Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
■+■ Guðbjörg Rúna
* Guðmundsdóttir
fæddist í Reyiyavík
2. október 1923.
Hún lést á Landspít-
alanum 7. janúar
síðastliðinn eftir
stutta en erfiða
sjúkralegu. Faðir
Rúnu var Guðmund-
ur Helgi, húsgagna-
smíðameistari og
bæjarfulltrúi, f.
13.4. 1899, d. 6.5.
1983, sonur Guð-
mundar Guðmunds-
sonar öku- og versl-
unarmanns og Dagbjartar
Grímsdóttur. Móðir rúnu var
Magdalena Helga, f. 8.3. 1895,
d. 1965, dóttir Runólfs Magnús-
sonar fiskmatsmanns og Guð-
rúnar Guðmundsdóttur. Systk-
ini Rúnu eru Hörður, f. 12.12.
1921, d. 5.4. 1922, Dagbjört,
bankafulltrúi, f. 4.9. 1925, d.
26.11. 1968, Gunnar Magnús,
hæstaréttardómari, f. 12.2.
1928, og Óskar, framkvæmda-
stjóri, f. 20.5. 1933.
Börn Rúnu eru Anna Magda-
lena, listamaður, f. 1945, Guð-
rún Áslaug, húsmóðir, f. 1948.
Jóna Rúna, rithöfundur og sjá-
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós
ljúfust allra er dáin.
(Höf. Jóna Rúna Kvaran)
Þetta ljóð var sérstaklega ort
með Rúnu Guðmundsdóttur í huga
og er því við hæfí að birta það hér
til heiðurs þeirri merkilegustu konu
sem ég hef kynnst.
Ég sit hér á rúmi mínu og get
ekki sofið en tek mér þess í stað
blað og penna í hönd til þess að
sefa hug minn. Amma Rúna sagði
skilið við þennan jarðneska heim
fyrr í kvöld, hinn 7.janúar 1997, á
nákvæmlega sama tfma og faðir
minn lést fyrir þremur árum. Ég
er staðföst í trú minni á það að
hann hafí sótt hana og fært í faðm
síns heittelskaða föður sem hún
dáði mest allra manna.
Amma Rúna var án efa í hug
allra sem kynntust henni stórbrotin
mannvera sem eyddi allri sinni ævi
í að gefa öðrum af sjálfri sér. Hún
var sýnileg uppspretta endalauss
andlegs styrks sem bæði ættingjar
og utanaðkomandi nutu góðs af.
Margir einstaklingar eiga henni iíf
sitt að launa hvort heldur er í óeig-
andi, f. 1952, Guð-
rnundur Helgi, raf-
eindavirkj ameistari
og kennari, f. 1954,
Sophia, fótaað-
gerða- og snyrti-
fræðingur, f. 1959,
Dagbjört Hugrún,
fótaaðgerða- og
snyrtifræðingur, f.
1963, og Rósa,
fótaaðgerða- og
snyrtifræðingur, f.
1965. Rúna ól upp
tvo dóttursyni sína.
Þá bræður Runólf
Vigfús, læknanema,
og Ásgeir Val, menntaskóla-
nema. Barnabörn Rúnu eru 18
og barnabarnabörn 2. Á sínum
yngri árum starfaði Rúna við
líknarstörf á ýmsum stofnunum
auk þess sem hún lærði og vann
við kjólasaum. Rúna vann um
árabil sem dagmóðir og stuðn-
ingsaðili. í áratugi bað Rúna í
sjálfboðavinnu fyrir fjölda fólks
sem leitaði ásjár hennar vegna
fyrirbæna. Eftir Rúnu liggur
mikið magn margs konar lista-
verka og hannyrða.
