Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.01.1997, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, ODDFRÍÐAR ERLENDSDÓTTUR, Háteigsvegi 50. Baldvin Ólafsson. t Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁRNÝJAR MAGNEU HILMARSDÓTTUR, Móabarði 8B, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflæknisdeildar St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, og Kjartan Örvar, læknir, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Guðsteinn Hróbjartsson, Hilmar Guðsteinsson, Karolfna Hilmarsdóttir, Aðalbjörg Guðsteinsdóttir, Guðjón Karlsson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför SIGURÐAR KRISTiNS SKÚLASONAR, Fjóluhvammi 8, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Anna Lísa Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við útför elskulegrar eiginkonu minnar, RÓSU REIMARSDÓTTUR. Bergur Sigurpálsson, Bjarni Reynir Bergsson, Sigurpáll Bergsson, Hjördis Harðardóttir, Bergur Bergsson, Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn. t Við sendum alúðarþakkir öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 120, Reykjavík, sem lést 27. desember 1996. Starfsfólki deildar 1-A á Landakotsspít- ala er þakkað sérstaklega fyrir umönn- un og hlýlegt viðmót í alla staði. Lilja Hallgrímsdóttir, Sigurjón Árni Þórarinsson, Þórdfs Ólöf Hallgrfmsdóttir, Sigríður Ásta Hallgrfmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ELÍNAR KONRÁÐSDÓTTUR, Öldugranda 9, Reykjavík. Konný Garibaldadóttir, Eirfkur Friðbjarnarson, Áslaug Garibaldadóttir, Stefán Benediktason, Gunnlaug Garibaldadóttir, Sveinn Jónsson, Jenný Garibaldadóttir, NilsSkogen, Einar Garibaldason, Karin Johanson, Þorbjörn Garibaldason, Skúli Jón Theodórs, barnabörn og barnabarnabörn. SVANÞÓR > JONSSON + Svanþór Jóns- son var fæddur á Stokkseyri 5. september 1912. Hann varð bráð- kvaddur 8. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Jónasson og Þóra Þorvarðar- dóttir. Hann var næstyngstur sex systldna, sem voru Stefania Sigríður, sem dó ung, Jónas, útgerðarsljóri í V estmannaeyjum, er látinn, Þorvarður, drukknaði ungur, Jarþrúður, húsmóðir í Reykjavík, er látin, og Ásta Þóra, sem er ein eftirlifandi systkinanna. Hinn 6. júní 1936 kvæntist Svanþór Sigríði Þorsteinsdótt- ur frá Háholti í Gnúpverja- hreppi. Þau áttu fjögur börn, sem eru: 1) Þóra, gift Sigurði Þ. Guðmundssyni, en þau eiga fjögur börn og átta bamabörn. 2) Ingibjörg, gift Eggerti Sig- urðssyni, hún á eina dóttur og tvö bama- böm. 3) Halla, gift Einari Egilssyni, þau eiga þrjú böm og fimm bamaböm. 4) Jón, kvæntur Sig- urborgu Borgþórs- dóttur, hann á einn son. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Önnu Sigríði Markúsdóttur, gifta Trausta Þór Guð- mundssyni og eiga þau tvær dætur. Fyrir hjónaband átti Svanþór dótturina Svönu, gifta Óla B. Lúterssyni og eiga þau fjögur böm og sex barnaböm en þau misstu dótturdóttur í snjóflóðinu á Flateyri. Svanþór tók sveinspróf í múraraiðn 1947 og meistararétt- indi fékk hann 1955. Útför Svanþórs fer fram frá Árbæjarkirkju á morgun, mánu- daginn 20. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Lágafelli í Mosfellsbæ. Hann var skógarins hæverski hlynur en í hjartanu móðurinn brann, dýranna vemdari og vinur og víst þau elskuðu hann. Sá er ei latur og linur sem laða þau til sín kann. Hann virtist fly^ja af fjöllum það frelsi sem þurfti til að geta gefið öllum gleði og sálaryl. Hann kunni ei það sem við köllum „kannski" og „hér um bil“. Sumir virðast alltaf eiga eitthvert bam i sér. Víst er að ansi margir mega mikið iæra af þér sem kenndir ýmsum með dánu deiga hvað dáð og kjarkur er. (Har. Har.) Kynni mín og Svanþórs eiga sér nokkuð langa sögu, en þegar ég sem 14-15 ára unglingur var farinn að taka virkan þátt í útreiðum hestamanna í Reykjavík, komst ég ekki hjá því að veita þessum lífs- glaða og hláturmilda manni at- hygli, en það var kannski ekki síst hesturinn sem hann oftast sat, sem heillaði unglingsaugað. Brúnn, föngulegur fjörgammur, sem alltaf vakti athygli manna hvort sem var við hinar daglegu útreiðar eða við þátttöku þeirra félaga í firma- keppni Fáks. Það var ekki amaleg sjón að sjá þau hjónin Svanþór og Siggu á ferð, hann á þeim brúna, og hún á hvftu hryssunni sinni henni Fífu. Brúni klárinn hét Sörli og hafði Svanþór alltaf mikið dá- læti á honum, og kallaði hann klár- inn í gamni „Lata Brún“. Löngu t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGTRYGGS KJARTANSSONAR, Suðurgötu 26, Keflavík. Klara Ásgeirsdóttir, Kjartan S. Sigtryggsson, Ása Steinunn Atladóttir, Sigríður S. Sigtryggsdóttir, Bill Joyner, Steinar S. Sigtryggsson, Birna Marteinsdóttir, Kristfn S. Sigtryggsdóttir, Hallur A. Baldursson, Hólmfrfður S. Sigtryggsdóttir, Þórður Kárason, barnabörn og barnabarnabörn. Opið í dag frá 12—14 Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu ca 180 fm lager- eða iðnaðarhúsnæði við Ármúla. Góð aðkoma, innkeyrsludyr, lofthæð 3,8 m. VANTAR — VANTAR — VANTAR 1. Einbýli 200 fm í Hamrahverfi eða Ártúnsholti. Verðhugmynd ca 15 millj. 