Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Um fátt hefur verið meira
rætt manna á meðal und-
anfarnar vikur og mánuði en þá
gífurlegu eignatilfærslu, sem er
að verða í landinu í skjóli kvóta-
kerfisins svonefnda. Margt hefur
stuðlað að því, að þessar umræð-
ur hafa smátt og smátt snúizt
upp í mikla og vaxandi reiði
meðal almennings. Sá órói, sem
er meðal fólks af þessum sökum
er bersýnilega farinn að hafa
áhrif á afstöðu launþega til
þeirra kjaraviðræðna, sem nú
standa yfir.
í sjávarplássunum allt í kring-
um landið hefur fólk fylgzt með
því,'hvernig eigendur smábáta,
sem fengið hafa ókeypis úthlut-
un kvóta hafa selt hann fyrir
stórfé, í mörgum tilvikum fyrir
marga tugi milljóna króna. Það
þarf enga fjölmiðla til þess að
upplýsa fólk um þetta. í fámenn-
um byggðarlögum fer ekkert á
milji mála, hvað er að gerast.
Á hlutabréfamarkaðnum hafa
hlutabréf í sjávarútvegsfyrir-
tækjum hækkað með ævintýra-
legum hætti á undanförnum
misserum. Slíkar hækkanir eru
nánast óþekkt fyrirbrigði í öðrum
löndum nema í algerum undan-
tekningartilvikum. Öllum er ljóst,
að hin gífurlega verðhækkun á
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
hlutabréfum byggist fyrst og
fremst á mikilli verðhækkun á
kvóta. Með því að innleysa þessi
hlutabréf geta eigendur þeirra
losað mörg hundruð milljónir
króna og jafnvel milljarða króna.
Með nýjum lögum um fjármagns-
tekjuskatt borga þeir nú 10% í
skatt af hagnaðinum á meðan
launþegar borga 42%-47% skatt
af launum sínum.
Nýjustu fréttir um sameiningu
útgerðarfyrirtækja og þær háu
tölur um eignatilfærslur, sem
fjallað hefur verið um í því sam-
bandi hafa rekið endahnútinn á,
að allur almenningur hefur vakn-
að til vitundar um það, sem
Morgunblaðið hefur kallað
mestu eignatilfærslu íslandssög-
unnar. í skjóli kvótakerfisins er
verið að færa þau gífurleg verð-
mæti, sem fólgin eru í auðlind-
inni við strendur íslands frá eig-
endum hennar til fámenns hóps
manna.
Við þessar aðstæður er afar
erfitt að útskýra fyrir launþeg-
um, að þeir verði að skilja, að
launahækkanir umfram
greiðslugetu atvinnulífsins leiði
til ófarnaðar. Viðleitni sjávarút-
vegsráðherra til þess að draga
úr þessari óánægju með því að
skipa starfshópa til að endur-
skoða ýmsa þætti kvótakerfisins
dugar skammt.
Ríkisstjórn og Alþingi eiga
hins vegar einn leik á borði til
að ná þeim markmiðum að
tryggja stöðugleika og frið í
landinu. Hann er sá að horfast
í augu við þann veruleika, sem
við blasir, taka upp veiðileyfa-
gjald, sem tryggi að eigandi auð-
lindarinnar fái eðlilegan hlut af
afrakstri hennar og nota það
svigrúm, sem með því skapast
til að tryggja frið, sátt og stöð-
ugleika og raunhæfa kjarasamn-
inga.
Sá ófriður, sem er að magnast
um kvótakerfið og fiskveiði-
stefnuna, veldur skynsamari
mönnum í útgerð miklum
áhyggjum. Það er þeirra hagur
að starfa í friði og sátt við um-
hverfi sitt. Útgerðarmenn í litl-
um sjávarplássum allt í kringum
landið finna í vaxandi mæli, að
þeir starfa ekki lengur í slíkri
sátt við næsta nágrenni sitt og
margir þeirra taka það nærri sér.