Minningarathöfn um Rúnu
fór fram í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
inlegum eða bókstaflegum skilningi
og hún var þungamiðjan í sam-
heldni fjölskyldunnar. Kletturinn
sem við treystum öll á. Lífíð mun
verða mörgum þungbært án stöð-
ugrar viðveru hennar hér og eflaust
þyngist nú róðurinn enn hjá Sophiu
móðursystur minni sem staðið hef-
ur á hetjulegan hátt í áralangri
baráttu fyrir dætrum sínum. En
mundu Sophia mín, að amma Rúna
hélt alltaf í vonina og hefði aldrei
gefíst upp. Þú ert ekki móðurlaus
frekar en dætur þínar, því amma
Rúna mun fylgjast með þér úr fjar-
lægð og vaka yfír Dagbjörtu og
Rúnu litlu.
Ömmu Rúnu var móðurhlutverk-
ið eðlislægt og var ég aðeins ein
af ótal mörgum sem nutu góðs af
kærleiksríkum faðmi hennar.
Ásamt móður minni er amma Rúna
sú manneskja sem dýpst áhrif hef-
ur haft á mig og ég er sú sem ég er
í dag að miklu leyti fyrir hennar
tilstuðlan. Ég hálfólst upp hjá henni
sem lítil stúlka og síðustu árin eyddi
ég hverjum sunnudegi með henni
á Túngötunni þar sem við fengum
okkur heitt súkkulaði og meðlæti
á meðan við spjölluðum um lífið
og tilvenma og horfðum á sjón-
varpið. Ég er þakklát almættinu
fyrir þessar gleðistundir sem ég
átti með henni þrátt fyrir að ég
kvíði fyrir næsta sunnudegi og
tómarúmstilfinningunni sem hon-
um mun fylgja.
Ég veit fyrir víst að ég mun aldr-
ei kynnast neinum sem tekst á við
erfiðleika af jafn miklu æðruleysi
og amma Rúna gerði. Líf hennar
var nánast þrautaganga frá upp-
hafi til enda og ég vildi óska þess
að hún hefði fengið að njóta ein-
hverrar uppskeru erfiðis síns og
góðmennsku í lifanda lífí, en ég
efast ekki um að henni verður ríku-
lega launað á himnum. Hún átti
ætíð við nóg af vandamálum að
kljást í fjölskyldumálum, sérstak-
lega vegna erfiðra heimilisað-
stæðna og líkamlegir kvillar voru
einnig ætíð til staðar. Útslitin fyrir
aldur fram af þrældómi var líkami
hennar illa farinn og kvalirnar og
þjáningamar sem hún fór í gegnum
áram saman þess vegna eru ólýsan-
legar, en blikna í samanburði við
þá sálarangist sem hijáði hana
vegna Sophiu, Dagbjartar og Rúnu
litlu.
Elsku amma Rúna mín, nú hefur
þér loksins verið líknað og færður
sá friður sem þú þráðir alltaf í lif-
anda lífí. Tilhugsunin um að lifa
án þín er mér óbærileg enda bægi
ég henni stöðugt frá mér. Þú varst
sem ylvolgur sólargeisli í lífi mínu
og annarra fjölskyldumeðlima og
ég veit og geri ráð fýrir að þú og
pabbi fylgist með mér, enda ólíkt
þér að láta af gömlum vana. Ég
þurrka nú saknaðartár af kinnum
mínum til þess að þau hindri ekki
framgang þinn þar sem þú tekur
fyrstu skrefin á nýjum stað.
Þú alltaf verður einstök rós
elsku vinan góða.
í krafti trúar kveiki ljós
og kveóju sendi hljóða.
(Höf. Jóna Rúna Kvaran)
Þín elskandi
Nína Rúna Kvaran.
Lífíð gengur sinn vanagang.
Dagur rennur í kjölfar nætur og
lífsklukkan tifar. Þrátt fýrir þessar
staðreyndir er lífið á ákveðinn hátt
hverfult og vissum óumflýjanlegum
breytingum undirorpið. Traust
björg og mannlegir máttarstólpar
era ákveðnir aflgjafar í lífi okkar
margra. Þessir mikilvægu lífshvat-
ar vilja gjaman verða í hugum okk-
ar sem njótum návistar þeirra
óhagganlegir og eilífir. Hafi þeir
verið okkur til styrktar og gleði
reiknum við einfaldlega með tilvist
þeirra án breytinga eða frávika. Það
er því erfitt þegar við þurfum að
horfast í augu við þann veraleika
að einstaklingur sem okkur er kær
vegna eðliskosta sinna og andlegs
atgervis sé horfinn á vit feðra sinna.
