Morgunblaðið - 19.01.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 35
BERGLJOT
KRISTINSDÓTTIR
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við
það sem ég fæ ekki breytt
kjark til þess að breyta því
sem ég get breytt
og vit til þess að greina þar á milli.
(Æðruleysisbæn.)
Elsku amma, þessa bæn lærðum
við hjá þér og í hvert skipti sem
við heyrum hana eða segjum hana
þá er allur hugur okkar hjá þér.
Megi Guð veita pabba okkar,
Guðmundi Helga, og öllum ættingj-
um og vinum hennar ömmu stuðn-
ing í þessari miklu sorg.
Elsa, Rúna,
Hulda og Eyrún.
Hún kvaddi þennan heim daginn
eftir þrettándann - sjöunda janúar
síðastliðinn. Talan sjö er heilög tala
- minnir alltaf á Hann, sem öllu
ræður. í þessu tilfelli er talan sjö
sérstaklega táknræn - sýnist vera
viðurkenning frá þeim Hæsta til
Rúnu.
Það má segja um Rúnu, að hún
hafi verið eins konar dýrlingur. Hún
varðveitti kærleik - góðleik þrátt
fyrir andstreymi í lífinu. Reyndi
oftlega á slíkt - ekki sízt á síðari
árum. Hún var ótrúlega sterk í
mótlæti, miðað við hve viðkvæm
hún var. Hún tók allt inn á sig -
þessi kona með gullhjartað. „Rúna
er allt of góð fyrir heiminn," var
eitt sinn sagt um hana af kunnug-
um. Hún var meira en góð mann-
eskja - hún var gædd hetjulund,
sem gaf henni reisn. Hún gaf meira
af sjálfri sér en títt er um fólk.
Mannvinur, sem látinn er, sagði,
að það þyrfti kjark til þess að vera
góð manneskja - öfugt við það að
vera vond manneskja. Rúna sýndi
alltaf ótrúlegt hugrekki eins og
dóttir hennar Sophia Hansen, sem
þjóðin er stolt af. Þær mæðgur eru
líkar.
Rúna var dul og gaf ekki skýring-
ar. Kvartaði aldrei. Á hinn bóginn
hafði hún ofsa mikið skap, en dag-
farslega var hún með létta lund og
gædd skopskyni - gat verið
skemmtilega stríðin. Það er í senn
vandasamt og jákvætt að kynnast
fólki með skapgerð í líkingu við
Rúnu. Karakterar á borð við hana
eru og verða alltaf til fyrirmyndar
- áminning um að lifa og hugsa
rétt.
Rúna var ofan á lífsreynslu vit-
ur, en vitur kallast sá eða sú, sem
sér. Hún var vitur, af því að hún
sá - sá oft betur en margir aðrir
það, sem skiptir mestu máli í lífinu.
Hún var eins og leiðarljós. Og nú
er hún sjálf í ljósinu - að eilífu.
Steingrímur St.Th.
Sigurðsson.
Allir dagar eiga sér kvöld, svo er
í lífi sérhverrar manneskju. Og nú
er Rúna Guðmundsdóttir búin að
kveðja þetta hvunndagslega leik-
svið okkar. En áhorfandinn ræður
engu. Hann verður að sætta sig við
gang hins mikla sjónleiks, hvort
sem honum líkar betur eða verr.
Undanfarin ár átti Rúna við alvar-
leg veikindi að stríða, sýndi mikið
þrek en nú er þeirri baráttu lokið.
Eg sé hana fyrir mér með sama,
ljúfa brosið sitt sem lék um hið
æðrulausa andlit, hávaxna, spyrj-
andi, hárið mikið og dökkt, slegið
en fijálst eins og óbeisluð æskuþrá
og augun full af lífi. Hún minnti
mig helst á hvað lífið getur verið
margbreytilegt þrátt fyrir daga sem
eru hver öðrum líkir. Og nú er hún
öll. Samt er eins og okkur gruni
einhvern leyndardóm. Við hinum
látna blasir vera svo björt sem sólin
og fylgir honum inní ókunna veröld
mikilla ævintýra, ef marka má höf-
und Sólarljóða, en hann kunni skil
á ýmsu sem vakið hefur forvitni
lærðra manna.
Síst fór Rúna varhluta af ágjöf
á siglingu sinni um lífsins ólgusjó,
en stóð jafnan af sér brotsjóina og
komst heil inn á lygnur. Áð henni
stóðu sterkir íslenskir stofnar. í
vöggugjöf hafði henni hlotnast
viljastyrkur, bjartsýni, skap og at-
orkusemi. En hún átti líka við-
kvæmnina, leyndardóm hins innra
manns sm hún varðveitti allt sitt
líf. Með fágætu þreki gat hún boð-
ið byrginn örðugleikum sem virtust
ofurefli. Alltaf stóð hún eins og
klettur í hafínu. Það var sama
hvernig braut á henni að aldrei
gafst hún upp. Þótt hún yrði fyrir
þyngstu hörmum og sárustu sorg
var sem sálarþrek hennar brytist
gegnum hvert skýjaþykknið af
öðru, það var eins og hvert táraregn
yrði að gróðrarskúr fyrir hið ríka
sálarlíf hennar.