Útgerðarmenn sjálfir verða að
gera sér ljóst, að fyrr eða síðar
tekur almenningur af skarið í
almennum kosningum, hafi
kjörnir fulltrúar fólksins á Al-
þingi ekki gert það áður en að
kosningum kemur. Það eru þess
vegna hagsmunir útgerð-
armanna sjálfra að setjast að
samningaborðinu og ná sam-
komulagi um, hvernig eigandi
auðlindarinnar getur með sann-
gjörnum hætti fengið sinn hlut
af þeim verðmætum, sem um er
að ræða.
Þótt krafan um aðgerðir á
þessum vettvangi hafi ekki kom-
ið upp á borðið í þeim kjaravið-
ræðum, sem nú standa yfir er
alveg ljóst, að viðhorf launþega
til kjarasamninganna mundi
vera allt annað, ef samkomulag
hefði tekizt um eðlilega hlutdeild
þeirra í þeim miklu verðmætum,
sem nú ganga kaupum og sölum
á milli fámenns hóps manna. Að
þessu ættu ríkisstjórn og Alþingi
og stjórnmálaflokkarnir að huga
á þeim erfiðu vikum, sem í hönd
fara.
KJARASAMNING-
AR OG VEIÐI-
LEYFAGJALD
ENN ÚR SAMTALI
mínu við Arndísi
Björnsdóttur leik-
konu:
„Finnst yður áhorf-
endur hafa breytzt
mikið á þessum fjöru-
tíu árum?“
„Onei, ekki held ég. Þeir hafa
alltaf haft meiri áhuga á því að
hlæja en hugsa. Mér hefur fundizt
það ósköp leiðinlegt. Beztu leikritin
sem við höfum sýnt hafa alltaf ver-
ið verst sótt. Auðvitað er nauðsyn-
legt að hlæja - í hófi. En leikhúsið
á að vera skóli. Þaðan eiga menn
að koma reynslunni ríkari. Ég get
tekið dæmi svoað þér skiljið betur
hvað ég á við: Fyrir nokkrum árum
sýndum við Konu ofaukið eftir
danska skáldið Knud Söderby.
Margir lögðust gegn því að þetta
leikrit yrði fært upp og bentu á að
það tjallaði um geðveika móður.
Sumir sögðu jafnvel að það væri
árás á móðurina. Ég var ekki sér-
lega hrifin af þessu verki, en það
féll samt í minn hlut að leika móður-
ina. Það var vandasamt. Og hræði-
leg kvöl. Móðurinni finnst hún eiga
líf barna sinni, já líf þeirra og ást,
en þau vilja lifa sínu lífi. Hún verð-
ur smám saman geðveik og svo fer
að hún fremur sjálfsmorð. Þetta er
svo sem enginn gamanleikur. Og
sumir sögðu að þetta væri ekki
heldur sorgarleikur, til þess væri
það of afkáralegt. Margir voru
þeirrar skoðunar að það ætti ekkert
erindi hingað. En það var rangt,
auðvitað átti leikritið erindi hingað,
það er gott verk og leikhúsum okk-
ar ætti ekki að vera neitt mannlegt
óviðkomandi. Ég sagði áðan að mér
hefði ekki fallið hlutverk móðurinn-
ar, eri síðar var ég mjög glöð yfir
því að ég skyldi hafa
tekið það að mér. Ég
hef aldrei fengið betri
borgun fyrir neitt
hlutverk - eða ætti
ég kannski frekar að
segja: Ég hef aldrei
fengið kvöl mína betur borgaða.
Morguninn eftir að leikritið var
sýnt í síðasta sinn fékk ég bréf frá
ungum manni. Það er eitthvert ynd-
islegasta bréf sem ég hef fengið.
Hann þakkaði mér fyrir og sagði
að ég hefði komið sér í skilning um
við hvaða sjúkdóm móðir hans
þurfti að glíma síðustu árin. Það
er að vísu þremur árum of seint,
bætti hann við, því að móðir mín
er dáin, en nú skil ég hana loksins
og get aftur hugsað til hennar með
hlýju. Nú veit ég að leiklistin er það
mesta í heimi. Þetta sagði ungi
maðurinn. Ég sveif í skýjum, þegar
ég fékk bréfið, svo ánægð var ég.