Fráfall Rúnu Guðmundsdóttur er
staðreyndarveruleiki sem undir-
strikar einmitt þessi sjónarmið.
Rúna var óvenjulegur og kær-
leiksríkur máttarstólpi velvilja og
góðgimi. Allir sem þekktu Rúnu
höfðu tilfinningu þess að hún væri
óhagganleg sem klettur auk þess
að vera djúpvitur og merkilegur
máttarstólpi skilnings og samúðar.
í Rúnu huga vora allir einhvers
virði og áttu sinn rétt. Það var því
ekki að ástæðulausu sem margir
leituð huggunar og uppörvunar hjá
henni í gegnum tíðina. Hún gat
gefíð öðram von og trú á tilgang
þess sem lífíð færði þeim í fang
þótt erfitt væri á stundum. Rúna
var vitur og göfuglynd og gat því
bæði huggað og hvatt.
Það mátti einu skipta hvaða vind-
um lífíð blés um Rúnu og hennar
fólk. Hún stóð af sér ótrúlegustu
raunir og erfiðleika. Það gerði hún
kannski ekki síst vegna staðfastrar
guðstrúar sinnar og jákvæðs skap-
lyndis. Glöð og létt í lund var Rúna
raungóð, staðföst, ákveðin og sönn.
Trú hennar á mannkærleika og
góðvild var ófrávíkjanleg. Hún
sagði e.t.v. ekki mikið en hugsaði
því mun meira og lét verkin tala.
Rúna var alin upp hjá góðum og
dugmiklum foreldram í vesturbæn-
um við gjöfult atlæti og umhyggju.
Rúna var sérstaklega hænd að föð-
ur sínum og með þeim ríkti alla tíð
miklill kærleikur. í uppvextinum
var það glöð pabbastelpa sem gladdi
samferðafólk sitt með hlýju og
glettnu brosi. Kímnigáfa og góð-
girni vora strax áberandi eðliskost-
ir. Hún reyndi á þeim tíma að lúra
frameftir á sunnudagsmorgnum til
að þurfa ekki að fara í nýþvegna
ullarsokkana sem stungu. Freist-
andi morgunkaffið varð þó til að
drífa hana fram úr því að það beið
ávallt lagterta með sultu á eldhús-
borðinu. Hún geymdi sér hana allt-
af þar til síðast og sá ekki eftir því.
Það var án efa ýmislegt sem dreif
á daga Rúnu í uppvextinum. Rúna
fékk t.d. lömunarveiki tveggja ára
og var vart hugað líf auk þess sem
hún var átján ára illa haldin af
bijósthimnubólgu sem næstum varð
henni um megn. Afleiðingar lömun-
arveikinnar á fætur Rúnu urðu
miklar og þær fjötraðu hana illilega
eftir miðjan aldur. Rúna átti þrátt
fýrir örðug veikindi á tímabilum
skemmtilegar stundir sem barn og
unglingur. Hún dvaldi til að mynda
mörg sumur hjá ættfólki sínu í
Lykkju á Kjalarnesi. Það munaði
um krafta hennar því Rúna var alla
tíð ósérhlífin og öflug til vinnu og
verka. Rúna nam um tíma í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Þar sótti
hún m.a. þá visku í húshaldi og
hannyrðum sem sjálfsagt þótti á
þeim tímum að ungar stúlkur kynnu
skil á. Hún brautskráðist þaðan
með láði eða með tæpa tíu í meðal-
einkunn enda fjölgáfuð og listfeng.
Rúna lærði síðar kjólasaum og vann
við hann um tíma.
Rúna elskaði börn og þráði að
eignast sín eigin. Hún lét þessa þrá
verða að veruleika og valdi að böm-
in yrðu mörg. Bömin vora hennar
líf og yndi. Rúna hélt ungahópnum
sínum saman eftir bestu getu og
kom öllum til manns. Þótt lífsbjörg-
in væri oft örðug á mannmörgu
heimili vora erfiðleikamir til að
sigrast á þeim. Oftar en ekki var
litla íbúðin hennar jafnframt full
af aðkomufólki og börnum sem áttu
höfði sínu að halla í hennar hlýja
faðmi. Hún virtist alltaf hafa tíma
til að koma ýmsum hlutum í verk.
