Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
búðir og hreinlega erfitt að fá það
til að skipta um, sérstaklega ef
ímyndin hefur ekki verið upp á
það besta?
„Víst er það erfitt. Við tókum
þá ákvörðun að hafa góða vöru á
góðu verði og höfða til hins venju-
lega borgara. Þetta virðist hafa
tekist að einhverju leyti hjá okk-
ur, a.m.k. höfum við fengið góðar
undirtektir eftir að við tókum við
búðinni. En Kringlan er einmitt
sá staður þar sem svona getur
gengið upp. Segjum að þú ætlaðir
í veiðitúr. Þú færð allt sem þú
þarft í Sportkringlunni. Hér undir
sama þaki eru síðan nánast allar
þær verslanir sem þú þarft á að
halda , matvöruverslun, áfengis-
verslun, ljósmyndavöruverslun og
fleira mætti nefna.
Það eru auðvitað bæði kostir
og gallar við að vera í svona versl-
unarklasa. Það er til dæmis afar
dýrt. En á móti kemur griðarlegur
fólksstraumur. í viku hverri koma
hér að meðaltali um 76.000 manns
og ef svona verslunarklasi á ein-
hvers staðar rétt á sér, þá er það
hérna á íslandi. Viðbót Borgar-
kringlunnar hefur síðan aukið
umferðina enn frekar.
Þá má auðvitað bæta því við,
að við erum að því leyti heppin
að síðustu ár hefur verið mjög
vaxandi áhugi á hvers konar úti-
vist og líkamsrækt. Við höfum
notið þess og jafnframt reynt að
haga seglum eftir vindi. Núna eru
veiðivörurnar í vetrardvala uppi á
efri hæðinni, skíði og ýmsar inni-
vörur niðri. A vorin færum við
veiðivörurnar niður svo dæmi sé
tekið.“
Miðað við reynslu ykkar hjóna af
kaupmennsku til þessa, sýnist þér
að þið ílendist í greininni?“
„Það er nú erfitt að svara þess-
ari spurningu á þessari stundu.
Þetta hefur staðið stutt og segja
má að við séum enn að læra á
greinina. Afkoman hefur því verið
lítil enn sem komið er. Við getum
þó ekki kvartað og leiðin hefur
legið upp á við. Við erum ákveðin
í að gefa okkur öll í þetta í nokk-
ur ár og sjá hvernig það kemur
út. Þetta er skemmtilegt verkefni
en um leið erfítt. Það eru fá frí
og mér finnst ég alltaf vera að
svíkjast um ef ég voga mér að
skreppa í veiðitúr.“
Að kaupa laxveiðiá
Einar Sigfússon komst í frétt-
irnar um áramótin er það varð
heyrinkunnugt að fyrirtæki í eigu
hans, Akurholt ehf, hefði fest kaup
á helmingi stangaveiðiréttar í
Haffjarðará og Oddastaðavatni á
Snæfellsnesi og helmingi þeirra
jarðeigna sem að liggja. Auk
stangaveiðiréttarins keypti Einar
að fullu jarðimar Akurholt og
Landbrot, en að hálfu Stóra
Hraun, Höfða, Ytri Rauðamel og
Ölviskross á móti Óttari Yngva-
syni sem á að auki að fullu jarðirn-
ar Skjálg og Gerðuberg. Skráður
eigandi að fasteignunum var
Oddný Freyja Kristinsdóttir,
frænka Einars, sem á ættir að
rekja á þessar slóðir. Áin hefur
hins vegar lengi verið kennd við
eiginmann hennar Pál G. Jónsson,
löngum kenndum við Pólaris.
Haffjarðará komst í eigu Thors-
ættarinnar snemma á öldinni er
Thor Jensen festi kaup á umrædd-
um jörðum, auk Kolviðarness og
Syðri Rauðamels, og reisti tvö
veiðihús. í tíð Thorsara varð Haf-
fjarðará sérstök fasteign og veiði-
réttur hennar þar með undanskil-
inn jörðunum sem að liggja. Er
slíkt fyrirkomulag eftir því sem
næst verður komist hið eina sinnar
tegundar hér á landi þegar lax-
veiðiá er annars vegar.
Thorsættin átti Haffjarðará til
ársins 1986, er þeir Óttar og Páll
keyptu hana og allar jarðirnar að
þeim tveimur síðastnefndu undan-
skyldum, en ábúendur þeirra
neyttu forkaupsréttar. Ekki ríkti
þó friður, því allt til loka ársins
1995 stóðu yfir deilur og mála-
ferli milli eigenda og sveitarfélaga,
m.a. um forkaupsréttarmál. Það
EINAR Sigfússon og Anna K. Sigþórsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
SKAMMTSTÓRRA
HÖGGA Á MILLI
Eftir Guómund Guðjónsson
EINAR hefur lifað og
hrærst í heimi stanga-
veiðinnar frá blautu
barnsbeini. Hann var
einn í stórum hópi stráka á Sei-
fossi sem vörðu öllum stundum
við Ölfusá með reiðhjól sín og veið-
stangir og fengu að veiða að mestu
óáreittir fyrir landi Selfoss. Á vor-
in veiddist aðallega sjóbirtingur
en á sumrin og haustin silungur
og einstaka lax. Einar var einnig
nokkur sumur í sveit hjá afa sínum
í Hrísadal á bökkum Straumfjarð-
arár. Afabróðirinn bjó handan ár-
innar, að Dal. Á þeim árum voru
nær eingöngu erlendir veiðimenn
í ánni og stafaði mikill ljómi af
ánni og veiðinni. „Afi minn var
þannig gerður að honum þótti eðli-
legt að geta sótt lax í sunnudags-
matinn í ánna og sendi okkur
strákana til veiða. Þetta voru góð-
ir dagar,“ segir Einar.