Er árin liðu eignaðist hún sjö
böm auk þess sem hún ól upp tvö
af bamabörnum sínum sem áttu
eftir að verða hennar heimilisljós.
Á hinu mannmarga heimili hennar
ríkti stundvísi og regla. Oft furðaði
ég mig á því, hvernig hún gat með
ljúfmannlegri festu stjórnað stómm
mannfjölfa sem umhverfis hana
var.
Einhvem tíma þegar henni
fannst ég dauf í dálkinn, gaf hún
mér heiðgulan trefíl sem hún bað
mig að bera og sagði: „Þú átt að
ganga um glöð og vefja sólargeisla
um hálsinn á þér.“
Hún vildi alla gleðja, allt milda
og tók mildum höndum á yfirsjónum
annarra. Hún var konan sem var
ættmóðir, andleg fóstra og vel-
gjörðarkona þeirra sem hún þekkti
og umgekkst. Eigi að síður gat hún
borið nokkurs konar fjarlægð, en
jafnvel þegar hún virtist fjarlægust
var hún háskalega glöggur athug-
andi sem erfítt var að villa sýn. Þó
er mér til efs, að hún hafí vitað til
fulls, hversu mikill ljósgjafí hún
sjálf var, hve mörgum hún lýsti í
lífinu, yfir erfíðleika og trega.
Uppeldi bama sinna skilaði hún
með miklum sóma þrátt fyrir örð-
uga stöðu, og hefðu ekki allir leikið
þann leik eftir henni. En líklega
hefur bjargföst trú hennar á guð-
lega hjálp í nauðum verið henni
nauðsynleg kjölfesta, skjól og leið-
arsteinn í senn.
Rúna Guðmundsdóttir skilur eftir
minningar fullar af þakklæti. Ég
veit að þeir sem voru henni allra
nákomnastir sakna hennar og
minnast þess með þökkum að hún
skyldi vera sú sem hún var.
Að leiðarlokum þakka ég henni
fyrir svo margt sem hún hefur miðl-
að mér af mannskilningi sínum og
lífsreynslu. Það hefur verið mér
ómetanlegt.
Aðstandendum hennar votta ég
mína dýpstu samúð.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Kæra Rúna.
Ilmur jarðarinnar umlykur allt,
en í hálsi og sál fínnum við biturt
bragð reyksins. Lýsandi stjörnu sé
ég; en ljóminn stafar frá þér. Þó
misst hafí ég hluta af íslandi, þó
misst hafí ég hluta af Reykjavík,
þó misst hafi ég hluta af Túngöt-
unni, þá sé ég samt stjörnu og ljómi
hennar kemur frá þér.
Ávallt er dauðinn óvæntur, merk-
ingarsnauður og við hann er erfítt
að ráða. Þrunginn er hann angur-
værð og kærleika.
Dansandi stjörnur himins á heið-
skírum nóttum minna mig á þig og
ég segi við sjálfan mig: Ein stjarna
hefur skipt um stað eins og Rúna.
Andlát þitt er líkt og stjömuhrap:
Stjörnu sé ég; en ljóminn stafar frá
þér.
Trúðu mér, Rúna: Yfir landi mínu
er himinninn alsettur stjömum í
næturhúminu. Á einmanalegum
sumarnóttum em þær ýmist nær
eða fjær. Freistandi er að klífa hátt
fy'all til þess eins að handleika
stjörnu. Unun er mér að líta tindr-
andi stjömurnar eins og áður ég
leit andlit þitt.
Þótt söngur minn sé harmi
þrunginn og ég deili tárum með
syni þínum og dætrum, máttu vita,
Rúna: Eigi skal hræðast dauðann
heldur sækja til Alföður styrk.
Minning þín varir að eilífu í hjarta
okkar.
Hvíl þú í friði, umvafin fallegum
blómum.
Ercan Damci,
Istanbul.
+ Bergljót Kristinsdóttir
fæddist á Vopnafirði 30.
júní 1921 og ólst upp á Eyvind-
arstöðum í Vopnafirði. Hún lést
á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 31.
desember siðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Seyðis-
fjarðarkirkju 7. janúar.