Já, leikhúsið á að vera svona skóli.
Sú stofnun hlýtur að vera merkileg
þar sem móðir getur endurheimt
son sinn.“
Að lokum spurði ég Arndísi
Björnsdóttur um kerlinguna í
Gullna hliðinu. Hún sagði að sér
hefði alltaf fundizt hún góð. „Hún
leynir á sér,“ bætti hún við, „það
má finna ýmislegt í henni. Þess
vegna held ég að ég hafi aldrei leik-
ið hana vélrænt, þótt ég hafi séð
um hlutverk hennar í 170 skipti."
„En segið mér þá að lokum:
Getur ekki hlutverkið haft einhver
áhrif á leikarann, ég tala nú ekki
um þegar það er leikið svona oft?“
„Jú, ætli það ekki. Það mótar
hann í svipinn, enda er ekki hugsað
um annað dögum saman. Ég á
kannski ekki að vera að segja yður
frá því, en eitt sinn sagði ágæt vin-
kona mín við mig: „Hvað er þetta
manneskja, nú hlýturðu að vera að
leika skass!“
Allt leiðir þetta hugann að nýút-
kominni ævisögu Samuels Becketts,
Dæmdur til frama eftir James
Knowlson. í gagnrýni um þessa bók
segir J.D. O’Hara í The New York
Times Book Review 24. nóvember
síðastliðinn að slæm geðheilsa
Becketts hafi átt rætur að rekja til
hinnar ástríðufullu umhyggju móð-
ur hans fyrir honum og hins storma-
sama sambands þeirra mæðgin-
anna. Beckett taldi sjálfur að hann
væri það sem þessi ástríðufulla
móðurást hefði gert hann. Beckett
forðaðist móður sína, flýði hana og
írland, en undir lokin fékk hann
mikið samvizkubit vegna framkomu
sinnar við hana og svo virðist sem
þetta samvizkubit hafi kvalið hann
síðustu mánuðjna sem hann lifði.
Hann hafði samskonar sektartil-
finningu vegna framkomunnar við
konu sína, sem dó nokkrum mánuð-
um á undan honum, og sá eftir
því. Hann hafði þurft á geðlæknis-
hjálp að halda vegna þessara tilfinn-
ingatruflana en þess hafði hann
einnig þurft eftir dauða föður síns
1933. Þá skilst mér hann hafí verið
mjög hætt kominn vegna skertrar
geðheilsu.
Fyrrnefnt leikrit fjallar semsagt
um vandamál sem frægt fólk einsog
nóbelsskáldið Samuel Beckett hefur
þurft við að stríða án þess alltaf
að finna þá lausn sem leiðir til jafn-
vægis og andlegrar rósemdar. En
ef Beckett hefði læknazt til fulls
þá hefði hann að öllum líkindum
ekki skrifað þau ritverk sem hann
nú er frægastur fyrir.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
ÞAÐ er MIKILVÆGT I
þeim viðræðum og um-
ræðum, sem nú standa
yfir um gerð nýrra
kjarasamninga, að
vinnuveitendur, stjórn-
málamenn og fjölmiðlar
leitist við að skilja sjón-
armið og aðstöðu forystumanna launþega-
hreyfingarinnar. Slíkur skilningur er lykill-
inn að því að lausn fínnist í yfírstandandi
kjaraviðræðum, sem fullnægi báðum þeim
markmiðum, sem að er stefnt, að launþeg-
ar fái sanngjarnar kjarabætur, sem tryggi
áframhaldandi aukningu kaupmáttar, og
að tryggður verði sá stöðugleiki í efna-
hagsmálum, sem við höfum búið við und-
anfarin ár.