Þessi nálægð við veiðiskap hef-
ur markað spor sem eru hvað auð-
rækust í dag, er Einar hefur gerst
áreigandi og farið á bólakaf í þann
rekstur sem því fylgir, s.s. sölu á
veiðileyfum bæði á erlendum og
innlendum vettvangi.
Árið 1970 flutti Einar búferlum
frá Selfossi og bjó um nokkurra
ára skeið vestur í Stykkishólmi,
eða til ársins 1985 er hann kom
til Reykjavíkur og setti á stofn
Fjárheimtuna ehf ásamt Sigurði
G. Guðjónssyni hrl sem þekktastur
er fyrir varaformennsku hjá ís-
lenska útvarpsfélaginu. Fimm
árum síðar stofnuðu Einar og Sig-
urður Almennu lögfræðistofuna
ehf ásamt Þorsteini Einarssyni hdl
og Lárusi Blöndal hdl og tók hún
yfír allan daglegan rekstur sem
Fjárheimtan hafði haft með hönd-
um, að undanskyldum fasteigna-
rekstri. Þorsteinn gekk úr sam-
starfinu árið 1994 og hóf rekstur
eigin stofu.
„Á árunum 1993-94,“ segir Ein-
versluninni þannig að fyrirtækið
varð alfarið eign okkar hjónanna.
Það lá þar með eiginlega beint við
að leggja fyrir sig kaupmennsku
og setja krafta sína í að byggja
búðina upp. Þetta var ekki beinlín-
is planlagt, öllu heldur æxluðust
mál á þennan hátt.“
Að breyta búð
Þú skiptir alfarið um starfssvið,
voru viðbrigðin ekki mikil og fram-
andi?
„Ekki kannski framandi. Faðir
minn var árum saman mnkaupa-
stjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga
og foreldrar mínir ráku m.a. um
skeið söluskálann í Þrastalundi við
Sog. Hvort að viðbrigðin hafi ver-
ið mikil skal það sagt, að búðar-
rekstur er fyrst og fremst gríðar-
leg vinna. Menn þurfa að standa
vaktina dag og nótt. Við Anna
höfum mótaða verkaskiptingu,
hún sér um skrifstofureksturinn,
en ég er í innkaupum og „á gólf-
inu“ eins og sagt er. Eitt af því
skemmtilega við þetta starf er hins
vegar að maður hittir mikið af
skemmtilegu fólki og þar sem
segja má að Kringlan sé mitt í
straumi lífsins á íslandi þá hef ég
verið að rekast á fólk sem ég hef
ekki hitt eða heyrt af í tugi ára.“
Einar hugsar sig aðeins um og
heldur síðan áfram: „Við Anna
tókum alfarið við búðinni 1. ágúst
1995. Eins og ég gat um áðan,
hafði hún um tíma verið rekin sem
umboðsverslun, en við hjónin vor-
um staðráðin í að breyta því fyrir-
komulagi og auka gæði hennar,
m.a. með áherslubreytingum í
vöruvali og með því að hafa al-
mennari íþrótta- og útivistarvörur
á boðstólum. Umboðssölur hafa á
stundum tilhneigingu til að vera
með ódýra vöru, í sumum tilvikum
hreina afgangsvöru og sú var orð-
in ímynd þessarar búðar.“
Er ekki afar erfitt að breyta
ímynd á þennan hátt. Er það ekki
ríkt í fólki að halda tryggð við
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Einar Sigfússon er borinn og barnfæddur Selfyssingur,
fæddur lö.desember 1948. Hann rekur Sportkringluna í
Kringlunni ásamt eiginkonu sinni Önnu K.Sigþórsdóttur.
Rétt fyrir hátíðirnar komst Einar í fréttirnar er hann festi
kaup á helmingi jarða og veiðiréttar í Haffjarðará á
Snæfellsnesi, einni af bestu laxveiðiám landsins.
VIÐSKIPTAVINUM sinnt.
ar, „varð mikil breyting í starfs-
umhverfi atvinnulífsins. Það voru
tilkomin vandaðri vinnubrögð og
meiri festa í fjármálum. Rað-
greiðslur fóru vaxandi í viðskipt-
um og bæði lánastofnanir, ein-
staklingar og fyrirtæki höfðu lært
af reynslunni. Útkoman var sú að
innheimtur fóru mjög minnkandi.
Þegar kom fram á árið 1995
var mér ljóst að tíminn til breyt-
inga á mínum högum var runninn
upp og ég bauð samstarfsmönnum
mínum að kaupa minn hlut í Al-
mennu lögfræðistofunni. Það gekk
eftir og þá fór að hylla undir Sport-
kringluna. Við Sigurður höfðum
yfirtekið húsnæðið árið 1992 er
Sportval varð gjaldþrota. í fyrstu
leigðum við húsnæðið frá okkur
en vegna vanskila urðum við að
láta bera leigutakann út í lok nóv-
ember 1993. Daginn eftir höfðum
við opnað þar nýja verslun sem
hlaut nafnið Sportkringlan og rák-
um hana í samvinnu við Austur-
bakka ehf og Sportmenn efh,
umboðsaðila Nike og Adidas, auk
Sportvörugerðarinnar í Mávahlíð.
Allar vörur í búðinni voru í um-
boðssölu og sá Anna eiginkona
mín um bókhaldið og fjárreiður.
Sumarið 1995 keyptum við hlut
Sigurðar í húsnæðinu og Sport-
kringlunni og í framhaldi af því
hlut annarra samstarfsaðila í