Snemma á stríðsáranum síðari
kom ung stúlka frá Vopnafirði á
heimili okkar í Tungu á Seyðis-
fírði. Móðir okkar vann á símstöð-
inni og hafði ráðið hana til að hugsa
um börnin tvö sem þá voru komin
til sögunnar. Stúlkan hélt Bergljót
Kristinsdóttir, en var ævinlega köll-
uð Begga.
Svo lengi sem ég man eftir mér
man ég eftir Beggu. Hún var góð
fóstra, spjallaði, sagði sögur og lék
við okkur en kunni líka að aga
okkur þegar ærslin keyrðu úr hófí
fram.
Begga settist að á Seyðisfirði.
Hún kynntist ungum sjómanni,
Emil Bjamasyni, og þau giftu sig
og stofnuðu heimili í litlu tvílyftu
húsi á Hafnargötu 16. Þar bjuggu
þau allan sinn búskap en Emil lést
árið 1968.
Húsið á Hafnargötunni var úti á
Búðareyri en Tunga inni á Öldu og
góður spölur á milli. Á þessum árum
mátti telja bílaeign bæjarbúa á tám
og fingrum og menn ferðuðust fót-
gangandi milli húsa. Ekki létum við
bömin vegalengdina aftra okkur frá
því að heimsækja Beggu og alltaf
var tekið á móti okkur með sömu
hlýjunni og höfðingsskapnum. Bát-
urinn sem Emil var á sigldi með
aflann til Englands og komu skip-
veijar til baka með ýmislegt góð-
gæti sem ekki sást í verslunum á
Islandi á haftaáranum eftir stríð.
Þetta góðgæti reiddi Begga fram
af miklu örlæti þegar gesti bar að
garði. Aldrei fór hún í manngreinar-
álit og tók jafnhöfðinglega á móti
börnum og fullorðnum. Það var allt-
af spennandi að koma til hennar
pg sjá nýjasta góssið utan úr heimi.
í einni slíkri heimsókn smakkaði
ég í fyrsta sinn niðursoðnar perur
og fannst ég aldrei hafa bragðað
neitt sem komst eins nærri því að
vera guðdómlegt. Ég bar líka mikla
virðingu fyrir Emil af því að hann
var í þessu stöðuga sambandi við
umheiminn sem var svo óralangt
frá Seyðisfirði. Og ég var ekki ein
um það þvf að milli þeirra hjóna
ríkti alla tíð gagnkvæm virðing og
væntumþykja sem setti sérstakan
blæ á heimilislífið.
Á uppvaxtaráram mínum voru
ættingjar okkar allir fluttir burt en
fjölskylda Beggu var „frændfólk“
okkar þó að við værum ekkert
skyld. Við skiptumst á heimsóknum
um jól og áttum hvert annað að í
sorg og gleði. Begga eignaðist fjög-
ur börn á sjö árum og þegar það
yngsta, Einar, fæddist lá hún sjálf
og bömin þrjú fárveik af mislingum.
Þá var mikill taugatitringur í Tungu
og mamma var föl á vangann af
hræðslu um Beggu og ófædda bam-
ið. En Begga fór inn á spítala og
fæddi sitt barn með sama jafnaðar-
geðinu og hún tók öðru sem að
höndum bar og allt fór vel.
Eftir því sem árin liðu mat ég
Beggu æ meir. Hún var afar vel
gerð manneskja, hlý og æðrulaus.
Aldrei sá ég hana skipta skapi og
var hún þó fjarri því að vera skap-
laus. Hún kunni bara að stjóma
skapinu og henni var lagið að horfa
á björtu hliðamar og njóta þess sem
lífið hafði upp á að bjóða í stað
þess að sóa tíma og kröftum í að
fjargviðrast yfír því sem miður fór.
Líklega var það þess vegna sem
hún hafði svo mikið að gefa að
menn fóru jafnan auðugri frá henni
en þeir höfðu þangað komið
Ég fór ung að heiman en aldrei
rofnaði sambandið við Beggu og
með hveiju árinu varð skemmti-
legra að hitta hana, spjalla og rifja
upp gamla daga.
Begga bjó á Seyðisfírði í meira
en hálfa öld. Þar lifði hún og starf-
aði, þar vildi hún dvelja síðustu
mánuðina eftir að hún var orðin
fárveik og þar lést hún á gamlárs-
dag. Hún var borin til grafar 7.
janúar. Seyðisíjörður kvaddi hana
eins og hann getur orðið fegurstur,
blæjalogn og heiðskírt, fjöllin hvít
og sólargeislarnir léku um tindana.
Yfír öllu hvíldi sama heiðríkjan og
hafði einkennt Beggu og líf hennar.
Fyrir hönd okkar systkinanna frá
Tungu þakka ég henni samfylgdina
og bið henni blessunar. Börnum
hennar og öðrum aðstandendum
votta ég innilega samúð. Ég veit
að þau eiga eftir að ylja sér við
minningarnar og þær era góðar.
