Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ komið og fengið upplýsingar og að- stoð sem ekki er eingöngu læknis- fræðileg, heldur til dæmis líka fé- lagsleg." Fjórði hver var þunglyndur - / niðurstöðum þínum vekur at- hygli hversu margir aldraðir eru þunglyndir og hversu fáir fá meðferð eða lyf við sjúkdómum sínum. „Já, en raunar eru þessar niður- stöður í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið annars staðar í heiminum, svo í sjálfu sér komu þær mér ekki svo mjög á óvart, þótt auðvitað finnist mér þær-sorglegar. Niðurstöður mínar sýndu að 25% aldraðra hafa einkenni þunglyndis, en aðeins 2-4% fá viðeigandi með- ferð. Þær sýna líka að geðlyf eru ekki ofnotuð, a.m.k. ekki hjá þessum hópi fólks.“ „Þunglyndi er miklu algengara meðal aldraðra en menn halda," seg- ir María og bætir við að einkennin séu ólík einkennum hjá yngra fólki. „Einnig geta skapgerðarbreytingar og lystarleysi verið merki um þung- lyndi. Gamalt fólk talar síður um andlega líðan sína en yngra fólk og þess vegna er þunglyndi hjá þessum aldurshópi kannski betur falið. Þung- lyndi hjá eldra fólki tekur á sig ýmsar myndir og getur til dæmis birst í kvörtun undan höfuðverk eða kvölum í maga. Þunglynd manneskja er ekki dugleg að fara í heimsóknir og heldur ekki að bjóða til sín fólki. Á móti má spyrja hvort hænan kem- ur á undan eða eggið. Veldur ein- manaleiki þunglyndi eða veldur þunglyndi félagslegri einangrun? Hvort tveggja getur átt við.“ - Nú virðist sú stefna ríkjandi á Norðurlöndum að sjúklingar séu sem mest heima og minna á stofnunum. Þú ert hlynnt þeirri stefnu er það ekki? „Jú, en þá þurfa ættingjar að vera í aðstöðu til að sinna hinum sjúka og fá alla aðstoð sem möguleg er. Sjúklingar sem dvelja heima þurfa oft líka að fá aðhlynningu heilbrigð- isstarfsfólks. Mikilvægast er þó að bæði sjúklingar og aðstandendur viti hvert þeir geta leitað ef eitthvað bját- ar á og öll aðstoð þarf að vera að- gengileg. Einn af ávinningum með rannsókn eins og þeirri sem ég gerði getur einmitt verið að byggja upp stuðning fyrir ættingja, því álag á þá er mjög mikið og hætta er á að við sitjum að lokum uppi með tvo sjúklinga í staðinn fyrir einn. Með góðu upplýs- ingastreymi og viðeigandi aðstoð er hægt að draga verulega úr líkum á að álag á aðstandendur verði þeim ofviða. Til að svara þörfum þeirra sem þjást af minnissjúkdómum þarf að fmna lausnir frá mörgum sjónar- hólum, því þessir sjúkdómar eru ekki bara læknisfræðilegir.“ Lyf við Alzheimer María segir að mikið rannsóknar- starf sé nú unnið víða í heiminum á öldrunarsjúkdómum eins og Alzhei- mer. „Við vitum nú talsvert mikið um þennan sjúkdóm og síðustu tvö ár hefur lyf gegn Alzheimer verið á skrá í Sviþjóð og Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta lyfið af mörgum, sem ég veit að eiga eftir að koma á markað á næstu árum og hefur það gefist nokkuð vel. Það hefur áhrif í um 20-40% tilvika og verkar eins og bremsa á sjúkdóminn. í ákveðnum