Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /JGG/ M* ve/ÞÞÍ/fL / G'fce'-. j; 1 ENþetít SfrLt/ÐUHOHUM' 01996 Tríbune Media Services, Inc. All Rights Reserved. f HANN jS£’e/AJS 06 „UTANL 1/rAMAJ [ VATNS /feyNSL A -‘ Grettir Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hugleiðingar að loknu málþingi um ljósmyndun Frá Sigurjóni Jóhannssyni: UÓSMYNDARAFÉLAG íslands gekkst nýlega fyrir málþingi um stöðu ljósmyndarinnar í söfnum landsins og reynt var að finna út hversvegna söfnin okkar kaupa ekki ljósmyndir sem mynd- eða sköpunarverk, eins og tíðkast hef- ur víða erlendis um langt skeið. Inga Lára Baldvinsdóttir, sem sér um Ijósmyndadeild Þjóðminja- safnsins, gerði skýra grein fyrir hvemig þjóðhátta- og héraðsbóka- söfnin standa að söfnun og varð- veislu mynda. Einar Falur Ingólfs- son, myndstjóri Morgunblaðsins, hvatti ljósmyndara til að taka betri og frumlegri myndir en þeir gera almennt, en Bragi Þór Jósefsson, formaður Ljósmyndarafélags ís- lands, velti fyrir sér hversvegna stærri söfnin keyptu ekki góðar ljósmyndir. Þetta var áhugavert umræðu- efni enda tóku margir til máls og það kom fram meiri sjálfsgagnrýni en ég átti von á og við lá að kjör- orð málþingsins yrði: Tökum betri myndir! Þá vildu sumir að ljósmyndarar létu meir i sér heyra og væru dug- legri við að sýna. Ég vil benda á að það er ekki jafn lítið um ljós- myndasýningar og margir vilja vera láta. íslensk söfn og gallerí hafa staðið fyrir mörgum ljós- myndasýningum, sem vilja gleym- ast þegar þessi mál ber á góma. Það vantar fyrst og fremst stórar sýningar á borð við þá sem haldin var að Kjarvalsstöðum í mars 1991 að frumkvæði Kristjáns Péturs Guðnasonar og Einars Erlendsson- ar hjá Skyggnu-Myndverki. Gleymum ekki árlegum frétta- myndasýningum, sem koma frá Hollandi, sýningum ísl. fréttaljós- myndara og oft og tíðum skemmti- legum sýningum framhaldsskóla- nemenda. Þá hugsa ég að það myndi koma mörgum á óvart ef á einum stað væru komnar allar þær bækur þar sem meginefni bókanna eru ljós- myndir, ýmist heimildamyndir eða af listrænum toga. Ég hef fyrir satt að ljósmyndabók Sigfúsar Eymundssonar, sem kom út árið 1976, sé með allra söluhæstu bók- um sem gefnar hafa verið út á íslandi. Semsagt í stuttu máli: íslenskir ljósmyndarar eru síður en svo ein- angraðir og enn síður að þeir lifi í fjandsamlegu umhverfi. En hveiju mætti samt breyta til batn- aðar? Ég legg til að allir sem unna ljósmyndalistinni taki höndum saman og stofni samtök á borð við Forbundet Frie Fotografer eins og norskir ljósmyndarar gerðu fyrir einum tveimur áratugum. Þar náðu að starfa saman áhugamenn og ljósmyndarar með réttindi að sýn- ingarhaldi og gerð vandaðra sýn- ingarskráa, og félagsmenn nutu starfsstyrkja og ferðastyrkja á borð við aðra listamenn í Noregi. Samskonar félagsskapur hér heima gæti staðið fyrir árlegum sýningum þar sem ríkti þema- hugsun á borð við landslag - sam- ferðamenn - fjölskyldan - sjór og sjómenn o.s.frv. Um leið yrðu kynnt verk eins eða fleiri eldri ljós- myndara, lifandi eða látinna, og svo mætti vera opin deild fyrir unga ljósmyndara með fjörugar og ungæðislegar myndir. Slíkar sýningar yrðu áreiðanlega mjög vel sóttar og þær yrðu taldar til meiriháttar listviðburða innan tíð- ar. Urval mynda á hverri sýningu kæmi síðan út í vandaðri sýningar- skrá ásamt greinum um Ijósmynd- arana. I sýningarskránum gætu líka birst almennar greinar um ljós- myndun óháðar sýningunum eða sýnendum. Smám saman yrðu sýn- ingarskrárnar taldar merkileg heimild um fortíð og nútíð í ís- lenskri ljósmyndasögu. Slík félagasamtök myndu ör- ugglega njóta velvildar ljósmynda- verslana og einhveijir molar hlytu að falla úr menningarsjóðum borg- ar og ríkis. Og þá skapaðist grundvöllur fyrir stóru söfnin að hefja mark- vissa söfnun og varðveislu góðra ljósmynda. Er eftir nokkru að bíða? SIGURJÓN JÓHANNSSON, Öldugranda 5, 107 Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. FYRIRLI66JANDI: 6ÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DAELUR - STEYPUSA6IR - HRJERIVÉLAR - SA6ARBLÖ0 - Vönduð framleiðsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.