Eitt af því, sem við blasir og hefur aug-
ljóslega áhrif á andrúm og viðhorf í kjara-
viðræðum, er uppsveiflan í efnahags- og
atvinnumálum. Hún kemur m.a. fram í
því að árið 1996 var annað árið í röð, þar
sem ársreikningar helztu atvinnufyrir-
tækja landsmanna sýna umtalsverðan
hagnað af rekstri. Frá sjónarhóli launþega
er þetta örugg vísbending um, að fyrirtæk-
in geti greitt hærri laun. Uppsveiflan kem-
ur einnig fram í því, að á þessu ári hefur
orðið gífurleg hækkun á verði hlutabréfa
í stærstu fyrirtækjunum og þá ekki sízt
og raunar alveg sérstaklega í sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Launþegar hljóta að líta
svo á, að þessi hækkun á verði hlutabréfa
bendi til sterkrar stöðu fyrirtækjanna. í
Morgunblaðinu í dag, laugardag, er frá-
sögn af opnun nýs frystihúss Síldarvinnsl-
unnar á Neskaupstað. Þessi myndarlega
framkvæmd er eitt dæmi af mörgum um
viðamiklar fjárfestingar, sem nú standa
yfír í atvinnulífi landsmanna. Raunar eru
svo miklar fjárfestingar í sjávarútvegi,
ekki sízt loðnuvinnslu, að menn standa
agndofa. Þessar fjárfestingar segja laun-
þegum þá sögu, að fyrirtækin hafi umtals-
vert fjárhagslegt bolmagn um þessar
mundir. En auðvitað er verðbólga í lág-
marki og stöðugleiki forsenda þess, að
fyrirtækin treysta sér út í þessar fram-
kvæmdir.
Þegar horft er til þessara staðreynda,
sem landsmenn allir sjá, og rifjað upp að
á hinum erfíðu árum í upphafi þessa ára-
tugar var höfðað til launþega um að taka
á sig tímabundnar byrðar og kjaraskerð-
ingu með þeim röksemdum, að þeir mundu
uppskera, þegar betur áraði, þarf engum
að koma á óvart, þótt forystumenn laun-
þegahreyfingarinnar telji að nú sé komið
að skuldadögum fyrir atvinnureksturinn.
Enda verður að telja, að ekki sé ágreining-
ur um það, heldur hitt hversu langt sé
hægt að ganga án þess að stöðugleikanum
sé raskað.
Hin hliðin á þessu máli, eins og það
horfir við launþegahreyfíngunni, snýr að
ríkisvaldinu og hún er kannski að sumu
leyti erfíðari. Það er ljóst, að bæði launþeg-
ar og vinnuveitendur telja, að í kjölfar síð-
ustu kjarasamninga, sem gerðir voru 1995,
hafi ríkisvaldið gengið skrefi lengra í
kjarabótum til opinberra starfsmanna en
gert var á hinum almenna vinnumarkaði,
og að ríkisvaldið hafi að jafnaði samið um
kjarabætur til starfsmanna sinna, sem
hafí numið um tveimur prósentustigum
umfram það, sem hinn almenni launþegi
fékk í sinn hlut. Til viðbótar situr í laun-
þegahreyfíngunni sú kjarabót, sem síðari
hluta þess árs kom þingmönnum, ráðherr-
um og háttsettum embættismönnum til
góða, sem að þeirra mati var langt umfram
það, sem samið hafði verið um á hinum
almenna vinnumarkaði nokkrum mánuð-
um áður. Loks er ljóst, að forystumenn
launþegahreyfíngarinnar telja, að með
þeim samningum, sem gerðir voru seint á
síðasta ári við ríkisstarfsmenn um lífeyris-
mál, hafi verið gengið lengra en hægt sé
að réttlæta með „sléttum skiptum", eins
og það hefur verið orðað. Undir flest ef
ekki öll þessara gagnrýnisefna hafa vinnu-
veitendur tekið.
