Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 31
MINNINGAR
GUÐRUN
JÓSEPSDÓTTIR
+ Guðrún Jóseps-
dóttir var fædd
á Vörðufelli á
Skógarströnd 14.
desember 1895.
Hún lést á Elliheim-
ilinu Grund 10. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jósep Eg-
gertsson og Ása
Jónsdóttir. Systkini
Guðrúnar voru Jón
Jósef, fæddur 3.6.
1897, Elín Margrét,
fædd 30.1. 1904, d.
28.11. 1989, Mál-
fríður, fædd 7.6. 19
1996, og Krislján
8, d. 4.10. og hefst
Benedikt, 13.30.
fæddur 26.5. 1913.
Auk þess átti Guð-
rún eina uppeldis-
systur, Ingibjörgu
Sigurðardóttur,
sem nú dvelur á
Elliheimilinu
Grund. Guðrún
kvæntist ekki og
starfaði lengstan
hluta ævi sinnar hjá
Kjötbúðinni Borg í
Reykjavík.
Utför Guðrúnar
fer fram frá Foss-
vogskirkju mánu-
daginn 20. janúar
athöfnin klukkan
Mig langar til að minnast Gunnu
frænku minnar nokkrum orðum. Nú
er hún dáin, hundrað og eins árs.
Minningarnar um Gunnu frænku
tengjast mikið Ellu systur hennar
sem lést fyrir nokkrum árum. Gunna
og Ella voru afasystur mínar og
meðan þær báðar lifðu var alltaf
talað um þær saman. Þær voru báð-
ar ógiftar og barnlausar og í miklu
uppáhaldi hjá okkur systkinunum.
Það var alltaf mjög gaman þegar þær
systur komu í heimsókn því það var
mikið hlegið og gantast. Okkur
fannst alltaf mjög merkilegt að afi
kallaði þær alltaf stelpumar, háaldr-
aðar konurnar að okkur fannst. Síð-
asta sumar þegar ég fór með afa
minn í heimsókn til Gunnu talaði hún
um strákinn, litla bróður sinn, sem
er 83 ára gamall. Þegar Ella frænka
dó.fannst okkur við missa mikið.
Okkur systkinum fannst alltaf
spennandi að heimsækja Gunnu á
Hagamelinn. Hún átti mikið af
spennandi hlutum sem gaman var
að skoða og fengum við ávallt eitt-
hvað gott úr skálinni hennar. Við
bróðir minn veltum því mikið fyrir
okkur af hveiju Gunna frænka hafði
skegg, en pabba og mömmu varð
yfirleitt fátt um svör er við inntum
þau eftir því. Hún spáði mikið í það
hvort ég ætlaði ekki að fara gifta
mig og eignast böm. Ég sagði við
hana að það lægi nú ekki mikið á.
Hún var nú á öðm máli um það.
Þegar ég var þrítug fyrir tveimur
ámm spurði hún hvort ég ætlaði
virkilega að pipra eins og hún, því
nú væri ég allt of gömul til þess að
ná mér í mann. Hún varð því mjög
ánægð þegar ég sagði henni að ég
hefði kynnst góðum manni og væri
farin að búa. Hún sagðist vona að
þessi maður væri jafngóður og hann
faðir minn. Gunna sagði alltaf að
faðir minn og Gísli maðurinn hennar
Helgu frænku væm bestu menn sem
hún hefði kynnst.
Á aðfangadag fómm við Steinar
í heimsókn til Gunnu frænku, en ég
hef farið til hennar á aðfangadag frá
því ég man eftir mér. Ég ætlaði að
kynna hana fyrir manninum mínum.
Hún var þá orðin mjög veik og vissi
ekki af okkur. Ég vil þakka Gunnu
fyrir allar samverustundimar og allt
það góða sem hún gerði fyrir okkur.
Guð blessi minningu hennar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Sigrún.
Elsku frænka mín, Guðrún Jós-
epsdóttir, hefur kvatt þennan heim.
Margar góðar minningar rifjast upp
um Gunnu frænku að leiðarlokum.