Iðunn Steinsdóttir.
Elsku amma mín, Bergljót Krist-
insdóttir, er látin. Amma var ein
af þeim yndislegustu og bestu
manneskjum sem ég hef kynnst og
+ Skúli Einarsson fæddist í
Reykjavík 7. júlí 1939. Hann
lést 6. janúar siðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fella- og
Hólakirkju 15. janúar.
Vinur okkar Skúli er burtkallaður
frá þessu jarðneska lífi. Við viljum
þakka fyrir góðu stundimar með
honum. Skúli okkar var glaðlyndur
og mannblendinn og með sinni sér-
stöku kímnigáfu kom hann okkur
oft til að brosa.
Skúli var alltaf fínn og snyrtileg-
ur og hafði gaman af að vera fal-
lega klæddur. Við minnumst þess
hve hann naut sín vel þegar hópur-
betri ömmu er vart hægt að hugsa
sér. Frá því að ég man eftir mér
fannst mér alltaf jafn notalegt að
koma í heimsókn tií ömmu. Hún var
alltaf ánægð og geislaði öll, var sí-
fellt brosandi og hafði gaman af
flest öllu. Amma saumaði og pijón-
aði mikið. Það era ófáir ullarvettl-
ingamir og uilarsokkarnir sem við
barnabörnin og reyndar flestir aðrir
úr fjölskyldunni eigum eftir hana.
Og ekki má gleyma jólasokkunum
yfírfullum af nammi og smádóti sem
við krakkarnir fengum um hver jól.
Við vissum alltaf að það leyndust
sokkar í pökkunum okkar en hvern-
ig þeir litu út og hvað var í þeim
var alltaf jafn spennandi að sjá.
Amma var mikil húsmóðir og kunni
vel við sig í eldhúsinu. Hún sýndi
það oft þegar hún kom og dvaldist
hjá okkur hér fyrir norðan. Ef við
fjölskyldan fórum í vinnu eða skóla
á morgnana var hún ævinlega búin
að elda þegar við komum heim í
hádeginu. Og þegar við fórum aust-
ur til Seyðisfjarðar fengum við allt-
af eitthvað gott að borða hjá henni.
Eins og ég sagði hér fyrr geislaði
alltaf af ömmu. En þegar hún veikt-
ist var hún send til Reykjavíkur og
fór ég þangað að heimsækja hana.
Mér hálfbrá þegar ég sá hana liggja
svona slappa í rúminu og engin
geislun skein af henni lengur. Fyrir
mér var hún eins og allt önnur
manneskja. En þegar ljóst var að
ekki yrði hægt að lækna ömmu vildi
hún fara aftur til Seyðisfjarðar þar
sem hún átti heima. Hún fékk að
fara og þegar ég heimsótti hana
þangað í sumar þekkti ég aftur
mína réttu ömmu. Hún var aftur
farin að geisla og leið betur en í
Reykjavík og var það sennilega út
af því að hún var aftur komin á
sínar heimaslóðir þar sem henni leið
best. Amma var kona sem var alltaf
að gera eitthvað fyrir aðra og var
okkur öllum og mörgum öðram
mjög góð. Það var því mikill söknuð-
ur þegar amma dó en minningin um
hana lifir og mun alltaf lifa með
mér og öðram sem þekktu hana.
Elsku amma, ég vona að þér líði
vel þar sem þú ert núna og takk
fyrir allt. Blessuð sé minning þín.
Kolbrún Einarsdóttir, Dalvík.
inn fór út saman á kaffihús eða
bara í gönguferðir um nágrennið.
Minningin um góðan félaga lifír.
Við vinir hans í dagvistuninni
óskum honum Guðs blessunar og
þökkum samverana.
Ef að vængir þínir taka að þyngjast,
þreyttir af að fljúga í burtuátt,
hverf þú heim. Og þú munt aftur yngjast
orku, er lyftir hverri §öður hátt.
Jafnvel þó við skilnað kannski skeður
skyndidepurð gripi róminn þinn,
sem á hausti, er heiðló dalinn kveður,
hugsun um: að það sé efsta sinn.
(Stephan G. Stephansson.)
Starfsfélagar Blesugróf 31.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐMUNDINU H. S.
SVEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Sólvangi.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir,
Sigurbjörn Sigurjónsson,
Erla Sigurjónsdóttir,
Haukur Sigurjónsson,
Sóley Sigurjónsdóttir,
Victor Sigurjónsson,
Gunnar Sigurjónsson,
Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Vilborg Elísdóttir,
Helgi Jónasson,
Anne Mari Asmunsen,
Óskar G. Sigurðsson,
Margrét Lukasiewcz,
Bergmundur H. Sigurðsson,
Guðjón Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SKÚLI
EINARSSON