Það fer ekki á milli mála, að þessir þrír
þættir hafa valdið ákveðnum trúnaðar-
bresti á milli ríkisvaldsins og aðila vinnu-
marKaðarins og þá ekki sízt launþega-
hreyfíngarinnar. Hann kemur m.a. fram í
kröfu launþegasamtakanna um einhvers
konar tryggingu fyrir því, að kjarabætur
til opinberra starfsmanna umfram þær,
sem samið er um á hinum almenna vinnu-
markaði, verði ekki endurteknar. Þessa
kröfu orðar Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambands íslands, svo í
grein hér í Morgunblaðinu í gær, föstu-
dag: „Að þessum skilyrðum uppfylltum
munum við skrifa undir kjarasamning með
raunsærri kauphækkun gegn því að sett
verði inn í kjarasamningana umsvifalaus
opnun þeirra fari ríkisstjórnin út fyrir
ramma þeirra.“
Ef tekið er mið af málflutningi forystu-
manna launþegahreyfingarinnar má ætla,
að þetta séu meginviðhorfin í kjaraviðræð-
unum frá þeirra sjónarmiði séð.
Vinnustaða-
samningar
Laugardagur 18. janúar
SA ATVINNU-
rekandi er vand-
fundinn, sem ber
brigður á það, að
atvinnureksturinn
geti eins og nú horfir borgað hærra kaup.
Vinnuveitendasambandið setti hins vegar
fram síðla sumars athyglisverðar hug-
myndir um, að auk almennra launahækk-
ana, sem um yrði samið í almennum samn-
ingum, kæmu til sögunnar sérstakir samn-
ingar á hveijum vinnustað, sem gætu
fært launþegum viðbótarkjarabætur án
þess að því fylgdi kostnaðarauki fyrir fyrir-
tækin. Þessu markmiði ætti að ná með
samstarfí stjórnenda og starfsmanna um
aukna hagræðingu. í grundvallaratriðum
hefur þessum hugmyndum verið tekið vel
af hálfu launþegahreyfingarinnar, þótt
ágreiningur sé um útfærsluna.
Ágreiningurinn stendur í aðalatriðum
um það, að hve miklu leyti forystumenn
viðkomandi launþegafélaga eigi að koma
að vinnustaðasamningum. Við fyrstu sýn
mætti ætla, að það liggi í augum uppi,
að forysta í slíkum samningum sé bezt
komin í höndum starfsmanna sjálfra og
trúnaðarmanna þeirra, sem um leið geta
í mörgum tilvikum verið trúnaðarmenn
viðkomandi stéttarfélags á vinnustaðnum.
Starfsmennirnir sjálfir þekkja betur að-
stæður á sínum vinnustað heldur en for-
ystumenn stéttarfélaganna og þess vegna
eðlilegt, að forysta þessara viðræðna sé í
höndum starfsmanna. Launþegaforystan
bendir hins vegar á, að víða um land séu
trúnaðarmenn nánast óþekkt fyrirbrigði
vegna þess, að fyrirtækin séu smá og þess
vegna sé nauðsynlegt, að forysta viðkom-
andi launþegafélags komi að málum. Jafn-
framt telja þeir, að ákvæði um vinnustaða-
samninga verði bitlaust, ef starfsmenn
hafa enga möguleika á að knýja vinnuveit-
endur sína til samninga.
Vinnuveitendasambandið hefur síðustu
daga reifað hugmyndir til þess að mæta
þessum röksemdum sérstaklega. En fyrir
þá, sem standa utan við kjaraviðræðurn-
ar, verður ekki séð, að svo mikill ágreining-
ur ríki um útfærslu vinnustaðasamninga,
að hann sé óleysanlegur.
Krafa launþegahreyfingarinnar um að
kauptaxtar verði færðir nær raunveruleg-
um launum kann að vera erfíðari við-
fangs. Um hana segir Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins,
í fyrmefndri grein hér í blaðinu í gær,
föstudag: „Gagnvart atvinnurekendum er
krafan sú, að launataxtar verði færðir að
greiddum launum, kostnaður við þessa
kröfu er 0,73% ekki 40%-50% eins og
framkvæmdastjóri VSÍ hefur ranglega
haldið fram.“
Nú er það öllum ljóst, að í flestum stærri
fyrirtækjum í landinu og sjálfsagt á það
ekki síður við um hin smærri, eru greidd
laun töluvert umfram umsamda kaup-
taxta. Röksemdir launþegasamtakanna
eru þær, að þótt reikna megi þessa kröfu
um að færa kauptaxta að raunverulegum
launum til kröfu um margra tuga pró-
senta hækkun launa, fari því víðs fjarri
að svo sé. í þessari kröfu felist ekki launa-
FRÁ NESKAUPSTAÐ
Morgunblaðið/Golli
kostnaðarhækkun fyrir fyrirtækin sjálf,
sem nemi neitt nálægt slíkum tölum.