tilvikum, þegar sjúklingur hefur haft lítil einkenni, geta_ þau gengið til baka, tímabundið. í Bandaríkjunum hafa rannsóknir sýnt að notkun lyfs- ins frestar þörf til að vista Alzhei- mer-sjúkling á stofnun um 400 daga. Lyfið hefur mesta virkni ef það er gefið sem fyrst eftir að sjúkdómsein- kenni gera vart við sig og er það enn ein ástæða þess að brýnt er að greina sjúkdóminn sem fyrst. Til þess þarf meðal annars að auka al- menna þekkingu á einkennum hans og áhuga almennings og heilbrigðis- starfsfólks. í dag snýst draumur minn um það og vonandi koma kraft- ar mínir til með að nýtast í ein- hverri mynd á íslandi í framtíðinni.“ FRÁBÆRT ÚRVAL AF BÍLASTÆÐUM •SC-CH64 Panasonic samstæða m/geislaspilara áður kr. 69.900 • nú kr. 49.900 stgr. •SC-CH74 Panasonic samstæða m/geislaspilara áður kr. 57.900 • nú kr. 44.900 stgr. •SC-CH84 Panasonic samstæöa m/geislaspilara áður kr. 79.900 • nú kr. 59.900 stgr. •MHC-771 Sony samstæða með geislaspilara áður kr. 58.900 • nú kr. 49.900 stgr. •CEL-1 Celestion hátalari 50w áður kr. 17.930 • nú kr. 12.900 stgr. •CEL-3 Celestion hátalari 75w áður kr. 22.480 • nú kr. 14.900 stgr. •CEL-CS2 Celestion hátalari 60w áður kr. 22.100 • nú kr. 14.900 stgr. •CEL-CS4 Celestion hátalari 75w áður kr. 25.500 nú kr. 16.900 stgr. •IMPACT-30 Celestion hátalari 150w áður kr. 51.800 • nú kr. 39.900 stgr. •MP-1/D Celestion hátalarar m/vegg/borðfestingu áður kr. 21.450 • nú kr. 16.900 stgr. •CODA-9 KEF hátalari 125w áður kr. 35.500 • nú kr. 29.900 stgr. ^fUALÆÐfSLEGT ÚRVP^ GEISLADISKA FRÁ KRÓNUM UTVARPSMAGNARAR •SAGX-230 Technics útvarpsmagnari áður kr. 49.200 • nú kr. 29.900 stgr. % •SAGX-370 Technics útvarpsmagnari Pro-Logic áður kr. 48.000 • nú kr. 29.900 stgr. •SAGX-390 Technics útvarpsmagnari Pro-Logic áður kr. 52.300 • nú kr. 29.900 stgr. •STR-D565 Sony útvarpsmagnari Pro-Logic Dolby áður kr. 45.900 • nú kr. 29.900 stgr. •RXD-S22 Panasonic ferðaútv. m/geislasp. og fjarst. áður kr. 23.400 • nú kr. 18.900 stgr. •CFD-6 Sony ferðakassettutæki m/geislaspilara áður kr. 15.900 • nú kr. 12.900 stgr. •MCE-862 Panasonic ryksuga 1300w áður kr. 15.980 • nú kr. 11.900 stgr. SEGULBANDSTÆKI •RS-DC10 Technics DCC segulband áður kr. 117.000 • nú kr. 39.900 stgr. •RSB-X404 Technics segulband áður kr. 36.900 • nú kr. 24.900 stgr. •TC-K461 Sony segulband áður kr. 27.400 • nú kr. 19.900 stgr. MAGNARAR •TA-AV670 Sony Audio-Video magnari verð kr. 113.000 • nú kr. 39.900 stgr. •TA-F245 Sony magnari áður kr. 26.800 • nú kr. 14.900 stgr. •TA-F446 Sony magnari áður kr. 48.300 • nú kr. 29.900 stgr. •POA-2800 Denon kraftmagnari 2x200w 80hm áður kr. 75.800 • nú kr. 49.900 stgr. Sega MegaDrive tölvuleikir í miklu úrvali frá kr. 990 Sega Saturn tölvuleikir frá kr. 3.990 w ■ FERÐAGEISLASPILARAR •SL-S138 Panasonic ferðageislaspilari f/raff áður kr. 12.900 • nú kr. 9.980 stc •D-153 Sony feröageislaspilc áður kr. 14.300 • nú kr. 12.600 stc

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.