Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVANÞÓR JÓNSSON múrarameistari, Hraunbæ 103, áður Rauðarárstíg 28, Reykjavik, sem lést miðvikudapinn 8. janúar, verð- ur jarðsunginn frá Arbæjarkirkju mánu- daginn 20. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Lágafelli í Mosfellsbæ. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna, Sigríður Þorsteinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, RÚNA G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Túngötu 32, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudag- inn 7. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til þeirra, sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur bróðir okkar og mágur, EMIL ÞÓRÐARSON, Þórshöfn, lést á dvalarheimilinu Nausti fimmtu- daginn 16. janúar. Hanna Þórðardóttir, Helga Þórðardóttir, Anna Þórðardóttir, Þórður G. Þórðarson, Gyða Þórðardóttir. Björn Pálsson, Ólöf Jóhannsdóttir, t Faðir okkar, afi og tengdafaðir, NIELS BENT SÖRENSEN, lést af slysförum á Jótlandi 13. janúar sfðastliðinn. Útförin fer fram laugardaginn 25. janúar frá heimabæ hins látna. Leifur Sörensen, Jóna Björg Vilbergsdóttir, Gréta Sörensen, Birgir Sörensen, Oddrún Pétursdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON húsasmíðameistari, Ljósheimum 22, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Magnea G. Sigurðardóttir, Jón G. Sigurðsson, Kolbrún Jónsdóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir, Sigfús Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, ÁSBJÖRN J. GUÐMUNDSSON frá Höfða, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðju- daginn 21. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ásbjörnsdóttir, Sigurður Ásbjörnsson, Jóhannes Ásbjörnsson. GUÐRÚNINGIBJÖRG BJARNADÓTTIR + Guðrún Ingi- björg Bjarna- dóttir var fædd í Eyhildarholti í Ríp- urhreppi 19. janúar 1897. Hún lést 8. september 1971 á Sauðárkróki. For- eldrar Guðrúnar voru Kristín Jósefs- dóttir frá Strand- höfn í Vopnafirði og Bjarni Magnússon, járnsmiður. Bróðir Guðrúnar var Magn- ús, kennari á Sauðárkróki, f. 13. mars 1899, d. 13. nóvember 1975. Hinn 21. júlí 1928 giftist Guð- rún Haraldi Júlíussyni, kaup- manni á Sauðárkróki, f. 14, febr- úar 1884, d. 27. desember 1973. Haraldur var sonur K. Júlíusar Kristjánssonar, keyrara, og Mar- íu Flóventsdóttur á Barði á Ak- ureyri. Guðrún og Haraldur eignuðust tvö börn, Bjarna, kaupmann á Sauðárkróki, og Maríu Kristínu, húsmóður í Bol- ungarvík. í dag, 19. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu ömmu minnar og al- nöfnu, Guðrúnar Ingibjargar Bjarna- dóttur. Amma fæddist í Eyhildar- holti í Rípurhreppi en fluttist ung með for- eldrum sínum og bróður til Sauðárkróks. Amma hleypti heim- draganum um tvítugt og réðst til starfa hjá frænku sinni, Gunnþór- unni Halldórsdóttur, leikkonu í Reykjavík, en hún, ásamt Guðrúnu Jónasson, rak á þeim árum umfangsmikla verslunarstarfsemi. Hjá þeim dvaldi amma síðan næstu níu árin eða þar til hún giftist afa Har- aldi og fluttist aftur til Sauðárkróks. Saman ráku amma og afí Verzlun Haraldar Júlíussonar og kom reynsla ömmu af verslunarstörf- um í Reykjavík þar að góðum notum. Amma mín var trúuð kona og kirkjurækin og helgaði þeim málum krafta sína. Mér eru minnisstæðar margar ferðimar sem ég fór með ömmu í Sauðárkrókskirkju, bæði í messur en einnig til að hlú að blómum eða sinna öðrum störfum sem vinna þurfti í kirkjunni. Hún starfaði einnig ötullega í kvenfélaginu á staðnum. Amma vissi vel hvað fátækt var og gleymdi því ekki þó að sjálf kæm- ist hún í álnir. Gamlir Skagfírðingar hafa sagt mér að gjafmildi þeirra hjóna og hjálpsemi gagnvart þeim SIGVALDI KRISTJÁNSSON + Sigvaldi Kristjánsson var fæddur í Sultum í Keldu- hverfi 7. desember 1931. Hann lést í Reykjavík 11. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Sigvalda voru Kristján Karl Sigvaldason b. í Sultum, f. 29. maí 1889, d. 11. desember 1954, og kona hans Jóhanna Elíasdóttir, f. 21. júlí 1893, d. 19. júlí 1956. Systir Sigvalda er Guðrún Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 8. mars 1933, gift Gunnlaugi Halldórssyni, f. 19. október 1932. Sigvaldi kvæntist 29. ágúst 1958 Ingibjörgu Þuríði Guð- björnsdóttur, f. 20. júlí 1928 í Grænumýrartungu. Hún er dótt- ir Guðbjörns Benediktssonar, f. 29. ágúst 1898, d. 19. maí 1990, og Guðrúnar Björnsdóttur, f. 9. apríl 1906. Synir Sigvalda og Ingibjargar eru: 1) Guðbjörn, f. 30. apríl 1958, kvæntur Jónínu Einn er hvergi á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einn um minningar, enginn veit annars hug. (Guðm. Böðvarsson.) Tengdafaðir minn, Sigvaldi Krist- jánsson, lést laugardaginn 11. jan- úar langt um aldur fram. Síðustu árin vissum við öll að hjartað var ekki upp á sitt besta hjá Sigvalda. Vinnuna stundaði hann þó alltaf og sjálfsagt ekki margir með jafnfáa veikindadaga og hann. Hans er sárt saknað og margt flýgur um hugann þessa dagana. Hann var mér sem annar faðir og við áttum saman góðar stundir. Reyndar gaf ég honum það sem skipti hann almestu máli; barnabörn- M. Arnadóttur, f. 27. janúar 1959. Börn þeirra eru Silja Hlín, f. 22. júlí 1987, og Gísli Freyr, f. 6. apríl 1991. 2) Kristján Jó- hann, f. 9. júní 1960. Sigvaldi ólst upp í Sultum í Kelduhverfi, stundaði nám í búfræði á Hvanneyri 1950- 1952. Að námi loknu bjó hann í Sultum, en fór einnig á vetrar- vertíðir. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur vann hann ýmsa verkamannavinnu, bæði til sjós og lands. Vann við kúabúið á Geldingalæk í Rangárvallasýslu í eitt ár. Um tíma átti hann og rak sendibíl, en mörg síðustu árin vann hann hjá hreinsunar- deijd Reykjavíkurborgar. Utför Sigvalda verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 20. janúar og hefst athöfnin klukk- an 15. in. Það eru til margir góðir afar, en hann var örugglega þar í sérstökum flokki. Stórt eða smátt, það skipti engu máli, ef hann bara gat glatt þau með einhverju móti. Auðvitað var hann dyggilega studdur í að dekra við börnin af sinni yndislegu konu. Reyndar dekruðu þau við alla og gestrisni þeirra viðbrugðið. Enginn fór svangur úr Skipasundi 12. Eitt helsta áhugamál Sigvalda var líka að sjá til þess að nægar birgðir af afbragðsmat, helst norð- lenskum, sléttfylltu frystikistuna og þar mátti ekki sjá borð á. Stundum var gert góðlátlegt gn'n af birgða- söfnuninni en auðvitað nutum við góðs af. Annað áhugamál hans var að komast á æskuslóðirnar í Keldu- hverfi, helst á hveiju sumri, og geta þar heimsótt bæinn sinn, Sulti, og vini og ættingja þar um slóðir. Eins t Bróðir minn, DANÍEL SIGURÐSSON frá Vörðufelli, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Sigurðardóttir. sem minna áttu hafí verið við brugð- ið. Ung man ég líka margar ferðim- ar sem ég fór að beiðni ömmu með ýmislegt sem