Þeir sem þekkja til launamála í fyrir-
tækjum vita, að þessi staðhæfíng laun-
þegaforystunnar er út af fyrir sig rétt. Á
móti kemur hins vegar þetta: ef fallizt er
á þessa kröfu er fyrirsjáanlegt, að ein-
hvers staðar, í einhveijum fyrirtækjum og
kannski ekki sízt í opinbera geiranum verð-
ur slík aðlögun að raunverulegum launum
og sú raunverulega kauphækkun sem um
kann að verða samið, lögð saman og pró-
sentunni veifað til þess að knýja fram
sambærilega „hækkun“ launa á öðrum
vettvangi. Þetta getur jafnvel gerzt innan
einstakra fyrirtækja, ef einstakir starfs-
hópar telja, að aðrir starfshópar innan
sama fyrirtækis hafi, þegar upp er staðið,
búið við betri hlut.
Með sama hætti og launþegaforystan
gerir kröfu um einhvers konar tryggingu
fyrir því, að ríkisvaldið semji ekki við opin-
bera starfsmenn umfram samninga á hin-
um almenna vinnumarkaði má spyija,
hvort launþegahreyfíngin sé tilbúin til að
veita tryggingu fyrir því, að þær prósentu-
tölur um hækkun kauptaxta, sem hægt
væri að reikna út, ef gengið yrði að kröfu
þeirra um aðlögun taxta að raunverulegum
launum, yrðu ekki notaðar í þessum til-
gangi.
Það er hins vegar alveg hægt að taka
undir það, að á löngu árabili hafa verið
gerðir kjarasamningar, þar sem leitazt
hefur verið við að fela kjarabætur með
margvíslegum hætti, bæði þannig að yfír-
borganir komi til sögunnar og með ýmiss
konar fríðindagreiðslum. Auðvitað væri
heilbrigðast að afnema þetta allt og setja
saman í eina launatölu.
EF TEKIÐ ER MIÐ
af málflutningi
talsmanna laun-
þegahreyfínga-
rinnar er ljóst, að
ríkisvaldið verður að koma töluvert við
Hlutur ríkis-
valdsins
sögu, ef samningar eiga að nást, sem
trygja þau markmið, sem áður voru nefnd.
Viðhorfí launþegasamtakanna til ríkis-
valdsins lýsir Guðmundur Gunnarsson með
þessum orðum í fyrrnefndri grein: „Und-
anfarið samningstímabil úthlutaði ríkis-
stjórnin sjálfri sér og ákveðnum hópum
útvalinna ríkisstarfsmanna launahækkun-
um, sem voru tugum prósenta umfram
það, sem um var samið á almennum mark-
aði. Auk þess var sömu aðilum úthlutað
lífeyrissjóði þar sem réttindi eru langt
umfram það, sem aðrir landsmenn hafa,
þetta er gert með því að láta ríkissjóð
(skattgreiðendur) greiða 11,5% í sjóðinn í
stað 6% og það er réttlætt með því að
umræddir launþegar sætti sig við að greiða
4% af öllum launum í stað daglauna. Það
gerum við reyndar öll hin og það þrátt
fyrir, að okkar vinnuveitendur greiði „ein-
ungis 6%“. Einnig hefur ríkisstjórnin
marghækkað skatta undanfarin misseri
og nú síðast fyrir jól um milljarð.