Sólarhringurinn hjá henni virtist
tvöfaldur. Hannyrðir vora alla tíð
líf og yndi Rúnu. Margir fallegir
skrautmunir og eftirtektarverð
listaverk liggja eftir hana auk þess
sem sokkar, peysur og húfur hafa
yljað ýmsum fýrir hennar framtak
og gjafmildi.
Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Rúnu sem fullorðinni
konu. Hún hafði þá þegar fjölfatl-
ast mikið vegna lömunarveikinnar
og þrældóms. Persónuleikinn var
það óvenjulegur og stórbrotinn að
maður varla tók eftir því að hún
studdist við stuðningstæki þegar
hún fór ferða sinna. Mér fannst
strax eins og ég hefði alltaf þekkt
hana. Við spjölluðum um lífsins
gagn og nauðsynjar. Þegar ég kom
inn úr vetrarkuldanum í hlýjuna á
heimili hennar var það miklu meira
en ylurinn sem skapaðist fyrir til-
verkan Hitaveitu Reykjavíkur sem
tók á móti mér. Það var hjartahlýja
Rúnu og sálarstyrkur sem settu sitt
svipmót á aðstæður hennar og út-
geislun. Hún var lifandi ylgjafi vel-
vildar og gleði. Þrátt fyrir marg-
flókna líkamlega fötlun seinustu
árin var andlitið slétt og fallegt,
hárið svart og mikið og augun skýr
og himinblá. Hún var margflókin
manngerð og fjölgáfuð sem unni
menningu og listum. Rúna elskaði
bækur og tónlist öðra meira. Rúna
las t.d. um það bil bók á dag allt
síðasta ár.
Ég var svo heppin um tíma að
fá að styðja Rúnu lítillega á ýmsan
hátt. Oftar en ekki var hún þó búin
að hafa allt til svo að minnar aðstoð-
ar var jafnvel ekki þörf. í kjölfar
morgunverkanna tók við heitur
kaffísopi og jafnvel lagkaka auk
spjalls sem skipti mig miklu máli.
Rúna vildi frekar leggja á sig sjálfa
ómælt erfiði varðandi daglega til-
vera sína fremur en að láta mig
eða aðra létta undir með sér ef hún
gat komist hjá því vegna fötlunar
sinnar og þverrandi lífsafls. Hún
var í raun hetja sem barðist við lík-
amlega fjötra um árabil. Rúna yfír-
steig þótt ótrúlegt sé þær hömlur
sem fjötrum fylgja iðulega með því
að bugast aldrei. Rúna trúði á já-
kvæðan tilgang tilveru okkar og
leit á örðugleika sem tækifæri til
þess að þroskast í gegnum. Hún
kvartaði ekki eða bugaðist.
Til fjölda ára bað Rúna fyrir fólki
sem leitaði til hennar í von um leið-
sögn og styrk þegar það sá engan
tilgang með tilvist sinni. Óhætt er
að fullyrða að í ótal tilvika var
Rúna bænheyrð vegna vanmáttar
og veikinda annarra. Rúna var mjög
dulræn og upplifði margþætta yfir-
skilvitlega reynslu á langri ævi. Hún
var rammskygn, afar forspá og með
RÚNA
G UÐMUNDSDÓTTIR
óvenju næma og eftirtektarverða
dulheym. Rúna flíkaði ekki þessum
þáttum persónu sinnar en þeir sem
ungengust hana gátu ekki komist
hjá því að verða þess áskynja að í
sál Rúnu bjuggu ókunn öfl sem virt-
ust hlaðin dulúð og mannkærleika.