hún þóttist vita að fólk vanhagaði um, en aldrei var haft hátt um þær ferðir. Margt brölluðum við amma. Mér er t.d. minnisstæð bíóferð, þar sem hún sjötug fór með mig að sjá söngvamynd með goðinu Elvis Pres- ley og lét sig hafa að sitja undir hávaðanum í tvo tíma frekar en að telpan missti af myndinni. Er ég þess fullviss að á þessum tíma voru þær ekki margar ömmurnar sem létu hafa sig út í svona lagað. Mér er einnig minnisstætt umburðarlyndið gagnvart Bítlaæðinu, sem gripið hafði sonardótturina unga, og setti mark sitt á heimili afa og ömmu á þeim tíma sem ég bjó hjá þeim. Eftir skiinað foreldra okkar dvöld- umst við Helga systir mín mikið hjá ömmu og afa á Sauðárkróki og mót- uðumst mikið af þeirri dvöl. Það veganesti hefur nýst okkur vel allar götur síðan. Amma og afi kenndu okkur m.a. nýtni og sparsemi og það að hamingjan felist ekki í veraldleg- um gæðum né að meta skuli fólk út frá slíkum eigum. Amma lést árið sem ég fermdist. Við lát hennar missti ég vin, vininn sem kenndi mér bænimar, ljóðin og söngvana sem hún mat svo mikils. En ef til vill var þó mikilvægast af öllu það lífsgildi sem hún kenndi mér, og hafði sjálf í hávegum, en það er að vera ætíð sjálfum sér samkvæmur. Guð blessi minningu ömmu minnar og afa. Guðrún Ingibjörg Bjamadóttir. dvöldu Sigvaldi og Abba oft á sumr- in hjá systur Sigvalda í Eyjafirðin- um. Hugur hans var oft fyrir norðan 'Og oft bárum við saman landslagið í Fijótstungu og Sultum. Á báðum stöðum fagur fjallahringur og gróin hraun með djúpum hraunbollum. Enda kunni hann vel við sig hjá foreldrum mínum og fór t.d. stund- um þangað um sauðburðinn, natnari fjárhirðir var ekki til og það veitti honum mikla ánægju. Það albesta var þó að hafa afastelpuna með í þessi ferðalög því hún er efniiegur fjárhirðir, enda sækir hún það til beggja ætta. Okkur er það mikil huggun að vita að börnin okkar eiga góðan afa á himnum sem vakir yfir „gullmol- unum“ sínum og eflaust öllum öðrum sem hann lét sér annt um. Jónína M. Árnadóttir. í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, þvi gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. (Guðmundur Böðvarsson) Mig langar að minnast mágs míns með nokkrum orðum og þakka hon- um samfylgdina. Mér brá ónotalega við þegar mér var tilkynnt lát hans. Þótt hann gengi ekki heill til skógar hin síðari ár er maður aldrei tilbúinn að taka slíkum tíðindum. Hér er góður maður genginn langt fyrir aldur fram. Hann var einn af þessum mönnum sem allstaðar gengu til góðs götuna fram eftir veg. Umhyggjusamur eiginmaður, faðir og afí sem hafði sérstaklega gaman af barnabörnunum sínum. Tengdaforeldrum sínum var hann góður tengdasonur, lagði aldrei ann- að en gott til allra. Hann var náttú- rubarn, sleit aldrei ræturnar við sveitina sína þótt hann byggi allan sinn búskap í Reykjavík. Ég held að hann hafi farið flest sumur norður á æskustöðvarnar að Sultum. Römm er sú taug er rekka dregur. Þótt Sigvaldi væri heimakær tók hann þátt í flestum samkomum í okkar fjölskyldu, skrafhreifinn og skemmtilegur. Hvað skyldi taka við þegar þess- ari jarðvist lýkur? Ekki veit ég það en svo mikið er víst að heimkoma hans verður góð. Þeir sem áður eru farnir taka honum fagnandi. En við sem eftir stöndum söknum vinar og félaga. Megi góður guð styrkja eftir- lifandi ástvini. Hafðu þökk fyrir allt. Ingveldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.