Ég hef undanfarna daga haldið fjöl-
menna fundi víðs vegar um landið. Þar
ber helzt á eftirfarandi viðhorfum: Þess
er krafizt að ríkisstjórnin skili milljarðinum
til baka, auk þess að niðurskurði barna-
bóta og vaxtabóta verði skilað. Jaðar-
skattakerfið verði leiðrétt, tekið verði upp
fjölþrepa skattkerfí og skattar verði lækk-
aðir. Ríkisstjómin hefur rutt af sér verk-
efnum yfir á sveitarstjórnir, þær hafa síð-
an orðið að hækka þjónustugjöld og skatta
til þess að mæta auknum útgjöldum, skatt-
greiðendur eiga inni hjá ríkisstjórninni
umtalsverðar skattalækkanir. Háværar
kröfur eru einnig á fundunum um að láns-
kjaravísitalan verði afnumin og vextir
lækkaðir um 3%.“
Ríkisstarfsmenn hafa áratugum saman
búið við betri lífeyrisréttindi en almennir
launþegar. Það hefur verið rökstutt með
því, að launakjör þeirra væru lakari en
tíðkaðist á hinum almenna vinnumarkaði.
Ríkisstjómin staðhæfír, að með þeim
samningum, sem gerðir hafa verið um líf-
eyrismál opinberra starfsmanna, hafi þessi
umframréttur þeirra ekki verið aukinn.
Það er alveg ljóst, að ríkisstjórnin þarf að
taka betur á til þess að sannfæra launþega-
hreyfinguna um, að svo sé. En jafnframt
fer ekki á milli mála, að launþegahreyfing-
in lítur svo á, að hafí opinberir starfsmenn
búið við lakari launakjör og lífeyrisréttindi
þeirra réttlætanleg af þeim sökum, eigi
það ekki lengur við. Þeim hafi tekizt að
jafna þann launamun og þess vegna sé
með hinum nýju lífeyrissamningum búið
að marka nýja stefnu í lífeyrismálum
landsmanna almennt. Þessum röksemdum
þarf ríkisstjórnin að svara með efnislegum
upplýsingum.
Hins vegar verður ekki betur séð en
ríkisstjómin hafi fullan hug á að mæta
öðrum óskum launþegasamtakanna, sem
Guðmundur Gunnarsson nefnir, a.m.k. að
einhveiju leyti svo sem í sambandi við jað-
arskattana. Vandinn er hins vegar sá, að
launþegasamtökin telja bersýnilega erfitt
að semja um launakjör nema upplýsingar
liggi fyrir um það hvað ríkisstjórnin sé
tilbúin til að gera á þeim vettvangi, þar
sem það hafí augljóslega áhrif á það, sem
um verði samið.
Það ríkir mikil svartsýni um þessar
mundir á stöðu kjaramála og margir hafa
þungar áhj'ggjur af því, að víðtæk verk-
föll séu framundan. Þegar þessi mál eru
hins vegar skoðuð ofan í kjölinn verður
ekki annað séð en þau sé hægt að leysa
en til þess þarf tíma. Tíminn hefur ekki
verið vel notaður undanfarnar vikur og
mánuði hveijar svo sem ástæðurnar eru
fyrir því.
Það eru gifurlegir hagsmunir í húfi að
vel takist til í þessum kjarasamningum.
Þess vegna skiptir máli, að allir aðilar
málsins taki nú til hendi af miklum krafti
á næstu dögum og vikum. Úr því hægt
var að leysa margfalt erfiðari vandamál á
tímum alvarlegs samdráttar og mikillar
kreppu hljóta menn að geta náð saman
um þau málefni, sem hér hafa verið til
umræðu á tímum mikillar velgengni í efna-
hags- og atvinnulífi landsmanna.
„Með sama hætti
og launþegafor-
ystan gerir kröfu
um einhvers kon-
ar tryggingu fyr-
ir því, að ríkis-
valdið semji ekki
við opinbera
starfsmenn um-
fram samninga á
hinum almenna
vinnumarkaði má
spyrja, hvort
launþegahreyf-
ingin sé tilbúin til
að veita trygg-
ingu fyrir því, að
þær prósentutöl-
ur um hækkun
kauptaxta, sem
hægt væri að
reikna út, ef
gengið yrði að
kröfu þeirra um
aðlögun taxta að
raunverulegum
launum, yrðu ekki
notaðar í þessum
tilgangi.“