Sem dæmi um yfírburði hennar á
þessum sviðum má nefna að Rúna
upplifði á magnaðan hátt, að mér
sjáandi, í eigin sál og á sjálfs sín
líkama snjóflóðið skelfilega á Flat-
eyri og afleiðingar þess á líf og
kringumstæður þorpsbúa rúmum
sólarhring áður en þær hörmungar
dundu yfir. Dulsýnir hennar og
skynjanir reyndust alltaf eiga við
rök að styðjast.
Til fróðleiks um margbreyti-
lega og sérkennilega lífsgöngu
Rúnu má geta þess að hún var
óvenju sjálfstæð og framtakssöm.
Rúna átti bíl og bát á sínum yngri
árum og var til þess tekið á þeim
tíma. Hún reri sjálf til fiskjar. Rúna
var á margan hátt á undan sinni
samtlð. Hún var mjög ung þegar
hún tamdi sér hollustusjónarmið
ýmiss konar. Fæðubótarefni og
hollur matur skiptu hana máli.
Börnin hennar nutu þar sem og á
öðram sviðum góðs af hyggjuviti
hennar og forsjálni. Rúna átti hjól
á sínum yngri fullorðinsárum. Hún
notaði það óspart löngu áður en það
þótti viðunandi að móðir reiddi
bömin sín á stóra tvíhjóli um bæ-
inn. Pabbi hennar lét sérsmíða þetta
hjól handa henni. Það var óvenju
burðugt og veigamikið.
Rúnu fannst ótrúlegt að Sigga
Magg á Grettisgöturóló væri
ömmusystir mín. Henni þótti jafn-
framt afar sérstætt að hafa hitt
einhvern skyldan Siggu sem tengd-
ist inn í örlagavef hennar sjálfrar
á mjög sérstakan hátt. En víða
liggja ófyrirsjáanleg vegamót sam-
skipta. Lífið og tilveran er óneitan-
lega margslungin og óvænt. Við
ræddum m.a. um eftirmælaskrif og
annað sem fylgir umskiptum á milli
heimanna. Hún hafði staðfasta
skoðun á þeim málum og hafði jafn-
vel á orði að eftirmæli um sig kærði
hún sig ekki um í blöðum. Eg benti
henni á að hún myndi engu fá um
það ráðið ef einhver vildi minnast
hennar og svarið sem ég fékk var:
„Það er víst rétt, Jóhanna mín. Það
hefur aldrei verið mér að skapi að
taka ráðin af öðram!“
Rúna var alltaf mikið jólabarn
og kvaddi þessa jarðvist daginn
eftir þrettándann. Jólabækurnar
eru enn ólesnar utan bókin um
„Bassa“ Gunnar Huseby æskuvin-
inn sem á erfíðum stundum létti
henni og börnum hennar lífið með
eftirminnilegum hætti. Gunnar
hafði eðalhjarta að mati Rúnu og
barna hennar.
Það er mikill harmur fyrir alla
fjölskylduna að sjá á eftir elsku-
ríkri ættmóður, félaga og vini í
raun. Máttarstólpans með gullhjart-
að, kærleiksríka viðmótið og léttu
lundina. Heimkoman í ríki Drottins
hefur vafalaust verið Rúnu góð
vegna kærleiksverka hennar og
mannkosta. Rúna kveið því ekki að
sameinast liðnum ástvinum sínum
aftur þó að hún kysi ýmissa hluta
vegna að fá að vera lengur á með-
al okkar.
Með vinsemd og virðingu kveð
ég nú vinkonu mína Rúnu Guð-
mundsdóttur um leið og ég votta
ástvinum hennar samúð mína.
Blessuð sé minning merkilegrar
konu.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Elsku amma okkar. Við viljum
kveðja þig með þessum fáu orðum
þó svo að við hefðum viljað gera
það á annan hátt. Við héldum að
við gætum fengið miklu lengri tíma
með þér því eins og þú veist þá
vill maður alltaf lifa í voninni. Við
getum ekki enn trúað þvi að þú
sért farin frá okkur en við reynum
að sætta okkur við það því að við
vitum að þú ert komin á góðan stað
þar sem þér líður vel. Það var svo
margt sem við áttum eftir að segja
við þig en við trúum því að við fáuin
annað tækifæri og guð einn veit
hvenær það verður.