Mín fyrsta minning um Gunnu var
þegar ég og mamma mín komum
við þjá Gunnu þar sem hún var við
vinnu sína í Kjötbúðinni Borg á
Laugaveginum. Þar stóð hún við
flatkökubakstur og sláturgerð og
þar starfaði hún fram að áttræðis-
aldri. Hún hafði skoðanir á hlutun-
um og sagði sína meiningu og stóð
fast á sínu hvað sem aðrir sögðu. í
kringum 1964 flutti Gunna á Haga-
mel 43, þar sem hún bjó í sambýli
við heiðurshjónin Sillu og Salomon
sem reyndust henni ákaflega vel og
var ávallt gott að koma til þeirra.
Gunna bjó á Hagamelnum og sá um
sig sjálf þar til hún fluttist að Elli-
heimilinu Grund, þar dvaldi hún síð-
ustu árin. Ekki er hægt að minnast
Gunnu án þess að minnast Ellu syst-
ur hennar, en þær voru ákaflega
samrýndar. Þær giftust ekki og áttu
ekki börn. Þær systur heimsóttu
mig og foreldra mína ávallt annan
dag jóla. Seinna meir, þegar ég eign-
aðist mína fjölskyldu, komu þær til
mín og krakkarnir mínir hlökkuðu
mikið til komu þeirra líkt og ég
gerði á yngri árum. Gunna las mik-
ið og hafði gaman af söng eins og
systkini hennar öll. Hún pijónaði
mikið og marga sokkana og vettl-
ingana gaf hún börnunum mínum.
Að ég tali nú ekki um pijónaklukk-
urnar sem flestar stúlkur notuðu á
sínum tíma. Það yrði erfitt að koma
tölu á allar þær klukkur sem hún
pijónaði og gaf. Síðustu árin dvaldi
Gunna við góðan aðbúnað á Elli-
heimilinu Grund þar sem hún naut
umönnunar frá því góða starfsfólki
sem þar er. Hún undi því illa að f " *
þurfa á hjálp að halda og hafði á
orði að hún væri orðin hin mesta
drusla. Sjónin og fæturnir virkuðu
ekki lengur og fór það í skapið á
henni, því Gunna hafði búið við góða
heilsu alla tíð. En aldurinn var orð-
inn hár og því ekki við öðru að bú-
ast eftir langa lífsleið. Síðustu miss-
erin sem Gunna lifði voru þær Inga
uppeldissystir hennar á sama gangi
og leit Inga oft inn til hennar. Að
lokum vil ég þakka vil ég þakka
frænku okkar Kristrúnu Guðmunds-
dóttur fyrir að annast Gunnu svo
vel sem hún gerði. Elsku Gunna, ég
kveð þig nú eftir langa og gæfuríka
samfylgd. Þín frænka,
Ása Benediktsdóttir.
+ Gunnar Berg
Kristbergsson
fæddist í Reybjavík
6. janúar 1931.
Hann lést í Reykja-
vík 7. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
Gunnars voru hjón-
in Kristberg Dags-
son, f. 13.6. 1892,
látinn í nóvember
1946, og Krisljana
Jónsdóttir, hús-
freyja, f. 23.12.
1891, d. 3.12. 1951.
Þau hjón bjuggu
lengst af á Sólvalla-
götu 54 í Reykjavík. Gunnar var
yngstur þriggja systkina, hin
voru Skarphéðinn, f. 22.4. 1912,
d. 29.9.1992, ókvæntur og barn-
laus, og Elín, f. 1.11. 1929, hús-
freyja í Hafnarfirði, maður
Látinn er í Reykjavík góður vinur
okkar hjóna, Gunnar Berg, eins og
hann var kallaður á milli vina. Hann
ólst upp í Vesturbænum á þeim árum
þegar ennþá voru fískreitir sunnan
Hringbrautar, já alla leið suður að
Haga og Dvergur með sinn reit
handan Kaplaskjólsvegar. Ösku-
haugarnir voru þar sem nú er vegur-
inn út á Nes, eða Slorhaginn, eins
og við krakkarnir kölluðum hann í
upphafi. Leikvöllurinn á Vesturvalla-
götu og Lindarbrekkan aðal sleða-
hennar er Friðrik
Guðmundsson,
fyrrv. yfirtollvörður
á Keflavíkurflug-
velH, og eiga þau
þijú börn.
