mitt með þessu rannsóknarverkefni er að heilabilun og geðrænir sjúkdómar aldraðra séu greindir fyrr svo hægt sé að veita bestu læknisfræðilegu meðhöndlun sem völ er á og koma til móts við þarfír sjúklinga og aðstandenda þeirra.“ Um tilurð rannsóknarinnar segir María að hún hafí viljað bæta grein- ingu og meðferð þessa sjúklingahóps í heilsugæslunni með það m.a. fyrir augum að hamla vistunarþörf á stofnun. „Ég hef fengið styrki úr ýmsum rannsóknarsjóðum við þessa vinnu, alls um tíu milljónir og það hefur gert mér kleift að hafa aðstoð- armanneskju á launum. Bertha Ragnarsdóttir, öldrunarfélagsráð- gjafí hefur unnið með mér og þar sem hún hefur unnið í félagslega geiranum kemur hún með önnur sjónarmið í rannsóknimar. Svona þverfaglegt samstarf fínnst mér mjög af hinu góða.“ María segir að í Linköping sé stefnt að því að heilsugæslulæknar taki á móti um 70% allra sem leita læknis og sérfræðingar um 30%. „Mig grunar að hér fari hlutfallslega fleiri beint til sérfræðinga, en ég held að góður heimilislæknir, sem þekkir sjúklinga sína, fjölskyldur þeirra og sjúkrasögur, sé í góðri aðstöðu til að greina þessa sjúkdóma snemma. Fyrir heilbrigðiskerfíð í heild felst líka sparnaður í að nýta heilsugæslustöðvar betur.“ Viðamikil rannsókn Fyrsta stig rannsóknar Maríu fólst í því að gerð var svokölluð kembileit á öllum sem orðnir voru sjötugir og leituðu til læknis á heilsugæslustöð í Linköping. „í því úrtaki vom 2.000 manns, sem gengust undir frekar einfalt próf, þar sem minni fólksins var kannað. Þeir sem náðu ekki 24 stigum af 30 tóku þátt í áframhald- andi rannsókn. Auk þess var valinn 350 manna hópur með slembiúrtaki. Minnið var kannað og hópurinn svar- aði spurningum um heilsufar og and- lega líðan. Svipuð viðtöl hafa einnig verið notuð í stórum faraldsfræðileg- um rannsóknum í Gautaborg. í þess- um viðtölum var könnuð tíðni elli- glapa og ýmissa geðsjúkdóma eldra fólks auk þess sem talað var við ættingja." - Er ekki eðlilegt að gamalt fólk hafi lakara mirtni en ungt fólk? „Það sem verður að teljast eðlileg öldrun er að hugsun tekur lengri tíma og erfíðara er að læra tölur og ný nöfn. Áður fyrr var gjarnan talað um að gamalt fólk kalkaði og allt var flokkað undir kölkun. Sem betur fer er nú til mikil þekking um öldrun- arsjúkdóma og því er tiltölulega auð- velt að greina milli þess sem er eðli- legt og ekki.“ - Geta allir, t.d. aðstandendur, greint hvort um er að ræða sjúk- dómseinkenni eða eðlilega öldrun? „Kannski ekki allir, því nauðsyn- legt er að þekkja helstu einkenni, en góður heimilislæknir ætti ekki að lenda í erfiðleikum með slíka grein- ingu. Eitt af því sem ég hef mikinn áhuga á er að auka þekkingu og áhuga almennings á öldiam og þar fínnst mér að heilsugæslukerfið gæti komið inn í. Það er mikilvægt að hvetja fólk að leita læknis þegar upp koma merki um einhvers konar per- sónubreytingar eða minnisleysi. Ef um er að ræða sjúkdóm, til dæmis Alzheimer, eða æðakölkun í heila, blóðþurrð af einhveijum ástæðum, eru bytjunareinkennin oft mjög furðuleg. Viðkomandi hættir kannski að geta séð um reikninga heimilisins og ýmislegt annað sem áður var vandalaust. Sjúklingur get- ur átt í erfíðleikum með að rata, hneppa skyrtunni sinni rétt og fleira í þeim dúr. Eitt af erfíðustu byijunar- einkennum heilabilunar er oft mis- skilningur og stundum afbiýðisemi í garð aðstandenda. Ef sjúklingur gleymir til dæmis hvar hann lagði peningaveskið sitt ásakar hann aðra um að hafa stolið veskinu. Aftur á móti er eðlilegt og ekkert sjúklegt við það að gömul manneskja þurfí að hugsa sig lengur um áður en hún svarar eða hún muni ekki lengur öll nöfn eða símanúmer. Þeir fara Lyá sér Tveir algengustu minnissjúkdóm- ar hjá öldruðum eru Alzheimer og æðakölkun í heila sem verður vegna blóðþurrðar af einhveijum orsökum. Ættingjar eru oft lengi að átta sig á þessum sjúkdómseinkennum. Þeir skammast sín líka oft fyrir þau, rétt eins og sjúklingurinn sjálfur, og bíða í lengstu lög með að leita aðstoðar læknis. Raunar komum við þama inn á svið sem er mér mjög hugleikið; skipulagningu heilsugæslukerfís.“ - Úr því samtalið er komið út á þann hála ís er ekki úr vegi að spyija þig hvernig heilsugæsla drauma þinna er? „Hún er eins og net utan um íbúa á ákveðnu og afmörkuðu svæði. Inn- an hennar vinnur fólk úr ýmsum stéttum, hver með sitt sérsvið, til dæmis Iæknar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og félags- ráðgjafar. Þetta fólk vinnur saman að því að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum í heilsuvanda. Fyrir- byggjandi starfsemi er líka mikil- væg, en á sparnaðartímum er hún að mestu leyti lögð til hliðar, því miður. Einnig er mikilvægt að heilsu- gæslustöð og heimilisþjónusta í hveiju hverfí hafí náið samstarf. Sumir fara í heimahús og hlú að sjúklingum sem vilja vera heima, en hinir vinna innan heilsugæslustöðv- arinnar og hafa einnig vakandi auga með gangi mála hjá þeim sem til- heyra stöðinni. Mér finnst skipta máli að heilsugæslustöð sé vettvang- ur þar sem fólk veit að það getur SJÁ BLS.22 + P i i í < « i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.