2. Einbýli eða raðhús í Hæðarhverfi í Garðabæ, annað kemur til greina. Má vera hús í byggingu. Aðili sem búinn er að selja. Verðhugmynd 15—20 millj. 3. Einbýli á Seitjarnarnesi. Hús sem þarf að vera 250—300 fm og með 5 herb. eða bjóða upp á þann möguleika. Aðili þessi hefur aðstöðu til að bjóóa upp á mjög rúman afhendingartíma fyrir réttu eignina. Má vera hús í byggingu. Borgir fasteignasala, Ármúla 1, Reykjavík. Sími 588 2030, fax 588 2033. eftir að Sörli féll, jafnvel alveg fram á þennan dag, tók ég eftir því, að alltaf þegar við Svanþór töluðum saman um hross, og talið barst að Sörla, var sem kæmi glampi í augu hans, og hann lyft- ist allur upp. Oft eru það þó augna- blikin sem sitja hvað fastast í huga manns, en ég gleymi aldrei einu atviki. Ég kom ríðandi upp Vatns- veituveginn í átt að gömlu brúnni, þegar ég allt í einu tek eftir tveim- ur mönnum sem sátu á hestum sínum utan við veginn og voru að tala saman. Það lá greinilega vel á þeim, og hestarnir orðnir heitir og sveittir um háls og bóga. Þegar ég kom nær þekkti ég að þar var Svanþór á Sörla, en ekki tók ég eftir því hver hinn maðurinn var. Sörli var greinilega óþolinmóður, og stiklaði um ókyrr, og krafsaði annað slagið í svörðinn, en það sem fyrst og fremst vakti þó athygli mína var taumurinn og höndin sem um hann hélt. Þarna var hestur ólmur af hlaupagleði, bryðjandi mélin, en heita mátti að taumurinn héngi laus, nema hvað knapinn snerti hann létt annað slagið, eins og til að segja klárnum að bíða rólegum. Þetta létta taumtak skildi klárinn, og samþykkti. Þegar ég var kominn framhjá þeim félögum, leit ég oft um öxl, og var þessi mynd mér ofarlega í huga í langan tíma. Ég vissi ekki þá hve náin tengsl okkar Svanþórs áttu eftir að verða síðar. Það var síðan árið 1981, þegar ég kynntist og síðar kvæntist dótt- urdóttur Svanþórs, að leiðir okkar lágu aftur saman, en þá kynntist ég í rauninni manninum. Ég hugsa að allir tengdasynir þekki tilfinn- inguna serri fylgir því að vera tek- inn inn í nýja fjölskyldu, og ekki laust við að í manni blundi hálf- gerður kvíði fyrir fyrstu afmæli- sveislunum, og öðrum fögnuðum höldnum í nafni fjölskyldunnar, en ég var fljótur að átta mig á því að þarna þurfti ég ekki að setja mig í neinar stellingar; eða þykjast vera einhver annar en ég var. Það andrúmsloft sem ríkti minnti mig óneitanlega iá augnablikið forðum þar sem Svanþór sat á Sörla. Létt- leiki og gleði í fyrirrúmi, og fjöl- skylduhöfðinginn sjálfur hrókur alls fagnaðar. Kveðjurnar sem Svanþór tileinkaði sér að kasta á meðlimi fjölskyldu sinnar voru eins og einkenni á allri framkomu hans og persónuleika. „Hæ, svítí," sagði hann gjarna við dætur sínar, en barnabörnynum heilsaði hann oft- ast með orðunum: „Komdu sæl frænka mín - komdu sæll frændi minn,“ og alltaf í þessum létta og gamansama tón. Konuna mína, hana Önnu Siggu, kallaði hann oft Skottu sína. Þegar Svanþór kom inn einhvers staðar þar sem margt fólk var samankomið, sagði hann jafnan „komið þið fagnandi". Oft er sagt að ekkert sé varið í þá sem ekki eru umdeildir, og að það sé einhver sönnun á mannkost- um og getu. Sé þetta rétt, er ég smeykur um að halli á Svanþór, en ég held að ég muni ekki eftir að hafa nokkurn tímann heyrt um né kynnst óumdeildari manni en hon- um Svanþóri. Ég held að það mót- mæli því enginn þegar ég fullyrði það að ekki sé til sá maður sem ekki líkaði vel við Svanþór, og hafði ekki gaman af að hitta hann, en hann virtist þekkja alveg ótrúlegan fjölda af fólki víðs vegar að af land- inu. Hann var alla tíð mikill ferða- maður og hafði því komið víða. Á ferðalögunum nýttist honum síðan vel til kynna, þessi eiginleiki sem alla tíð einkenndi hann, að gefa sig á tal við nánast alla sem hann hitti, og við hvem sem hann talaði kom hann alltaf til dyranna eins og hann stóð. Oft hafði hann góðar sögur meðferðis og sagði þannig frá að allir hlustuðu, en oft var mikið hleg- ið í sögulok. Ferðalög á hestum voru hans ær og kýr, og þær voru ekki marg- ar ferðirnar á vegum hestamanna- félagsins Fáks sem hann missti af, og sem dæmi um ákafa hans má nefna, að eitt sinn er til stóð að fara ferð í kring um Tindfjöll, stóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.