Gunnar kvæntist
10.9. 1966 Bergljótu
Guðmundsdóttur,
læknaritara á
Landakoti, og lifir
hún mann sinn. Hún
á einn son, Júlíus,
fiskeldisfræðing, en
Gunnar eignaðist
son fyrir þjónaband,
Hauk, f. 1954.
Gunnar hóf störf á skrifstofu
Landakotsspítala um 1970, þar
sem hann vann þar til heilsu
þraut.
Útför Gunnars fór fram í
kyrrþey 16. janúar síðastliðinn.
brautin í hverfmu. Allt fólkið í kring
um mann vissi deili hvert á öðru. Á
þessum árum var náttúran öll
óhreyfð og landið eins og okkur var
gefið það, börnin léku sér í flæðar-
máli og við klettana eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Þá voru engar
fóstrur að líta eftir börnum, enda
hættur fáar og þau réðu sér að
mestu sjálf og kannski þess vegna
lærðu þau á hætturnar, hvað átti
að varast og hvað ekki. Kristberg
faðir Gunnars átti trillu um tíma og
hafði uppsátur í Selsvörinni eins og
fleiri af hans samtímamönnum og
oft á tíðum var þama fullt af strák-
um að veiða eða leika sér við öldurn-
ar í flæðarmálinu, enda Selsvörin
drengjunum mikil freisting. Klæðn-
aður barna á þessum ámm var tals-
vert frábrugðinn því, sem yngra fólk
á að venjast, drengir vom í hnébux-
um og heimapijónuðum ullarsokkum
og gúmmískóm (túttum) og oftast í
gráum ullarpeysum eða baðmullar-
skyrtum. Fáir áttu úlpu og enginn
var að fást um það, ef það var mik-
ill kuldi, þá var bara verið inni við.
Svona getur maður haldið áfram og
hreinlega gleymt sér við að rifja
upp, því breytingarnar em svo gífur-
legar. Þannig liðu æskuárin og áður
en við vissum af tók alvaran við.
Gunnar var fastagestur á heimili
okkar framan af í hópi vina og allt-
af aufúsugestur. Hann átti ekki kost
á langri skólagöngu, en fór fljótlega
að vinna fyrir sér við hin ýmsu störf.
Hann lærði flug og átti þar góða
félaga sem héldu tryggð við hann
alla tíð. Hann var skarpgreindur og
með eindæmum skýr, fljótur að læra
og tileinka sér þau viðfangsefni er
fyrir lágu. Þeim fjölgar óðum, sem
hverfa úr leikhópnum í Selsvörinni,
genginu sem lagði undir sig Vest-
urbæinn um tíma með stríðni og
galsalátum. Við, sem eftir lifum,
eigum góðar minningar um gengna
vini.
Samúðarkveðjur em sendar eig-
inkonu, systur og sonum þeirra
beggja.
Vertu kært kvaddur gamli vinur,
gæti þín Guð á nýjum leiðum.
Ásthildur og Garðar Steinsen.
GUNNARBERG
KRISTBERGSSON
+
Ástkœr eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
Vfðilundi 9,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri þriðjudaginn 14. janúar.
Jarðarförin fer frafn frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Vigfús Ólafsson,
Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Anton Sölvason,
Sigurlaug Marfa Vigfúsdóttir, Jónas Franklfn,
Sigurður Vigfússon, Þóra Leifsdóttir,
Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson,
Gunnar Vigfússon, Jóhanna Friðriksdóttir,
Dóra Vigdfs Vigfúsdóttir, Þórður Mar Sigurðsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu,
er auðsýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður og ömmu,
UNNAR MARÍU MAGNÚSDÓTTUR,
Grýtubakka 12.
Guð blessi ykkur öll.
Kolbrún Karlsdóttir,
Magnús Karlsson, Guðríður Magnúsdóttir,
Ragnhildur Karlsdóttir, Þorvaldur Rúnar Jónasson
og barnabörn.
Skilafrest-
urminn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
N Ý HÖNNUN
Léttari og meðfærilegri
Reesti
vagnar
Á EINSTÖKU VERÐI
TANDUR
Dugguvogi 1
104 Fieykjavík
Simi 568 8855
Fax 568 7465